Borgarráð - Fundur nr. 5145

Borgarráð

BORGARRÁÐ


Ár 2011, fimmtudaginn 6. janúar, var haldinn 5145. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:


1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 13. desember. R10010013

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 20. desember. R10010014

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 8. desember. R10010016

4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 16. desember. R10010019

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 7. desember. R10010031

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 13. desember. R10010029

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 10. desember. R10010033

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R10120075

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 17. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 15. s.m, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Lautarvegar 18. R10120078
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 21. f.m. um framsal byggingarréttar á lóðum nr. 14 við Elliðabraut og nr. 16 við Norðlingabraut. R10120085
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 21. f.m. varðandi forkaupsrétt o.fl. á fasteigninni að Furugerði 23. R10110048
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs frá 15. f.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálasviðs s.d., um framkvæmd hestadaga í Reykjavík. R10120073
Borgarráð lýsir yfir ánægju með framtakið og felur menningar- og ferðamálasviði að ganga til samninga við þá sem hyggjast standa að hestadögum í Reykjavík. Samningurinn feli í sér allan kostnað sem Reykjavíkurborg mun bera af dögunum, þar með talið húsaleigu, lokun gatna, hreinsun, orkukostnað og annað sem til fellur. Jafnframt verði stefnt að samningi til þriggja ára. Samningurinn verði lagður fyrir borgarráð.

13. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnunar frá 21. f.m. varðandi vinnumarkaðsaðgerðir fyrir fatlað fólk og samstarf varðandi þjónustu og vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnuleitendur sem njóta félagsþjónustu hjá Reykjavíkurborg, ásamt bréfi sviðsstjóra velferðarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 16 f.m.
Samþykkt. R11010054

- Kl. 10.14 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.

14. Lagt fram yfirlit yfir innkaup framkvæmda- og eignasviðs í október 2010. R10080137
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa ítrekað gagnrýnt þau vinnubrögð sem tekin hafa verið upp í framhaldi af því að verkefni framkvæmda- og eignasviðs voru færð undir borgarráð. Allt frá því sú skipan var tekin upp sl. sumar hafa verkefni þess sviðs fengið litla umfjöllun á vettvangi borgarráðs, sem vekur upp spurningar um það hvort borgarráð geti sinnt sínum skyldum gagnvart þessum umfangsmikla málaflokki. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna vilja árétta að ábyrgð kjörinna fulltrúa gagnvart ákvörðunum er varða einstaka fagsvið borgarinnar er mikil og hana geta þeir illa axlað fái þeir ekki viðunandi kynningu og upplýsingar um verkefnin. Þess vegna er sú krafa ítrekuð að vinnubrögðin verði bætt og að málefni framkvæmda- og eignasviðs verði tekin til sérstakrar og fastrar umræðu á fundum borgarráðs.

15. Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 14. f.m. í máli nr. 646/2010, Miðbæjarbyggð ehf. gegn Reykjavíkurborg. R10010180

16. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 4. þ.m. ásamt erindisbréfi starfshóps um hagsmuni Reykjavíkurborgar sem tengjast löndum og lóðum ríkisins í Reykjavík. R11010057

17. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 22. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., um gerð viðaukasamnings við Íþróttabandalag Reykjavíkur um styrkveitingar til íþróttafélaga á árinu 2011. R10100321
Samþykkt.

18. Lögð fram drög að samningum við íþróttafélögin Fylki, Fjölni, Þrótt, Ármann og ÍR um rekstur íþróttamannvirkja ásamt bréfi framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 22. þ.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d. R10100321
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 4. þ.m. varðandi verkáætlun og markmiðssetningu við stefnumótun fyrir íþróttir í Reykjavík til ársins 2020.
Samþykkt. R10100321

20. Samþykkt er að Heiða Kristín Helgadóttir taki sæti Hjálmars Sveinssonar í stýrihópi um heildarskipulag Vatnsmýrar. Þá gegni Páll Hjaltason formennsku í hópnum. R08010121

21. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fram hefur komið að fyrirtækið Landsnet hefur ofrukkað orkufyrirtæki landsins um rúma 6 milljarða króna á síðustu árum. Einnig hefur verið nefnt að almennir viðskiptavinir Orkuveitu Reykjavíkur eigi inni um hálfan milljarð af þessu fé. Af þessu tilefni óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir upplýsingum um það hvernig þetta mál snúi gagnvart Orkuveitu Reykjavíkur og viðskiptavinum þess fyrirtækis. Óskað er eftir nákvæmum svörum um það hversu há umrædd fjárhæð er, hvernig staðið verður að endurgreiðslu til annars vegar fyrirtækisins sjálfs og hins vegar til viðskiptavina fyrirtækisins og hvort stjórn fyrirtækisins muni með einhverjum hætti beita sér í málinu. R11010072


Fundi slitið kl. 11.11

Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir