Borgarráð - Fundur nr. 5110

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2010, fimmtudaginn 25. mars, var haldinn 5110. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorleifur Gunnlaugsson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 8. mars. R10010012

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 17. mars. R10010015

3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 24. mars. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 19. mars. R10010028

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 17. mars. R10010033

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R10030005

7. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 16. þ.m. þar sem tilkynnt er að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hafi verið kosin varamaður í borgarráði í stað Sifjar Sigfúsdóttur á fundi borgarstjórnar 2. s.m. R09060015

8. Lagt fram svar borgarstjóra frá 23. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um ný götuheiti í Túnahverfi, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. f.m. R09120077

9. Lagt fram svar borgarstjóra frá 18. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um lóðaskil, sbr. 8. lið fundargerðar borgarráðs s.d. R09040060

10. Lagt fram svar borgarstjóra frá 23. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um snjómokstur, sbr. 10. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. s.m. R08100310

- Kl. 9.47 tekur Ólafur F. Magnússon sæti á fundinum.

11. Lagt fram að nýju bréf ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins frá 8. s.m., varðandi útboð byggingarréttar á lóðum í grónum hverfum og útboðsskilmála. R10030055
Samþykkt með þeirri breytingu að lóðin að Nýlendugötu 17a verði ekki auglýst að þessu sinni.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Það vekur athygli að valin er sú leið að bjóða viðkomandi lóðir út þvert á gagnrýni Sjálfstæðisflokksins á þá aðferð á fyrri árum. Virðist betri samstaða því vera að skapast um þá aðferð við úthlutun lóða. Einnig er ástæða til að vekja athygli á því að undirstrikað er í skilmálum að ekki sé heimilt að skila lóðunum komist á samningur um kaup á þeim.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
D-listinn hefur ætíð fylgt þeirri stefnu að lóðir á byggðum svæðum utan nýbyggingahverfa sé eðlilegt að bjóða upp. Þeirri reglu er fylgt í þessu tilviki.

12. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 16. þ.m. um umsókn um nýtt lyfsöluleyfi fyrir lyfjabúð að Vínlandsleið 16. R10030020
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 22. þ.m. þar sem lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela borgarráði að afgreiða til fullnaðar nánar tilgreind verkefni vegna borgarstjórnarkosninga 29. maí nk. R10010083
Vísað til borgarstjórnar.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 22. þ.m. varðandi þóknun fyrir störf í kjörstjórnum við borgarstjórnarkosningarnar 29. maí nk. R10010083
Samþykkt.

15. Lagður fram ársreikningur Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir árið 2009, dags. 24. f.m., ásamt umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 23. þ.m. R10030099

16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 23. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að hafnar verði viðræður við Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) um endurnýjun samstarfssamnings borgarinnar við bandalagið. Ennfremur samþykkir borgarráð að lagðar verði til 2,7 milljónir króna vegna kostnaðar við samninginn á næstu þremur árum. Kostnaðurinn verði færður af liðnum ófyrirséð, 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni. R08030118
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 24. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi tillögu að deiliskipulagi á Hólmsheiði vegna afmörkunar á svæði til jarðvegsfyllingar. R07060084
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 24. þ.m. varðandi útfærslu á hreinsunarátaki, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. s.m. R10030077

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Með aukinni hreinsun staðfestir meirihlutinn réttmæti gagnrýni Samfylkingarinnar á 60#PR niðurskurð á framlögum gegn veggjakroti, stórfelldan niðurskurð á sumarstörfum og öðrum framlögum til hreinsunar borgarinnar sem, líkt og víða, sér því miður stað í borginni.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Vorhreinsun í Reykjavík mun hefjast 29. mars í miðborginni og hverfum borgarinnar í umsjón framkvæmda- og eignasviðs og umhverfis- og samgöngusviðs. Starfsmenn hverfastöðva hefjast handa við almenna hreinsun á rusli á opnum svæðum, trjám og trjábeðum í borgarlandinu auk þess sem starfsmenn verða ráðnir tímabundið til starfa vegna verkefnisins. Að auki verður hægt að ráða allt að 200 ungmenni til sérstakra hreinsunarstarfa í borgarlandinu í sumar með sambærilegum hætti og á síðasta ári. Samstillt átak Reykjavíkurborgar og allra borgarbúa er forsenda þess að vel takist til en á sama tíma og Reykjavíkurborg efnir til átaksins eru borgarbúar hvattir til að snyrta og fegra umhverfið í nágrenni við heimili sín og vinnustaði.

19. Samþykkt er að eftirtaldir fulltrúar skipi starfshóp um mótun aðgerðaáætlunar í málefnum barna: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður, Geir Sveinsson, Guðrún Valdimarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Sóley Tómasdóttir. R08010104

20. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráðsfulltrúi VG leggur til að framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar verði falið að koma borgarlandinu við Laugarnestanga í viðunandi ástand á kostnað eiganda Laugarnestanga 65. Framkvæmdum verði lokið fyrir varptíma fugla á svæðinu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10030010
Samþykkt að vísa tillögunni til umhverfis- og samgöngusviðs, framkvæmda- og eignasviðs og skipulags- og byggingarsviðs.

21. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um hvort og hvaða viðbúnaðar- og viðbragðsáætlanir liggja fyrir vegna eldgosa í nágrenni Reykjavíkurborgar. R10030114

22. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í framhaldi af fyrri umfjöllun borgarráðs um málefni Breiðavíkurheimilisins og annarra heimila þar sem börn frá Reykjavík voru vistuð er óskað eftir upplýsingum um hlut og aðkomu Reykjavíkurborgar að sanngirnisbótum eða öðrum viðbrögðum vegna misgjörða á stofnunum og heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007. R07020046

23. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð getur í engum tilfellum umborið það þegar mannréttindastefna Reykjavíkurborgar er brotin. Ef rétt reynist að Fjölskylduhjálp Íslands hafi mismunað borgarbúum eftir uppruna við úthlutun matvæla þarf að taka á því. Borgarráð óskar eftir því að velferðarráð og mannréttindaráð skoði málið hið fyrsta. R08090212
Samþykkt.

24. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Um leið og ég legg fram eyðublað sem fyrirhugað framboð um heiðarleika hyggst nota fyrir undirskriftalista til undirbúnings framboði sínu við borgarstjórnarkosningar 29. maí nk. óska ég eftir svörum við því hvenær borgaryfirvöld ætli að skipa yfirkjörstjórn fyrir kosningarnar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst senn og þá þarf að liggja fyrir að í framboði er H-listi, framboð um heiðarleika og almannahagsmuni. R10010083

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Yfirkjörstjórn verður skipuð á næsta fundi borgarstjórnar.

25. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að aflétt verði trúnaði af skýrslu innri endurskoðunar um innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar og innkaupamál.
Afgreiðslu tillögunnar frestað.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja jafnframt fram svohljóðandi fyrirspurn:
Innkaupastefna Reykjavíkurborgar er skýr í því efni að útboðum skuli beitt að svo miklu leyti og unnt er og að hlutur útboða skuli aukast. Þá er kveðið á um að skipulögðum vinnubrögðum skuli beitt. Tölulegar upplýsingar í skýrslu innri endurskoðunar virðast í hróplegu ósamræmi við þessi stefnumið. Óskað er eftir skýringum á því að einungis 14#PR af 7,4 milljarða árlegum innkaupum Reykjavíkurborgar fari í gegnum útboð eða rammasamninga með aðkomu innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Er þetta hlutfall ásættanlegt að mati borgarstjóra? Óskað er sérstakra skýringa og nákvæmrar sundurliðunar á 1,7 milljarða innkaupum á sérfræðiþjónustu og aðkeyptri vinnu en einungis 2#PR þeirra innkaupa fór í gegnum innkaupaskrifstofu. Er þetta hlutfall ásættanlegt að mati borgarstjóra? Óskað er upplýsinga um hvernig var staðið að innkaupum fyrir þá 6,4 milljarða króna sem ekki fóru í gegnum innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar og hvernig eftirliti með þeim hefur verið háttað. Er þetta eftirlit ásættanlegt að mati borgarstjóra? Þá er óskað eftir sambærilegum upplýsingum yfir innkaup á vegum eigna- og framkvæmdasviðs sem ekki fellur undir ofangreinda úttekt innri endurskoðunar. R10030035

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar hefur unnið jákvæða og uppbyggilega úttekt á innra eftirliti með innkaupum og starfsemi innkaupaskrifstofu þ.a.l. Þar kemur fram að mikill árangur hefur náðst í þessum málum hjá Reykjavíkurborg. Vegna fyrirspurnar Samfylkingar er hins vegar nauðsynlegt að benda á að niðurstöður innri endurskoðunar varðandi hlutfall útboðsviðskipta byggja á nálgun á magni viðskipta. Þær byggja jafnframt á tölum ársins 2008 en miðlæg innkaup Reykjavíkurborgar hafa aukist á þeim tíma sem liðinn er. Þegar horft er á Reykjavíkurborg í heild og samninga sem gerðir hafa verið á fagsviðum er 40#PR af innkaupum Reykjavíkurborgar í gegnum útboð og miðlæga samninga. Mikið og gott starf hefur verið unnið í innkaupamálum Reykjavíkurborgar en eins og niðurstöður innri endurskoðunar sýna eru enn tækifæri til hagræðingar í innkaupum borgarinnar. Þau tækifæri hafa verið nýtt og verða að sjálfsögðu nýtt enn frekar í framtíðinni. Málið er nú í frekari vinnslu og verður kynnt á næsta fundi borgarráðs og fyrirspurnum svarað síðar.

Fundi slitið kl. 12.40

Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Kjartan Magnússon
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þorleifur Gunnlaugsson