No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2010, fimmtudaginn 29. apríl, var haldinn 5113. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir, Óskar Bergsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram afgreiðslufundargerð byggingarfulltrúa frá 27. apríl. R10010027
Samþykkt.
2. Lagðar fram fundargerðir framtalsnefndar frá 9. mars og 13. apríl. R10010007
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 20. apríl. R10010010
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 12. apríl. R10010012
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 13. apríl. R10010013
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 13. apríl. R10010014
7. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Laugardals frá 13. og 16. apríl. R10010016
8. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Miðborgar frá 3. og 24. mars og 14. apríl. R10010017
9. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 21. apríl. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
10. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 9. apríl. R10010032
11. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 16. apríl. R10010028
12. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 26. apríl. R10010029
13. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12. apríl. R10010033
14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R10030123
15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að veita framkvæmda- og eignasviði heimild til formlegra samningaviðræðna við menntamálaráðuneytið um hugsanlega sölu á Miðbæjarskólanum undir starfsemi Kvennaskólans enda miðist verð fyrir skólann að lágmarki við fyrirliggjandi verðmat framkvæmda- og eignasviðs og fjármálaskrifstofu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R09090115
Samþykkt.
16. Samþykkt borgarráðs:
Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp í íslenskri ferðaþjónustu og bitnar hvað mest á hinum fjölmörgu fyrirtækjum í Reykjavík, sem treysta á viðskipti erlendra ferðamanna, mun Reykjavíkurborg verja 100 m.kr. til sameiginlegs markaðsátaks með helstu hagsmunaaðilum í greininni. Menningar- og ferðamálasviði er falið að sjá um þátt Reykjavíkurborgar í verkefninu og tryggja að framlagið nýtist til að efla ferðaþjónustu í Reykjavík. Fjárveitingin fer af liðnum ófyrirséð útgjöld.
Greinargerð fylgir samþykktinni. R10040123
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Vakin er athygli á því að miðað við 30 milljóna króna kostnað á ári vegna hvers starfs við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss er hér ekki um mikinn kostnað að ræða vegna nauðsynlegs stuðnings við ferðaþjónustu á óvissutímum. Tónlistar- og ráðstefnuhús fyrir um 30 milljarða króna liggur nú þegar undir skemmdum vegna fyrirhyggjuleysis og flýtis við framkvæmdina. Ég vildi sjá verulega háar upphæðir renna til atvinnulífs á höfuðborgarsvæðinu og í þágu velferðar og öryggis borgarbúa. Það gæluverkefni fjórflokksins sem hið rándýra montmannvirki við höfnina er, má hins vegar bíða um mörg ókomin ár.
17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 14. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar nr. 84 við Hólaberg. R08040129
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar nr. 6 við Austurstræti. R10040003
Samþykkt.
19. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis að Fylkisvegi vegna færslu áhorfendastúku o.fl. R10040098
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um deiliskipulag Lambhagalands við Vesturlandsveg. R09120079
Samþykkt.
21. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um synjun á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Vínlandsleið. R09120080
Borgarráð staðfestir synjunina.
22. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi reits 1.540 sem afmarkast af Hagamel, Hofsvallagötu, Hringbraut og Furumel. R10040097
Samþykkt.
23. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 14. s.m., þar sem lagt er til að eigendum Nethyls 3 verði gefinn tímafrestur að viðlögðum dagsektum til að afhenda fullgilt samrunaskjal vegna breytinga á fasteignunum. R10040066
Samþykkt.
24. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 14. s.m., þar sem lagt er til að eigendum Álftamýrar 1-5 verði gefinn tímafrestur að viðlögðum dagsektum til að afhenda fullgilt samrunaskjal vegna breytinga á fasteignunum. R10040064
Samþykkt.
- Kl. 11.48 tekur Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum og Oddný Sturludóttir víkur af fundi.
25. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna frá 11. f.m.:
Borgarráð beinir þeim tilmælum til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að allt orkuverð verði opinberað.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10030061
Borgarráð vísar tillögunni til meðferðar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur með ósk um að leitað verði eftir samþykki Norðuráls um að orkuverð verði gert opinbert.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég hef ávallt talið svokallaða „leynd“ um orkuverð vera aðferð spillingar- og fyrirgreiðsluafla í íslensku samfélagi til að hagnast sem mest á kostnað íslensks almennings og að þjóna skilyrðislaust undir hagsmuni erlendra málmbræðslufyrirtækja.
26. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 14. þ.m. í máli nr. E-4639/2009, Svanhildur Þorkelsdóttir gegn íslenska ríkinu, Mosfellsbæ, Reykjavíkurborg og Kjósarhreppi. R09040024
27. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9509/2009, Vala E. Steinsen gegn Reykjavíkuborg. R09090039
28. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8898/2009, Garðlist ehf. gegn Reykjavíkurborg. R09080009
29. Lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7035/2009, Lárus Baldur Atlason gegn Hafliða Kristinssyni og Reykjavíkurborg. R09050097
30. Lagt fram bréf skrifstofustjóra velferðarmála frá 16. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 14. s.m., um breytingar á reglum um styrkveitingar velferðarráðs, styrki forvarnarsjóðs og styrki vegna greiðslna til áfangaheimila. R10040073
Samþykkt.
31. Lagt fram bréf skrifstofustjóra velferðarmála frá 19. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs s.d., varðandi drög að þjónustusamningi milli félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík og velferðarsviðs um þjónustu við geðfatlaða í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum og viðauka I. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 27. s.m. R10010117
Samþykkt.
32. Lagt er til að Bjarki Baxter taki sæti varamanns í yfirkjörstjórn í stað Heimis Arnar Herbertssonar. R10010083
Vísað til borgarstjórnar.
33. Lagt fram bréf sviðsstjóra leikskólasviðs frá 26. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 17. f.m. og 21. þ.m., varðandi drög að samningum við sjálfstætt starfandi leikskóla í Reykjavík. R09040113
Frestað.
34. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 26. þ.m. um viðbrögð við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. R10040061
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að kjósa fimm manna nefnd óháðra sérfræðinga er hafi það verkefni að rannsaka aðdraganda, orsakir og afleiðingar efnahagshrunsins á borgina og fjárhag hennar. Aðalverkefni nefndarinnar verði:
a. Að kanna stjórnsýslu borgarinnar og aðkomu stjórnmálamanna að fjárhagslegum ákvörðunum á undanförnum árum.
b. Að kanna hvort einstakir aðilar eins og verktakar, bankar og fyrirtækjasamsteypur hafi nokkurn tímann fengið óeðlilega fyrirgreiðslu.
c. Að kanna hvort fjársterkir aðilar hafa beint eða óbeint haft áhrif á pólitískar og stjórnsýslulegar ákvarðanir.
d. Að kanna hvort fjársterkir aðilar hafi hagnast á tengslum við borgina og einstaka embættismenn eða borgarfulltrúa.
e. Að kanna hvort einstakir embættismenn, borgarfulltrúar eða frambjóðendur til borgarstjórnar hafi hagnýtt sér persónulega eða í þágu síns flokks tengsl við fjársterka aðila sem hafa átt í viðskiptum við borgina.
f. Að koma með ábendingar og tillögur að breytingum á lögum, reglum, vinnubrögðum og skipulagi stjórnsýslu borgarinnar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Málinu er vísað til aðgerðahóps borgarráðs og komi að nýju til afgreiðslu á næsta fundi ráðsins.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur fyrr á þessu ári lagði ég fram fjárhags- og eignastöðu mína og hvatti aðra borgarfulltrúa til að gera slíkt hið sama. Þetta á sérstaklega við um þá borgarfulltrúa sem hyggjast gefa kost á sér til endurkjörs. Rannsóknarskýrsla Alþingis beinlínis æpir á að það verði gert.
35. Kynnt er rekstraryfirlit febrúarmánaðar. R10020043
36. Lagður fram ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009. Jafnframt lagt fram bréf fjármálastjóra frá 26. þ.m. varðandi tilfærslur í fjárhagsáætlun ársins 2009. R10030067
Vísað til borgarstjórnar.
- Kl. 13.00 víkur Gísli Marteinn Baldursson af fundi.
37. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna, sem vísað var til umsagnar íþrótta- og tómstundasviðs á fundi borgarstjórnar 20. þ.m.:
Borgarstjórn samþykkir að veita kr. 20.000.000 til eflingar á skapandi sumarstörfum á vegum Hins hússins sumarið 2010. Þannig skapist svigrúm fyrir fleiri einstaklinga í þessum eftirsóttu og mikilvægu störfum fyrir ungt fólk í Reykjavík. Að sama skapi verði fjármagnið nýtt til að lengja starfstíma þeirra verkefna sem þörf er á, til að efla og styrkja ferðamannaþjónustu í Reykjavík.
Jafnframt lögð fram umsögn framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. í dag. R10030028
Tillagan er samþykkt með vísan til umsagnar framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs. Fjárveiting komi af liðnum ófyrirséð útgjöld.
38. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2010, dags. í dag. R09110055
Samþykkt er að veita styrki sem hér segir:
Borgarblöð ehf., 700 þ.kr. til útgáfu hverfisblaða í Breiðholti og Vesturbæ.
Skrautás ehf., 700 þ.kr. til útgáfu hverfisblaða í Grafarvogi og Árbæ.
Íbúasamtök Kjalarness, 300 þ.kr. til útgáfu hverfisblaðs á Kjalarnesi.
Borgarkórinn, 750 þ.kr. rekstrarstyrkur.
Víkin sjóminjasafn, 700 þ.kr. vegna viðburða á árinu.
39. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
1. Hversu margir einkareknir leikskólar í Reykjavík hafa orðið gjaldþrota á síðastliðnum 20 árum?
2. Í hversu mörgum þeirra tilfella hefur Reykjavíkurborg tekið við rekstri leikskólanna?
3. Hversu mikið mætti ætla að samfélagið hafi tapað á umræddum gjaldþrotum? R10040127
40. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fyrir liggur að endurgerð Tjarnabíós er á lokastigi en framkvæmdir virðast hafa verið stöðvaðar. Af því tilefni er spurt:
1. Hver verður endanlegur kostnaður við endurbæturnar?
2. Hvernig var upphaflega kostnaðaráætlunin?
3. Hvað vantar mikið fjármagn til að ljúka endurbótum á húsinu?
4. Hver verður mánaðarleiga af húsinu?
5. Hvernig skiptist rekstrarkostnaður hússins á milli fyrirhugaðra rekstraraðila og menningar- og ferðamálasviðs? R09060133
41. Afgreitt er eitt útsvarsmál. R09100159
Fundi slitið kl. 13.55
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þorleifur Gunnlaugsson