Borgarráð - Fundur nr. 5139

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2010, fimmtudaginn 25. nóvember, var haldinn 5139. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.34. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 15. nóvember. R10010014

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 16. nóvember. R10010019

3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 24. nóvember. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. október og 5. nóvember. R10010031

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 22. nóvember. R10010029

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 19. nóvember. R10010033

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R10100361

- Kl. 9.38 taka Hanna Birna Kristjánsdóttir og Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.

8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 17. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi reits 1.172.1 vegna Laugavegar 33, 33a og 35 ásamt Vatnsstíg 4. R10110102
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 14. þ.m. varðandi leigu á húsnæði á lóðamörkum Háteigsskóla og Stakkahlíðar 1 undir frístundaheimili. R10100012
Samþykkt.

10. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup sviðsins í september 2010. R10010159

11. Lagt fram erindi umboðsmanns Alþingis varðandi samning Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur um lagningu ljósleiðara, dags. 17. þ.m. R07090052

12. Kynnt er fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2011. R10110123

13. Kynnt er fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2011 og fimm ára áætlun fyrirtækisins fyrir árin 2012-2016. Jafnframt eru kynntar þær hagræðingaraðgerðir sem farið hefur verið í á árinu. R10070056

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 17. s.m., um aukna á fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar í desember 2010. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 24. s.m. R10090141
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 17. s.m., um hækkun fjárhagsaðstoðar og breyttar reglur um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 24. s.m. R09010048
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks vísa til bókana fulltrúa sinna í velferðarráði.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins og vísar í bókun í velferðarráði þar sem fram koma réttmætar ábendingar um að meirihlutinn sé ekki að standa við þau loforð sem gefin voru í samstarfsyfirlýsingu frá í vor. Jafnframt koma þar fram áhyggjur vegna þeirra hópa sem ekki fá hækkun á framfærslu, enda ljóst að ákveðnir hópar munu eiga enn erfiðara uppdráttar en áður. Óskað er eftir áliti borgarlögmanns á ákvörðuninni, þar sem efasemdir eru uppi um að hún standist jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.

16. Lagt fram samkomulag ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu þjónustu við fatlaða, dags. 23. þ.m. R09030071
Bókun borgarráðs:
Borgarráð fagnar að komin sé niðurstaða í þessu mikilvæga máli, horfir björtum augum til framtíðar í ennþá nánara samstarfi við fatlaða og aðstandendur þeirra og vill þakka öllum sem komið hafa að undirbúningi samninga um yfirfærslu þessa mikilvæga verkefnis frá ríki til sveitarfélaga fyrir vel unnin störf.

17. Rætt um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011. R10050098

- Kl. 11.51 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi.
- Kl. 11.57 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

18. Lögð fram skýrsla starfshóps um endurskoðun á starfsemi Lánatryggingasjóðs kvenna, ódags., ásamt bréfi starfshópsins, dags. 17. þ.m.
Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg vinni ásamt félags- og tryggingamálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti að stofnun ábyrgðasjóðs á grunni Lánatryggingasjóðs kvenna. Undirbúningi að verkefninu verði lokið fyrir 1. maí 2011.

Greinargerð fylgir tillögunni. R09090104
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 22. þ.m. um kostnað vegna breytinga á Höfðatorgi vegna flutninga menntasviðs og leikskólasviðs o.fl. R10010158
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, þar sem lagðar eru til nánar tilgreindar breytingar á kjörskrám í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember nk. R10020089
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf innri endurskoðanda frá 6. þ.m. um skoðun á innra eftirliti hjá Bílastæðasjóði. R10110041
Vísað til stjórnkerfisnefndar.

22. Lögð fram skýrsla innri endurskoðunar um fyrirkomulag innra eftirlits við fjárstýringu Reykjavíkurborgar, dags. í október 2010, ásamt bréfi innri endurskoðanda, dags. 8. þ.m. R10110043
Vísað til áhættustýringarhóps.

23. Lagt er til að Ágústa Guðmundsdóttir taki sæti varamanns í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar í stað Ragnhildar Guðjónsdóttur. R10060085
Vísað til borgarstjórnar.

24. Lögð fram starfs- og endurskoðunaráætlun innri endurskoðunar 2011, ódags., ásamt bréfi innri endurskoðanda frá 22. þ.m. R10050098
Samþykkt.

Fundi slitið kl. 13.46

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir