Borgarráð - Fundur nr. 5131

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2010, fimmtudaginn 16. september, var haldinn 5131. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 7. september. R10010010

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 13. september. R10010013

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 23. ágúst. R10010014

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 26. ágúst. R10010017

5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 7. september. R10010019

6. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 15. september. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R10080103

- Kl. 9.45 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.

8. Lagt fram bréf mannréttindastjóra frá 10. þ.m., sbr. samþykkt mannréttindaráðs 9. s.m., um að Reykjavíkurborg gerist aðili að ICORN, samtökum skjólborga fyrir rithöfunda. R10080008
Samþykkt. Menningar- og ferðamálaráð verði haft með í ráðum um framhald málsins.

9. Lagt fram svar borgarstjóra frá 14. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um gjaldskrárhækkun Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. þ.m. R10080089

10. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur varðandi boðun eigendafundar fyrirtækisins, dags. 10. þ.m.
Þá er lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar:
Borgarráð telur að alla jafna sé eðlilegt að gera kröfur um arð af eignum borgarinnar, enda hefur það verið gert frá stofnun OR óháð stöðu fyrirtækisins. Síðustu tvö ár samþykkti borgarstjórn að lækka þessar greiðslur um helming og við núverandi aðstæður (OR) er talin ástæða til að ganga lengra og fella þær alveg niður tímabundið. Borgarráð felur borgarstjóra að leggja fram tillögu á væntanlegum eigendafundi OR þar sem fallið verði frá kröfu um arðgreiðslur þar til unnið hefur verið úr bráðavanda fyrirtækisins. Jafnframt verði unnið að langtímastefnu um arðgreiðslu og ábyrgðargjöld OR í eigendanefnd sem nú er að störfum. R10080089
Tillagan samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

11. Lagt er til að Ragnhildur Guðjónsdóttir taki sæti varamanns í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar í stað Sveins Hlífars Skúlasonar. R10060085
Vísað til borgarstjórnar.

12. Lagt fram að nýju bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs og fjármálastjóra frá 7. þ.m. varðandi framhaldsskóla í Reykjavík og húsnæði Miðbæjarskólans, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. apríl sl. Jafnframt lagt fram að nýju minnisblað aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 25. júní sl. ásamt drögum að yfirlýsingu menntamálaráðherra og borgarstjóra um áframhaldandi samstarf ríkis og borgar í húsnæðismálum framhaldsskóla, ódags., og kaupsamningi ríkis og borgar um fasteignina að Fríkirkjuvegi 1, Miðbæjarskólann, ódags. R10060145
Samþykkt.

13. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um húsnæði frístundaheimila, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 7. þ.m. Jafnframt lögð fram samantekt forstöðumanna frístundamiðstöðva ÍTR um húsnæðis- og búnaðarmál, dags. 9. s.m. R10090038
Samþykkt borgarráðs:
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar er falið að yfirfara og meta hvernig staðið hefur verið að vali húsnæðis fyrir frístundaheimili jafnframt því að greina málsástæður í þeim tilvikum þar sem frístundaheimilum hefur verið valinn staður í öðru húsnæði en skólahúsnæði. Jafnframt er framkvæmda- og eignasviði falið að leggja mat á óskir um endurbætur og viðgerðir á húsnæði frístundaheimilanna í samstarfi við íþrótta- og tómstundasvið á grundvelli meðfylgjandi úttektar. Þá verði farið yfir verklag við þarfagreiningu og undirbúning húsnæðisins áður en skólastarf hefst á haustin. Sviðsstjórum umræddra sviða er falið að leggja greinargerð fyrir borgarráð fyrir 1. nóvember 2010. Borgarráð áréttar að lokum fyrri samþykkt sína um að frístundastarf eigi að fara fram í húsnæði grunnskólanna.

14. Borgarráð samþykkir að Björk Vilhelmsdóttir taki sæti Jórunnar Frímannsdóttur í stjórn samtakanna European Cities Against Drugs, sem og í innlendri verkefnisstjórn forvarnarverkefnisins Youth in Europe, þar sem Jórunn hefur gegnt formennsku. R07010166

15. Kynntar eru hugsanlegar staðsetningar fyrir svokallað Gröndalshús. R08030071

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. þ.m. varðandi framsal lóðarréttinda að Lambaseli 24. R10080128
Samþykkt.

17. Lagt fram yfirlit yfir innkaup framkvæmda- og eignasviðs í júlí 2010. R10080137

18. Lagt fram endurskoðað erindisbréf aðgerðahóps borgarráðs um fjármál Reykjavíkurborgar, dags. í ágúst 2010. R10060052
Samþykkt.

19. Lögð fram drög að áfangaskýrslu nefndar heilbrigðisráðherra um eflingu heilsugæslunnar, dags. 2010. R10090072

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. þ.m.:
Framkvæmda- og eignasviði er falið að undirbúa tillögur sem feli í sér að flýta brýnum endurbyggingar- og endurbótaverkefnum mannvirkja sem annars hefðu komið til framkvæmda 2013-2015. Miða skal við að þau verði unnin þegar mestur samdráttur er í atvinnumálum eða á árunum 2011-2012. Að sama skapi yrði dregið samsvarandi úr framkvæmdum þegar atvinnuástand hefur færst í eðlilegra horf. Framkvæmda- og eignasviði er falið að gera grein fyrir því hvaða breytinar yrðu á þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar í framkvæmdum og rekstri allt tímabilið 2011-2015.

Greinargerð fylgir tillögunni. R10090071
Frestað.

21. Lögð fram 2. áfangaskýrsla vistheimilanefndar forsætisráðherra, dags. 31. f.m. R09090052
Vísað til borgarlögmanns og velferðarsviðs til meðferðar.

22. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra frá 7. þ.m. varðandi fjárhagsáætlun ársins 2011. Jafnframt lögð fram minnisblöð fjármálastjóra frá 2. s.m. um gjaldskrár og skattamál, 6. s.m. um þróun tekna og gjalda málaflokka 2006-2010, og 14. s.m. varðandi áhrif sem útsvarshækkun hefði á mismunandi tekjuhópa. Þá er lagt fram bréf borgarhagfræðings frá 31. f.m. varðandi forsendur fjárhagsáætlunar 2011. R10050098
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna óska bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í borgarráði fara fram á að haldnir verði aukafundir í öllum fagráðum borgarinnar í næstu viku þar sem rædd verði forgangsröðun verkefna og hafin vinna vegna fjárhagsáætlunar 2011. Eins og áður hefur verið bent á áttu fagráðin að hefja undirbúning að vinnu vegna fjárhagsáætlunar í júní sl. og ljúka henni í ágúst. Sú áætlun hefur ekki staðist og því er óskað eftir að aukafundir verði haldnir í öllum fagráðum strax í næstu viku.

23. Kynnt er mánaðarlegt rekstraruppgjör fyrir tímabilið janúar-júlí 2010. R10020043
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir minnisblaði frá fjármálastjóra borgarinnar þar sem þróun barnafjölda í frístundaheimilum er rakin frá því að þau voru stofnuð í núverandi mynd. Jafnframt er óskað eftir tillögum um úrbætur við áætlanagerð, svo fjárhagsáætlanir verði raunhæfari til framtíðar.

24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi breytingar á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar í þeim tilgangi að auka skilvirkni, efla þjónustu og styrkja innviði Reykjavíkurborgar.
1. Skrifstofa borgarstjóra verði efld í því skyni að styrkja stjórnun og samhæfingu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Skrifstofustjóri borgarstjóra verði æðsti embættismaður í stjórnkerfinu, að borgarstjóra undanskildum. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða til eins árs.
2. Undir skrifstofustjóra borgarstjóra heyri sviðsstjórar framkvæmda- og eignasviðs, menningar- og ferðamálasviðs, leikskólasviðs, menntasviðs, ÍTR, skipulagssviðs, umhverfis- og samgöngusviðs og velferðarsviðs. Ennfremur borgarhagfræðingur, fjármálastjóri, forstöðumaður upplýsingatæknimiðstöðvar, innkaupastjóri, mannauðsstjóri, mannréttindastjóri og þjónustustjóri.
Jafnframt samþykki borgarráð meðfylgjandi skipurit.

Greinargerð fylgir tillögunni. R10090091
Frestað.

Fundi slitið kl. 11.45

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir