Borgarráð - Fundur nr. 5128

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2010, fimmtudaginn 19. ágúst, var haldinn 5128. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.30. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 10. ágúst. R10010012

2. Lögð fram fundargerð menntaráðs frá 11. ágúst. R10010025

3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 18. ágúst. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og samgönguráðs frá 12. ágúst. R10010034

5. Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 11. ágúst. R10010035

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R10070088

7. Lagt fram svar borgarstjóra frá 16. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um sektir vegna stöðubrota á menningarnótt, sbr. 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. s.m. R10080023

8. Lagt fram svar borgarstjóra frá 16. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um flugeldasýningu á menningarnótt, sbr. 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. s.m. R10080023

9. Lagt fram svar borgarstjóra frá 16. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um embættisbifreið borgarstjóra, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. s.m. R10080028

10. Lagt fram svar borgarstjóra frá 16. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um starfsmann eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. s.m. R10060067

11. Lagt fram svar borgarstjóra frá 16. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um undirbúning fjárhagsáætlunar, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. s.m. R10050098
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka svörin og skýringarnar, en ítreka mikilvægi þess að hefja vinnu við fjárhagsáætlun í samræmi við samþykkta tímaáætlun. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka þá afstöðu sína að áfram verði unnið á þeim grundvelli að verja grunnþjónustuna án skattahækkana á íbúa.

12. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 27. f.m. um stöðu á byggingu Norðlingaskóla. R09070020

13. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag. R09110055

14. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 17. þ.m. varðandi skipan ferlinefndar Reykjavíkurborgar.
Samþykkt. Páll Hjaltason er skipaður formaður nefndarinnar. R10080056

15. Samþykkt að Marta Guðjónsdóttir taki sæti varamanns í skipulagsráði. R10060080

16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 17. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg leiti eftir því við ríkisvaldið og Samband íslenskra sveitarfélaga að tekið verði upp fastmótaðra samstarf og formlegur samráðsvettvangur til að móta sameiginlega kjarastefnu á opinberum vinnumarkaði.
Greinargerð mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar fylgir tillögunni. R10080076
Samþykkt.

- Kl. 9.38 taka Hanna Birna Kristjánsdóttir, Oddný Sturludóttir og Óttarr Proppé sæti á fundinum.

17. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki að heimila framkvæmda- og eignasviði að kaupa fasteignir Skóla Ísaks Jónssonar. Kaupverð, kr. 291.721.778, er greitt með yfirtöku á áhvílandi skuldum, kr. 253.721.778, og fjármögnun nauðsynlegra viðhaldsframkvæmda. Seljandi nýtur kaupréttar á fasteignunum á sama raunverði að fimm árum liðnum enda stefnir skólinn að því að starfa í eigin húsnæði þegar náðst hafa betri tök á fjármálum skólans. Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2010 og drög að áætlun 2011. Borgarráð samþykkir jafnframt að heimila framkvæmda- og eignasviði að leigja Skóla Ísaks Jónssonar fasteignirnar. R09050100
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

18. Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 12. s.m., varðandi tímabundna lokun hluta Hafnarstrætis fyrir bílaumferð.
Samþykkt. R10070026

19. Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 12. s.m., um gerð tímabundins hjólreiðastígs við Hverfisgötu. R10080062
Samþykkt.

20. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R10080003

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra gatna- og eignaumsýslu frá 17. þ.m. varðandi gerð leigusamninga um nánar tilgreindar fasteignir að Nauthólsvík 100, í Skerjafirði, í Víðinesi, á Héðinsleikvelli við Hofsvallagötu, að Hólmgarði 34, Ljósheimum 13, Háuhlíð 9 og Fiskislóð 23-25. R10080073
Samþykkt.

22. Kynnt eru drög að verklagsreglum umhverfis- og samgöngusviðs vegna verkefnisins leiksvæði í fóstur. R10060068
Borgarráð felur umhverfis- og samgönguráði að fullvinna verklagsreglurnar og umhverfis- og samgöngusviði og framkvæmda- og eignasviði að fara í viðræður við þá aðila sem áhuga hafa á þátttöku í verkefninu.

23. Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um aðgerðir gegn kynbundnum launamun, ódags. R08020040
Starfshópinn skipa Sóley Tómasdóttir, formaður, Karl Sigurðsson, Margrét Sverrisdóttir og Hildur Sverrisdóttir.

24. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 18. þ.m. varðandi hliðrun á verk- og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2011 og 3ja ára áætlunar. R10050098
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 18. þ.m.: R10080085
Lagt er til að borgarráð samþykki að unnin verði fimm ára áætlun samhliða undirbúningi þriggja ára áætlunar, sem tekur til áranna 2012-2016. Fimm ára áætlun verði unnin með sama hætti og þriggja ára áætlun og fylgi sömu lagaákvæðum hvað varðar framsetningu og efnistök. Fjármálaskrifstofu og borgarhagfræðingi hefur verið falið að gera sviðsmyndagreiningar um mögulega þróun efnahags og fjármála borgarinnar til næstu 10 ára, en í þeirri greiningu verða einnig lagðar forsendur fyrir þriggja og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar. Gert er ráð fyrir að fjallað verði um sviðsmyndagreiningar og mat á forsendum í greinargerð með fimm ára áætlun.
Samþykkt.

26. Samþykkt er að skipa Júlíus Vífil Ingvarsson, Björk Vilhelmsdóttur, Sóleyju Tómasdóttur og Óttarr Proppé í verkefnisstjórn til undirbúnings Friðarstofnunar Reykjavíkur. Júlíus Vífill Ingvarsson verði formaður stjórnarinnar. Verkefnisstjórnin ljúki starfi sínu fyrir næstu áramót. R06100239

27. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 18. þ.m. um fyrirhugaðan flutning á söluturninum í Mæðragarði yfir á Lækjartorg. R10080018
Framkvæmda- og eignasviði og Höfuðborgarstofu er falið að undirbúa tillögur um framtíðarnýtingu turnsins.

28. Borgarráð vill vekja athygli borgarbúa á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis þar sem nú hefur verið afhjúpuð afar vönduð uppgerð á húsi sem upphaflega var byggt árið 1884. Borgarráð fagnar þeim áhrifum sem húsið hefur á götumynd Bankastrætis og ásýnd miðborgarinnar. Það er ávallt gleðiefni þegar vandað er til verka í hjarta miðborgarinnar. R10080086

29. Hanna Birna Kristjánsdóttir leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að borgarráð samþykki þá nýbreytni að sameiginlegir vinnufundir allra borgarfulltrúa verði fastur liður í starfsáætlun Borgarstjórnar Reykjavíkur. Vinnufundirnir skulu að jafnaði haldnir mánaðarlega og hafa það markmið að auka samstarf borgarstjórnar allrar um stefnumótun og brýn verkefni borgarbúa. Forsætisnefnd boðar til fundanna og undirbýr dagskrá í samstarfi við borgarstjóra, en fyrsti sameiginlegi vinnufundur nýrrar borgarstjórnar skal haldinn áður en borgarstjórn kemur aftur saman í byrjun september. R10080072
Samþykkt.

30. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarstjórn hefur á undanförnum árum verið samstíga í því að leita allra leiða til að auka aðkomu íbúa að stefnumótun og ákvarðanatöku hjá Reykjavíkurborg. Í aðdraganda tveggja síðustu fjárhagsáætlana voru stigin stór skref í þessa átt. Árið 2008 með því að leita til starfsmanna Reykjavíkurborgar sem lögðu fram mörg hundruð tillögur til hagræðingar og bætts rekstrar hjá borginni og áttu þannig stóran þátt í þeim árangri sem þá náðist. Þessi vinna hélt áfram árið 2009, auk þess sem Reykjavík varð þá fyrsta íslenska sveitarfélagið til að innleiða beina aðkomu borgarbúa með atkvæðagreiðslu á netinu um forgangsröðun framkvæmda í hverfum. Bæði þessi verkefni voru tilnefnd til verðlauna á vettvangi evrópskra sveitarfélaga sem eftirtektarverðar aðgerðir til aukins íbúalýðræðis. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að halda áfram að vinna fjárhagsáætlun með þessum hætti og leita enn frekari leiða til að tryggja öfluga aðkomu íbúa og starfsmanna að þeim ákvörðunum sem framundan eru í fjárhagsáætlanagerð komandi árs. Slíkt er ekki aðeins mikilvægt til að innleiða ný vinnubrögð og auka vald íbúa, heldur sýnir reynslan að slíkar aðferðir auka gæði þeirra ákvarðana sem teknar eru og auka líkurnar á að sá árangur sem stefnt er að náist. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að aðgerðahópi borgarráðs verði falið að útfæra leiðir til enn frekari þátttöku íbúa og starfsmanna í þeirri fjárhagsáætlunarvinnu sem framundan er. R10050098
Vísað til aðgerðahóps borgarráðs um fjármál Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 11.15

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir