Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2010, fimmtudaginn 14. janúar, var haldinn 5098. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.45. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Óskar Bergsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 15. desember. R09010009
2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 13. janúar. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 30. desember. R09010030
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R09120071
5. Lagt fram bréf stjórnarformanns og forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 31. f.m. um heildarstefnu Orkuveitunnar, sbr. samþykkt stjórnarinnar 30. desember sl. R10010054
- Kl. 10.00 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
Frestað.
Borgarráðsfulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í heildarstefnu Orkuveitu Reykjavíkur sem nú er lögð fram í borgarráði er skilgreint nákvæmlega hver arðsemi einstakra miðla eigi að vera í rekstri. Arðsemi á heitu vatni skal vera 7#PR, á köldu vatni 5#PR, fráveitu 5#PR, á framleiðslu og sölu á rafmagni 7#PR og arðsemi í rekstri gagnaveitunnar á að vera 7#PR. Áður en fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði geta tekið afstöðu til þessarar heildarstefnu, óska þeir eftir upplýsingum um:
1. Hver var arðsemi þessara miðla á árunum 2007, 2008 og 2009?
2. Hvað þarf gjaldskrá að hækka mikið til að ná settri stefnu?
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 8. þ.m. varðandi umboð til borgarráðs vegna nánar tilgreindra verkefna við þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 1/2010, sem fram á að fara eigi síðar en 6. mars nk. R10010079
Vísað til borgarstjórnar.
7. Lögð fram að nýju tillaga að umsögn um rekstrarleyfisumsókn veitingastaðarins Mónakó, Laugavegi 78, sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. september sl. Jafnframt lagðar fram athugasemdir Jónasar Arnar Jónassonar hdl. f.h. umsækjanda, dags. 1. desember sl.
Skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að afla nýrra upplýsinga frá embætti lögreglustjóra um þróun mála tengdum rekstri veitingastaðarins síðasta hálfa árið. R08030057
8. Lögð fram að nýju tillaga að umsögn um rekstrarleyfisumsókn veitingastaðarins Monte Carlo, Laugavegi 34a, sbr. 14. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. september sl. Jafnframt lagðar fram athugasemdir Jónasar Arnar Jónassonar hdl. f.h. umsækjanda, dags. 1. desember sl. R08030056
Skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að afla nýrra upplýsinga frá embætti lögreglustjóra um þróun mála tengdum rekstri veitingastaðarins síðasta hálfa árið.
9. Lagt fram bréf ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins 11. s.m., varðandi fyrirheit um úthlutun lóða til Greenstone ehf. undir gagnaver.
Frestað. R10010086
10. Kynntar eru niðurstöður hugmyndaþings sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur 25. október sl. R09090017
11. Lagt fram svar borgarstjóra frá 12. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um barnaverndarmál, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember sl. R09040086
12. Lögð fram greinargerð fjármálaskrifstofu frá 11. þ.m. um samanburð á eiginframkvæmd sveitarfélags og einkaframkvæmd, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. júlí sl. R08050109
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í úttekt fjármálastjóra af reynslu á einkaframkvæmd annars vegar og eiginframkvæmd hins vegar eru forsendur misjafnar hvað tímabil varðar. Einnig vakna upp spurningar hvaða vísitölu ætti að nota þar sem aðrar viðmiðanir eru notaðar hvað varðar leigu en byggingar. Því er spurt:
Hvernig væri staðan ef allar forsendur eru miðaðar við desember 2009?
Hvaða áhrif hefðu notkun byggingavísitölu annars vegar og neysluvísitölu verðtryggingar hins vegar?
Óskað er eftir útreikningum vegna samanburðar við Borgartún 12–14 þar sem bílakjallara er sleppt.
Er tekið tillit til hrakvirðis þegar fjallað er um eiginframkvæmd?
13. Kynnt er rekstraryfirlit nóvembermánaðar. R09020033
14. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hver var kostnaður borgarstjóra og annarra borgarfulltrúa í ferð til Feneyja í september 2008? Kostnaðurinn óskast sundurliðaður. Hefur borgarstjóri farið í fleiri ferðir í sinni borgarstjóratíð sem ekki er getið um í síðustu fundargerð? R09120060
Fundi slitið kl. 11.11
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Kjartan Magnússon Þorleifur Gunnlaugsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson