Borgarráð - Fundur nr. 5143

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2010, fimmtudaginn 9. desember, var haldinn 5143. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.34. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson

Þetta gerðist:


1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 27. nóvember. R10010009

2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 8. desember. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. nóvember. R10010031

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R10110140

- Kl. 9.38 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

5. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 1. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 109 við Selásbraut. R10120018
Samþykkt.

6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 1. s.m., varðandi auglýsingu á deiliskipulagi vegna göngutengingar milli Suður-Seláss og Norðlingaholts. R10120019
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 1. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á afmörkun deiliskipulags Suður-Seláss. R10120020
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 1. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á afmörkun deiliskipulags Norðlingaholts. R10120021
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 1. s.m., varðandi deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélags Reykjavíkur á Hólmsheiði. R08020014
Samþykkt.

10. Lögð fram minnisblöð borgarminjavarðar frá 20. október sl. og 8. þ.m. varðandi stefnumörkun um fornleifarannsóknir og miðlun fornleifa í miðbæ Reykjavíkur. R09090027
Vísað til menningar- og ferðamálaráðs til umsagnar.

11. Lagt er til að Páll Hjaltason taki sæti varamanns í umhverfis- og samgönguráði í stað S. Björns Blöndal. R10060112
Vísað til borgarstjórnar.

12. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar:

Lagt er til að skipuð verði nefnd þriggja óháðra sérfræðinga sem hafi það verkefni að yfirfara stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, draga fram lærdóma og leggja fram tillögur að þeim breytingum á reglum, vinnubrögðum og skipulagi sem hún telur þörf á. Meðal verkefna nefndarinnar verði:
1. Fjárhagsleg áhrif af hruninu fyrir fjárhag borgarsjóðs og fyrirtæki borgarinnar sem eru hluti af samstæðureikningi Reykjavíkurborgar. Lærdómar um pólitísk viðbrögð og áætlanagerð, þ.m.t. reglur um fjárhagsáætlun, fjármálastjórn, lánastýringu, áhættustýringu, upplýsingagjöf og innra eftirlitskerfi borgarinnar, eins og tilefni er til.
2. Skipulagsmál, lóðaúthlutanir og fjárfesting í innviðum í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Lærdómar og mat á reynslu af svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, aðalskipulagi, reglum um lóðaúthlutanir, áhættumat og áætlanagerð og ákvarðanir á þessu sviði, eins og tilefni er til.
3. Sérstaklega skal fjallað um þau svið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar sem varða verulega fjárhagslega hagsmuni og hætta getur verið á hagsmunaárekstrum, s.s. lóðaúthlutanir, lóðaskil, styrkveitingar, þjónustu- og verksamninga, innkaup og eignasölu.
4. Gert er ráð fyrir því að sjálfstæð úttekt verði gerð á Orkuveitu Reykjavíkur á vegum eigenda fyrirtækisins í kjölfar þeirrar rekstrarúttektar sem þar hefur staðið yfir. Nefndin getur hins vegar gert tillögur um frekari athuganir á sviðum, stofnunum, fyrirtækjum eða byggðasamlögum sem Reykjavíkurborg á aðild að eða á í félagi við aðra, ef tilefni er til.
5. Nefndin skal gera ráðstafanir til að hlutaðeigandi yfirvöld fjalli um mál ef grunur vaknar við úttekt nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum og gera jafnframt grein fyrir þeim málum í skýrslu til borgarstjórnar.
Í vinnu sinni leggi nefndin til grundvallar almenna lærdóma af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, skýrslu forsætisráðherra um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndarinnar og skýrslu þingmannanefndar Alþingis vegna sama tilefnis, þ.m.t. lærdóma um:
- málsmeðferð, formfestu, gegnsæi, skráningu og aðgang að upplýsingum
- valdmörk, umboð, ábyrgðarsvið og verkaskiptingu stjórnmála og stjórnsýslu
- hæfi og skipan í nefndir og stjórnir, skráningu hagsmunatengsla og siðareglna fyrir stjórnsýslu og stjórnkerfi.
Nefndin fái aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum í fórum Reykjavíkurborgar, þ.m.t. trúnaðargögnum og sé jafnframt heimilt að kalla fyrir sig aðila í stjórnkerfi borgarinnar. Hún getur leitað upplýsinga hjá aðilum utan stjórnkerfisins eftir þörfum. Um aðgang að gögnum og meðferð þeirra, þ.m.t. viðkvæm trúnaðargögn, s.s. gögn er varða persónuupplýsingar eða viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, skal farið eftir verklagsreglum sem borgarlögmaður gerir tillögu um, sbr. 4 gr. laga um rannsóknarnefnd Alþingis. Þær skulu lagðar fyrir borgarráð til staðfestingar ásamt umsögn nefndarinnar um þær.
Um sérstakt hæfi nefndarmanna fer eftir sömu reglum og fram koma í 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Nefndarmönnum er skylt að leggja fram skrá um hagsmunatengsl sín, sbr. reglur Reykjavíkurborgar um það og lög um rannsóknarnefnd Alþingis. Nefndinni er heimilt að setja frekari reglur um starfsemi sína.
Nefndin skal leggja fram fyrstu áætlun um verkefni sitt innan mánaðar frá skipun, þar sem fram komi m.a. umfang og áherslur í starfinu, auk áætlaðs kostnaðar. Gert verði ráð fyrir að nefndin leggi mat á fyrirliggjandi úttektir sem við koma verkefni hennar og forðist tvíverknað.
Lokaskýrsla nefndarinnar liggi fyrir eigi síðar en 15. september 2011. Í henni skulu felast rökstuddar niðurstöður nefndarinnar, ásamt ábendingum og tillögum um úrbætur. Borgarstjórn ákveður þá meðferð sem skýrsla nefndarinnar skal fá.
Kjaranefnd skal ákvarða laun og önnur starfskjör nefndarmanna. Kostnaður af starfi nefndar skal greiðast úr borgarsjóði. R10040061
Vísað til borgarstjórnar.

13. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 24. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 16. s.m., um framtíðarstefnu í úrgangsmálum og breytingu á sorphirðu í Reykjavík. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstýru umhverfis- og samgöngusviðs frá 6. þ.m. um kosti og galla ólíkra leiða við sorphirðu. R07050065
Frestað.

14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. þ.m.:

Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi:
1. Að framkvæmda- og eignasviði verði falið í nánu samráði við innkaupaskrifstofu og umhverfis- og samgöngusvið að gera tillögu um kaup á vistvænum bifreiðum sem nauðsynlegt er að fjárfesta í. Fyrirsjáanleg eru kaup á um 100 bifreiðum á næsta ári þar sem samningar um leigu/rekstrarleigu renna þá út. Því er tækifæri nú til þess að ná árangri í þessum efnum. Tillögurnar byggja m.a. á samgöngustefnu Reykjavíkurborgar.
2. Að framkvæmda- og eignasviði verði falið að eiga og reka þær bifreiðar sem fagsviðin þurfa vegna starfsemi sinnar í stað þess að taka bifreiðar á rekstrarleigu.
3. Að heimila kaup á 20 bifreiðum fyrir áramót þar sem samningar um rekstrarleigu eru runnir út. Kaupverð er áætlað 31,877 m.kr. Að minnsta kosti 12 af þessum bifreiðum verði breytt strax þannig að þeir noti metan sem eldsneyti. Kostnaður við breytingar er áætlaður 4,8 m.kr. Fjármunir til kaupanna komi af fjárfestingalið ársins 2010 og rúmast þetta innan áætlunarinnar. Vakin er athygli á að í útkomuspá framlagðrar fjárhagsáætlunar er einungis gert ráð fyrir 15 m.kr vegna þessa verkefnis. R09060056
Frestað.

15. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga sem samþykkt var á fundi stjórnkerfisnefndar 8. f.m., sbr. bréf formanns nefndarinnar frá 11. s.m.:

Lagt er til að framtalsnefnd Reykjavíkurborgar verði lögð niður frá og með 1. janúar 2011, og falli þá úr gildi samþykkt fyrir nefndina frá 21. júní 2005 og reglur borgarráðs um afgreiðslu umsókna einstaklinga um lækkun álagðs útsvars frá 16. júní 2005, með síðari breytingum. Frá sama tíma verði hætt að nýta heimild 25. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, til lækkunar eða niðurfellingar álagðs útsvars.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10090091
Vísað til borgarstjórnar.

16. Lagt fram bréf rektors Háskóla Íslands og forstöðumanns Norræna hússins frá 29. f.m. varðandi friðlandið í Vatnsmýri. R10110142
Frestað.

17. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R10120002

18. Lagðar fram breytingatillögur borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar við frumvarp að fjárhagsáætlun 2011, merktar ÆS-01 til ÆS-13, sbr. bréf borgarstjóra, dags. 7. og 8. þ.m. R10050098
Vísað til borgarstjórnar.

19. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 4. f.m., um að Berglind Magnúsdóttir taki sæti Margrétar K. Blöndal í þjónustuhópi aldraðra. R08020042
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. í dag, sbr. samþykkt velferðarráðs 8. þ.m., um breytingar á reglum og uppbyggingu gjaldskrár í félagslegri heimaþjónustu. R10050098
Vísað til borgarstjórnar.

21. Lagður fram árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu 9 mánuði ársins ásamt skýrslu fjármálaskrifstofu, dags. 7. þ.m. R10120013

22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að skora á utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld að beita sér fyrir því að umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll verði stöðvuð nema í þeim tilvikum þegar Reykjavíkurflugvöllur þjónar hlutverki sem varaflugvöllur.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10110113
Frestað.

23. Lögð fram umsögn Orkuveitu Reykjavíkur frá 2. þ.m. um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 139/2001 um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur. R10120012
Borgarráð tekur undir þá afstöðu sem birtist í umsögn Orkuveitu Reykjavíkur um að einkaleyfisstarfsemi fyrirtækisins, heitt og kalt vatn, raforkudreifing og rekstur fráveitu, eigi ekki að falla undir ákvæði frumvarpsins og gerir hér með umsögn Orkuveitunnar að sinni.

24. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 8. þ.m. um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003. R10090002
Samþykkt.

25. Lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. í dag, um frumvarp til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna og Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. R10120036
Samþykkt.

26. Kynnt er staða fjármögnunar Orkuveitu Reykjavíkur. R09120028


Fundi slitið kl. 11.37

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir