No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2010, fimmtudaginn 4. febrúar, var haldinn 5101. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Óskar Bergsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hermann Valsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 19. janúar. R10010010
2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Miðborgar frá 26. og 27. janúar. R10010017
3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 3. febrúar. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 25. janúar. R10010029
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29. janúar. R10010033
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R10010161
7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 27. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðar nr. 5 við Norðlingabraut. R10010183
Samþykkt.
8. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 1. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 14. desember sl., þar sem lagt er til að eigendum fasteignarinnar að Skipholti 17 verði gefinn tímafrestur að viðlögðum dagsektum til að ljúka þeim framkvæmdum sem til þarf svo gefa megi út lokaúttektarvottorð. R10020005
Samþykkt.
9. Lagt fram svar borgarstjóra frá 2. þ.m. við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um störf varaborgarfulltrúa, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. f.m. R08080059
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Svar borgarstjóra við fyrirspurn minni um störf, laun og fríðindi varaborgarfulltrúans Margrétar Sverrisdóttur staðfestir að hún hefur 212.000 krónur í laun á mánuði fyrir einn tveggja klst. fund að meðaltali. Þetta þýðir í raun að tímakaup varaborgarfulltrúans er yfir 100.000 krónur. Auk þess hefur varaborgarfulltrúinn fengið vinnuaðstöðu á skrifstofum borgarfulltrúa sem hún hvorki nýtir né hefur þörf fyrir. Ég tel að málefni varaborgarfulltrúans séu ekki aðeins með endemum heldur með öllu óverjandi á tímum harkalegs niðurskurðar gagnvart þorra borgarbúa.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi skammtar sér ekki laun frekar en aðrir borgarfulltrúar eða varaborgarfulltrúar heldur fara þau eftir reglum borgarinnar þar um. Fáránlegt er að tala um tímakaup í því sambandi. Margrét deilir skrifstofu á skrifstofum borgarfulltrúa með tveimur öðrum varaborgarborgarfulltrúum og er algerlega tilhæfulaust að reyna að gera það tortryggilegt.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Það er staðreynd að mér var ætlað að víkja úr starfi borgarfulltrúa vegna ásækni Margrétar Sverrisdóttur í það starf. Það er einnig staðreynd að af þeim sökum var brotið gróflega á réttindum mínum sem borgarfulltrúa, m.a. með ólögmætri kröfu um læknisvottorð. Sú krafa var á ábyrgð oddvita 100 daga meirihlutans, þeirra Dags B. Eggertssonar, Svandísar Svavarsdóttur, Björns Inga Hrafnssonar og Margrétar Sverrisdóttur. Bókun Samfylkingar gefur tilefni til að minna á þessar staðreyndir en er að öðru leyti ekki svaraverð.
10. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Miðborgarinnar okkar frá 15. f.m. þar sem óskað er eftir 1,5 m.kr. framlagi frá Reykjavíkurborg vegna markaðsþorps á Hljómalindarreit. R10010120
Samþykkt, komi af liðnum ófyrirséð útgjöld.
11. Lagt fram bréf mannréttindastjóra frá 22. f.m., sbr. samþykkt mannréttindaráðs 7. s.m., varðandi framkvæmd átaks gegn einelti. R09050073
- Kl. 9.50 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
12. Samþykkt að skipa Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, Guðlaug Sverrisson og Björk Vilhelmsdóttur í starfshóp sem yfirfari reglur um styrki vegna fasteignaskatta. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verði formaður hópsins og með hópnum starfi fjármálastjóri og aðrir embættismenn eftir þörfum. R09060043
13. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R10010036
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 27. s.m., um breytingar á tekju- og eignamörkum félagslegra leiguíbúða.
Samþykkt. R08020045
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 27. s.m., um tilflutning fjárheimilda vegna fjölgunar stöðugilda hjá Barnavernd Reykjavíkur. R09040086
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 27. s.m., um flutning á framlagi til Alþjóðahúss frá velferðarsviði til mannréttindaskrifstofu. R09070058
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 28. f.m., sbr. samþykkt ráðsins 25. s.m., um viðbyggingu við Korpuskóla, sbr. einnig bréf skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu, dags. 2. þ.m. R08070095
18. Kynntar eru breytingar sem gerðar voru á fyrirkomulagi löggæslu í hverfum borgarinnar og reynslan sem komin er af þeim. R09010052
19. Lagt fram bréf ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 28. f.m., sbr. samþykkt ráðsins 25. s.m., varðandi úthlutun byggingarréttar á lóð nr. 15 við Menntasveig til Ásatrúarfélagsins fyrir hof og aðrar byggingar, sem tengjast starfsemi félagsins. Samþykkt. R10010177
- Kl. 11.10 víkur Björk Vilhelmsdóttir af fundi og Oddný Sturludóttir tekur þar sæti.
20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. þ.m.:
Borgarráð samþykkir meðfylgjandi tillögu atvinnumálahóps Reykjavíkurborgar um úthlutun fjármagns til atvinnuskapandi verkefna. Skrifstofu borgarstjóra verði falið að fullvinna erindisbréf fyrir úthlutunarhópa og skipa í þá í samráði við atvinnumálahóp. R09050023
Samþykkt.
Bókun borgarráðs:
Borgarráð fagnar tillögum atvinnumálahóps um úthlutun fjármagns vegna atvinnuskapandi verkefna. Tillögurnar taka gott mið af stöðunni sem er í íslensku samfélagi í dag, þær horfa til mikilvægra verkefna sem nýtast vel borginni og munu gagnast hópum sem sérstaklega þarf að huga að eins og ungu fólki og námsmönnum. Tillögurnar eru mikilvægt fyrsta skref í átt til þess að sporna gegn neikvæðum afleiðingum atvinnuleysis í Reykjavík og mikilvægt að borgin axli samfélagslega ábyrgð sína á aðstæðum atvinnuleitenda. Nauðsynlegt er að meta sem fyrst árangur aðgerðanna og hvernig fjármagnið nýtist og endurskoða í kjölfarið hvort borgin þurfi að grípa til enn frekari aðgerða. Borgarráð þakkar atvinnumálahópnum vel unnin störf og væntir mikils af þeim tillögum sem nú hafa verið samþykktar.
21. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að á meðan ekki hefur verið að fullu gengið frá úthlutun styrkja borgarinnar til stjórnmálasamtaka vegna ársins 2009 verði styrkir vegna ársins 2010 ekki greiddir út. R08120099
Frestað.
Fundi slitið kl. 11.40
Óskar Bergsson
Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Hermann Valsson Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson