No translated content text
Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2009, fimmtudaginn 17. desember, var haldinn 5096. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Óskar Bergsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hermann Valsson, Kjartan Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Egill Örn Jóhannesson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 10. desember. R09010008
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 8. desember. R09010010
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 8. desember. R09010015
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 12. nóvember. R09010017
5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 16. desember. R09010026
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 4. og 7. desember. R09010030
7. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 25. nóvember. R09010031
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R09110127
9. Lögð fram umsögn heilbrigðiseftirlits frá 8. október sl. um öryggismál á Reykjavíkurflugvelli. Jafnframt lagt fram afrit af bréfi framkvæmdastjóra Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna frá 3. f.m. til Flugstoða. Þá er lagt fram bréf heilbrigðiseftilits um málið frá 8. þ.m. R09070041
10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 9. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóða fyrir borholuhús Orkuveitu Reykjavíkur. R09120046
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 9. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð nr. 26 við Haðaland, lóð Fossvogsskóla. R09120047
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 9. s.m., þar sem lagt er til að lóðarhöfum á lóð nr. 6-8 við Lofnarbrunn verði gefinn frestur til að lagfæra ýmsa þætti sem taldir eru valda slysahættu og jafnframt að þeir verði lagfærðir á kostnað lóðarhafa bregðist þeir ekki við innan tilskilins frests. R09120052
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., þar sem lagt er til að eiganda hússins að Laugavegi 46B verði gefinn frestur til að lagfæra frágang hússins og lóðar og jafnframt að farið verði í lagfæringar á kostnað eigandans bregðist hann ekki við innan tilskilins frests. R09120063
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 9. s.m., varðandi aukafjárstuðning í desember til barnafjölskyldna sem þiggja fjárhagsaðstoð.
Samþykkt. R09010048
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 11. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 9. s.m., varðandi endurskoðaðar reglur um úthlutun styrkja á vegum hverfisráða. R09060132
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs 8. s.m., þar sem lagt er til að Guðrún Erla Geirsdóttir og Stefán Máni Sigþórsson verði skipuð í stjórn Kjarvalsstofu í París til þriggja ára. Einn fulltrúi er tilnefndur af menntamálaráðuneyti. R09120034
Samþykkt.
17. Lagt er til að Ásgeir Ásgeirsson taki sæti aðalmanns í skipulagsráði í stað Stefáns Þórs Björnssonar. Lena Helgadóttir verði varamaður í skipulagsráði í stað Ásgeirs Ásgeirssonar. Kolfinna Jóhannesdóttir taki sæti aðalmanns í umhverfis- og samgönguráði og jafnframt varamanns í menningar- og ferðamálaráði í stað Gests Guðjónssonar. Þá verði Ásgeir Ásgeirsson varamaður í menningar- og ferðamálaráði í stað Guðlaugs Sverrissonar. Loks taki Heiða Björg Pálmadóttir sæti aðalmanns í hverfisráði Vesturbæjar í stað Felix Bergssonar. Reynir Sigurbjörnsson verði varamaður í hverfisráðinu í stað Heiðu Bjargar. R08010171
Vísað til borgarstjórnar.
18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 4. þ.m., sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar s.d., varðandi tillögu að breytingu á samþykkt fyrir framkvæmda- og eignaráð. R09010055
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum og vísað til forsætisnefndar.
19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 4. þ.m., sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar s.d., varðandi tillögu um sameiningu menntaráðs og leikskólaráðs. R08060011
20. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 16. þ.m. í máli nr. 6971/2009, Hugur ehf. gegn Reykjavíkurborg. R09060007
21. Kynnt er rekstraryfirlit októbermánaðar. R09020033
22. Lagðar fram niðurstöður íbúakosninga sem fram fóru á vef borgarinnar 2.-14. þ.m. um forgangsröðun framkvæmda í hverfum. R09120009
Vísað til framkvæmdaráðs.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Meirihluti borgarráðs lýsir ánægju með niðurstöðu og framkvæmd íbúakosningar um smærri viðhaldsverkefni og framkvæmdir í hverfum borgarinnar sem fram fór 2. til 14. desember. Alls kusu 5.876 Reykvíkingar í netkosningunni eða 6,2#PR kosningabærra sem voru allir Reykvíkingar á 16. aldursári og eldri. Kosið var um forgangsröðun framkvæmda og voru verkefni í flokknum umhverfi og útivist sett efst í forgangsröð af íbúum í átta hverfum af tíu. Aðrir verkefnaflokkar sem valið stóð um voru leikur og afþreying og samgöngur. Markmið kosningarinnar var öðrum þræði að glæða áhuga íbúanna á málefnum hverfanna og hins vegar að gera tilraun til að gefa þeim tækifæri til áhrifa. Bæði markmiðin tókust vel. Verkefnisstjórn, sem stýrði framkvæmd kosningarinnar og hélt utan um undirbúning verkefnisins er þakkað og einnig fulltrúum íbúasamtaka og hverfisráða. Borgarráð færir sérfræðingum Háskóla Íslands við stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála sérstakar þakkir fyrir þá ráðgjöf og leiðbeiningu sem veitt var vegna verkefnisins. Borgarráð vísar niðurstöðunum til framkvæmda- og eignaráðs sem mun halda utan um framkvæmd verkefnanna og óskar eftir því að verkefnisstjórnin vinni skýrslu um framkvæmd verkefnisins, sem nýtist við undirbúning næstu kosningar árið 2011.
Fundi slitið kl. 10.35
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Hermann Valsson
Kjartan Magnússon Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson