Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2010, fimmtudaginn 1. júlí, var haldinn 5123. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.32. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Gísli Marteinn Baldursson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé, Sóley Tómasdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram afgreiðslufundargerð byggingarfulltrúa frá 29. júní. R10010027
Samþykkt.
2. Lögð fram fundargerð aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. júní. R10060137
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 22. júní. R10010010
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 7. júní. R10010016
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 1. júní. R10010018
6. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 25. júní. R10010020
7. Lögð fram fundargerð menntaráðs frá 23. júní. R10010025
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 28. júní. R10010029
9. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 25. júní. R10010033
10. Lögð fram fundargerð umhverfis- og samgönguráðs frá 24. júní. R10010034
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R10060151
12. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R10060001
13. Lagt fram bréf framkvæmdastýru Jafnréttisstofu frá 16. f.m. um kynjahlutföll í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar. R10050151
Samþykkt að Geir Sveinsson taki sæti Jórunnar Frímannsdóttur í velferðarráði og Jórunn taki sæti Geirs í skipulagsráði. Þá verði Kristín Soffía Jónsdóttir aðalmaður í skipulagsráði í stað Sverris Bollasonar, Sverrir taki sæti Kristínar sem varamaður í ráðinu.
14. Samþykkt að skipa Sverri Bollason í stjórn Reykjanesfólkvangs til loka kjörtímabilsins, S. Björn Blöndal verði varamaður í stjórninni. R10060129
15. Samþykkt að Dagur B. Eggertsson verði varamaður borgarstjóra í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Tilnefningu í fulltrúaráð og svæðisskipulagsráð samtakanna frestað. R10060131
16. Lagt fram bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 15. f.m. þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands til fjögurra ára. R10060160
Samþykkt að tilnefna Margréti Kristínu Blöndal, til vara Árni Heiðar Karlsson.
17. Lagt fram bréf mannréttindastjóra frá 7. f.m., sbr. samþykkt mannréttindaráðs 2. s.m., um tillögur starfshóps um öryggi á og við skemmtistaði Reykjavíkurborgar. R10050150
Samþykkt og vísað til borgarstjóra.
18. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Breiðholts frá 7. f.m., sbr. samþykkt hverfisráðs Breiðholts 1. s.m. um íbúalýðræði og fjárveitingar til hverfisráða. R10060044
Vísað til stjórnkerfisnefndar.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna fagnar ábendingum frá hverfisráði Breiðholts og tekur undir það sem þar kemur fram. Þó málinu sé vísað til stjórnkerfisnefndar og til standi að efla hverfisráðin á kjörtímabilinu telur fulltrúi Vinstri grænna alls ekki nóg vera að gert, enda stendur til að skipa sérstakan stýrihóp um skipulag og aðgerðir í Breiðholti síðar á fundinum sem heyra mun beint undir borgarstjóra.
19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 21. f.m. um afnot af landspildu fyrir ferða- og afþreyingarstarfsemi á Hólmsheiði. R10060134
Frestað.
20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 29. f.m. um sölu byggingarréttar á lausum lóðum í grónum hverfum. R10030055
Samþykkt.
21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 25. f.m. um sölu byggingarréttar á lóðunum að Lautarvegi 20, 22 og 26, og Bauganesi 10. R10030055
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 28. f.m. um gerð lóðarleigusamnings um lóðina að Brekkustíg 4B. R10060149
Samþykkt.
23. Lagt fram erindisbréf borgarstjóra fyrir stýrihóp um 111 Reykjavík, ódags. R10060053
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Vinstri græn fagna verkefninu sem slíku, en telja að betur hefði farið á því að hverfisráð Breiðholts hefði haft mun ríkari aðkomu að því. Eins og þegar hefur komið fram á fundinum er hverfisráð Breiðholts sérstaklega áhugasamt um aukið vægi hverfisráðanna. Brýnt er að vinnu stjórnkerfisnefndar verði hraðað hvað eflingu hverfisráðanna varðar í þágu aukinnar valddreifingar og meiri aðkomu íbúa að stjórn borgarinnar.
24. Lagt fram erindisbréf aðgerðahóps borgarráðs um fjármál Reykjavíkurborgar, dags. 21. f.m.. R10060052
Samþykkt.
25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar:
Lagt er til að skipaður verði sérstakur starfshópur, sem starfi undir aðgerðahópi borgarráðs um fjármál Reykjavíkurborgar, til að fylgjast með þróun og meta áhrif atvinnuleysis í Reykjavík. Borgarfulltrúi leiði starf hópsins en með hópnum starfi einnig fulltrúar velferðarráðs, velferðarsviðs og borgarhagfræðings. Starfshópurinn skili niðurstöðum til aðgerðahóps reglulega og í góðum tíma fyrir undirbúning fjárhagsáætlunar, næstu skil verði eigi síðar en 1. september. R10060150
Vísað til aðgerðahóps borgarráðs um fjármál Reykjavíkurborgar.
26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. f.m.:
Borgarráð leggur til að samþykkt verði 37,5 m.kr. aukafjárveiting til atvinnuskapandi verkefna fyrir 17 til 18 ára ungmenni í borginni í sumar. Með fjármagninu verður hægt að ráða 125 ungmenni á þessum aldri til tímabundinna starfa á vegum umhverfis- og samgöngusviðs og íþrótta- og tómstundasviðs (ÍTR) í júlí og ágúst. Þessi ráðstöfun er færð á liðinn 09205 (ófyrirséð) og fjármögnuð af lausafé.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10030028
Samþykkt.
27. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að veita Topp Starfi í Hinu húsinu 2,5 m.kr. til að skapa fjárhagslegt svigrúm svo hægt verði að ráða þau ungmenni sem sótt hafa um starf á þeirra vegum í sumar. Fjármagnið verði tekið af fjármagni til atvinnuátaksverkefna fólks með fötlun.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10030028
Samþykkt.
28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. f.m.:
Borgarráð leggur til að samþykktar verði breytingar á fjárhagsáætlun í því skyni að veita fleiri vinnufúsum höndum störf við mannaflsfrekar framkvæmdir í borginni á næstunni. Breytingarnar hafa í för með sér að 500 m.kr. verður varið til átaksverkefna til viðbótar við 150 milljónir á fjárhagsáætlun þessa árs.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10060150
Frestað.
29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:
Borgarráð samþykkir að heiðra minningu baráttukvenna fyrir kvenfrelsi þann 19. júní ár hvert frá og með næsta ári. Forsætisnefnd verði falið að útfæra hátíðarhöldin í samráði við mannréttindaráð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10060165
Samþykkt.
30. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á eigendafundi Orkuveitunnar lagði borgarstjóri fram tillögu um ,,að stjórnarformaður verði í fullu starfi tímabundið meðan lagt er vandað mat á aðstæður og ýtt er úr vör nauðsynlegum breytingum í samstarfi við starfsfólk Orkuveitunnar.#GL Einnig kemur fram í bókun Besta flokksins og Samfylkingarinnar á síðasta fundi borgarráðs verkþátturinn ,,Brýnar breytingar kalla á skýra forystu stjórnar Orkuveitunnar. Stjórnarformaður mun fyrst um sinn sinna því verkefni í fullu starfi til að meta stöðuna með stjórn fyrirtækisins og vinna að nauðsynlegum breytingum.#GL Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna óska eftir að borgarlögmaður leggi faglegt mat á lögmæti ákvörðunar Besta flokksins og Samfylkingarinnar um ráðningu stjórnarformanns annars vegar í ljósi nýrra laga um hlutafélög sem samþykkt voru í vetur og hins vegar út frá hefðum og venjum stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Í 1. mgr. 70. gr. laga um hlutafélög er nýr málsliður sem hljóðar svo: ,,Formaður félagsstjórnar skal ekki taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem teljast eðlilegur hluti starfa hans sem stjórnarformanns, að undanskildum einstökum verkefnum sem félagsstjórnin felur honum að vinna fyrir sig.#GL Einnig er óskað eftir því að lagt sé mat á þá stöðu sem stjórnarformaður er settur í varðandi skilgreint eftirlitshlutverk sitt sem er eitt af meginhlutverkum stjórnarinnar. Fyrirspurninni sé svarað eins fljótt og hægt er svo málið verði skýrt fyrir stjórn og starfsfólki Orkuveitu Reykjavíkur.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja jafnframt fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur 25. júní 2010 var samþykkt tillaga borgarstjóra um að stjórnarformaður Orkuveitunnar yrði í fullu starfi og að ,,heildarkjör stjórnarformanns í fullu starfi miðast við kjör sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg án fríðinda.#GL Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna óska eftir svari við því hver tekur ákvörðun um laun stjórnarformanns og á hvaða forsendum, hvers vegna miðað er við laun sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg, hvaða aðstöðu starfandi stjórnarformaður hefur hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborg og hver sé hans yfirmaður. Einnig er óskað eftir rökstuðningi borgarstjóra fyrir þessum launum hjá stjórnarformanninum þegar verið er að skera niður á öllum sviðum Reykjavíkurborgar, laun stjórnarmanna OR hafa verið gagnrýnd fyrir að vera of há nú þegar og verið er að draga úr yfirvinnu og hlunnindum. R10060067
31. Samþykkt er að Þorleifur Gunnlaugsson taki sæti Sóleyjar Tómasdóttur í stjórnkerfisnefnd. R10060061
Fundi slitið kl. 11.21
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Gísli Marteinn Baldursson
Oddný Sturludóttir Óttarr Ólafur Proppé
Sóley Tómasdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir