Borgarráð - Fundur nr. 5148

Borgarráð

B O RG A R R Á Ð

Ár 2011, fimmtudaginn 27. janúar, var haldinn 5148. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.49. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 11. janúar. R11010013

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 21. janúar. R11010029

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 24. janúar. R11010030

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 26. janúar. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 2 mál. R10120075

6. Lagt er til að Jóhann Birgisson taki sæti í hverfisráði Hlíða í stað Geirs Sveinssonar og að Geir taki sæti varamanns í ráðinu í stað Jóhanns. R10060066
Vísað til borgarstjórnar.

7. Lagt fram að nýju bréf rektors Háskóla Íslands og forstöðumanns Norræna hússins frá 29. nóvember sl. varðandi friðlandið í Vatnsmýri. R10110142
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Lagt er til að sviðsstýru umhverfis- og samgöngusviðs og skipulagsstjóra verði falið að hefja viðræður við rektor Háskóla Íslands og forstöðumann Norræna hússins um málið. Jafnframt verði erindinu vísað til stýrihóps um heildarskipulag Vatnsmýrar.
Málsmeðferðartillagan er samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Ekki verður séð að frekari viðræðna sé þörf þegar kemur að samstarfi borgarinnar við Háskóla Íslands og Norræna húsið heldur hefði verið sjálfsagt og eðlilegt að taka erindinu sem hér um ræðir fagnandi. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna telur að farsælast hefði verið að tilnefna fulltrúa í starfshópinn og fara í þá mikilvægu vinnu að móta framtíðarstefnu um friðlandið. Með því hefði borgin í engu fríað sig ábyrgð á skipulagi svæðisins, enda er hún á herðum skipulagsráðs og að hluta til stýrihóps um heildarskipulag Vatnsmýrar sem að sjálfsögðu hefði skoðun á vinnu hópsins á starfstímanum eða lokaniðurstöðum eftir atvikum.

8. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. þ.m. um sölu lóðar nr. 36 við Lindargötu. R10110005
Vísað til skipulagsráðs til umsagnar.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 24. þ.m. varðandi endurgerð Austurstrætis sem göngugötu og gatnamóta við Lækjargötu. R11010157
Borgarráð heimilar framkvæmda- og eignasviði að vinna áfram að hönnun verkefnisins.

10. Lögð fram styrkumsókn Hönnunarmiðstöðvar Íslands vegna hátíðarinnar HönnunarMars 2011, ásamt bréfi sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs, dags. 18. þ.m. R11010125
Samþykkt að veita styrk að fjárhæð 3 m.kr.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 24. þ.m. þar sem óskað er heimildar til að auglýsa samningskaup um samþættingu á þjónustu í Viðey til allt að 5 ára. R10100358
Samþykkt.

12. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra menningarmála frá 24. þ.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs s.d., varðandi stefnumörkun um fornleifarannsóknir og miðlun fornleifa í miðbæ Reykjavíkur. R09090027
Borgarráð tekur undir umsögnina.

13. Lögð fram drög að samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Landssambands hestamannafélaga um hátíðina Hestadaga í Reykjavík árin 2011-2013, dags. í janúar 2011. R10120073
Borgarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.

14. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 26. þ.m. varðandi menningarkort Reykjavíkur og árskort á söfn borgarinnar. R11010155

15. Lögð fram auglýsing um skrár Reykjavíkurborgar yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsrétti, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, dags. 21. þ.m. R10110049
Samþykkt.

16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. þ.m.:
Borgarráð samþykkir sérstakar fjárveitingar í janúar og febrúar 2011 vegna málefna fatlaðra á grundvelli fyrirheita ríkisins um fullnaðarfjármögnun verkefnisins. Gert er ráð fyrir að mánaðarleg útgjöld vegna málaflokksins verði um 340 m.kr árið 2011, sé tekið mið af fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11010129
Samþykkt.

17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Borgarráð samþykkir að fresta framlagningu á þriggja ára áætlun þar sem ekki liggur fyrir endanleg fjárhagsáætlun vegna málaflokks fatlaðra sem Reykjavíkurborg tók yfir frá ríkinu um síðustu áramót. R11010073
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. þ.m.:
Borgarráð samþykkir heimild til fjármálastjóra á grundvelli samþykktar borgarstjórnar frá 30. nóvember 2010 um að taka allt að 1.000 milljóna króna lán í janúar 2011 með stækkun á verðtryggðum skuldabréfaflokki Reykjavíkurborgar RVK 09 1 ef ásættanleg kjör eru í boði. Þá er lagt til að borgarráð staðfesti útgáfuáætlun fyrir skuldabréfaflokk Reykjavíkurborgar RVK 09 1 á fyrri hluta árs 2011 sem taki mið af eftirfarandi vikum eða viðmiðunardagsetningum (í sviga): Febrúar: vika 8 (23.2.2011), mars: vika 12 (23.3.2011), apríl: vika 15 (15.4.2011), maí: vika 21 (25.5.2011) og júní: vika 24 (16.6.2011). Lántaka í hvert sinn nemi allt að 1.000 milljónum króna, enda sé á því þörf og ásættanleg kjör í boði.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11010153
Samþykkt, enda komi einstakar lántökur fyrir borgarráð til staðfestingar.

19. Lagt fram yfirlit regluvarðar Reykjavíkurborgar, dags. 21. þ.m. R09050078

20. Lagt fram bréf formanns Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík frá 20. þ.m. um rekstrarvanda og óvissu í málefnum tónlistarskólanna í Reykjavík. R10080065
Vísað til menntaráðs.

21. Lagt fram bréf hafnarstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Faxaflóahafna s.d., varðandi málþing um varðveislu gamalla báta. R10110082
Borgarráð tekur undir hugmyndir stjórnar Faxaflóahafna um málþing.

22. Lagt fram bréf forstöðumanns og stjórnarformanns Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála frá 3. september sl. þar sem óskað er eftir endurnýjun samstarfssamnings Reykjavíkurborgar og stofnunarinnar. Jafnframt lögð fram drög að þjónustusamningi fyrir árin 2011 og 2012, ásamt viðauka, ódags. R10090054
Borgarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti, árlegt framlag nemi 2.375 þ.kr.

23. Lagt er til að Þór Steinarsson taki sæti aðalmanns í menningar- og ferðamálaráði í stað Davíðs Stefánssonar. Davíð taki sæti varamanns í ráðinu í stað Þórs. R10060078
Vísað til borgarstjórnar.

24. Lögð fram ályktun af fundi Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, stjórna foreldrafélaga og fulltrúa foreldra í skólaráðum í grunnskólum Reykjavíkur þann 21. þ.m. þar sem mótmælt er niðurskurði í grunnskólum. R11010176

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna óska upplýsinga um aðkomu fulltrúa foreldra að hagræðingarvinnu í tilefni af samþykkt SAMFOK sem kynnt hefur verið opinberlega. Samkvæmt upplýsingum frá þessum heildarsamtökum foreldra hefur aðkoma foreldra eða fulltrúa þeirra verið lítil sem engin og því er jafnvel haldið fram að upplýsingum sé markvisst haldið frá þeim og allt samráð um áherslur í skólastarfi sé í raun ekkert annað en „sýndarsamráð“. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna gagnrýna slík vinnubrögð harðlega og óska skriflegra upplýsinga um hvort borgarstjóra eða formanni menntaráðs var kunnugt um þessi vinnubrögð; hvort það sem fulltrúar SAMFOK kalla „leyniplagg“ hafi verið borið undir þau og hver hafi formlega haft umsjón með þessu verklagi? Að auki er þess krafist að úr þessu verði bætt, fulltrúum foreldra verði veittur eðlilegur aðgangur að þessari vinnu, enda augljóst að árangur í þessu stóra verkefni næst ekki án góðs samstarfs við sem flesta foreldra í Reykjavík. Að endingu er spurt hvort til standi að verða við beiðni Samfoks um opinn fund um málefni skólanna í febrúar?

25. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Samkvæmt 15. gr. laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna er sveitarfélögum heimilt að setja sérstakar reglur um lækkun eða niðurfellingu fráveitugjalda hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum. Fram til þessa hafa töluverðir afslættir verið veittir þessum hópi en þeir féllu niður þegar innheimtan færðist frá Reykjavíkurborg til Orkuveitu Reykjavíkur. Óskað er upplýsinga um hvaða áhrif þetta hefur og hvaða vinna hefur verið sett í gang til að leiðrétta þær hækkanir sem hópurinn þarf nú að taka á sig. R10120074

26. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er skriflegra skýringa á því hvers vegna tillaga um innri endurskoðun vegna Strætó bs. var ekki tekin til afgreiðslu á fundinum, þrátt fyrir að málið hafi verið á útsendri dagskrá. Að auki er þess krafist að tillagan verði afgreidd sem fyrst, þrátt fyrir að greinilegt sé að meirihlutinn vilji ekki að sá tiltekni misbrestur sem tillagan byggir tilurð sína á hljóti verðskuldaða athygli. Það er óviðunandi með öllu að borgarstjóri og formaður borgarráðs skuli komast upp með óskýr og hroðvirknisleg vinnubrögð sem fulltrúar borgarinnar í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Sú staðreynd að hvorugur þeirra kannast við ákvörðun stjórnar um niðurskurð hjá Strætó bs. og að sú ákvörðun hefur hvergi verið bókuð inn í fundargerðir SSH er áfellisdómur yfir störfum þeirra á vettvangi borgarinnar sem sjálfsagt er og eðlilegt að tekin verði til sjálfstæðrar skoðunar hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. R11010103

Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar óska bókað:
Ástæðan er þessi: Úttekt á öllum byggðasamlögum er hafin, m.a. vegna fyrrnefnds tilefnis og skorts á leikreglum í fjárhagslegum samskiptum, að frumkvæði Reykjavíkurborgar innan SSH. Úttektin er unnin undir forystu innri endurskoðunar borgarinnar.

Fundi slitið kl. 14.02

Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir