Borgarráð - Fundur nr. 5152

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2011, fimmtudaginn 24. febrúar, var haldinn 5152. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.33. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:


1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 10. febrúar. R11010016

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 15. febrúar. R11010017

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 17. febrúar. R11010020

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 23. febrúar. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 18. febrúar. R11010029

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R11010185

7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 9. s.m., um breytt deiliskipulag Grjótaþorps vegna flutnings Gröndalshúss á lóð nr. 5 við Vesturgötu. R11020073
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna vísar til bókunar sinnar í skipulagsráði.

8. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra rekstrarsviðs sjálfseignarstofnunarinnar Eirar frá 24. f.m. um tilnefningu í fulltrúaráð Eirar. R09040107
Tilnefnd eru Stefán Benediktsson, Heiðar Ingi Svansson, Heiða Kristín Helgadóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Jórunn Frímannsdóttir, Stella K. Víðisdóttir og Berglind Magnúsdóttir. Til vara Elsa Hrafnhildur Yeoman, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson og Ellý Alda Þorsteinsdóttir.

9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
1. Varið verði 150 milljónum af liðnum atvinnumál til hefðbundinna átaksverkefna, sbr. reglugerð um vinnumarkaðsaðgerðir, til verkefna í þágu ungs fólks, til virkniverkefna fyrir fólk á fjárhagsaðstoð, til fólks með takmarkaða starfsgetu (fötlun), til nýsköpunarsjóðsverkefna og til að kosta laun sérstaks verkefnisstjóra árið 2011.
2. Aðgerðahópur borgarráðs um fjármál Reykjavíkurborgar geri tillögur til borgarráðs um nýtingu þessara fjármuna en verkefnisstjóri og mannauðsstjóri sjái um útfærslu og nánari framkvæmd.
3. Verkefnisstjóri verði tengiliður borgarinnar við Vinnumálastofnun (VMST) og atvinnuleysistryggingasjóð. Jafnframt muni hann aðstoða og taka við umsóknum frá fagsviðum um störf við átaksverkefni og taka ákvörðun með mannauðsstjóra um afgreiðslu erinda í samræmi við þau viðmið sem borgarráð setur. Verkefnisstjóri hafi milligöngu um auglýsingar og aðstoði stjórnendur við ráðningar fólks af atvinnuleysisskrá til átaksverkefna.
4. Viðhald bygginga og endurgerð gamalla húsa verði áfram unnið sem sérstakt átaksverkefni. Lögð verði áhersla á samráð við hagsmunaaðila og tiltekinn starfsmaður framkvæmda- og eignasviðs beri ábyrgð á verkefninu.

Jafnframt lögð fram greinargerð mannauðsstjóra og aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs, ódags. R10060097
Tillagan samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað vegna 1. liðar tillögunnar:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna áréttar mikilvægi þess að atvinnuátaksverkefni borgarinnar verði unnin innan borgarinnar með leiðsögn og eftirliti núverandi starfsfólks. Þannig má tryggja flest störf, auk þess sem aðstoð borgarstarfsfólks og eftirlit með verkefnunum tryggir besta mögulega árangur. Því er lagt til að Hitt húsið annist umsjón með verkefnum í þágu ungs fólks, velferðarsvið með virkniverkefnum og mannréttindaskrifstofa annist umsjón með verkefnum í þágu fólks með takmarkaða starfsgetu. Sérstakur verkefnisstjóri leiðbeini starfsfólki viðkomandi skrifstofa/sviða og haldi utanum samstarf við Vinnumálastofnun.

Þá leggur borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna fram svohljóðandi fyrirspurn:
Nauðsynlegt er að tryggja að það fjármagn sem sett verður í atvinnuátaksverkefni nýtist sem allra best. Því er óskað eftir skýrslu um þau verkefni sem farið var í á síðasta ári þar sem kostnaður við hvert þeirra er rakinn ásamt fjölda starfa og fjölda mannmánaða. Jafnframt er óskað eftir að þær upplýsingar sem koma fram í minnisblaði mannauðsstjóra og aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs verði lagðar fram kyn- og aldursgreindar og þróunin á undanförnu ári sömuleiðis.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 17. þ.m. um sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús á lóð nr. 14 við Haukdælabraut. R07020085
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 17. s.m., um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð. R09010048
Samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1.
Borgarráðsfulltrúar vísa til bókana fulltrúa sinna í velferðarráði.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 16. þ.m. varðandi framlengingu lóðafyrirheita um lóðirnar nr. 7 og 9 við Hádegismóa. R10010086
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra gatna- og eignaumsýslu frá 16. þ.m. um gerð leigusamnings um gæsluvallarhús að Rauðalæk 21a. R11020070
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 18. þ.m. um skiptingu fjármagns milli hverfa borgarinnar vegna „hverfapotta 2011.“ R11020076
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 21. þ.m. varðandi verðfyrirspurn/útboð vegna lagfæringar Austurstrætis sem göngugötu milli Pósthússtrætis og Lækjargötu og endurgerðar gatnamóta Lækjargötu og Austurstrætis o.fl. R11010157
Borgarráð heimilar framkvæmda- og eignasviði að fara í verðfyrispurn/útboð á grundvelli kostnaðaráætlunar, sem er 22 m.kr.

16. Lagt fram bréf innkaupastjóra frá 18. þ.m., sbr. samþykkt innkauparáðs 17. s.m., varðandi nýja samþykkt fyrir innkauparáð Reykjavíkurborgar. R11010062
Vísað til forsætisnefndar.

17. Lagt fram bréf innkaupastjóra frá 18. þ.m., sbr. samþykkt innkauparáðs 17. s.m., varðandi endurskoðaða innkaupastefnu Reykjavíkurborgar. R11010062

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu um breytingar á endurskoðaðri innkaupastefnu:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur til að liður 8 verði færður upp fyrir lið 6 og að liður 4 verði færður neðan við núverandi lið 8 sem þá yrði liður 5. Liðir 4, 5 og 6 verði því svohljóðandi:
4. Að beitt sé markvissum og skipulögðum vinnubrögðum við innkaup og með þeim stuðlað að hagkvæmni í rekstri og framkvæmdum Reykjavíkurborgar.
5. Að við innkaup sé, auk kostnaðar, tekið tillit til gæða-, umhverfis- og mannréttindasjónarmiða.
6. Að stuðla að samkeppni á markaði varðandi sölu á vörum, verkum og þjónustu til Reykjavíkurborgar.
Frestað.

18. Lögð fram umsögn borgarlögmanns um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994, dags. 22. þ.m. R11010195
Samþykkt.

19. Lagður fram úrskurður innanríkisráðuneytisins frá 15. þ.m. í stjórnsýslumáli nr. 76/2009, Ragnar Arnarson gegn Reykjavíkurborg. R09110014

20. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 22. þ.m. um tilhögun endurskoðunar ársreikninga, sbr. bréf PricewaterhouseCoopers ehf. frá 17. nóvember sl. R11020069
Vísað til borgarstjórnar.

21. Lögð fram að nýju ályktun íþrótta- og tómstundaráðs um atvinnumál ungs fólks frá 28. f.m., sbr. bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. s.d.
Borgarstjóra er falið að koma á fót samvinnuhópi milli sviða sem vinni aðgerðaáætlun í atvinnumálum ungs fólks í sumar fyrir 1. apríl nk. R11010198

22. Lagt fram bréf mannréttindastjóra frá 21. þ.m. um niðurstöður fjölmenningarþings Reykjavíkurborgar, sem haldið var 6. nóvember sl. R10100356
Borgarráð þakkar fyrir framkvæmd og úrvinnslu fjölmenningarþings.

23. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R11020001

24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 22. þ.m.
Lagt er til að borgarráð samþykki fyrirliggjandi drög að samningi við ReykjavíkurAkademíuna fyrir árið 2011. Upphæðin, 2 milljónir króna, greiðist af kostnaðarlið 09510, ýmsar samningsbundnar greiðslur, verkefni 09803 og lykill 5735. R09010097
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
Kjartan Magnússon óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

25. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fram hefur komið í fjölmiðlum að Hugmyndahús háskólanna muni loka í næstu viku. Reykjavíkurborg hefur með ákveðnum hætti komið að umræddu framtaki, enda hefur starfsemi hússins verið metin sem kröftugur hluti af nýsköpunarumhverfi borgarinnar. Nú kemur fram að beiðni um stuðning hafi legið hjá borginni frá því sl. haust án þess að hljóta afgreiðslu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska upplýsinga um málið og skýringa á þessum langa afgreiðslutíma. R11020091

26. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um stöðu framkvæmda við íþróttasvæði Fram í Grafarholti-Úlfarsárdal. Í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir áramót samþykkti íþrótta- og tómstundaráð þá tillögu Sjálfstæðisflokksins að haldið yrði áfram framkvæmdum á íþróttasvæðinu með það að markmiði að gervigrasvöllur yrði tekinn þar í notkun á árinu 2011. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar var málinu vísað til frekari vinnu á vettvangi borgarráðs og hafa að undanförnu staðið yfir viðræður milli Fram og Reykjavíkurborgar um áframhaldandi framkvæmdir. Æskilegt er að jákvæð niðurstaða liggi fyrir sem fyrst í þessum viðræðum enda brýnt að ljúka undirbúningsvinnu og hefja framkvæmdir við lagningu heilsársgervigrasvallar sem fyrst, eigi að vera unnt að taka umræddan völl í notkun á þessu ári. R08010042

27. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um stöðu framkvæmda við lagningu sparkvalla á skólalóðum á árinu 2011. Á síðasta ári samþykkti íþrótta- og tómstundaráð minnisblað Knattspyrnuráðs Reykjavíkur um lagningu sparkvalla á skólalóðum en þar var slíkum völlum forgangsraðað eftir faglegu mati á því hvar þeirra væri helst þörf, m.a. með tilliti til þess hvar íþróttaaðstöðu fyrir börn og unglinga er helst ábótavant í hverfum borgarinnar. R11020092

28. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks óska eftir ýtarlegum upplýsingum um stöðu endurvinnslu á Kjalarnesi og samanburði við önnur hverfi borgarinnar, þar sem fjöldi kvartana hefur borist borgarfulltrúum að undanförnu frá áhyggjufullum íbúum. R10110109

29. Kynnt er staða endurfjármögnunar Orkuveitu Reykjavíkur. R10100312

- Kl. 12.21 víkur Elsa Hrafnhildur Yeoman af fundi.

Fundi slitið kl. 12.46

Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Jón Gnarr Kristinsson
Kjartan Magnússon Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir