Borgarráð - Fundur nr. 5132

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2010, fimmtudaginn 23. september, var haldinn 5132. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 14. september. R10010010

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 14. september. R10010012

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 16. september. R10010017

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 7. september. R10010016

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 2. september. R10010018

6. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 22. september. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 17. september. R10010028

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R10080103

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 15. s.m., um breytt deiliskipulag íþróttasvæðis Fylkis við Fylkisveg vegna tilfærslu áhorfendastúku o.fl. R10040098
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 15. s.m., um deiliskipulag reits 1.540 sem afmarkast af Hagamel, Hofsvallagötu, Hringbraut og Furumel. R10040097
Samþykkt.

- Kl. 9.43 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 15. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðar nr. 54-70 við Hólmvað. R10090087
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 15. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Engjahverfis, hluta C, vegna lóða nr. 50, 52, 80, 82, 106 og 108 við Starengi. R10090101
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda. R10050119
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna flutnings Gröndalshúss á lóð nr. 5b við Vesturgötu. R08030071
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits vegna flutnings fiskþurrkunarhússins Sólfells á reit R16. R10090126
Samþykkt.

16. Rætt um staðsetningu hússins Norðurpólsins. R10090125

17. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. þ.m.:
Framkvæmda- og eignasviði er falið að undirbúa tillögur sem feli í sér að flýta brýnum endurbyggingar- og endurbótaverkefnum mannvirkja sem annars hefðu komið til framkvæmda 2013-2015. Miða skal við að þau verði unnin þegar mestur samdráttur er í atvinnumálum eða á árunum 2011-2012. Að sama skapi yrði dregið samsvarandi úr framkvæmdum þegar atvinnuástand hefur færst í eðlilegra horf. Framkvæmda- og eignasviði er falið að gera grein fyrir því hvaða breytinar yrðu á þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar í framkvæmdum og rekstri allt tímabilið 2011-2015.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10090071
Samþykkt.

18. Rætt um stöðu og framtíðarstefnu í sorpmálum borgarinnar. R10020038
Umhverfis- og samgönguráði er falið að leggja fram tillögur um framtíðarstefnumörkun í sorpmálum að höfðu samráðu við Sorpu og aðra hagsmunaaðila. Jafnframt er óskað eftir minnisblaði um kosti og galla mismunandi aðferða.

19. Lagður fram úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 10. þ.m. í stjórnsýslumáli nr. 48/2009. R08010076

20. Lögð fram drög að endurskoðuðum innkaupareglum Reykjavíkurborgar ásamt greinargerð, sbr. samþykkt innkauparáðs 7. þ.m. Jafnframt lagt fram minnisblað innkaupastjóra frá 21. s.m., ásamt umsögn innri endurskoðanda, dags. s.d. R10020029
Borgarráð staðfestir reglurnar og felur jafnframt innkauparáði að endurskoða samþykkt fyrir ráðið og leggja fram tillögur um þær breytingar á henni sem þörf er á.

21. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir styrkumsóknir til borgarráðs. R10010039

22. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs frá 16. s.m., um tillögu að bættri þjónustu vegna smáhýsa á Granda. R07120042
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna óska bókað að þeir vísi til bókana fulltrúa sinna í velferðarráði.

23. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 20. þ.m. varðandi framtíðarnýtingu söluturnsins á Lækjartorgi. R10080018
Frestað.

24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 16. þ.m. varðandi breytingu á byggingarrétti á lóð nr. 10 við Bauganes. R10030055
Samþykkt.

25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 16. þ.m. varðandi sölu á byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 64 við Haukdælabraut. R10090115
Samþykkt.

26. Lagt fram bréf lögfræðings framkvæmda- og eignasviðs frá 17. þ.m. varðandi skráningu meðlóðarhafa að lóð nr. 20 við Lambasel. R10090118
Samþykkt.

27. Samþykkt að Bjarni Jónsson taki sæti Margrétar Sverrisdóttur í starfshópi um aðgerðir gegn kynbundnum launamun. R08020040

28. Lagður fram ársreikningur samstæðu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar-júní 2010 ásamt skýrslu fjármálaskrifstofu, dags. 22. þ.m. R10020043

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Sex mánaða upppgjör Reykjavíkurborgar staðfestir hversu miklum árangri ábyrg fjármálastjórn og ný vinnubrögð við fjárhagsáætlanagerð undanfarinna ára hefur skilað. Niðurstaðan staðfestir að rekstur Reykjavíkurborgar á fyrra tímabili þessa árs gekk betur en áætlanir gerðu ráð fyrir og markvissar hagræðingaraðgerðir hafa skilað sér á öllum sviðum borgarrekstursins. Þannig hefur tekist að standa vörð um grunnþjónustu, gjaldskrár og störf starfsmanna án þess að hækka skatta eða gjöld á íbúa. Um leið og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka starfsfólki Reykjavíkurborgar þennan góða árangur, minna þeir á að undirstaða þessarar góðu niðurstöðu hvílir ekki síst á aðgerðum borgarstjórnar strax í kjölfar hrunsins, góðri samstöðu borgarfulltrúa á þeim tíma um mikilvægustu verkefnin og einstökum vilja starfsmanna til að vinna sameiginlega að því að standa vörð um það sem mestu skiptir. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka mikilvægi þess að áfram verði haldið á sömu braut á vettvangi borgarstjórnar og hvetja núverandi meirihluta til að nýta sér þessa reynslu og leita lausna í rekstrinum, án þess að skattar verði hækkaðir eða grunnþjónusta skert.

29. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi breytingar á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar í þeim tilgangi að auka skilvirkni, efla þjónustu og styrkja innviði Reykjavíkurborgar.
1. Skrifstofa borgarstjóra verði efld í því skyni að styrkja stjórnun og samhæfingu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Skrifstofustjóri borgarstjóra verði æðsti embættismaður í stjórnkerfinu, að borgarstjóra undanskildum. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða til eins árs.
2. Undir skrifstofustjóra borgarstjóra heyri sviðsstjórar framkvæmda- og eignasviðs, menningar- og ferðamálasviðs, leikskólasviðs, menntasviðs, ÍTR, skipulagssviðs, umhverfis- og samgöngusviðs og velferðarsviðs. Ennfremur borgarhagfræðingur, fjármálastjóri, forstöðumaður upplýsingatæknimiðstöðvar, innkaupastjóri, mannauðsstjóri, mannréttindastjóri og þjónustustjóri.
Jafnframt samþykki borgarráð meðfylgjandi skipurit.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10090091

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu:
Þar sem fyrirliggjandi tillaga um breytingar á skipuriti Reykjavíkurborgar felur í sér umtalsverðar breytingar á ábyrgðar- og starfssviði borgarstjóra, auk þess að fela í sér miklar breytingar á fyrirkomulagi í stjórnsýslu borgarinnar, er lagt til að tillögunni verði vísað til umsagnar stjórnkerfisnefndar.
Málsmeðferðartillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna samþykkt.

Fundi slitið kl. 12.15

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir