No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2010, fimmtudaginn 11. mars, var haldinn 5108. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.45. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 1. mars. R10010008
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 25. febrúar. R10010009
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 22. febrúar. R10010011
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 16. febrúar. R10010014
5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 2. mars. R10010019
6. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 10. mars. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 1. mars. R10010029
8. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 22. og 26. febrúar og 3. mars. R10010033
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R10030005
10. Lagt fram svar borgarstjóra frá 8. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um hreinsun göngustíga, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. mars sl., ásamt minnisblaði aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs, dags. 9. s.m., um málið. R08100310
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir því að grein verði gerð fyrir framkvæmd snjómoksturs og stöðu viðkomandi liða á fjárhagsáætlun ársins, horfur það sem eftir lifir árs ásamt samanburði við fyrri ár.
11. Lagðir fram úrskurðir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í málum nr. 22/2009; Róbert Jack gegn Reykjavíkurborg, nr. 3/2009; Anton Már Egilsson, Berglind Helgadóttir og Gunnar Freyr Freysson gegn Reykjavíkurborg, nr. 43/2009; Bergþór Bergþórsson og Jón Ólafur Bergþórsson gegn Reykjavíkurborg, nr. 23/2009; Þórarinn Arnar Sævarsson gegn Reykjavíkurborg, nr. 40/2009; Sveinn Þorsteinsson og Þorsteinn Sveinsson gegn Reykjavíkurborg og nr. 41/2009; Bygg Ben ehf. gegn Reykjavíkurborg. R09040060
12. Lögð fram að nýju drög að umferðaröryggisáætlun fyrir Reykjavíkurborg 2009-2014, dags. í maí 2009, ásamt bréfi skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 29. maí sl., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 26. s.m. Jafnframt lagt fram minnisblað umhverfis- og samgöngusviðs, dags. í desember 2009, ásamt bréfi skrifstofustjóra sviðsins frá 15. janúar sl., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 12. s.m. R09060019
Borgarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til borgarstjórnar.
13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR frá 9. þ.m. ásamt drögum að nýjum samningi milli Reykjavíkurborgar og Golfklúbbs Reykjavíkur um stækkun golfvallarins á Korpúlfsstöðum. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. s.d. R09030061
Frestað.
14. Lögð fram drög að samningi við Grjótháls ehf. um leigu á húsnæði við Norðlingabraut 12, dags. í mars 2010. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR frá 9. þ.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., um málið. Þá er lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. s.d. R09050124
Frestað.
15. Lögð fram drög að samningi Reykjavíkurborgar og Knatthallarinnar ehf. um leigu á Egilshöll, dags. í febrúar 2010, ásamt bréfi framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 9. þ.m og umsögn fjármálastjóra, dags. s.d. Þá er lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. s.d.:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að samningi Reykjavíkurborgar og Knatthallarinnar ehf. um afnot af Egilshöll. Samningurinn var undirbúinn af framkvæmdastjóra ÍTR og borgarlögmanni. Ennfremur fylgir umsögn fjármálastjóra með. R08050109
Frestað.
16. Lagt fram bréf Páls Arnórs Pálssonar hrl. frá 26. f.m. um niðurstöðu Hæstaréttar í þjóðlendumáli. R09050035
17. Borgarráð samþykkir að Ásgeir Ásgeirsson verði fulltrúi Reykjavíkurborgar í samvinnunefnd miðhálendisins í stað Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur. R10030031
18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að ganga til samstarfs við félags- og tryggingamálaráðuneyti um námskeið fyrir ungt fólk án atvinnu og veitir til þess allt að 10 m.kr. af liðnum 09205, ófyrirséð. Framlagið komi til viðbótar við þær 150 m.kr. sem borgarráð samþykkti þann 4. febrúar síðastliðinn vegna atvinnuskapandi verkefna. ÍTR verði falið að halda utan um námskeiðin í samstarfi við þjónustuskrifstofu ungs fólks á vegum Vinnumálastofnunar og helstu lykilaðila í hverfum borgarinnar, s.s. þjónustumiðstöðva. Borgarstjóri og félags- og tryggingamálaráðherra munu skrifa undir viljayfirlýsingu þessa efnis en stefnt er að því að fyrstu námskeiðin verði haldin í Breiðholti á vormánuðum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R09050023
Samþykkt.
19. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð Reykjavíkur samþykkir að ekki verði heimilaðar neinar raflínuframkvæmdir í Heiðmörkinni eða annars staðar á vatnsverndarsvæðum Reykvíkinga.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10030060
Vísað til umsagnar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og umhverfis- og samgönguráðs.
Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi bókun:
Ég mótmæli því að svo langt sé gengið í þjónkun við erlent auðvald og mjög þrönga sér- og skammtímahagsmuni fáeinna íslenskra aðila, ef leggja á vatnsverndarsvæði Reykvíkinga í bráða hættu með stórframkvæmdum á borð við raflínulagnir yfir Heiðmörkina vegna t.d. óraunhæfra fyrirætlana um raforkusölu til fleiri álvera á suðvesturhorni landsins. Engar umhverfislegar eða efnahagslegar forsendur eru fyrir frekari orkusölu til orkufrekra málmbræðslufyrirtækja hér á landi.
20. Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda frá 8. þ.m. um úttekt á innra eftirliti hjá Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins. R10030037
21. Lögð fram greinargerð innri endurskoðanda frá 8. þ.m. um innra eftirlit með innkaupamálum. R10030035
Frestað.
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 9. þ.m.:
Með vísun til samþykktar borgarstjórnar 3. desember 2009 um heimild til allt að 5.800.000.000 lántöku, heimilar borgarráð fjármálastjóra að stofna opinn verðtryggðan skuldabréfaflokk Reykjavíkurborgar til 15 ára með það fyrir augum að taka lán vegna framkvæmda á árinu 2010. Jafnframt veitir borgarráð fjármálastjóra umboð f.h. Reykjavíkurborgar til þess að undirrita nauðsynlega gerninga sem tengjast þessari skuldabréfaútgáfu í samræmi við það umboð sem borgarstjórn veitti 3. desember 2009, m.a. til þess að móttaka og undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari.
Greinargerð fylgir tillögunni. R09110126
Samþykkt.
23. Borgarráð samþykkir að tilnefna eftirtalda fulltrúa Reykjavíkurborgar í starfshóp eigenda Orkuveitu Reykjavíkur: Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, Óskar Bergsson, Dag B. Eggertsson og Þorleif Gunnlaugsson. R09050088
24. Lögð fram greinargerð innri endurskoðanda frá 9. þ.m. um ábendingagátt og málsmeðferð varðandi grun um misferli. R10030039
Borgarráð samþykkir að innri endurskoðun virki framangreinda ábendingagátt á innri vef borgarinnar.
Bókun borgarráðs:
Ábendingagátt vegna siðareglna er fagnað og því að málsmeðferð slíkra ábendinga frá starfsfólki borgarinnar sé skýr. Ástæða er til að ýta á eftir nauðsynlegum lagabreytingum og öðrum ákvörðunum sem þarf til að setja upp siðanefnd vegna ábendinga og mála er lúta að kjörnum fulltrúum. Væri það í samræmi við tillögur í því efni sem vísað var af hálfu borgarráðs til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Er borgarstjóra falið að fylgja því máli eftir.
25. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð beinir þeim tilmælum til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að allt orkuverð verði opinberað.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10030061
Frestað.
26. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvenær hafa verið lagðar fyrir borgarráð og borgarstjórn lántökur til Orkuveitu Reykjavíkur á þessu kjörtímabili? Vinsamlegast tilgreinið upphæðir og hvaða borgarfulltrúar hafa greitt atkvæði gegn þessum lántökum. R10020076
27. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í kjölfar frétta vegna dómsmáls til innheimtu tveggja mánaða vangoldinna leikskólagjalda er óskað eftir yfirliti og umræðu í borgarráði um stöðu vanskila og innheimtuaðferðir Reykjavíkurborgar. R10030062
28. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fyrir aðra umræðu um þriggja ára áætlun um fjármál og rekstur Reykjavíkurborgar er óskað eftir að neðangreindar upplýsingar verði lagðar fram:
1. Spurningar um forsendur og ýtarlegri greinargerð. Þar sem greinargerð þriggja ára áætlunar hefur verið mun ýtarlegri á fyrri árum er óskað upplýsinga um hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar varðandi:
a) þróun atvinnuleysis, fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta
b) þróun íbúafjölda, aðflutning og brottfluttning, spár um fjölda barna á leik- og grunnskólaaldri
c) þróun fasteignamats
d) þróun fjölda fermetra í íbúða- og atvinnuhúsnæði.
Jafnframt, hver hefur þróun ofangreindra stærða verið síðustu þrjú ár.
2. Áhrif af mismunandi þróun hagstærða á afkomu Reykjavíkurborgar. Óskað er eftir því að greiningar fjármálaskrifstofu og borgarhagfræðings um áhrif mismunandi þróunar helstu hagstærða.
3. Framkvæmdaáætlun er hvergi sundurliðuð í greinargerð þrátt fyrir 70#PR niðurskurð 2011-2013. Því er kallað eftir upplýsingum um hvaða framkvæmdum er gert ráð fyrir í áætluninni eins og hún er sett fram, sundurliðað eftir fasteignum annars vegar og götum og umhverfi hins vegar, auk þess sem óskað er eftir skiptingu viðkomandi fjárveitinga eftir málaflokkum. Jafnframt verði greint frá því hvaða afleiddur rekstrarkostnaður er áætlaður af viðkomandi framkvæmdum.
4. Fé til framkvæmda og viðhalds. Óskað er eftir því að lagðar verði fram sundurliðaðar rauntölur um fjármagn sem varið hefur verið til framkvæmda og viðhalds 2008-2010, ár fyrir ár, borið saman við áætlanir um sömu atriði 2011-2013.
5. Helstu áhættuþættir. Gerð verði grein fyrir helstu áhættuþáttum í efnahagsumhverfi borgarinnar og helstu áhættuþáttum í rekstri borgarinnar og fyrirtækja hennar árin 2011-2013.
6. Lagaskilyrði. Stenst það kröfur Kauphallar og eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga að leggja fram þriggja ára áætlun án þess að taka inn líklega þróun efnahagsstærða næstu ár?
7. Óbreytt framkvæmdastig. Hvernig myndi áætlunin breytast ef gert yrði ráð fyrir áframhaldandi óbreyttu framkvæmdastigi árin 2011-2013? R10010062
Fundi slitið kl. 12.45
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Kjartan Magnússon
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þorleifur Gunnlaugsson