Borgarráð - Fundur nr. 5146

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2011, fimmtudaginn 13. janúar, var haldinn 5146. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.34. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 7. desember. R10010009

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 30. nóvember. R10010011

3. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 5. og 12. janúar. R11010028
B-hluti fundargerðar skipulagsráðs frá 12. janúar samþykktur.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R10120075

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 4. þ.m. um leiðréttingu á skráningu lóðarhafa að Norðlingabraut 6. R11010077
Samþykkt.

6. Lagt fram erindi Hafliða Sævaldssonar og Þóreyjar Sigurðardóttur frá 22. nóvember sl. þar sem óskað er eftir breytingum á kvöð um lágmarksaldur kaupenda íbúða fyrir aldraða við Hjallasel. Jafnframt lagt fram bréf lögfræðings framkvæmda- og eignasviðs frá 7. þ.m. þar sem mælt er gegn því að orðið verði við erindinu. R10110073
Umsögn framkvæmda- og eignasviðs samþykkt og er því erindinu synjað.

7. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að unnið verði að sameiningu upplýsinga- og vefmála hjá Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að sameinuð upplýsinga- og vefdeild verði staðsett í Ráðhúsi. Auglýst verði eftir upplýsingastjóra sem mun leiða undirbúning að stofnun deildarinnar. Fjármagn verði flutt af þjónustuskrifstofu, kostnaðarstað 1285, til undirbúningsins. Unnið verði í góðri sátt við viðkomandi starfsmenn og stjórnendur sviða og stofnana Reykjavíkurborgar. Tillaga um endanlega útfærslu á skipulagi upplýsinga- og vefmála verði lögð fyrir borgarráð eigi síðar en 1. mars næstkomandi. Í tillögunni verði sett fram raunhæf markmið um hagræðingu samfara stofnun upplýsinga- og vefdeildar.

Greinargerð fylgir tillögunni. R11010080
Frestað.

8. Lagt fram erindisbréf starfshóps borgarstjóra um endurskipulagningu á rekstri mötuneyta á vegum Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m. R11010081
Samþykkt.

9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. þ.m.:

Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi tillögu vegna framlagningar og afgreiðslu þriggja ára áætlunar 2012-2014 með vísun í reglur Reykjavíkurborgar um gerð fjárhagsáætlunar.
1. Frumvarp að þriggja ára áætlun verði lagt fram í borgarráði 27. janúar 2011.
2. Frumvarp að þriggja ára áætlun verði lagt fram í borgarstjórn 1. febrúar 2011.
3. Frumvarp að þriggja ára áætlun verði afgreitt í borgarstjórn 15. febrúar 2011.

Greinargerð fylgir tillögunni. R11010073
Samþykkt.

10. Kynnt er rekstraruppgjör fyrir tímabilið janúar til október 2010. R10020043

11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R11010008

12. Samþykkt svohljóðandi tillaga:

Borgarráð samþykkir að atvinnulausir Reykvíkingar og fólk sem nýtur fjárhagsaðstoðar hjá Reykjavíkurborg fái áframhaldandi endurgjaldslausan aðgang að sundstöðum borgarinnar og frítt bókasafnskort út árið 2011. Áætlaður kostnaður er 5,4 milljónir króna og færist af kostnaðarstað 09205.

Greinargerð fylgir tillögunni. R11010088

13. Lagt er til að Heiðar Ingi Svansson taki við formennsku í hverfisráði Laugardals af Ingu Maríu Leifsdóttur. R10060073
Vísað til borgarstjórnar.

14. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Mannréttindaráð er fagsviðum til samráðs og ráðgjafar um forgangsröðun verkefna á sviði mannréttindamála skv. d- lið 3. greinar samþykkta mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar frá 18.12.2007. Ráðið hefur ekki stefnumarkandi hlutverk eða boðvald yfir öðrum fagráðum, sviðum eða stofnunum borgarinnar. Menntaráð fer með hlutverk skólanefnda eins og það er skilgreint í lögum um grunnskóla nr. 91 frá 2008, einkum 6. gr. laganna. Óskað er álits borgarlögmanns á heimild mannréttindaráðs til þess að setja menntaráði reglur um fyrirkomulag kennslu og samskipti skóla, trúfélaga og lífsskoðunarhópa. Vísað er í því sambandi til samþykktar mannréttindaráðs frá 12.10. og 3.11.2010. R10100305

15. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að skipa að nýju þverpólitískan starfshóp borgarfulltrúa til að halda utan um stefnu og áherslur Reykjavíkurborgar í endurskoðun eigenda á eigendasamkomulagi og stofnsamþykkt Strætó bs. R11010103

Frestað.

16. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að framlög borgarinnar til Strætó bs. verði endurskoðuð með tilliti til þeirra sjónarmiða sem fram koma í bókunum umhverfis- og samgönguráðs frá 7. desember og 11. janúar sl. R11010103

Frestað.

17. Kynnt er staða fjármögnunar Orkuveitu Reykjavíkur. R10120074

18. Lagður fram samningur Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um sameiginlegt þjónustusvæði vegna þjónustu við fatlað fólk, dags. 12. þ.m., ásamt bréfi sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. s.d. R10100329
Samþykkt.

19. Fram fer kynning á barnaverndarstarfi Reykjavíkurborgar. R09110105

Fundi slitið kl. 12.10

Dagur B. Eggertsson
Björk Vilhelmsdóttir Einar Örn Benediktsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Sóley Tómasdóttir