No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2010, fimmtudaginn 20. maí, var haldinn 5115. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorleifur Gunnlaugsson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 3. maí. R10010008
2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Kjalarness frá 28. og 30. apríl. R10010015
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 11. maí. R10010016
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 28. apríl. R10010017
5. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 4., 11. og 12. maí. R10010019
6. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 12. og 19. maí. R10010027
B-hlutar fundargerðanna samþykktir.
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 17 mál. R10040139
8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 5. s.m., um deiliskipulag á Hólmsheiði vegna athafnasvæðis Fisfélagsins. R08020014
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 5. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð nr. 19 við Tunguveg. R10050048
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttum skilmálum deiliskipulags Bryggjuhverfis. R08120101
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóða nr. 130-134 við Urðarbrunn og nr. 20-30 við Skyggnisbraut. R10050086
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytt deiliskipulag útivistarsvæðis í Gufunesi. R09100180
Samþykkt.
13. Lögð fram bréf byggingarfulltrúa frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 5. s.m., þar sem lagt er til að lóðarhöfum eftirtalinna lóða verði veittur frestur til að ljúka tilteknum framkvæmdum er varða öryggisþætti á lóðunum, ella verði verkið unnið af Reykjavíkurborg á þeirra kostnað: Úlfarsbraut 18-20, Úlfarsbraut 50-56, Úlfarsbraut 96-98, Úlfarsbraut 116, Sifjarbrunnur 10-16, Sifjarbrunnur 18-24, Friggjarbrunnur 3-5, Freyjubrunnur 29, Freyjubrunnur 31 og Lofnarbrunnur 22-28. R10050059
Borgarráð samþykkir erindin.
14. Lögð fram bréf byggingarfulltrúa frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 5. s.m., þar sem lagt er til að eigendum eftirtalinna fasteigna verði gefinn tímafrestur að viðlögðum dagsektum til að leggja fram fullgildar eignaskiptayfirlýsingar: Hjallavegur 30, Sigtún 38, Bergstaðastræti 67 og Freyjugata 36. R10050070
Borgarráð samþykkir erindin.
15. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 12. s.m., þar sem lagt er til að eigendum neðstu hæðar að Skipholti 40 verði gefinn tímafrestur að viðlögðum dagsektum til tiltekinna framkvæmda. R10050085
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 12. s.m., þar sem lagt er til að lóðarhafa að Baldursgötu 32 verði gefinn tímafrestur að viðlögðum dagsektum til að rífa húsið á lóðinni og ganga frá henni með tilteknum hætti. R08110055
Samþykkt.
17. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R10050001
- Kl. 10.05 tekur Ólafur F. Magnússon sæti á fundinum.
18. Lögð fram ársskýrsla framtalsnefndar 2009. R10040074
- Kl. 10.20 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.
19. Lagt fram bréf Framtíðarorku ehf. frá 30. f.m. þar sem óskað er eftir stuðningi Reykjavíkurborgar við árlega ráðstefnu um vistvænar samgöngulausnir. R10050022
Vísað til umhverfis- og samgönguráðs til umsagnar.
- Kl. 10.33 víkur Dagur B. Eggertsson af fundi.
20. Lögð fram kjörskrá vegna borgarstjórnarkosninganna 29. maí nk. Á kjörskrá eru 85.808. R10010083
Borgarráð staðfestir kjörskrána.
21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 11. s.m., varðandi aðild Reykjavíkurborgar að loftslagssáttmála sveitarfélaga í Evrópu. R10050095
Samþykkt.
Borgaráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Gott ástand loftsins í borginni flokkast til lífsgæða. Af ýmsum ástæðum, ekki síst vegna bílaumferðar, hefur ekki tekist að halda loftmengun innan þeirra marka sem okkur eru sett. Af þessum ástæðum hafa loftgæðamál í borginni oft komið til umræðu á þessu kjörtímabili. Ástæður hafa verið ærnar. Kjörnir fulltrúar og embættismenn hafa fjallað um málin og lagt lóð sitt á vogarskálarnar svo takast megii að semja áætlanir til úrbóta. Því eigum við nú stefnu- og markmiðsplögg sem geta vísað veginn á komandi árum. Vinstri græn hafa haldið umræðu um loftgæðamálin vakandi, eins og m.a. má sjá á tillöguflutningi okkar á undanförnum árum. VG lagði t.d. til að stofnað yrði sérstakt loftslagsráð til að endurskoða allar áætlanir borgarinnar með tilliti til loftgæða. VG hefur beitt sér í baráttunni fyrir eflingu almenningssamgangna til að draga úr mengun frá umferð einkabíla, komið fram með tillögu um hjólreiðaáætlun fyrir borgina og svona mætti lengi telja. Og nú liggur fyrir að undirlagi VG tillaga frá minnihlutanum í umhverfis- og samgönguráði um að hafist verði handa við gerð aðgerðaáætlunar í loftslags- og loftgæðamálum þar sem skref eru skilgreind og tímasett. Þetta er í raun endurtekning á samskonar tillögu minnihlutans frá 10.3.2009. Ástæða þessara tillagna er að sjálfsögðu sú að þó stefnumörkun sé sannarlega mikilvæg forsenda fyrir markvissum aðgerðum þá dugar hún ekki ein og sér. Nauðsynlegt er að í kjölfar hennar komi tímasett aðgerðaáætlun þar sem þeir áfangar sem menn ætla sér að ná verði skilgreindir og mælanleg viðmið sett svo hægt sé að meta hvort menn séu að nálgast markmiðin. Á þetta hefur því miður skort þannig að embættismenn borgarinnar hafa ekki fengið þau verkfæri í hendurnar eða það græna ljós sem þeir þurfa til verka. Sama forsenda um tímasett markmið liggur að baki loftslagssáttmála sveitarfélaga og því er ástæða til að samþykkja aðild að honum.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Ástæða er til að taka undir bókun Vinstri grænna um að mikill árangur hefur náðst í loftslagsmálum á þessu kjörtímabili. Í grænu skrefunum sem samþykkt voru árið 2007 var samþykkt að Reykjavíkurborg myndi gera sér loftslagsáætlun. Það var gert með loftslagsáætlun Reykjavíkur var samþykkt árið 2009. Markmiðin sem Reykjavíkurborg samþykkti þar ganga lengra en sá loftslagssáttmáli sveitarfélaga sem nú hefur verið staðfestur í borgarráði. Loftslagssáttmálinn er mikilvæg skuldbinding fyrir Reykjavíkurborg í þeirri viðleitni sinni að verða #GLgræna borgin í Evrópu#GL en sem kunnugt er Reykjavík komin í úrslit í keppninni um þann titil.
22. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 18. þ.m. um hliðrun á verk- og tímaáætlun við gerð fjárhagsáætlunar 2011 og þriggja ára áætlunar 2012-2014. R10050098
Samþykkt.
23. Lagðir fram dómar Héraðsdóms Reykjavíkur frá 6. þ.m. í málum nr. E-8017/2009, Búgarður Invest ehf. gegn Reykjavíkurborg, E-8018/2009, Eirvík-heimilistæki ehf. gegn Reykjavíkurborg og E-8019/2009, Vídd ehf. gegn Reykjavíkurborg. R09060112
Borgarráðsfulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
Lagðir eru fram 3 dómar Héraðsdóms þar sem fyrirtækjum í borginni er heimilað að skila lóðum á grundvelli þess að aðrir lögaðilar gátu skilað lóðum til borgarinnar árið 2008. Samfylkingin hefur alla tíð setið hjá þegar meirihlutinn hefur neitað fólki og fyrirtækjum lóðaskilum og bókað fyrirvara sína á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið, sem eru afar hæpin út frá jafnræðisreglu. Það brýtur gegn almennri réttlætiskennd að sum fyrirtæki og sumir einstaklingar hafi haft möguleika á að skila lóðum og fengið endurgreiðslur, en aðrir hafi fengið synjun og verið vísað á dýra og tímafreka dómstólaleið. Nú hefur Reykjavíkurborg áfrýjað þessum dómum til Hæstaréttar og ekki hefur verið farið að úrskurðum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem telja ákvarðanir Reykjavíkurborgar ólögmætar. Réttur fólksins og fyrirtækjanna í borginni verður áfram í óvissu þar sem fjárhagslegir skammtímahagsmunir borgarinnar eru taldir ofar hagsmunum þeirra sem vísað er á dómstólana.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Fyrir liggur að fjárhagslegir hagsmunir Reykjavíkurborgar af niðurstöðu dómsmála er varða kröfur um skil á atvinnu- og íbúðarhúsalóðum eru verulegir. Það væri ábyrgðarhluti ef Reykjavíkurborg tæki við og endurgreiddi lóðir án þess að það væri skylt. Það lýsir því fjárhagslega ábyrgri afstöðu, og er í samræmi við alla lögfræðilega ráðgjöf, að bíða þess að Hæstiréttur Íslands kveði upp dóm í þessum málum og eyði þar með þeirri réttaróvissu sem ríkir á þessu sviði.
24. Lagt fram að nýju bréf mannréttindastjóra frá 26. f.m. varðandi fyrirkomulag þjónustu við innflytjendur til næstu áramóta ásamt minnisblaði innkaupaskrifstofu frá 3. þ.m. Jafnframt er lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um að fela þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða rekstur ráðgjafarhluta Alþjóðahúss frá 1. júlí til 31. desember 2010, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. þ.m. Þá er lagt fram bréf mannréttindastjóra frá 17. þ.m., sbr. samþykkt mannréttindaráðs 10. s.m., þar sem lagt er til að mannréttindaskrifstofu verði falið verkið. R09070058
Frestað.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Brýnt er að flytja rekstur Alþjóðahúss ehf. til borgarinnar, þannig að reksturinn verði ekki lengur í þágu arðgreiðslusjónamiða ehf. fyrirtækis heldur í þágu þjónustu við innflytjendur. Hér verða verkin að tala sínu máli. Ljóst er að ef H-listi framboð um heiðarleika og almannahagsmuni nær kjörnum fulltrúa í borginni verður Katrín Corazon Surban, 55 ára sjúkraliði ættuð frá Filippseyjum, borgarfulltrúi eða varaborgarfulltrúi. Það myndi marka tímamót í sögu borgarinnar og segir meira um verk borgarstjórnarfulltrúa en samanlögð orð þeirra um innflytjendamál og eitt samfélag fyrir alla.
25. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um synjun á breytingu á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits vegna lóða nr. 16, 18 og 20 við Bergstaðastræti og lóðar nr. 6B við Spítalastíg. R09060076
Borgarráð staðfestir synjunina með 5 samhljóða atkvæðum.
Óskar Bergsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
26. Lagt fram bréf formanns stjórnar kirkjubyggingarsjóðs frá 5. þ.m. um úthlutanir úr sjóðnum fyrir árið 2010. R10010106
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í samþykkt fyrir Kirkjubyggingasjóð Reykjavíkurborgar 2. gr. segir „Hlutverk sjóðsins er að styrkja með óafturkræfum framlögum til byggingar kirkna og safnaðarheimila sókna í Reykjavík með það takmark fyrir augum að þær eignist hver sína kirkju svo fljótt sem verða má.“ Í 7. gr. segir: „Þá er hægt að veita styrki úr sjóðnum til endurbóta og meiriháttar viðhalds kirkna samkvæmt nánari tillögum sjóðsstjórnar#GL. Hér er verið að leggja til styrkveitingar bæði vegna viðhalds og vegna „ slæmrar skuldastöðu“og beðið er um rökstuðning fyrir því að verið sé að framfylgja skilyrðum samþykktar fyrir Kirkjubyggingarsjóð.
Frestað.
27. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 19. þ.m., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um arðsemi Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. janúar sl. R10010054
(Sjá bókanir í 30. lið fundargerðarinnar.)
- Kl. 11.50 víkur Kjartan Magnússon af fundi.
28. Borgarráð samþykkir svohljóðandi ályktunartillögu:
Borgarráð lýsir yfir þungum áhyggjum vegna yfirlýsinga félagsmálaráðherra og menntamálaráðherra í fjölmiðlum undanfarna daga um fyrirhugaðan niðurskurð og fækkun starfa í heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og velferðar- og öldrunarþjónustu. Stærstu vinnustaðir fyrir þessa þjónustu eru í Reykjavík og geta aðgerðir ríkisstjórnarinnar því haft stórfelld áhrif á atvinnuástand í Reykjavík.
Af þessu tilefni spyr borgarráð:
1. Hvernig verður niðurskurði háttað í velferðarkerfinu og með hvaða hætti má ætla að boðaður fyrirhugaður niðurskurður komi niður á þeim stóru sjúkra- og heilbrigðisstofnunum sem reknar eru í höfuðborginni og því starfsfólki sem þar vinnur? Einnig er nauðsynlegt að fá skýringar á því hvaða áhrif boðaður sparnaður mun hafa á þjónustu við sjúklinga og heilbrigðiskerfið í heild.
2. Hvernig verður niðurskurði háttað í menntakerfinu og með hvaða hætti má ætla að boðaður fyrirhugaður niðurskurður komi niður á framhaldsskólum og háskólum á höfuðborgarsvæðinu og því starfsfólki sem þar vinnur? Nauðsynlegt er að fá skýringar á því hvernig ríkisstjórnin hyggist ná fram þessum sparnaði án þess að útiloka fólk frá námi.
3. Með hvaða hætti verður dregið úr þjónustu við fatlaða og aldraða og hvaða áhrif mun það hafa á störf? Mun sveitarfélögunum verða bætt með einhverjum hætti sú augljósa útgjaldaaukning sem þau verða fyrir vegna fyrirhugaðar yfirtöku þeirra á málefnum fatlaðra? R09050032
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um niðurskurð í velferðarmálum eru af sama toga og hjá meirihlutanum í Reykjavík. Forgangsröðun fjórflokksins snýst sem fyrr um að þjóna undir hagsmuni stóreignafólks og erlendra málmbræðslufyrirtækja. Orð um annað eru hrein markleysa eins og dæmin sanna og fundargerðir borgarstjórnar vitna um.
29. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir að eftirfarandi gögn verði lögð fram:
1. Samantekt á yfirvinnu starfsfólks eftir sviðum sem hlutfall af heildarlaunagreiðslum og samanburður við bréf mannauðsstjóra sem lagt var fram í borgarráði þann 4. október 2007.
2. Upplýsingar um raunkostnað borgarinnar vegna hvers nemanda í borgarreknum og einkareknum leik- og grunnskólum. R08050033
- Kl. 12.15 víkja Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og borgarstjóri af fundi.
30. Borgarráðsfulltrúi Samfylkingar óskar bókað vegna 27. liðar fundargerðarinnar:
Ljóst er að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks koma sér enn hjá því að svara fyrirspurn Samfylkingarinnar frá því í janúar sl. um hversu mikið gjaldskrár Orkuveitunnar þurfa að hækka til að ná fram arðsemismarkmiðum OR. Vísað er í svör Orkuveitunnar en þar segir að unnið sé að því að gera áætlun um það hvernig arðsemismarkmiðum verði náð; með aukningu tekna og/eða samdrætti útgjalda. Fram kemur að áætlunina á að birta á aðalfundi sem haldinn verður í júní. Ákvörðunum um nauðsynlegar gjaldskrárhækkanir í nánustu framtíð er frestað fram yfir kosningar af augljósum ástæðum.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað vegna 27. liðar fundargerðarinnar:
Fram hefur komið að til þess að standast þá áhættu sem borginni stafar af OR þarf hún að eiga í lausafé 8-12 milljarða aðeins fyrir þetta ár. Það liggur í augum uppi að svo miklar fjárhæðir sem bundnar eru þessu en væri að öðrum kosti hægt að nota í nauðsynlegar uppbyggingu og atvinnusköpun í samfélaginu eru í raun skattur á borgarbúa.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað vegna 27. liðar fundargerðarinnar:
Eins og fram kemur í svari við fyrirspurninni eru margir þættir sem hafa áhrif á arðsemi OR aðrir en gjaldskrárhækkanir. Má þar nefna gengisskráningu, heimsmarkaðsverðs á áli, hagræðing í rekstri o.fl. Fjárhagsáætlun ársins gerir ekki ráð fyrir gjaldskrárhækkunum og þriggja mánaða uppgjör fyrirtækisins sýnir bætta afkomu án þess að gjaldskrárhækkanir hafi komið til. Sú varúðarráðstöfun um lausafé upp á 8-12 milljarða er ekki að leiða af sér sérstaka álögur á borgarbúa þegar horft er til fjármagnstekna á móti fjármagnskostnaði.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað vegna 27. liðar fundargerðarinnar:
Það vekur furðu að verið sé að bóka í nafni fólks sem ekki er hér. Óskar Bergsson bókar í nafni meirihlutans en aðeins hann og Gísli Marteinn Baldursson eru eftir á fundinum og bókunin hefur ekki verið borin undir aðra í meirihlutanum. Hvað bókunina sjálfa varðar hlýtur það að liggja í augum uppi að varúðarfærslur vegna OR skerða möguleika borgarinnar á því að ganga á eigið fé og skila með halla eins og alsiða er í rekstri sveitarfélaga þegar herðir að.
Fundi slitið kl. 12.30
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Þorleifur Gunnlaugsson