No translated content text
Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2010, fimmtudaginn 7. janúar, var haldinn 5097. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.45. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Sóley Tómasdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarvogs frá 10. nóvember og 8. desember. R09010011
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 15. desember. R09010012
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 8. desember. R09010013
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 16. desember. R09010016
5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 29. desember. R09010018
6. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16. desember. R09010031
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 18. desember. R09010027
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 14. desember. R09010028
9. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 15. og 17. desember. R09010032
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R09120071
11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 17. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Lambhagalands við Vesturlandsveg. R09120079
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað að þeir vísi til bókunar fulltrúa sinna í skipulagsráði.
12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 17. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna lóðar nr. 1 við Vínlandsleið.
Samþykkt. R09120080
13. Lagt fram svar borgarstjóra frá 5. þ.m. við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um ferðakostnað o.fl., sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. nóvember sl. R09010053
14. Lagt fram svar borgarstjóra frá 6. þ.m. við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um útgjaldalækkun við sameiningu fagráða og fagsviða, sbr. 19. lið fundargerðar bogarráðs frá 19. nóvember sl. R08060011
15. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs og fræðslustjóra frá 17. f.m. varðandi rekstur frístundaheimila, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. ágúst sl. Jafnframt lagt fram svar borgarstjóra frá 6. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um málið, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. október sl. R09060117
Vísað til umfjöllunar í menntaráði og íþrótta- og tómstundaráði.
- Kl. 10.07 tekur Þorleifur Gunnlaugsson sæti á fundinum og Sóley Tómasdóttir víkur af fundi.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs og fræðslustjóra frá 15. f.m. varðandi tillögur aðgerðateymis velferðarsviðs og barnanna í borginni um úrræði fyrir börn og unglinga, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. febrúar sl. R09020112
Vísað til aðgerðahóps í málefnum barna.
17. Lögð fram greinargerð framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs varðandi hugsanlega sölu bílastæðahúsa Bílastæðasjóðs, ódags., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 15. f.m. og 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. september sl. R08090151
Vísað til borgarlögmanns til umsagnar.
Dagur B. Eggertsson óskar bókað að hann óski eftir því að lögð verði fram svör við þeim sjö spurningum sem fram koma í greinargerð framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs og vísar jafnframt til fyrri bókunar borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um málið.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
1. Hver er raunkostnaður v/ gjaldskyldra bílastæða í borginni?
2. Hvað þyrfti að hækka verðlagningu vegna þeirra til þess að rekstur bílastæðahúsa borguðu sig?
3. Hvernig er þessum málum háttað í nágrannaborgum Reykjavíkur á Norðurlöndum?
18. Lagt fram svar borgarstjóra frá 6. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um öryggi á Reykjavíkurflugvelli, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. f.m.
R09090041
19. Lögð fram umsókn forsvarsmanna Víkingahátíðar, ódags., um að haldin verði víkingahátíð í Reykjavík á Miklatúni sumarið 2011. R09120059
Vísað til umhverfis- og samgönguráðs og menningar- og ferðamálaráðs.
20. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 6. þ.m. um fjárframlög til stjórnmálasamtaka frá Reykjavíkurborg, þar sem fram kemur að leitað verði álits samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins á álitaefnum sem þar eru uppi. R08120099
Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að fjárframlög Reykjavíkurborgar vegna framboðs F-listans í borgarstjórn fyrir árið 2009 og fyrir árið 2010 verði látin renna til mæðrastyrksnefndar.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Eins og kunnugt er hefur borgarstjórnarflokkur F-listans, eitt allra borgarstjórnarframboðanna, ekki fengið nein framlög frá borginni til starfsemi sinnar fyrir árið 2009. Á sama tíma hafa hin framboðin í borginni fengið alls ríflega 30 milljónir króna frá borginni til starfsemi sinnar, sem skiptist þannig: B-listi kr. 2.100.000, D-listi kr. 14.406.000, S-listi kr. 9.190.000, V-listi kr. 4.525.000. F-listi fékk eins og áður segir engar greiðslur frá borginni fyrir árið 2009 en hefði, miðað við fylgi, átt að fá kr. 3.379.000. Samanlögð greiðsla til hinna borgarstjórnar-framboðanna nemur, eins og af framansögðu er ljóst, kr. 30.221.000. Tillaga F-listans gerir ráð fyrir því að auk framlagsins fyrir árið 2009 að upphæð kr. 3.379.000 renni áætlað framlag fyrir fyrri hluta ársins 2010 að upphæð kr. 1.690.000 eða alls kr. 5.069.000 til mæðrastyrksnefndar. Með því nýttist framlagið til þeirra málefna velferðar og réttlætis í borginni sem F-listinn hefur lagt svo mikla áherslu á, ekki aðeins í orði heldur einnig í verki. Að vísu hafa önnur framboð gefið sig út fyrir það sama en þegar verkin tala snýst forgangsröðun þeirra um að halda uppi rándýrum framkvæmdum við flottræfilsverkefni í borginni (sbr. tónlistar- og ráðstefnuhúsið við höfnina) en að svelta velferðar- og menntakerfið í borginni og segja þar upp fólki. F-listinn skorar hér með á hin borgarstjórnarframboðin að láta framlög borgarinnar til þeirra vegna fyrri hluta ársins 2010 renna til mæðrastyrksnefndar eins og F-listinn hyggst gera. Ef til þess kæmi myndi mæðrastyrksnefnd fá upphæð sem næmi rösklega kr. 15.000.000, auk þess kr. 5.000.000 framlags sem F-listinn afsalaði sér. F-listinn vekur athygli á því hvílík mismunun á sér stað á milli framboðanna varðandi fjárhagslegt bolmagn til starfsemi þeirra. Þannig hefur verið upplýst að árið 2006 fékk hinn sáralitli Framsóknarflokkur með aðeins 6#PR fylgi í borginni, framlög frá fyrirtækjum og auðmönnum úti í bæ fyrir 182.000.000 króna. Samfylkingin, sem er fjórfalt stærri flokkur en Framsóknarflokkurinn, fékk verulega minna styrkjafé frá svipuðum aðilum eða 128.000.000 króna. Óljóst er um upphæðir sem runnu til Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, en þó er ljóst að þar er um upphæðir að ræða sem nema tugamargfeldi af þeim upphæðum sem Frjálslyndi flokkurinn fékk á sama tíma. Fátt sýnir betur hvílíkt bananalýðveldi Ísland er orðið og varla er hægt að bera starfsemi Framsóknarflokksins við neitt sem eðlilegt getur talist. Þann flokk verða Reykvíkingar að þurrka út í næstu kosningum ef þeir ætla að telja sig meðal siðmenntaðra þjóða. Borgarstjórnarflokkur F-listans væntir þess að borgaryfirvöld reyni ekki að koma þeim 5.000.000 krónum sem borgarstjórnarframboði F-listans var ætlað vegna áranna 2009 og 2010 í hendur hins gjaldþrota Frjálslynda flokks, sem sprakk á táknrænan hátt á sjónvarpsskjám landsmanna um áramótin. Upphæðir sem gætu nýst þeim sem lakast standa í Reykjavík og enn lakar vegna þess hruns sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa valdið þjóðinni mega ekki komast í hendur manna á borð við formann Fjálslynda flokksins. Hann mun hins vegar nú skömmu fyrir jól hafa átt fund með borgarstjóra og borgarlögmanni þar sem lagt var á ráðin um hvernig hugsanlega væri hægt að koma styrknum sem ætlaður var borgarstjórnarframboði F-listans í hendur formannsins. Ef það gengur eftir nýtast fjármunir borgarbúa svo sannarlega öðrum en þeim sjálfum! Í tengslum við tillöguflutning minn mun ég leggja fram öll gögn varðandi nýtingu þeirrar greiðslu að upphæð kr. 3.379.000 sem Borgarmálafélag F-listans með kennitöluna fékk á reikning sinn nr. 12841 í Spron (síðar Kaupþing og Arion) hinn 20. júní árið 2008. Reikningurinn hefur verið óhreyfður síðan í marsmánuði árið 2009 þar sem borgaryfirvöld hafa í raun komið í veg fyrir að borgarstjórnarframboð F-listans geti haft neina fjármuni til ráðstöfunar. Staða reikningsins við sl. áramót var kr. 3.165.610. Sú staða væri ekki fyrir hendi ef peningarnir hefðu komist í hendur fólksins á skrifstofu Frjálslynda flokksins eða farið um hendur núverandi stjórnenda Reykjavíkurborgar.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi frávísunartillögu:
Á Reykjavíkurborg hvílir sú lagaskylda að leggja til F-listans það fjárframlag sem hér um ræðir. Eins og fram hefur komið er uppi ágreiningur um það hvort framlagið eigi að greiðast Borgarmálafélagi F-listans eða Frjálslynda flokknum. Það er ekki á valdi Reykjavíkurborgar að leysa úr þeim ágreiningi, en þessir aðilar hafa verið hvattir til að ná samkomulagi um lausn. Það er hins vegar alveg ljóst að Reykjavíkurborg hefur ekki lagaheimild til að ráðstafa framlaginu með þeim hætti sem tillagan gerir ráð fyrir. Tillaga Ólafs F. Magnússonar er því ekki tæk og er henni vísað frá.
Frávísunartillagan samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010 lögðu borgarfulltrúar VG fram tillögu um að fjárframlög til borgarstjórnarflokka yrðu lækkuð um helming. Tillagan var byggð á því mati að nú þegar verið er að skera mikið niður vegna mennta- og velferðarmála í borginni sé það ekki verjandi að eyða 30 milljónum til starfsemi stjórnmálaflokka. Þessari tillögu var vísað til forsætisnefndar. Tillaga Ólafs F. Magnússonar um það að deilur hans við Frjálslynda flokkinn um að fjárframlög til borgarstjórnarflokks Ólafs og félaga verði leyst með þeim hætti að fjármunir renni til Mæðrastyrksnefndar er góðra gjalda verð og eru fulltrúar Frjálslynda flokksins hvattir til að skoða þá lausn vel.
21. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 4. þ.m. um breytingar á fjárhagsáætlun 2009 vegna innri leigu gatna. R09050052
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
22. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 4. þ.m. um endurskoðun á fjárhagsáætlun 2009 vegna mótframlags til Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. R09050052
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi við ReykjavíkurAkademíuna fyrir árið 2010. Upphæðin, 4.368.000 kr., greiðist af kostnaðarlið 09510, ýmsar samningsbundnar greiðslur. R09010097
Samþykkt.
24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki fyrirliggjandi drög að samningi við Björgunarsveitina Ársæl, Björgunarsveitina Kjöl, Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík og Hjálparsveit skáta í Reykjavík fyrir árið 2010. Upphæðin, 5.460.000 kr., greiðist af kostnaðarlið 09510, ýmsar samningsbundnar greiðslur. R09110030
Samþykkt.
25. Lagt fram bréf forseta Skáksambands Íslands frá 30. nóvember sl. þar sem sótt er um styrk vegna Reykjavíkurmótsins í skák árið 2010. R10010057
Samþykkt að veita styrk að fjárhæð 3,5 m.kr.
26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs s.d., varðandi nýja akstursleið Strætó bs. að Háskólanum í Reykjavík. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra um málið, dags. s.d. R10010061
Samþykkt.
Bókun borgarráðs:
Það er fagnaðarefni um leið og það er fullkomlega eðlilegt að Háskólinn í Reykjavík verði vel tengdur með almenningssamgöngum. Ástæða er þó til að gera fyrirvara um það að þessi þjónusta teljist ekki til grunnþjónustu Strætó bs. og að gert sé ráð fyrir að Reykjavíkurborg greiði því ein fyrir þessa akstursleið sérstaklega. Það hlýtur að þurfa nánari skoðun í stjórn Strætó bs.
27. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í fréttatíma á Stöð 2 í gærkvöldi kom fram að starfsmanni, sem áður starfaði við ræstingar í leikskóla, voru boðin nánast helmingi lægri laun við að ræsta sama leikskóla á vegum verktaka.
Því er spurt:
1. Hvað lækkaði kostnaður vegna ræstinga viðkomandi leikskóla mikið við útboðið?
2. Hversu mikill var sparnaður leikskólasviðs í síðustu úthýsingu ræstinga?
3. Hversu margir misstu störf sín hjá borginni við þessa úthýsingu?
4. Stendur til að úthýsa fleiri ræstingaverkefnum á leikskólasviði og öðrum sviðum borgarinnar?
5. Ef svo er hver verður áætlaður sparnaður af þeim úthýsingum og hversu margir munu missa störf sín hjá borginni vegna þeirra? R10010072
Fundi slitið kl. 12.30
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Kjartan Magnússon
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þorleifur Gunnlaugsson