Borgarráð - Fundur nr. 5137

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2010, fimmtudaginn 4. nóvember, var haldinn 5137. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Páll Hjaltason og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 20. október. R10010011

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 27. október. R10010019

3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 3. nóvember. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 1. nóvember. R10010029

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29. október. R10010033

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 2 mál. R10100361

7. Lagt fram bréf forstöðumanns Víkurinnar-Sjóminjasafns frá 25. f.m. þar sem óskað er eftir tilnefningum borgarráðs í fulltrúaráð safnsins. R10100357
Frestað.

8. Lagt fram bréf Dofra Hermannssonar frá 30. f.m. þar sem hann óskar eftir ótímabundnu leyfi frá störfum sem varaborgarfulltrúi S-listans í borgarstjórn. R10110003
Vísað til borgarstjórnar.

- Kl. 9.46 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.

9. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 26. f.m. í máli nr. E-6581/2009, Þórir J. Einarsson ehf. gegn Reykjavíkurborg. R09050107

10. Lagt fram að nýju bréf skipulagsstjóra frá 13. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um deiliskipulag á Hólmsheiði vegna afmörkunar á svæði til jarðvegsfyllingar, ásamt bréfi Þóris J. Einarssonar ehf., dags. 18. s.m. Þá er lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs og borgarlögmanns frá 26. s.m. R07060084
Erindi skipulagsstjóra er samþykkt.

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 27. s.m., um synjun breytingar á deiliskipulagi Árbæjar og Seláss vegna lóðarinnar nr. 21 við Þykkvabæ. R10110006
Borgarráð staðfestir synjunina.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 27. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttum skilmálum deiliskipulags Grafarholts vegna lóðar nr. 65-67 við Kristnibraut. R10100366
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 27. s.m., um endurauglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Borgarspítalans vegna lóðar leikskólans Furuborgar. R09100178
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 2. þ.m. ásamt umsögn slökkviliðsstjóra frá 1. s.m. um frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir nr. 75/2000. R10100342
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 18. f.m. um sölu íbúðar að Tjarnargötu 10a. R10100311
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 29. f.m. um sölu byggingarréttar fyrir parhús á lóð nr. 112-114 við Haukdælabraut. R07020085
Samþykkt.

17. Lögð fram drög að viðaukasamningi við afnotasamning Reykjavíkurborgar og Golfklúbbs Reykjavíkur frá 6. apríl sl., ódags. R09030061
Borgarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti með 6 samhljóða atkvæðum.

18. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. f.m. í máli nr. S-342/2010, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gegn Unni D. Kristjánsdóttur. R08090014

19. Lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 29. f.m. í máli nr. E-845/2010, Miðbæjarbyggð ehf. gegn Reykjavíkurborg. R10010180

20. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 1. þ.m. um samkomulag við lóðarhafa lóðar nr. 24-26 við Gerðarbrunn um endurgjald fyrir lóðina. R10050126
Samþykkt.

21. Kynnt er könnun Capacent Gallup á ánægju með þjónustu Reykjavíkurborgar, dags. í október 2010. R10010118

- Kl. 11.30 víkur Páll Hjaltason af fundi.

22. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 3. þ.m. varðandi skipan starfshóps um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. R10110007
Borgarráð óskar eftir því að jafnframt verði tækifæri til samrekstrar og/eða sameiningar greind gagnvart umhverfis- og samgöngusviði, framkvæmda- og eignasviði, skipulags- og byggingarsviði, velferðarsviði og menningar- og ferðamálasviði, auk miðlægrar stjórnsýslu.

23. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, dags. 1. þ.m., varðandi bókun hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 20. f.m. um framkvæmdir við æfingasvæði Fram í Úlfarsárdal. R08010042

24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 2. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki að Bílastæðasjóður kaupi og að eignasjóður fái heimild til að selja fasteignina að Vonarstræti 4. Kaupverð eignarinnar er 240 m.kr. Gert verði ráð fyrir að eignasjóður geti leyst eignina aftur til sín þegar þörf verður á af skipulagsástæðum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10110011
Frestað.

25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 2. þ.m., sbr. samþykkt borgarstjórnar s.d., varðandi gerð húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar til 2020. Jafnframt lagt fram bréf borgarstjóra varðandi skipan starfshóps til mótunar stefnunnar. R10110019
Samþykkt.

26. Kynnt er dagskrá vinnufundar um atvinnustefnu Reykjavíkurborgar sem haldinn verður 9. þ.m. R10090142

27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:

Borgarráð samþykkir meðfylgjandi tillögur um breytingar á reglum frá 10. desember 2009 um skil á húsnæði og innri leigu. Ennfremur breytingu á reglum um gerð fjárhagsáætlunar frá 7. ágúst 2008.

Greinargerð fylgir tillögunni. R10110028
Samþykkt.

28. Lagt er til að Jórunn Frímannsdóttir taki sæti varamanns í velferðarráði í stað Óskars Arnar Guðbrandssonar. R10060089
Vísað til borgarstjórnar.

29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu frá 2. þ.m. ásamt verkstöðuskýrslu nýframkvæmda, dags. í október 2010. R10110008

Fundi slitið kl. 12.25

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Jón Gnarr Júlíus Vífill Ingvarsson
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir