No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2010, fimmtudaginn 8. apríl, var haldinn 5111. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Jafnframt sat fundinn Kjartan Eggertsson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 30. mars. R10010010
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 23. mars. R10010016
3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 23. mars. R10010019
4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 31. mars. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. mars. R10010031
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 26. mars. R10010033
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R10030123
8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 24. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi reita nr. 1.170.1 og 2 vegna lóða nr. 2-4 við Þingholtsstræti og nr. 1 við Skólastræti. R10030120
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað að þeir samþykki að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 24. s.m., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Túnahverfis. R10030119
Samþykkt.
- Kl. 10.00 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.
10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 24. f.m., varðandi umsögn um frumvarp til skipulagslaga. R10030047
Borgarráð samþykkir umsögnina.
- Kl. 10.25 tekur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum.
11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 24. f.m., varðandi umsögn um frumvarp til laga um mannvirki. R10030048
Borgarráð samþykkir umsögnina.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Í framhaldi af stefnumótun ríkisstjórnarinnar um fækkun og sameiningu stofnana til hagræðingar í opinberum rekstri vaknar sú spurning hvort áform um nýja Byggingastofnun eigi ennþá við. Bent er á þann möguleika að horfa megi til sameiningar Skipulagsstofnunar og fyrirhugaðrar Byggingastofnunar, auk Brunamálastofnunar. Óskað er eftir því að meðfylgjandi bókun fylgi umsögnunum til ráðuneytisins.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Borgarráðsfulltrúi VG fagnar frumvarpi til laga um mannvirki og tekur að mestu undir umsögn byggingarfulltrúa. Óskað er þó eftir því að eftirfarandi verði komið á framfæri: Hvatt er til þess að allar byggingar verði ferlihannaðar. Engar byggingar sem hýsa opinbera starfsemi eða eru byggðar til almenningsnota verði teknar til notkunar nema ákvæðum í ferlihönnun hafi verið að fullu framfylgt. Að þessu leyti skuli gilda sömu ákvæði og eru í lögum um brunavarnir. Öllum byggingarmeisturum gefist kostur á að gerast byggingarstjórar að þeim skilyrðum uppfylltum sem getið er um í frumvarpinu. Allir iðnmeistarar sem skrifa upp á byggingar skili tryggingum sem varða þeirra verkþætti.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 23. s.m., varðandi umsögn um frumvarp til laga um almenningssamgöngur. Jafnframt lagt fram bréf borgarlögmanns frá 29. s.m. R10030089
Borgarráð samþykkir umsögnina.
13. Lagt fram svar borgarstjóra frá 29. f.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um viðbúnaðar- og viðbragðsáætlun vegna eldgosa, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. s.m. R10030114
14. Lagt fram svar borgarstjóra frá 31. f.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um aðkomu Reykjavíkurborgar að sanngirnisbótum, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. s.m. R07020046
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Fulltrúar Samfylkingarinnar spurðu um hlut og aðkomu Reykjavíkurborgar að sanngirnisbótum til þeirra sem vistaðir voru á heimilum á vegum borgarinnar. Í svari borgarlögmanns kemur skýrt fram að verði það niðurstaða nefndarinnar sem kannar vistheimilin í Reykjahlíð, Silungapolli og Jaðri að börn hafi þar hlotið illa meðferð eða ofbeldi og hlotið varanlega skaða af, má vænta þess að kallað verði eftir aðkomu borgarinnar í sanngirnisbótum skv. frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi. Svarinu er fagnað þar sem afar mikilvægt er að Reykjavíkurborg axli ábyrgð gagnvart börnum og ungmennum sem tekin voru af heimilum sínum og vistuð á stofnunum.
15. Lögð fram drög að viðauka við samning Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur ses. um leiklistarstarfsemi í Borgarleikhúsinu frá 20. apríl 2007, ásamt bréfi borgarlögmanns, dags. 23. f.m. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 24. s.m. R07040092
Borgarráð staðfestir viðaukasamninginn fyrir sitt leyti.
16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 24. f.m., varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir nr. 75/2000. Jafnframt lögð fram umsögn slökkviliðsstjóra frá 25. f.m. um frumvarpið. R10030049
Borgarráð samþykkir umsögn slökkviðliðsstjóra. Borgarráð vísar jafnframt til umsagnar um frumvarp til laga um mannvirki að því er varðar samræmingu á skilgreiningu hugtaka.
17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 17. f.m.:
Borgarráð samþykkir aukið framlag til Nýsköpunarsjóðs námsmanna að upphæð 10 m.kr. til að efla atvinnu fyrir námsmenn í sumar. Með framlaginu nemur heildarframlag Reykjavíkurborgar til sjóðsins 30 m.kr. á þessu ári. Reykjavíkurborg hækkar með þessu móti framlag til sjóðsins um 50#PR milli ára. Fjárveitingin verður færð af liðnum 09205, ófyrirséð. R09060110
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 5. febrúar sl., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., varðandi samning milli Reykjavíkurborgar og Adrenalín ehf. um afnot af landspildu í Gufunesi. Jafnframt lagt fram minnisblað borgarlögmanns frá 15. f.m. ásamt fylgiskjölum. R10020025
Borgarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.
19. Lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 6. þ.m., um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998, er varðar skil á fjármálaupplýsingum o.fl. Jafnframt lagt fram bréf staðgengils borgarlögmanns, dags. s.d. R09120006
Borgarráð samþykkir umsögnina.
20. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra varðandi stækkun skuldabréfaflokks RVK 09 1, dags. 6. þ.m. R09110126
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Athygli vekur að verið er að semja við MP Banka um söluþóknun sem nemur 0,1#PR. Síðastliðið vor var samið við sama banka um söluþóknun sem nemur 0,85#PR fyrir samskonar þjónustu án útboðs. Þessi viðsnúningur rennir stoðum undir gagnrýni minnihlutans hvað varðar söluþóknun til MP Banka.
21. Lagt fram minnisblað forseta borgarstjórnar varðandi störf og tillögur starfshóps er vinnur að tillögum um framtíðarnotkun Höfða, dags. 22. f.m. R09090171
Borgarráð þakkar fyrir minnisblaðið og tekur jákvætt í þær tillögur sem þar koma fram.
22. Lagt fram bréf velferðarsviðs frá 6. þ.m. varðandi tillögur úthlutunarnefndar um úthlutun styrkja til virkniverkefna fyrir fólk sem þiggur fjárhagsaðstoð. R10040010
23. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. Jafnframt lagt fram bréf lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frá 9. f.m. þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Nautafélagsins ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Íslensku hamborgarafabrikkuna, Höfðatúni 2. R10030001
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu að umsögn um umsókn Nautafélagsins ehf.:
Eins og fram kemur í gögnum málsins er umræddur veitingastaður á miðsvæði skv. aðalskipulagi Reykjavíkurborgar, og því í samræmi við skipulagsskilmála. Staðurinn er í nokkurri nálægð við íbúðabyggð en í ljósi þess að umsóttum veitingatíma er stillt í hóf, sem og með vísan til fyrirliggjandi jákvæðra umsagna byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlits, veitir borgarráð jákvæða umsögn um rekstrarleyfi staðarins. Komi í ljós að reksturinn valdi ónæði í nágrenni sínu má búast við því að jákvæð afstaða borgarráðs verði endurskoðuð ef sótt verður um endurnýjun leyfisins. Þá er umsögnin jafnframt bundin öllum hefðbundnum skilyrðum.
Tillagan er samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
- Kl. 12.00 víkur Björk Vilhelmsdóttir af fundi og Sigrún Elsa Smáradóttir tekur þar sæti.
24. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi VG í borgarráði leggur til að Hofsvallagata frá Hringbraut að Ægisíðu verði gerð að einni, skýrt afmarkaðri akrein í hvora átt og bætt við reiðhjólastíg beggja vegna götunnar. Jafnframt verði hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10040019
Vísað til umhverfis- og samgönguráðs og hverfisráðs Vesturbæjar.
25. Lögð fram svohljóðandi ályktunartillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks:
Borgarráð lýsir áhyggjum vegna fyrirhugaðra áforma ríkisstjórnarinnar um enn frekari skattahækkanir á íbúa borgarinnar og mótmælir því að þegar loksins stendur til að ganga til mikilvægra samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu skuli fylgja því hugmyndir um enn frekari álögur á þá sem hér búa. Samgönguráðherra hefur nýlega kynnt hugmyndir um vegtolla til að framkvæma mikilvægar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Borgarráð ítrekar mikilvægi þess að ganga til þessara framkvæmda en krefst þess að verði það gert með álagningu vegatolla verði aðrir samgöngutengdir skattar lækkaðir – þannig að tryggt sé að íbúar séu ekki í gegnum skatta sína að greiða margsinnis fyrir þessar samgöngubætur sem var lofað fyrir löngu. R10040023
Frestað.
26. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í minnisblaði framkvæmdastjóra ÍTR, dags. 26. mars 2010, sem lagt var fram á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs, kemur fram að alls standi til að ráða í 1284 störf í Reykjavík í sumar sem skiptast þannig eftir sviðum: menntasvið 0, leikskólasvið 0, velferðarsvið 197, íþrótta- og tómstundasvið 197, menningar- og ferðamálasvið 37, skipulags- og byggingasvið 1, umhverfis- og samgöngusvið 371, framkvæmda- og eignasvið 200, Ráðhús 6, sérstök fjárveiting ÍTR 227. Þessar upplýsingar vekja upp allmargar spurningar:
1. Er gert ráð fyrir að þau 200 störf sem skapast vegna aukafjárveitingar til framkvæmda- og eignasviðs frá 18. mars sl., bætist við þau 200 sem þarna koma fram?
2. Ef umrædd störf eru viðbót lítur út fyrir að alls verði 400 einstaklingar ráðnir á framkvæmda- og eignasvið á sama tíma og engir sumarstarfsmenn verða ráðnir inn á leikskóla borgarinnar. Hvernig samræmist sú forgangsröðun stefnu borgarinnar um fjölbreytt sumarstörf og þeim áherslum sem meirihlutinn hefur ítrekað sagst leggja á velferð barna?
3. Ef umrædd störf eru inni í þessum tölum, var þá ekki gert ráð fyrir neinum sumarstörfum á framkvæmda- og eignasviði í fjárhagsáætlun ársins 2010?
4. Hefði ekki verið eðlilegra við þær aðstæður sem nú ríkja að hluti af þeim 120 milljónum sem veitt var til hreinsunarátaksins hefði farið inn á leikskólasvið, þar sem hagræðingin fólst að hluta til í afnámi sumarafleysinga?
5. Óskað er eftir ýtarlegu yfirliti yfir fyrirhugaðar sumarráðningar, þar sem fjöldi mannmánaða er tilgreindur eftir sviði og kostnaður vegna starfanna er tilgreindur, með samanburði við árin 2008 og 2009.
6. Óskað er eftir yfirliti yfir upphæðir í atvinnumál ungs fólks yfir sumartímann frá árinu 1998. R10030028
27. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir yfirliti yfir skuldbindingar borgarinnar er varða framkvæmdir fyrir íþróttafélög í Reykjavík og upplýsingum um stöðu þeirra samninga sem ekki hafa verið endurskoðaðir. R10020073
28. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um stöðu, fjármál, rekstrarútlit og stjórnun þeirra þátta sem snúa að byggingu og framtíðarrekstri Hörpunnar, tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík. M.a. er óskað eftir skriflegum upplýsingum um eftirfarandi:
1. Stöðu framkvæmdaáætlunar
2. Hvort staðfestur opnunardagur liggur fyrir eða hvort hann geti tekið breytingum
3. Stöðu staðfestra bókana tónleika og ráðstefnuhalds
4. Stöðu fjárhagsáætlunar (stofnkostnaðar) þar sem gerð verði grein fyrir þeim áhættuþáttum sem dregnir voru fram í minnisblaði fjármálaskrifstofu til borgarráðs í febrúar 2009
5. Stöðu rekstraráætlana, þ.m.t. fyrirliggjandi fastra leigusamninga
6. Stjórnskipulag ofangreindra þátta
7. Greinargerð um framfylgd fyrirvara borgarráðs, sbr. bókun borgarráðs frá 19. febrúar 2009, og önnur atriði sem máli skipta. R09010036
Fundi slitið kl. 12.50
Óskar Bergsson
Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Kjartan Magnússon Sigrún Elsa Smáradóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þorleifur Gunnlaugsson