Borgarráð - Fundur nr. 5136

Borgarráð

B O R G A R RÁ Ð

Ár 2010, fimmtudaginn 28. október, var haldinn 5136. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.05. Viðstödd voru Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 18. október. R10010014

2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 27. október. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

3. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 15. og 20. október. R10010031

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 22. október. R10010028

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R10090148

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 11. þ.m. varðandi kostnað vegna lóðarfrágangs við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpuna. R10010037
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 22. þ.m. um niðurfellingu kvaðar á íbúðum að Vesturgötu 7 og höfnun forkaupsréttar. R10100349
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 18. þ.m. varðandi sölu á byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 108 við Haukdælabraut. R07020085
Samþykkt.

9. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R10100001

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 12. s.m., um endurskoðun á samþykkt fyrir Grasagarð Reykjavíkur. R10100327
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Íþróttabandalags Reykjavíkur og íþrótta- og tómstundasviðs frá 25. þ.m. varðandi aðgerðaáætlun vegna sameiginlegrar stefnumótunar borgarinnar og íþróttahreyfingarinnar í íþróttamálum. R10100321
Borgarráð samþykkir að efna til stefnumótunar fyrir íþróttir í Reykjavík til ársins 2020 í samvinnu við ÍBR og foreldra. Fullmótuð verkáætlun og markmiðssetning verði lögð fyrir borgarráð þegar hún liggur fyrir.

12. Lagt er til að Elsa Hrafnhildur Yeoman taki sæti Margrétar Kristínar Blöndal í velferðarráði. R10060089
Vísað til borgarstjórnar.

13. Lagt er til að Íris Fjóla Bjarnadóttir taki sæti Hönnu Láru Steinsson í hverfisráði Kjalarness og Sveinbjörn Grétarsson taki sæti varmanns í ráðinu í stað Írisar Fjólu. R10060101
Vísað til borgarstjórnar.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 26. þ.m., varðandi kjörstaði, skipan hverfiskjörstjórna, umboð til borgarráðs o.fl. vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember nk. R10100350
Vísað til borgarstjórnar.

15. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu frá 14. þ.m. um að framkvæmdum við Norðlingaskóla verði flýtt. R10100310
Samþykkt.

16. Kynntar eru hugmyndir um nýtingu fasteigna á horni Lækjargötu og Austurstrætis. R07040086

17. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Nú þegar fræðslu- og ferðaþjónustuverkefni hafa verið aflögð af hálfu Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir upplýsingum um möguleg viðbrögð Reykjavíkurborgar. Ljóst er að mikill safnkostur liggur undir skemmdum ef ekkert verður aðhafst og sú ákvörðun að loka gestamóttöku í Hellisheiðarvirkjun getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuaðila. Nauðsynlegt er að skoða gaumgæfilega hvort menningar- og ferðamálasvið getur með einhverjum hætti tekið við safnkosti í Elliðaárdalnum til varðveislu og mögulega fræðslu í samstarfi við menntasvið. Að sama skapi þarf að gera ráðstafanir til að tryggja að áfram geti innlendir og erlendir ferðamenn kynnt sér jarðvarmaverkefnin í kringum höfuðborgarsvæðið enda fer áhugi fyrir slíku sívaxandi. R09120028

18. Lögð fram skýrsla Bryndísar E. Jóhannsdóttur um kynjaða fjárhagsáætlunargerð hjá Reykjavíkurborg, dags. 2010. R10100346

Fundi slitið kl. 11.52

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir