Borgarráð - Fundur nr. 5149

Borgarráð

B O R G A R RÁ Ð

Ár 2011, fimmtudaginn 3. febrúar, var haldinn 5149. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.26. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Líf Magneudóttir, Oddný Sturludóttir og Óttarr Ólafur Proppé.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 25. janúar. R11010013

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 17. janúar. R11010015

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 20. desember. R10010015

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 18. janúar. R11010017

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 27. janúar. R11010018

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 20. janúar. R11010019

7. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 26. janúar. R11010020

8. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 10., 21., 24. og 28. janúar. R11010032

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R11010185

10. Kynnt eru drög framkvæmda- og eignasviðs að samþykktar- og framkvæmdaferli nýframkvæmda. R11010197
Samþykkt er að fela sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs að vinna í samráði við skrifstofustjóra borgarstjórnar verklagsreglur á grundvelli draganna og leggja fyrir borgarráð.

11. Lögð fram framvinduskýrsla nýframkvæmda 2010, ódags., ásamt bréfi skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu frá 31. f.m. R11010197

12. Kynnt er fyrirhugað samráð við fagráð og hverfisráð um framkvæmdir borgarinnar og ný framkvæmdasjá á vefnum. R11020006

13. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup sviðsins í nóvember og desember 2010. R10010159

- Kl. 10.11 tekur Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum og Líf Magneudóttir víkur af fundi.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 27. f.m. varðandi skilmála við gerð lóðarleigusamnings við söfnuð Moskvu-Patríarkatsins um lóðir nr. 2 við Bræðraborgarstíg og nr. 8 við Bakkastíg. R08090136
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 26. f.m. um framsal byggingarréttar og lóðarhafaskipti á lóð nr. 1 við Nönnubrunn. R09040098
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 26. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Borgarhverfis A vegna lóða nr. 1-35 og 2-82 við Vættaborgir. R11010182
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 26. s.m., um breytingu á aðalskipulagi vegna landnotkunar á reit 1.180.3 sem afmarkast af Bergstaðastræti til vesturs, Óðinsgötu til austurs og miðborgarsvæði til norðurs. R11010184
Dagur B. Eggertsson víkur af fundi við meðferð málsins.
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 26. s.m., um kynningu lýsingar vegna breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Holtsganga. R11010187
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

19. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 27. f.m., sbr. samþykkt embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra 26. s.m., um kynningu lýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi vegna Holtsganga og aukningar á byggingarmagni á svæði Landspítalans við Hringbraut. R11010188
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

20. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 27. f.m., sbr. samþykkt embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra 26. s.m., um kynningu lýsingar vegna deiliskipulags og umhverfismats vegna Landspítala við Hringbraut. R11010189
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningarmála frá 26. f.m. um styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs fyrir árið 2011. R11010175

22. Lagt fram bréf sviðsstjóra leikskólasviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt menntaráðs 26. s.m., varðandi breytingar á reglum um framlag vegna barna hjá dagforeldrum. R10120053
Samþykkt.

23. Lagt fram bréf sviðsstjóra leikskólasviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt menntaráðs 26. s.m., varðandi breytingar á reglum um leikskólaþjónustu. R10120052
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

24. Lagt fram svar borgarstjóra frá 1. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um aðkomu fulltrúa foreldra að hagræðingarvinnu í grunnskólum, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. janúar sl. R11010176

25. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2011, dags. í dag. R11010071
Samþykkt að veita Skáksambandi Íslands styrk að fjárhæð 3,5 m.kr. vegna Reykjavíkurskákmótsins.

26. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R11010008

27. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. f.m.:

Borgarráð samþykkir að unnið verði að sameiningu upplýsinga- og vefmála hjá Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að sameinuð upplýsinga- og vefdeild verði staðsett í Ráðhúsi. Auglýst verði eftir upplýsingastjóra sem mun leiða undirbúning að stofnun deildarinnar. Fjármagn verði flutt af þjónustuskrifstofu, kostnaðarstað 1285, til undirbúningsins. Unnið verði í góðri sátt við viðkomandi starfsmenn og stjórnendur sviða og stofnana Reykjavíkurborgar. Tillaga um endanlega útfærslu á skipulagi upplýsinga- og vefmála verði lögð fyrir borgarráð eigi síðar en 1. mars næstkomandi. Í tillögunni verði sett fram raunhæf markmið um hagræðingu samfara stofnun upplýsinga- og vefdeildar.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lögð fram umsögn stjórnkerfisnefndar frá því fyrr í dag, sbr. bréf formanns nefndarinnar, dags. í dag. R11010080
Tillaga borgarstjóra samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu tillögunnar og vísa til bókana í stjórnkerfisnefnd. Samþykkt þessa máls vekur furðu, enda felur tillagan ekki í sér neina heildarhugsun varðandi nauðsynlegar stjórnkerfisbreytingar né virðist hún leiða af sér nokkurn sparnað. Öðru nær gæti þessi aðgerð ein og sér aukið enn á kostnað kerfisins og aukið enn á umfang miðlægrar stjórnsýslu í Ráðhúsinu. Að velja það að ganga aðeins til breytinga er varða styrkingu kynningar- og upplýsingamála í Ráðhúsinu segir talsvert um áherslur þessa meirihluta og tekur mögulega mið af því að borgarstjóri hefur ítrekað haldið því fram að hann njóti hvorki sannmælis né sanngirni í fjölmiðlum og þar verði að bæta úr. Hugsanlega er þessi tillaga liður í því.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar óska bókað að þeir vísi til umsagnar stjórnkerfisnefndar.

28. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra rekstrarsviðs sjálfseignarstofnunar Eirar frá 24. f.m. um tilnefningu í fulltrúaráð Eirar. R09040107
Frestað.

29. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra frá 21. f.m. um gjaldskrá fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. R11010168
Frestað.

30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar:

Borgarráð samþykkir að veita aukafjárveitingu, kr. 400.000, vegna Safnastrætós á Safnanótt 11. febrúar nk. sem komi af liðnum ófyrirséð. R11020005
Samþykkt.

31. Kynnt er mánaðarlegt rekstaruppgjör A-hluta fyrir tímabilið janúar til nóvember 2010. R10120013

32. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð felur borgarlögmanni að skoða ráðningarferli vegna nýs forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og gefa álit sitt á því hvort það samrýmist góðum stjórnarháttum, sem eðlilegt er að séu viðhafðir í opinberu fyrirtæki. Æskilegt er að slíkri skoðun ljúki sem fyrst þar sem umrætt ráðningarferli stendur yfir. Umrætt mál hefur ítrekað verið til umfjöllunar á vettvangi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og á vettvangi borgarstjórnar. Að öðru leyti er vísað til tillagna og bókana stjórnarmanns Sjálfstæðisflokksins í OR. R10100312
Frestað.

33. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Til að fá sem gleggstar upplýsingar um stöðu lána- og endurfjármögnunarmála Orkuveitu Reykjavíkur óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eftir því að fyrrverandi fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur komi til fundar við borgarráð. Á þeim tímamótum þegar hún hverfur frá störfum á vettvangi OR er mikilvægt að borgarráð sé vel upplýst um þessi mál og að tryggt sé að samfella sé í þessu verkefni á vettvangi fyrirtækisins og borgarinnar. Anna Skúladóttir hefur verið fjármálastjóri OR undanfarin fimm ár, þar áður fjármálastjóri Reykjavíkurborgar til margra ára og hefur því víðtæka reynslu og þekkingu af þessum málum. Upplýst hefur verið að greinargerð og/eða stöðuskýrsla hennar hafi verið send stjórnarmönnum í OR og ákveðnum forsvarsmönnum borgarinnar við brotthvarf hennar og er einnig óskað eftir því að borgarráðsmönnum verði send sú greinargerð sem tekin verði til umfjöllunar á umræddum fundi. R10100312

Fundi slitið kl. 11.55

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttar Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir