Borgarráð - Fundur nr. 5138

Borgarráð

BORGARRÁÐ


Ár 2010, fimmtudaginn 18. nóvember, var haldinn 5138. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.32. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Karl Sigurðsson, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:


1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 8. nóvember. R10010013

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 1. nóvember. R10010016

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 28. október. R10010017

4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 3. nóvember. R10010019

5. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 10. og 17. nóvember. R10010027
B-hlutar fundargerðanna samþykktir.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 5. nóvember. R10010029

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 8. nóvember. R10010033

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R10100361

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 3. s.m., um breytt deiliskipulag á lóð Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. R10040002
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., þar sem lagt er til að bakstígur samhliða Sogavegi tengdur Tunguvegi fái nafnið Leynigerði. R10110075
Samþykkt.

11. Lagt fram svar borgarstjóra frá 16. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um safnkost Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. október. R09120028

12. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 15. þ.m. ásamt erindisbréfi starfshóps um greiningu tækifæra til sameiningar/samrekstrar verkbækistöðva garðyrkjustjóra og þjónustumiðstöðvar og hverfastöðva framkvæmda- og eignasviðs, dags. í dag. R10110080

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 19. f.m. þar sem lagt er til að umsókn um lóð nr. 7 við Brautarholt undir hótel verði synjað, en að jafnframt verði umsækjanda bent á aðrar lóðir. R09110051
Borgarráð staðfestir synjunina.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 4. þ.m. um afnot af landspildu í Hólmslandi. R10110039
Samþykkt.

15. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R10110001

16. Lagt fram bréf ritara stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 8. mars sl., sbr. samþykkt stjórnarinnar 4. febrúar s.l., um aðild Sveitarfélagsins Voga að stjórninni. Jafnframt lögð fram jákvæð umsögn umhverfis- og samgönguráðs frá 2. þ.m., sbr. bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 5. s.m. R10100340
Samþykkt.

17. Lögð fram svohljóðandi tillaga sem samþykkt var á fundi stjórnkerfisnefndar 8. þ.m., sbr. bréf formanns nefndarinnar frá11. s.m.:
Lagt er til að tímabundnar breytingar á skipan verkefna framkvæmda- og eignaráðs og leikskólaráðs, sem samþykktar voru í borgarstjórn 15. júní sl. og áttu að gilda til áramóta, verði framlengdar til 1. júlí nk.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10090091
Vísað til borgarstjórnar.

18. Lögð fram svohljóðandi tillaga sem samþykkt var á fundi stjórnkerfisnefndar 8. þ.m., sbr. bréf formanns nefndarinnar frá 11. s.m.:
Lagt er til að framtalsnefnd Reykjavíkurborgar verði lögð niður frá og með 1. janúar 2011, og falli þá úr gildi samþykkt fyrir nefndina frá 21. júní 2005 og reglur borgarráðs um afgreiðslu umsókna einstaklinga um lækkun álagðs útsvars frá 16. júní 2005, með síðari breytingum. Frá sama tíma verði hætt að nýta heimild 25. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, til lækkunar eða niðurfellingar álagðs útsvars.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10090091
Frestað.

19. Lagðar fram kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember nk. Á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmi norður eru 44.508 en 44.452 í Reykjavíkurkjördæmi suður. Jafnframt er lagður fram listi yfir starfsmenn sem skipaðir hafa verið til starfa við kosningarnar í Reykjavík. R10100350
Samþykkt.

20. Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 11. þ.m. í máli nr. 151/2010, Hugur ehf. gegn Reykjavíkurborg. R09060007

21. Lögð fram samantekt borgarlögmanns frá 27. september sl. um aðra áfangaskýrslu nefndar um starfsemi vistheimila. Jafnframt lögð fram samantekt velferðarsviðs og barnaverndar frá 10. f.m. um skýrsluna. R09090052
Bókun borgarráðs:
Borgarráð biður alla þá einstaklinga sem vistaðir voru á stofnunum á vegum barnaverndaryfirvalda í Reykjavík á árum áður og urðu fyrir ofbeldi eða illri meðferð afsökunar. Starfsmenn Reykjavíkurborgar munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða og styðja þá einstaklinga sem um ræðir og þess óska, t.d. með viðtölum við ráðgjafa og sálfræðinga. Á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar er veitt einstaklingsbundin ráðgjöf og stuðningur á sex þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar. Á hverri þjónustumiðstöð verður skipaður sérstakur tengiliður fyrir fyrrum vistmenn. Í dag er lögð áhersla á að tryggja nægjanlegt framboð af stuðningsúrræðum í Reykjavík til að styrkja börn og fjölskyldur þeirra til að komast megi hjá vistunum barna utan heimilis eins og kostur er. Ef nauðsyn krefst þess að börn séu vistuð á vegum barnaverndaryfirvalda er leitast við að tryggja að staðið sé faglega að verki og að formlegt og óháð eftirlit með vistunum á vegum Reykjavíkurborgar sé sýnilegt og virkt. Áhersla er lögð á eftirlit með aðbúnaði og líðan barna meðan á vistun stendur og öllum börnum á að veita eftirfylgd og nauðsynlegan stuðning samkvæmt barnaverndarlögum bæði á meðan á vistun þeirra stendur og eftir að vistun lýkur. Borgarráð þakkar vistheimilanefnd fyrir þá vinnu sem lögð hefur verið í greiningu í vistunarúrræðum fyrri tíma, harmar þær niðurstöður sem koma þar fram og heitir því að verklag hjá barnavernd í Reykjavík verði reglulega endurskoðað og metið með það að markmiði að tryggja öryggi barna og þjónustu við þau eins vel og kostur er.

22. Kynnt er áhættumat Reykjavíkurborgar vegna Orkuveitu Reykjavíkur. R09120028

23. Lagt fram bréf forstöðumanns Víkurinnar-Sjóminjasafns frá 25. f.m. þar sem óskað er eftir tilnefningum borgarráðs í fulltrúaráð safnsins. R10100357
Samþykkt að tilnefna Björk Vilhelmsdóttur, Elsu Hrafnhildi Yeoman, Júlíus Vífil Ingvarsson og Sjöfn Ingólfsdóttur.

24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 2. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki að Bílastæðasjóður kaupi og að eignasjóður fái heimild til að selja fasteignina að Vonarstræti 4. Kaupverð eignarinnar er 240 m.kr. Gert verði ráð fyrir að eignasjóður geti leyst eignina aftur til sín þegar þörf verður á af skipulagsástæðum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10110011
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

25. Lagt er til að Heiða Helgadóttir taki sæti varamanns í velferðarráði í stað Elsu Hrafnhildar Yeoman, sem tók sæti aðalmanns í ráðinu 2. þ.m. R10060089
Vísað til borgarstjórnar.

- Kl. 12.00 tekur Óttarr Ólafur Proppé sæti á fundinum og Karl Sigurðsson víkur af fundi.

26. Rætt er um lærdóm sem Reykjavíkurborg getur dregið af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. R10040061

Fundi slitið kl. 13.24

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir