No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2009, fimmtudaginn 10. desember, var haldinn 5095. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorleifur Gunnlaugsson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 7. desember. R09010007
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 26. nóvember. R09010008
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 26. nóvember. R09010009
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 2. desember. R09010014
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 25. nóvember. R09010016
6. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 26. nóvember og 8. desember. R09010018
7. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 2. og 9. desember. R09010026
B-hlutar fundargerðanna samþykktir.
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 27. nóvember. R09010030
9. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 27. nóvember. R09010032
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R09110127
11. Lögð fram bréf byggingarfulltrúa frá 11. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um nafngiftir, annars vegar á götum og torgi á svæði Háskólans í Reykjavík og hins vegar á torgi og göngustíg í vesturhluta Reykjavíkur. R05090009
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytt deiliskipulag Spangarinnar vegna Fróðengis 1-11 og Spangar 43. R09080027
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 2. s.m., þar sem lagt er til að samkomutjald, sem sett hefur verið upp í óleyfi á lóð Hressingarskálans að Austurstræti 20, verði fjarlægt á kostnað eiganda, fjarlægi hann það ekki sjálfur innan tilskilins frests. R09110130
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi jarðarinnar Melavalla á Kjalarnesi. R06080121
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðar nr. 5 við Árvað. R09120021
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytt deiliskipulag Lokastígsreita 2, 3 og 4. R09080061
Björk Vilhelmsdóttir víkur af fundi við meðferð málsins.
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna vísar til bókunar fulltrúa síns í skipulagsráði.
- Kl. 10.00 tekur Kjartan Eggertsson sæti á fundinum.
17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 17. f.m.:
Lagt er til að Reykjavíkurborg taki forystu um samstarf nýs Landspítala, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík sem hafi að markmiði að tryggja að þau sóknarfæri sem skapist með kröftugri uppbyggingu þekkingarstarfsemi í Vatnsmýri verði nýtt til fullnustu.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lagt fram að nýju bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 28. október sl., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi skipulag svæðis undir nýjan Landspítala við Hringbraut. R09110081
Vísað til skipulagsráðs.
18. Lagður fram árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar-september 2009, ásamt skýrslu fjármálaskrifstofu, dags. í dag. R09110128
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Níu mánaða uppgjör Reykjavíkurborgar staðfestir afrakstur af góðri fjármálastjórn. Rekstrarniðurstaða borgarsjóðs var jákvæð um 199 m.kr. sem er 1.661 m.kr. betri niðurstaða en endurskoðuð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Góða afkomu má einkum rekja til hærri skatttekna en gert var ráð fyrir og lægri útgjalda sem skýrist af miklum árangri í rekstraraðhaldi en allir hafa lagst á eitt til að halda kostnaði niðri og standa vörð um grunnþjónustu, störf og gjaldskrár. Rekstrarniðurstöðu samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, má rekja til gengis íslensku krónunnar og erlendra skulda samstæðunnar. Í þessu vegur staða OR þyngst sem þegar hefur komið fram í árshlutauppgjöri fyrirtækisins. Áætlunin byggði á spám Seðlabanka og fleiri aðila og forsendum fjárlagafrumvarps um að gengisvístala yrði 170 stig í árslok en hún er 235 stig m.v. níu mánaða uppgjörið.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:
Bókun meirihluta borgarráðs ber vott um afneitun á alvarlegri stöðu og aðkallandi verkefnum við fjármálastjórn borgarinnar. Rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, fyrstu 9 mánuði ársins er neikvæð um 12 milljarða króna. Níu mánaða gömul fjárhagsáætlun ársins gerði hins vegar ráð fyrir 14 milljarða afgangi. Þyngst í þessum 26 milljarða viðsnúningi vega fjármagnsliðir og staða Orkuveitu Reykjavíkur. Skatttekjur Reykjavíkurborgar eru rúmlega 2 milljörðum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ástæðuna er að rekja til betri efnahagsástands en ráð var fyrir gert. Rekstrarniðurstaða A-hluta er því betri en búist var við. Afkoma málaflokka er í samræmi við áætlun sem er jákvætt. Hækkun skulda A-hluta er hins vegar um 11 milljarðar þessa níu mánuði sem er verulegt eða um 25#PR hækkun heildarskulda A-hluta. Eins og skýrt kemur fram í skýrslu fjármálaskrifstofu eru fleiri fyrirtæki en Orkuveita Reykjavíkur því marki brennd að borgarstjóri og meirihluti borgarstjórnar hafa ýtt fjárhagsvanda þeirra á undan sér undanfarin misseri án þess að taka á málum. Virðist þar hafa skort pólitíska forystu, ábyrgð og festu sem þörf er fyrir á erfiðum tímum. Þess í stað hefur borgarstjóri sett fram algerlega óraunhæfar kröfur um þreföldun á arðgreiðslum Orkuveitu Reykjavíkur og áform um gjaldskrárhækkanir sem virðast vera fyrir hendi er ýtt fram yfir kosningar. Eigið fé Orkuveitu Reykjavíkur er 13,6#PR í níu mánaða uppgjöri og eru þá nýtekin stórlán fyrirtækisins ekki komin til skjalanna né heldur milljarða afskriftir vegna Magma-málsins. Skuldsetningarhlutfall fyrirtækisins hefur nær sexfaldast frá árinu 2006 og er nú 567#PR (fimmhundruð sextíu og sjö prósent), skv. skýrslu fjármálaskrifstofu. Mjög brýnt er að ítarlegt áhættumat á fjármálum Orkuveitunnar verði unnið fyrir borgarráð, eins og fulltrúar minnihlutans hafa ítrekað kallað eftir. Þá virðist ljóst af umsögn fjármálaskrifstofu að miðað við óbreytt framkvæmdastig og stefnu fyrirtækisins geti verulegar gjaldskrárhækkanir á heimili og fyrirtæki verið óumflýjanlegar og bein eiginfjáraukning af hálfu eigenda jafnvel þurft að koma til, eins og sagði í nýlegri greiningu Arion banka. Svipaða sögu er að segja af fjármálum Félagsbústaða þar sem eigið fé er neikvætt um 19#PR og Strætó bs. þar sem eigið fé er neikvætt um 25#PR. Vanda þeirra beggja á augljóslega að velta fram yfir kosningar. Bæði fyrirtæki hafa kallað eftir heimild til gjaldskrárhækkana á síðari hluta næsta árs. Víða í umsögn fjármálaskrifstofu er bent á að stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fyrirtækja vanti og er tekið undir það.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Það er hárrétt sem fram kemur í bókun minnihlutans að rekstrarniðurstaða borgarsjóðs er umtalsvert betri en gert var ráð fyrir og gott að því sé sameiginlega fagnað, enda stjórnendur og starfsmenn lagt á sig mikla vinnu til að ná þeim árangri. Þær áhyggjur sem minnihlutinn nefnir varðandi fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur eru öllum kunnar. Þær koma til vegna umskipta í efnahagsumhverfi og stórkostlegra breytinga á gengi íslensku krónunnar og með þá stöðu er unnið af mikilli festu og ábyrgð á vettvangi borgarstjórnar. Þannig vinnur fjármálastjóri borgarinnar, í samstarfi við ytri endurskoðendur borgarinnar og aðra sérfræðinga, nú að áhættumatsáætlun sem ætlað er að greina þá áhættu sem borgarsjóði getur stafað af B-hluta fyrirtækjum og skuldsetningu þeirra. Þeirri áhættumatsáætlun er einnig ætlað að leggja fram tillögur um þróun, leiðir og lausnir er varða OR og áhrif fyrirtækisins á borgarsjóð. Auk þess er þessi staða kröftuglega vöktuð af stjórnendum OR, fjármálastjóra borgarinnar og fulltrúum eigenda með reglubundnum fundum og eftirliti. Öllum aðdróttunum um annað er vísað á bug, enda felst í þeim ávirðingum ekkert annað en tilraun til að gera stöðu fyrirtækisins að pólitísku bitbeini sem er afar óábyrgt við þá stöðu sem nú blasir við öllum í íslensku efnahags- og atvinnulífi.
19. Fjárhagsáætlun 2010.
Lögð fram bréf fjármálastjóra, dags. 9. þ.m., varðandi breytingar á innri leigu og reglum um skil á húsnæði. Jafnframt lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. s.d., varðandi breytingar á frumvarpi að fjárhagsáætlun 2010 vegna innri leigu. R09050032
Breytingar á innri leigu og reglum um skil á húsnæði samþykktar.
Breytingum á frumvarpi að fjárhagsáætlun 2010 vegna innri leigu vísað til borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram eftirfarandi breytingatillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2010, merktar Vg1-Vg6:
Vg1. Að útsvar verði hækkað upp í 13,2#PR og þeim 500 milljónum sem af því leiða verði varið með eftirfarandi hætti:
a. Kr. 240.000.000 verði varið í hækkun á fjárhagsaðstoð og heimildargreiðslum (VÞ1020-VÞ1021).
b. Kr. 5.000.000 verði varið í sérstakan lið á velferðarsviði að nafni desemberuppbót, þannig að fólk sem þiggur fjárhagsaðstoð með börn á framfæri fái uppbót sem nemur kr. 12.500 á hvert barn í desember.
c. Kr. 119.000.000 verði varið í framlag til grunnskólanna (M2101-M2170 og M282-M2187) og veittur verði frekari systkinaafsláttur á skólamáltíðir. Þannig verði aðeins tekið gjald fyrir eitt barn í heimili en önnur börn með sama lögheimili fái gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
d. Kr. 20.000.000 verði varið í framlög til grunnskólanna (M2101-M2170 og M282-M2187) og þannig verði tryggðar vettvangsferðir á þeirra vegum, þó þannig að kostnaður falli ekki á heimilin.
e. Kr. 11.500.000 verði varið í að hækka styrki til fræðslumála og þróunarsjóð (M5001).
f. Kr. 27.000.000 verði varið í fjölgun starfsfólks hjá Barnavernd Reykjavíkur (09205)
g. Kr. 20.000.000 verði varið í að efla markaðsstarf Höfuðborgarstofu (07400) og sinna landvörslu í Reykjavík í sumar.
Vg2. Að liðurinn atvinnumál ungs fólks (0750) verði felldur út en þeim 150 milljónum sem þar er gert ráð fyrir verði varið með eftirfarandi hætti:
a. Kr. 40.000.000 verði færðar yfir á framlag til atvinnumála á íþrótta- og tómstundasviði (I2050).
b. Kr. 80.000.000 verði færðar á sérstakan lið atvinnuátaksverkefna hjá mannauðsskrifstofu.
c. Kr. 15.000.000 verði færðar á sérstakan lið atvinnuátaksverkefna hjá mannréttindaskrifstofu (01271).
d. Kr. 15.000.000 verði færðar yfir á framlag til Námsflokka Reykjavíkur (M4001).
Vg3. Að af liðnum ófyrirséð (09205) verði teknar kr. 160.636.947 og þeim varið með eftirfarandi hætti:
a. Kr. 42.632.288 verði færðar yfir á framlag til frístundaheimila (I71) svo áfram verði hægt að bjóða upp á þjónustu fyrir hádegi á þeim dögum sem hefðbundið skólastarf fellur niður.
b. Kr. 33.004.659 verði færðar yfir á framlag til frístundaheimila (I71) svo áfram verði hægt að miða við óbreytta útreikninga á fjölda barna á hvern starfsmann.
c. Kr. 35.000.000 verði færðar yfir á framlag til frístundamiðstöðva (I301-I309) svo hægt verði að efla frístundastarf með börnum í 5.-7. bekk grunnskólanna á árinu 2010.
d. Kr. 50.000.000 verði færðar yfir á framlag til atvinnumála á íþrótta- og tómstundasviði (I2050).
Vg4. Að kr. 15.000.000 verði færðar af liðnum sérfræðiaðstoð fyrir borgarstjórnarflokka (09522) yfir á ferlimál fatlaðra (I400-I408).
Vg5. Að kr. 127.000.000 verði færðar af liðnum þjónustutrygging (D610) og þeim varið með eftirfarandi hætti:
a. Kr. 90.000.000 verði færðar á framlag til leikskóla Reykjavíkur (D100-D182) til að tryggja að áfram geti börn hafið leikskólagöngu þegar pláss losna yfir sumartímann og til að draga úr hagræðingarkröfu á hvern leikskóla.
b. Kr. 10.000.000 verði færðar yfir á námsstyrki ( D654)
c. Kr. 27.000.000 verði færðar yfir á liðinn sameiginleg starfsmannaþjónusta til að tryggja afleysingu vegna undirbúningstíma leikskólakennara.
Vg6. Að lántaka vegna framkvæmda verði hækkuð sem nemur kr. 300.000.000 og þeirri upphæð verði varið í uppbyggingu íþróttahúsa við Norðlinga- og Sæmundarskóla.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna mun einnig leggja fram tillögu um verðbætur á samningum við sjúklingasamtök, mannréttindasamtök og líknarfélög og áskilur sér rétt til að leggja fram frekari breytingatillögur að fundi loknum.
Breytingatillögum borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna vísað til borgarstjórnar.
20. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 26. f.m. varðandi bótauppgjör vegna lóðarinnar nr. 94 við Urðarbrunn. R08060013
Samþykkt.
21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra velferðarsviðs frá 16. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 28. október sl., um breytingu á gjaldi fatlaðra nema í ferðaþjónustu fatlaðra. R08090008
Samþykkt.
22. Lagt fram svar borgarstjóra frá 9. þm. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar um hugmyndaþing, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. f.m. R09090017
23. Lagt fram svar borgarstjóra frá 9. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um gjaldskrárhækkanir o.fl., sbr. 11. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. f.m. R09050032
24. Lagt fram svar borgarstjóra frá 11. f.m. og innri endurskoðanda frá 9. s.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar um víxil gefinn út af eignarhaldsfélaginu Fasteign, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. júní sl. R09050103
25. Lögð fram umsögn stjórnar Alþjóðahúss frá 19. f.m. um skýrslu starfshóps mannréttindaráðs og mannréttindaskrifstofu um þjónustu við innflytjendur dags. í október 2009. R09090064
26. Lagt fram minnisblað borgarlögmanns frá 26. f.m. varðandi úrskurð yfirfasteignamatsnefndar um Mörkina 8 vegna álagningar fasteignaskatta. R09020092
27. Lögð fram tillaga aðalfundar Íbúasamtaka miðborgar frá 25. f.m. varðandi staðsetningu og afgreiðslutíma áfengisveitingastaða í miðborg Reykjavíkur, sbr. bréf formanns samtakanna frá 26. s.m. R09010150
Vísað til stýrihóps borgarráðs um staðsetningu og afgreiðslutíma áfengisveitingastaða.
28. Lagt fram bréf innri endurskoðanda frá 5. október sl. varðandi umsýslu, ábyrgð og málsmeðferð í tengslum við uppbyggingu húsanna að Lækjargötu 2 og Austurstræti 22. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu framkvæmda- og eignasviðs frá 29. s.m. um stöðu framkvæmda og áætlanir um uppbyggingu. R09110038
29. Lagðar fram að nýju niðurstöður stýrihóps um orkustöðvar í Reykjavík, dags. 29. maí sl., ásamt umsögnum umhverfis- og samgönguráðs frá 27. október sl., skipulagsráðs frá 28. s.m. og framkvæmda- og eignaráðs frá 2. f.m. R09060003
Borgarráð samþykkir niðurstöður stýrihópsins og beinir því til viðkomandi fagráða að vinna að innleiðingu þeirra eftir þeim leiðum sem lagðar eru til í skýrslunni.
- Kl. 12.43 víkur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.
30. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 7. þ.m. um að gerður verði tímabundinn lóðarleigusamningur við Bak-Hjalla ehf. um lóðina nr. 7 við Hlíðarfót undir leikskóla Hjallastefnunnar, ásamt bréfum framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar ehf. frá 4. s.m., stjórnarformanns Bak-Hjalla ehf. frá 7. s.m., og fjármálaráðuneytisins frá 8. s.m. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra leikskólasviðs frá 2. september sl., sbr. samþykkt leikskólaráðs 12. ágúst sl., varðandi samþykki á umsókn leikskólans um rekstrarleyfi. R09090034
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
31. Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar, lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, og lögum nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum, 273. mál. R09120011
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu að umsögn borgarráðs:
Borgarráð leggst eindregið gegn breytingum á lögum nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga sem heimilar sveitarstjórnum að setja reglur sem binda fjárhagsaðstoð viðkomandi sveitarfélags skilyrðum. Varla er hægt að skilja 28. gr. frumvarpsins öðruvísi en svo, að heimilað verði að taka fjárhagsaðstoðina af viðkomandi að nokkru leyti eða öllu, verði ákveðin skilyrði ekki uppfyllt. Fjárhagsaðstoð veita sveitarfélög þeim sem ekki eiga í önnur hús að venda og full fjárhagsaðstoð er ekki veitt nema viðkomandi hafi engar aðrar tekjur. Aðstoðin hefur alla tíð verið mjög lág í krónum talið, þannig að fæstir gætu hugsað sér að lifa á henni einni saman. Velferðarráð Reykjavíkur hefur nýverið samþykkt að setja í gang virkniáætlun fyrir þá sem þiggja fjárhagsaðstoð en eftir sem áður verða alltaf til þeir sem heilsu sinnar vegna geta ekki uppfyllt sett skilyrði. Íslendingar hafa allt frá Grágásarlögum haft á því reglu að skylda sé til að færa fram þá sem ekki geta sjálfir: „Svo er mælt að sína ómaga á hver maður fram að færa á landi hér. Móður sína á maður fyrst fram að færa, en ef hann orkar betur, þá skal hann færa fram föður sinn. Nú má hann betur, þá skal hann börn sín. Nú má hann betur, þá skal hann systkin sín fram færa. Nú má hann betur, þá skal hann færa fram þá menn er hann á arf að taka eftir og þá menn er hann hefir arftaki tekna. Nú má hann betur og þá skal hann framfæra leysing sinn þann er hann gaf frelsi. Ef nokkur þeirra manna gengur að hans ráði er nú var taldur enda eigi hann fé til að færa þá fram þá verður hann útlagur gerr of það ef þeir ganga.“
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi frávísunartillögu:
Tillögu VG er vísað frá enda er einungis verið að leggja til heimild fyrir sveitarfélögin til að setja reglur sem binda fjárhagsaðstoð viðkomandi sveitarfélags skilyrðum sem miða að því að tengja slíka aðstoð við virkni þeirra sem sækja um eða njóta slíkrar aðstoðar, svo sem við virka atvinnuleit og þátttöku þeirra í vinnumarkaðsaðgerðum. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að markmið með slíkum skilyrðum sé að hvetja viðkomandi einstaklinga til sjálfshjálpar þannig að einstaklingurinn verði betur fær um að stjórna málum sínum sjálfur í stað þess að verða háður aðstoðinni. Sveitarfélögum er í sjálfsvald sett hvort þau nýta heimildina.
Frávísunartillagan samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að fela borgarlögmanni að ganga frá umsögn um frumvarpið.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Félagsmálaráðherra hefur, að áeggjan meirihluta velferðarráðs Reykjavíkurborgar, lagt fram frumvarp sem inniber heimild til sveitarfélaga til að svipta fátækustu íbúa sína lífsviðurværinu. Með því að vísa frá tillögu VG þar sem 28 gr. frumvarpsins er hafnað, heldur meirihluti borgarráðs áfram vegferð fulltrúa sinna í velferðarráði þar sem ráðherra er hvattur til að heimila alvarlega aðför að þeim sem verst standa.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Þessi bókun borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna dæmir sig sjálf, enda er umrætt frumvarp flutt af ríkisstjórn Íslands sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð á aðild að og hlýtur því að styðja. Það er því rétt, í mestu vinsemd, að benda borgarfulltrúanum á að taka þennan slag á öðrum vettvangi.
32. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð felur borgarstjóra að leita leiða til að endurheimta þann hluta Heiðmerkur sem færður var til Orkuveitu Reykjavíkur á sínum tíma.
Greinargerð fylgir tillögunni. R09120039
Frestað.
33. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Samfylkingin óskaði eftir því að öryggi á Reykjavíkurflugvelli yrði sett á dagskrá borgarráðs, með skriflegri beiðni 22. nóvember sl. Við því hefur enn ekki verið orðið. Er það miður. Beiðnin var svohljóðandi:
„Þeirri spurningu þarf að svara hvort þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á starfsemi slökkviliðs á Reykjavíkurflugvelli ógni öryggi vallarins. Þar hefur verið sagt upp samningi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sem þýðir að óbreyttu uppsagnir 20 slökkviliðsmanna. Áform um hvað eigi að koma í staðinn hafa ekki verið kynnt borgaryfirvöldum, svo mér sé kunnugt. Þótt flugvöllurinn virðist hafa í hyggju að setja upp einhvers konar viðbragðshóp vaknar sú spurning hvort í raun eigi ekki að reiða sig á viðbúnað hins raunverulega Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Munurinn felist aðeins í því að greiða ekki fyrir þann viðbúnað sem nauðsynlegur er vegna reksturs flugvallar inni í miðri borg. Undirritaður óskar eftir því að nánari grein verði gerð fyrir ofangreindum spurningum og stöðu málsins, á fundi borgarráðs, við fyrsta tækifæri.“ Um leið og ofangreind beiðni er ítrekuð er óskað eftir svörum við eftirfarandi spurningum:
1. Hver er staða ofangreinds máls?
2. Hver hefur afstaða borgaryfirvalda verið og til hvaða aðgerða hefur verið gripið?
3. Telur borgarstjóri ásættanlegt að lækka kröfur til viðbúnaðar og menntunar slökkviliðsmanna á Reykjavíkurflugvelli?
4. Eru tölur um uppsagnir 20 slökkviliðsmanna staðfestar, gangi breytingarnar eftir?
5. Hver verða afleidd áhrif á viðbúnaðarstig slökkviliðsins gangi breytingarnar eftir?
6. Hver verða áhrif breytanna á fjárhag slökkviliðsins og hvernig eru þau sýnd í fjárhagsáætlun næsta árs?
7. Mun Reykjavíkurflugvöllur greiða fyrir almennan viðbúnað slökkviliðsins vegna vallarins gangi breytingarnar eftir?
8. Hvaða skilyrði eru sett um öryggismál í starfsleyfi Reykjavíkurflugvallar og hvaða undanþágur eru þar frá alþjóðlegum öryggiskröfum til flugvalla?
9. Óskað er heildaryfirlits yfir öryggiskröfur Reykjavíkurflugvallar í starfsleyfi vallarins og hvernig staðið er að skilgreiningu og mögulegri endurskoðun þess, þ.m.t. viðbúnaðar slökkviliðs. R09090041
34. Afgreitt er eitt útsvarsmál. R09100159
Fundi slitið kl. 13.30
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon Þorleifur Gunnlaugsson