Borgarráð - Fundur nr. 5142

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2010, fimmtudaginn 2. desember, var haldinn 5142. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 11. nóvember. R10010010

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 9. nóvember. R10010012

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 11. nóvember. R10010015

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 24. nóvember. R10010017

5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 1. desember. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 19. nóvember. R10010028

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 2 mál. R10110140

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 22. f.m. um framsal byggingarréttar á lóð nr. 89 við Jónsgeisla. R10110139
Samþykkt.

9. Lagðar fram tillögur varðandi samstarf við uppgerð gamalla báta, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 16. f.m., sbr. bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 17. s.m. R10110082
Vísað til stjórnar Faxaflóahafna, framkvæmda- og eignasviðs, skipulags- og byggingarsviðs og menningar- og ferðamálasviðs til kynningar.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 25. s.m., um framtíðarsýn í málefnum fatlaðra. R09030071
Vísað til borgarstjórnar.

- Kl. 9.41 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.

11. Lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar frá 29. f.m. um rekstrarleyfisumsókn PikkNikk ehf. vegna veitingastaðarins Majónes í Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12. R10100001
Samþykkt.

- Kl. 9.43 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

12. Lagðar fram tillögur ráðgjafahóps um úthlutun úr forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar, dags. 29. f.m., ásamt bréfi borgarstjóra, dags s.d. R10090070
Tillögur ráðgjafahópsins samþykktar.
Borgarráð samþykkir að reglur um forvarna- og framfarasjóð verði yfirfarnar af þriggja manna starfshópi samkvæmt tilnefningum velferðarráðs, menntaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs. Sérstaklega verði kannað hvort úthlutanir úr sjóðnum megi flytja til hverfaráða á grundvelli skýrra reglna og markmiða í anda sjóðsins og forvarnarstefnu borgarinnar. Skrifstofa borgarstjóra vinni með hópnum sem skili tillögum fyrir 1. mars nk.

13. Lögð fram drög að samstarfssamningi menningar- og ferðamálasviðs og Menningarfélagsins Tjarnarbíós um rekstur Tjarnarbíós, dags. í nóvember 2010, ásamt minnisblaði skrifstofustjóra menningarmála frá 15. f.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs 25. október sl. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 30. f.m. R10100010
Borgarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.

14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar: R10040061

Lagt er til að skipuð verði nefnd þriggja óháðra sérfræðinga (hér eftir umbótanefnd Reykjavíkurborgar) sem hafi það verkefni að yfirfara stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, draga fram lærdóma og leggja fram tillögur að þeim breytingum á reglum, vinnubrögðum og skipulagi sem hún telur þörf á. Meðal verkefna nefndarinnar verði:
1. Fjárhagsleg áhrif af hruninu fyrir fjárhag borgarsjóðs og fyrirtæki borgarinnar sem eru hluti af samstæðureikningi Reykjavíkurborgar. Lærdómar um áætlanagerð, þ.m.t. reglur um fjárhagsáætlun, fjármálastjórn, lánastýringu, áhættustýringu, upplýsingagjöf og innra eftirlitskerfi borgarinnar, eins og tilefni er til.
2. Skipulagsmál, lóðaúthlutanir og fjárfesting í innviðum í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Lærdómar og mat á reynslu af svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, aðalskipulagi, reglum um lóðaúthlutanir, áhættumat og áætlanagerð og ákvarðanir á þessu sviði, eins og tilefni er til.
3. Sérstaklega skal fjallað um þau svið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar sem varða verulega fjárhagslega hagsmuni og hætta getur verið á hagsmunaárekstrum, s.s. lóðaúthlutanir, lóðaskil, styrkveitingar, þjónustu- og verksamninga, innkaup og eignasölu.
4. Gert er ráð fyrir því að sjálfstæð úttekt verði gerð á Orkuveitu Reykjavíkur á vegum eigenda fyrirtækisins í kjölfar þeirrar rekstrarúttektar sem þar hefur staðið yfir. Umbótanefndin getur hins vegar gert tillögur um frekari athuganir á sviðum, stofnunum, fyrirtækjum eða byggðasamlögum sem Reykjavíkurborg á aðild að eða á í félagi við aðra, ef tilefni er til.
5. Umbótanefndin skal gera ráðstafanir til að hlutaðeigandi yfirvöld fjalli um mál ef grunur vaknar við úttekt nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum og gera jafnframt grein fyrir þeim málum í skýrslu til borgarstjórnar.
Í vinnu sinni leggi umbótanefndin til grundvallar almenna lærdóma af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, skýrslu forsætisráðherra um viðbrögð stjórnsýslunnnar við skýrslu rannsóknarnefndarinnar og skýrslu þingmannanefndar Alþingis vegna sama tilefnis, þ.m.t. lærdóma um:
- málsmeðferð, formfestu, gegnsæi, skráningu og aðgang að upplýsingum
- valdmörk, umboð, ábyrgðarsvið og verkaskiptingu stjórnmála og stjórnsýslu
- hæfi og skipan í nefndir og stjórnir, skráningu hagsmunatengsla og siðareglna fyrir stjórnsýslu og stjórnkerfi.
Umbótanefndin fái aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum í fórum Reykjavíkurborgar, þ.m.t. trúnaðargögnum og sé jafnframt heimilt að kalla fyrir sig aðila í stjórnkerfi borgarinnar. Hún getur leitað upplýsinga hjá aðilum utan stjórnkerfisins eftir þörfum. Um aðgang að gögnum og meðferð þeirra, þ.m.t. viðkvæm trúnaðargögn, s.s. gögn er varða persónuupplýsingar eða viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, skal farið eftir verklagsreglum sem borgarlögmaður gerir tillögu um, sbr. 4 gr. laga um rannsóknarnefnd Alþingis. Þær skulu lagðar fyrir borgarráð til staðfestingar ásamt umsögn nefndarinnar um þær.
Um sérstakt hæfi nefndarmanna fer eftir sömu reglum og fram koma í 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Nefndarmönnum er skylt að leggja fram skrá um hagsmunatengsl sín, sbr. reglur Reykjavíkurborgar um það og lög um rannsóknarnefnd Alþingis. Nefndinni er heimilt að setja frekari reglur um starfsemi sína.
Nefndin skal leggja fram fyrstu áætlun um verkefni sitt innan mánaðar frá skipun, þar sem fram komi m.a. umfang og áherslur í starfinu, auk áætlaðs kostnaðar. Gert verði ráð fyrir að nefndin leggi mat á fyrirliggjandi úttektir sem við koma verkefni hennar og forðist tvíverknað.
Lokaskýrsla nefndarinnar liggi fyrir eigi síðar en 15. september 2011. Í henni skulu felast rökstuddar niðurstöður nefndarinnar, ásamt ábendingum og tillögum um úrbætur. Borgarstjórn ákveður þá meðferð sem skýrsla nefndarinnar skal fá.
Kjaranefnd skal ákvarða laun og önnur starfskjör nefndarmanna. Kostnaður af starfi umbótanefndar skal greiðast úr borgarsjóði.

Frestað.

15. Kynnt er áhættumat vegna Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. R10110115

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 30. f.m. varðandi breytingu á lokagreiðslu kaupverðs vegna sölu fasteignarinnar að Skipholti 50b. R08060074
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 24. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 16. s.m., um framtíðarstefnu í úrgangsmálum og breytingu á sorphirðu í Reykjavík. R07050065
Frestað.

18. Lagt fram bréf Guðrúnar Þ. Kristjánsdóttur frá 14. f.m. þar sem óskað er eftir heimild til að halda fjórar landsnámshænur á lóð nr. 34 við Hjallaveg. Jafnframt lögð fram synjun heilbrigðisnefndar frá 4. s.m., sbr. bréf heilbrigðisfulltrúa frá 10. s.m., ásamt neikvæðri umsögn skipulagsstjóra frá 15. október sl., sbr. bréf skipulags- og byggingarsviðs, dags. 18. s.m. R10110091
Borgarráð staðfestir niðurstöður umhverfis- og samgönguráðs sem fer með hlutverk heilbrigðisnefndar en bendir jafnframt á að hænur eru leyfðar, s.s. á Kjalarnesi og efst í Seljahverfi. Þá beinir borgarráð því til nýrrar heilbrigðisnefndar að kanna hvort ástæða er til að taka samþykktir um búfjárhald og gæludýrahald til endurskoðunar eða leyfa aukið dýrahald á völdum svæðum í borginni með breytingum á skipulagi.

19. Lagt fram bréf menntasviðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt menntaráðs 24. s.m., um undirbúning breyttrar ráðstöfunar fjármuna til tónlistarskóla. R10050098
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

20. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 17. f.m. í máli nr. E-8841/2009, Daníel Örn Sigurðsson gegn Reykjavíkurborg og Sjóvá-Almennum tryggingum hf. R09080049

21. Lagt fram álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 18. f.m. vegna reglna Reykjavíkurborgar um úthlutun sérstakra húsaleigubóta. R10010143
Bókun borgarráðs:
Samkvæmt 3. mgr. 3. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík eiga þeir einir rétt á fjárstuðningi í formi sérstakra húsaleigubóta, að öðrum skilyrðum uppfylltum, sem leigja húsnæði á almennum markaði eða félagslegt húsnæði, þjónustuíbúð eða annað húsnæði í eigu eða á forræði Félagsbústaða hf. Með áliti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í stjórnsýslumáli nr. 3/2010 frá 18. nóvember sl. lýsir ráðuneytið þeirri afstöðu sinni að reglur Reykjavíkurborgar um úthlutun sérstakra húsaleigubóta feli í sér mismunun gagnvart leigjendum annars konar íbúðarhúsnæðis. Borgarráð tekur ekki undir þær forsendur sem ráðuneytið gefur sér fyrir niðurstöðu álits síns enda byggir réttur til sérstakra húsaleigubóta á ýmsum öðrum þáttum en fjárhagsstöðu fólks. Borgarráð telur eðlilegt í ljósi afstöðu ráðuneytisins og þess að samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um húsaleigubætur hefur ríkið skuldbundið sig til að endurgreiða gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga 60#PR af útgjöldum sveitarfélaga vegna sérstakra húsaleigubóta að óska eftir viðræðum við ríkið um fyrirkomulag sérstakra húsaleigubóta til framtíðar. Borgarráð samþykkir að öðru leyti að vísa álitinu til skoðunar sérstaks stýrihóps um mótun húsnæðisstefnu.

22. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 1. þ.m. um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni fatlaðra. R10110134
Samþykkt.

Fundi slitið kl. 11.25

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir