Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2010, fimmtudaginn 15. apríl, var haldinn 5112. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.38. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Óskar Bergsson og Þorleifur Gunnlaugsson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 29. mars. R10010008
2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Vesturbæjar frá 18. febrúar og 17. mars. R10010018
3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 14. apríl. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26. mars. R10010031
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 29. mars. R10010029
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál. R10030123
7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar nr. 6 við Engjaveg. R10040004
Samþykkt.
- Kl. 9.43 taka Gísli Marteinn Baldursson og Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
- Kl. 9.55 tekur Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir sæti á fundinum.
8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. R10040002
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarráðsfulltrúarnir fagna þeim breytingum sem fyrirliggjandi tillaga hefur tekið, ekki síst þeim þætti er varðar uppbyggingu stúdentaíbúða sem er í samræmi við samkomulag Reykjavíkurborgar við Háskóla Íslands og Félagsstofnun stúdenta.
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um úthlutun styrkja úr húsverndarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2010. R08030128
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs 26. febrúar sl., um styrkveitingar ráðsins fyrir árið 2010. R10040016
11. Lögð fram umsókn Félags um umsjón fiskmarkaðar við Suðurbugt frá 17. f.m. um styrk til uppsetningar og frágangs fiskmarkaðarins. Jafnframt lögð fram umsögn forstöðumanns Höfuðborgarstofu frá 7. þ.m. R10040018
Samþykkt að veita styrk að fjárhæð 750 þ.kr.
12. Lögð fram ársskýrsla um mannauðsmál Reykjavíkurborgar árið 2009. R10040043
13. Lögð fram tillaga úthlutunarnefndar um úthlutun til verkefna í þágu ungs fólks, ásamt bréfi skrifstofu borgarstjóra frá 12. þ.m. R10020036
Samþykkt.
14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 13. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð heimili fjármálastjóra að semja um lækkun á gjöldum vegna löginnheimtu á fasteignagjöldum fyrir árið 2009 þannig að sú lækkun gjalda sem um var samið nýverið á grundvelli útboðs fyrir árið 2010 gildi einnig fyrir 2009. Kostnaður 4 m.kr. auk vsk. verði tekinn af liðnum ófyrirséð. 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni. R09090079
Samþykkt.
15. Lagt fram afrit bréfs skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu til framkvæmda- og eignaráðs frá 8. þ.m. varðandi útboð og verðkannanir í apríl og maí 2010. R10040045
16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að gera Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, að heiðursborgara Reykjavíkur á 80 ára afmæli hennar í dag. Borgarráð samþykkir jafnframt að heiðra Vigdísi með viljayfirlýsingu um þátttöku Reykjavíkurborgar við uppbyggingu sérstaks reits eða torgs við fyrirhugaða nýbyggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum sem áætlað er að rísi á næstu árum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10030129
Samþykkt.
17. Lögð fram drög að samningi við Grjótháls ehf. um leigu á húsnæði við Norðlingabraut 12, ásamt bréfi framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 6. þ.m., sbr. 14. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. f.m. R09050124
Borgarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti með 6 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Borgaráðsfulltrúi Vinstri grænna hefur mikla samúð með þeirri starfsemi sem hér um ræðir, telur brýnt að áfram verði börnum og ungmennum gert kleift að iðka sem flestar íþróttagreinar og að starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva sé við sómasamlegar aðstæður. Vinstri græn hafa því lagt til að aukinn kraftur verði settur í framkvæmdir við Norðlingaskóla þannig að börn og unglingar fái þar sómasamlega aðstöðu til framtíðar. Rekstri borgarinnar er þröngur stakkur sniðinn um þessar mundir. Ekki er útséð um að hagræðingarkrafa á menntasvið geri grunnskólum borgarinnar kleift að veita lögbundna grunnþjónustu, grunnupphæð fjárhagsaðstoðar á velferðarsviði hefur ekki fylgt hækkun lægstu launa og svona mætti lengi telja. Við slíkar aðstæður verður því miður eitthvað undan að láta. Þess utan er áréttuð skoðun borgarráðsfulltrúa VG að Reykjavíkurborg eigi að eiga sitt húsnæði en ekki að leigja af öðrum. Með aukningu leiguhúsnæðis á vegum borgarinnar er verið að fara leið einkavæðingar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Það eru vonbrigði að ekki hafi tekist samningar um að Reykjavíkurborg gæti losað sig út úr leigu í MEST-húsi eftir 5 ár ef það þætti hagstætt, sbr. síðustu bókun borgarráðs. Niðurstaðan verður 15 ár og er það vegna fjárhagslegra forsendna. Í þessu máli vega hagsmunir barna og unglinga í Norðlingaholti og austurborginni þungt, í ljósi algers aðstöðuleysis í þessu nýja uppbyggingarhverfi og því styður Samfylkingin þennan samning.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lýsa yfir ánægju með fyrirliggjandi samning vegna langtímaleigu á húsnæði í Norðlingaholti fyrir fimleika, karate og aðrar inniíþróttir og binda góðar vonir við að hin mikla aðstöðubót, sem í því felst, muni efla barna- og unglingastarf í nærliggjandi hverfum. Í húsinu verður einnig sköpuð góð aðstaða í þágu æskulýðs- og frístundastarfs í Norðlingaholti og verður með því bætt úr brýnni þörf.
18. Borgarráð samþykkir að skrifstofu borgarstjórnar verði falið að undirbúa umfjöllun og/eða viðbrögð borgarstjórnar og Reykjavíkurborgar um hvernig best megi draga lærdóm fyrir stjórnmál og stjórnsýslu af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir bankahrunsins. R10040061
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Borgarráðsfulltrúi VG fagnar samþykkt borgarráðs og áréttar að full ástæða er til þess að rannsaka hugsanlegan hlut stjórnmálafólks og stjórnsýslu á sveitarstjórnarstiginu í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Fundi slitið kl. 11.55
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon Þorleifur Gunnlaugsson