Borgarráð - Fundur nr. 5144

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2010, fimmtudaginn 16. desember, var haldinn 5144. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.34. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 2. desember. R10010010

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 26. nóvember. R10010018

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 8. desember. R10010019

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 15. desember. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R10110140

6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 8. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar Háskóla Íslands vestan Suðurgötu. Samþykkt. R08120027

7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 8. s.m., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur. R10120048
Samþykkt.

8. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 24. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 16. s.m., um framtíðarstefnu í úrgangsmálum og breytingu á sorphirðu í Reykjavík. Jafnframt lögð fram minnisblöð sviðsstýru umhverfis- og samgöngusviðs frá 6. þ.m. og framkvæmdastjóra Sorpu bs. frá 13. s.m. um málið. R07050065
Borgarráð staðfestir samþykkt umhverfis- og samgönguráðs með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna tekur undir margt í framtíðarsýn umhverfis- og samgönguráðs í úrgangsmálum. Brýnt er að tekið verði á úrgangsmálum í Reykjavík hið fyrsta, að þjónusta borgarinnar geri ráð fyrir aukinni sorpflokkun á heimilum og að íbúar greiði fyrir sorphirðu í samræmi við kostnað. Í minnisblöðum frá Sorpu og umhverfissviði sem loks hafa verið lögð fram kemur margt áhugavert fram og greinilegt að þær tvær leiðir sem valið stendur á milli hafa báðar kosti og galla. Minnisblöðin endurspegla ólíka sýn borgarinnar annars vegar og Sorpu hins vegar sem nauðsynlegt er að leggja vinnu í að samhæfa og samræma eigi sorphirða og úrvinnsla að geta orðið með sem bestum hætti. Stofnsamþykkt Sorpu verður að taka til endurskoðunar þar sem hagsmunir umhverfis og náttúru eiga ávallt að vera í forgrunni en núverandi samþykkt virðist fyrst og fremst snúast um fjárhagsleg markmið. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna geldur varhug við að hagsmunir markaðar og einkafyrirtækja verði teknir framyfir hagsmuni umhverfis og borgarbúa. Það er gleðiefni að loks hilli undir aukna flokkun sorps í borginni, en að mati Vinstri grænna hefði þurft að fara betur yfir ólíkar leiðir. Borgarráðsfulltrúinn situr því hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði en sitja hjá við afgreiðslu málsins nú, þar sem tillögunni fylgja nú gjaldskrárhækkanir sem eru mjög íþyngjandi samhliða þeim skatta- og gjaldskrárhækkunum sem samþykktar hafa verið í tengslum við fjárhagsáætlun.

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 7. s.m., um breytingar á samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík vegna breyttrar sorphirðutíðni og skrefagjalds. R07050065
Vísað til borgarstjórnar.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra þjónustusviðs Strætó bs. frá 3. þ.m. varðandi ósk um fjárveitingu vegna breytinga á leið 28. Jafnframt lögð fram neikvæð umsögn umhverfis- og samgönguráðs um erindið ásamt bókun ráðsins um framlög Reykjavíkurborgar til Strætó bs. frá 7. þ.m., sbr. bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 8. s.m. R10120005
Borgarráð tekur undir umsögn umhverfis- og samgönguráðs um erindi Strætó bs.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 7. s.m., um hækkun gjaldskrár fyrir langtímanotendur í bílastæðahúsum Bílastæðasjóðs. R10120049
Samþykkt, með þeirri breytingu að gjaldskrá í bílakjallara Ráðhússins hækki um 11#PR.

12. Lagðar fram bókanir umhverfis- og samgönguráðs frá 7. þ.m. um stofnfjárfestingar á árinu 2011, sbr. bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 8. s.m. R10110085

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra leikskólasviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt menntaráðs 8. s.m., um breytingar á reglum um leikskólaþjónustu. R10120052
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra leikskólasviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt menntaráðs 8. s.m., um breytingar á reglum um framlag vegna barna hjá dagforeldrum. R10120053
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

15. Lagður fram að nýju dómur Hæstaréttar frá 19. mars 2009 í máli nr. 419/2008, Reykjavíkurborg gegn Þorsteini H. Kúld. R07050054

16. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 13. þ.m. um frumvarp til laga um stjórn vatnamála. R10070070
Samþykkt.

17. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 13. þ.m. um frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs. R10120009
Samþykkt.

18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg taki þátt í samstarfi um alþjóðlega ráðstefnu undir yfirskriftinni The Spirit of Humanity Forum í Reykjavík vorið 2012. Borgarstjóra verði falið að innsigla samstarfið með undirskrift viljayfirlýsingar þessa efnis. Nokkur samtök og einstaklingar eiga frumkvæðið að því að halda áðurnefnda ráðstefnu í Reykjavík. Markmið hennar er að vekja athygli á andlegum málefnum sem drifkrafti í lífi einstaklinga og þjóða og afli til jákvæðra breytinga. Hugmyndin er að leiða saman áhrifamikla leiðtoga á ýmsum sviðum sem láta stjórnast af andlegum gildum fremur en efnislegum. Skipuleggjendur ráðstefnunnar hafa óskað eftir samstarfi við Reykjavíkurborg um að halda ráðstefnuna í Reykjavík vorið 2012. Reykjavíkurborg mun eiga tvo fulltrúa í stýrihópi ráðstefnunnar, einn úr hópi embættismanna og annan úr hópi borgarfulltrúa. Samráð vegna ráðstefnunnar snýr einkum að menningar- og ferðamálasviði og samræmist áherslu sviðsins á fjölgun ferðamanna í borginni.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10120039
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 14. þ.m. varðandi metanvæðingu bifreiða á vegum Reykjavíkurborgar o.fl. R09060056
Samþykkt.

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag: R10110113
Borgarráð samþykkir að skora á utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld að beita sér fyrir því að umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll verði stöðvuð nema í þeim tilvikum þegar Reykjavíkurflugvöllur þjónar hlutverki sem varaflugvöllur.
Greinargerð fylgir tillögunni. Jafnframt lögð fram greinargerð Isavia, dags. 15. þ.m.
Tillaga borgarstjóra samþykkt.

21. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra frá 15. þ.m. um samninga og greiðslur til Fjölsmiðjunnar árið 2010. R07050008
Samþykkt.

22. Lagt fram erindisbréf framtíðarhóps sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. f.m.
R10120071

Fundi slitið kl. 11.45

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir