Borgarráð - Fundur nr. 5141

Borgarráð

BORGARRÁÐ


Ár 2010, laugardaginn 27. nóvember, var haldinn 5141. fundur s. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14 og hófst kl. 10.10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritun önnuðust Ólafur Kr. Hjörleifsson og Birgir Björn Sigurjónsson.

Þetta gerðist:

1. Kynnt er fjárhagsáætlun Félagsbústaða hf. fyrir árið 2011. R10050098

- Kl. 10.22 taka Hanna Birna Kristjánsdóttir og Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.

2. Kynnt er fjárhagsáætlun Sorpu bs. fyrir árið 2011. R10050098

- Kl. 10.45 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.

3. Kynnt er fjárhagsáætlun Bílastæðasjóðs fyrir árið 2011. R10050098

4. Kynnt er fjárhagsáætlun Strætó bs. fyrir árið 2011. R10050098

5. Kynnt er fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2011. R10050098

6. Kynnt er fjárhagsáætlun Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir árið 2011. R10050098

7. Kynnt er fjárhagsáætlun Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. fyrir árið 2011. R10050098

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 26. þ.m., þar sem lagðar eru til nánar tilgreindar breytingar á kjörskrám í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna kosninga til stjórnlagaþings í dag. R10020089
Samþykkt.

9. Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011, dags. 26. þ.m. R10050098

10. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 26. þ.m., um breytingar á nánar tilgreindum gjaldskrám Reykjavíkurborgar árið 2011. R10050098
Vísað til borgarstjórnar.

11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. þ.m.:
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars árið 2011 verði 13,2#PR, en með þeim fyrirvara að nái nauðsynlegar lagabreytingar fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun álagningarhlutfalls útsvars um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verði álagningarhlutfallið 14,4#PR á árinu 2011.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10110129
Vísað til borgarstjórnar.

12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. þ.m.:
Lagt er til að álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2011 verði sem hér segir:
1. Hlutfall fasteignaskatts skv. a-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 0,225#PR.
2. Hlutfall fasteignaskatts skv. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32#PR.
3. Hlutfall fasteignaskatts skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32#PR, að viðbættri hækkun um 25#PR, sbr. heimild í 4. mgr. sömu greinar (1,65#PR).
4. Hlutfall lóðarleigu fyrir íbúðarhúsalóðir verði 0,165#PR af fasteignamatsverði.
5. Hlutfall leigu fyrir verslunarlóðir, iðnaðarlóðir og lóðir fyrir opinberar byggingar verði 1,0#PR af fasteignamatsverði.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10110131
Vísað til borgarstjórnar.

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. þ.m.:
Lagt er til að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega árið 2011 verði eftirfarandi:
I. Réttur til 100#PR lækkunar Viðmiðunartekjur
Einstaklingur með tekjur allt að kr. 2.460.000
Hjón með tekjur allt að kr. 3.440.000

II. Réttur til 80#PR lækkunar
Einstaklingur með tekjur frá kr. 2.460.000 til 2.830.000
Hjón með tekjur frá kr. 3.440.000 til 3.840.000

III. Réttur til 50#PR lækkunar
Einstaklingur með tekjur frá kr. 2.830.000 til 3.290.000
Hjón með tekjur frá kr. 3.840.000 til 4.580.000

Lagt er til að skilyrði lækkunar á fasteignaskatti séu að viðkomandi elli- og/eða örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. b-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, með síðari breytingum. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.

Greinargerð fylgir tillögunni. R10110130
Vísað til borgarstjórnar.

14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi gjalddagaskiptingu fasteignagjalda fyrir árið 2011:
Almenna reglan verði sú að greiðendur fasteignagjalda geri skil á fasteignagjöldum ársins 2011 með 9 jöfnum greiðslum á eftirfarandi gjalddögum:
1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september og 1. október.
Fjármálaskrifstofu er þó heimilt að gefa gjaldendum, sem áður hafa valið að greiða fasteignagjöldin með eingreiðslu hinn 1. maí ár hvert, að gera það áfram. Ennfremur er gert ráð fyrir því að gjaldendur greiði fasteignagjöld sem nema kr. 25.000 eða lægra með einni greiðslu þann 1. maí 2011.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10110131
Samþykkt.

15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lögð er til breyting á fyrirliggjandi frumvarpi að fjárhagsáætlun 2011, þannig að 102 m.kr. verði veittar vegna frístundaheimila á kostnaðarstað I71. Annarsvegar 85 m.kr. til að mæta áætlaðri fjölgun barna á frístundaheimilum og hinsvegar 17 m.kr. til að draga úr áætluðum gjaldskrárhækkunum. Kostnaður verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð á kostnaðarstað 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10050098
Vísað til borgarstjórnar.

16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki vegna áformaðra framkvæmda á árinu 2011 lántöku að fjárhæð allt að 6.300.000.000 kr. til 45 ára með stækkun á skuldabréfaflokki Reykjavíkurborgar, RVK 09 01. Jafnframt samþykkt að veita fjármálastjóra umboð f.h. Reykjavíkurborgar til þess að undirrita nauðsynlega gerninga sem tengjast þessari skuldabréfaútgáfu, sem og til þess aðtaka á móti og undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari, enda verði einstakar lántökur lagðar fyrir borgarráð til afgreiðslu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10050098
Vísað til borgarstjórnar.

17. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 ásamt greinargerð og starfsáætlunum. R10050098
Vísað til borgarstjórnar.


Fundi slitið kl. 13.12

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir