No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2010, fimmtudaginn 25. febrúar, var haldinn 5104. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.45. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Sóley Tómasdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 16. febrúar. R10010010
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 17. febrúar. R10010015
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 9. febrúar. R10010016
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 10. desember. R10010018
5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 24. febrúar. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 12. og 15. febrúar. R10010031
7. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 3. febrúar. R10010032
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 19. febrúar. R10010028
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R10010161
10. Lagt fram svar borgarstjóra frá 23. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um gjaldskyld bílastæði, sbr. 11. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. þ.m. R08090151
11. Lagt fram svar borgarstjóra frá 24. þ.m. við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um ferðakostnað, sbr.16. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. þ.m. R09120060
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég vek athygli á geysiháum ferðakostnaði Björns Inga Hrafnssonar, Bjarna Ármannssonar, Gísla Marteins Baldurssonar, Dags B. Eggertssonar, Hauks Leóssonar og Kjartans Magnússonar árið 2007, þar sem Björn Ingi er langhæstur með 2,6 milljónir kr. en aðrir áðurnefndir einstaklingar með ferðakostnað árið 2007 á bilinu 1,4-1,9 milljónir kr. Árið 2008 eru 5 einstaklingar með ferðakostnað yfir kr. 1 milljón (á bilinu 1,1-1,6 milljónir kr.), þau Sigrún Elsa Smáradóttir, Kjartan Magnússon, Ásta Þorleifsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Árið 2009 er ferðakostnaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur langhæstur eða 1,5 milljónir kr. en auk hennar nemur ferðakostnaður Óskars Bergssonar og Guðlaugs G. Sverrissonar yfir 1 milljón kr. Ég tel svo háan ferðakostnað óverjandi á tímum samdráttar og rekstrarerfiðleika hjá Reykjavíkurborg. Loks er vakin athygli á því að ferðakostnaður hvers einasta borgarfulltrúa fjórflokksins árin 2007, 2008 og 2009 er yfir 1 milljón kr. á meðan ferðakostnaður undirritaðs er kr. 100 þúsund.
- Kl. 9.55 tekur Ólafur Kr. Hjörleifsson við fundarritun af Gunnari Eydal.
12. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 17. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Orkuveitunnar frá 12. s.m., um að fyrirtækið gangi til samninga við Landsbanka Íslands um 5 milljarða króna lántöku. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 23. þ.m. R10020076
Vísað til borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa kallað eftir sérstöku áhættumati á fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur og áskilja sér rétt til að kalla eftir frekari gögnum fyrir umræðu borgarstjórnar um þessa lántöku.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Eins og kunnugt er er umrætt áhættumat í vinnslu hjá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar og verður lagt fram í borgarráði. Sú vinna hefur þegar verið kynnt í aðgerðarhópi borgarráðs. Hvað varðar lántökuna þá hefur fjármálastjóri Reykjavíkurborgar lagt til að hún verði samþykkt.
13. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R10020003
14. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 19. þ.m. varðandi tillögur starfshóps um fyrirkomulag árlegra hátíðarhalda á Austurvelli 17. júní. R08070019
Samþykkt.
15. Lagðar fram kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars nk. Á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmi norður eru 44.002 en 44.052 í Reykjavíkurkjördæmi suður. R10010079
Borgarráð staðfestir kjörskrárnar.
16. Lagt fram bréf formanns bifreiðastjórafélagsins Frama frá 23. þ.m. varðandi safnstæði leigubifreiða í miðbæ Reykjavíkur. R10020077
Vísað til umhverfis- og samgönguráðs.
17. Lagt fram frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2011-2013. R10010062
Vísað til borgarstjórnar.
18. Lagt fram að nýju álit Samkeppniseftirlitsins varðandi skipulag, lóðaúthlutanir og samkeppni, dags. 16. desember sl. R09060130
Borgarráð felur borgarlögmanni, í samráði við skipulagsstjóra og sviðsstýru framkvæmda- og eignasviðs, að óska eftir fundi með fulltrúum umhverfisráðuneytis og Skipulagsstofnunar í því skyni að fara yfir framkomin tilmæli Samkeppniseftirlits.
19. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Enn hefur samþykkt skipulagsráðs frá 16. desember sl. um ný götuheiti í Túnahverfi ekki verið sett á dagskrá borgarráðs. Ekki er hefð fyrir því að svo langur tími líði frá samþykkt skipulagsráðs fram að staðfestingu borgarráðs. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna spyr hverju sæti og hvort ekki standi til að taka málið á dagskrá sem fyrst. R09120077
20. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir því að gögn um viðbrögð Reykjavíkurborgar vegna úrskurðar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna lóðaskila verði lögð fram og rædd í borgarráði. Ekki er hægt að skilja bókun meirihlutans frá síðasta fundi borgarráðs öðruvísi en að það sé áskilið áður en formleg skref verði tekin í málinu. Vegna fullyrðinga borgarstjóra í fjölmiðlum verði jafnframt gerð grein fyrir því hvaða fjárhagslegu hagsmuni borgarstjóri telji vera í húfi í málinu og verði þar greint á milli atvinnuhúsnæðis og íbúðarhúsnæðis, auk þess að greina á milli fyrirtækja og einstaklinga eða fjölskyldna í báðum flokkum húsnæðis. R09040060
Fundi slitið kl. 10.50
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon
Sóley Tómasdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson