Borgarráð - Fundur nr. 5130

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2010, fimmtudaginn 9. september, var haldinn 5130. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.


Þetta gerðist:


1. Lögð fram afgreiðslufundargerð byggingarfulltrúa frá 7. september. R10010027
Samþykkt.

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 24. ágúst. R10010011

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 31. ágúst. R10010012

4. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 24., 27. og 31. ágúst og 1. september. R10010019

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R10080103

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., um tillögu að breytingu á samþykkt fyrir ráðið. R10090003
Vísað til forsætisnefndar.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 6. þ.m. varðandi sölu á byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 106 við Haukdælabraut. R07020085
Samþykkt.

- Kl. 10.07 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.

8. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs og fjármálastjóra frá 7. þ.m. varðandi framhaldsskóla í Reykjavík og húsnæði Miðbæjarskólans, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. apríl sl. Jafnframt lagt fram minnisblað aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 25. júní sl. ásamt drögum að yfirlýsingu menntamálaráðherra og borgarstjóra um áframhaldandi samstarf ríkis og borgar í húsnæðismálum framhaldsskóla, ódags., og kaupsamningi ríkis og borgar um fasteignina að Fríkirkjuvegi 1, Miðbæjarskólann, ódags. R10060145
Frestað.

9. Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 23. f.m. í máli nr. 415/2010, Þórir J. Einarsson ehf. gegn Reykjavíkurborg. R09050107

10. Samþykkt er að skipa Hafstein Valsson fulltrúa í stjórn Hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar í stað Benedikts Geirssonar. R10060127

11. Lagt fram bréf starfshóps um endurskoðun styrkveitinga Reykjavíkurborgar frá 8. þ.m. varðandi afgreiðslu á tillögu starfshóps um styrki vegna sérstakrar aukningar húsnæðiskostnaðar frá 18. maí sl. R10020057
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Með breytingum á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem öðluðust gildi 1. janúar 2006 voru flestar undanþágur frá greiðslu fasteignaskatta felldar niður. Með breytingarlögunum er sveitarstjórnum hins vegar heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf. Mjög brýnt er að Reykjavíkurborg komi til móts við starfsemi af þessu tagi með styrkjum enda hefur greiðsla fasteignaskatta íþyngt rekstri þeirra og dregið úr starfseminni. Sama á við um tónlistarskólana sem einnig voru undanþegnir greiðslu fasteignaskatta fyrir árið 2006 en margir þeirra eiga í miklum rekstrarvanda sem verður að verulegu leyti rakinn til greiðslu fasteignaskatta. Brýnt er að flýta þessu máli eins og kostur er.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 31. f.m., um að eingöngu verði heimilaður akstur bifreiða til suðurs á Suðurgötu frá Kirkjugarðsstíg að Skothúsvegi. R10090021
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 31. f.m., um að Lækjargata verði gerð að sameiginlegu rými gangandi, hjólandi og akandi umferðar. R10090022
Samþykkt, enda verði endanleg útfærsla lögð fyrir borgarráð þegar hún liggur fyrir, þar sem m.a. verði tekið á fjárhagslegum og lagalegum þáttum.

14. Svohljóðandi tillaga samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum:
Borgarráð samþykkir að beina því til Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir gerð skýrra reglna fyrir sveitarfélög sem kveði á um skyldu lögheimilissveitarfélags að greiða sama framlag með börnum sem sækja einkarekinn grunnskóla án tillits til þess í hvaða sveitarfélagi grunnskólinn er rekinn. Að öðrum kosti er tekið undir þau sjónarmið sem fram koma í svari skólamálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga að eðlilegast væri að breyta lögum þannig að staðsetning viðtakandi skóla hafi ekki áhrif á greiðslur til einkarekinna grunnskóla, sbr 43. gr. grunnskólalaga. R10090018

15. Lagt fram að nýju bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 30. f.m. varðandi aðgerðir stjórnar Orkuveitunnar til styrkingar á rekstri fyrirtækisins, ásamt minnisblaði fjármálastjóra, dags. 31. f.m.
Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar:
Borgarráð telur að alla jafnan sé eðlilegt að gera kröfur um arð af eignum borgarinnar. Við núverandi aðstæður og þrönga stöðu Orkuveitu Reykjavíkur verður hins vegar að gera undantekningu á því. Borgarráð felur borgarstjóra að leggja fram tillögu á væntanlegum eigendafundi OR þar sem fallið verði frá kröfu um arðgreiðslur þar til unnið hefur verið úr bráðavanda fyrirtækisins. Jafnframt verði unnið að langtímastefnu um arðgreiðslu og ábyrgðargjöld OR í eigendanefnd sem nú er að störfum. R10080089
Frestað.

16. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna kalla eftir upplýsingum um áætlaðan kostnaðarauka Reykjavíkurborgar vegna hækkana á gjaldskrá Orkuveitunnar. Óskað er eftir því að fá áætlaðan kostnað sundurliðaðan á hvert svið borgarinnar og auk þess hvernig meirihlutinn hyggst mæta þessum kostnaðarauka. R10080089

17. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á fundi borgarráðs þann 4. september 2008 bókuðu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna afstöðu sína til kjörgengis varafulltrúa Framsóknarflokksins í borgarráði. Þar kom fram sú eindregna skoðun að brýnt væri að þeir sem þar sætu hefðu ríkt umboð frá kjósendum og almenningi og að ákvörðun þáverandi meirihluta væri ekki til að auka virðingu borgarstjórnar. Tæpum tveimur árum síðar virðist afstaða Samfylkingarinnar hafa breyst, enda skipar hún 8. mann á lista sem formann mannréttindaráðs þrátt fyrir að 61. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007 kveði skýrt á um að formenn fagráða skuli vera borgarfulltrúar eða varaborgarfulltrúar. Samkvæmt því eru aðeins efstu sex á lista Samfylkingarinnar kjörgengir í stöðurnar. Fulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um hvort ekki sé eðlilegt að skipt verði um formann. R10060077

18. Rætt er um nýleg ummæli borgarstjóra í erlendum fjölmiðli um netnotkun. R10090044


Fundi slitið kl. 13.15

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir