No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2009, þriðjudaginn 1. desember, var haldinn 5094. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Jafnframt sat fundinn Gunnar Hólm Hjálmarsson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Kynnt er fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2010. R09110116
2. Lagt fram bréf borgarhagfræðings, dags. í dag, um forsendur fjárhagsáætlunar 2010. R09050032
3. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2010, ásamt greinargerð og starfsáætlunum. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir breytingar á eftirtöldum gjaldskrám: Gatnagerðargjald, skolpheimæðargjöld, Borgarbókasafn, Ljósmyndasafn, höfunda- og birtingarréttur, Árbæjarsafn, Landnámssýning, Viðey og Höfuðborgarstofa.
R09050032
Frumvarpi að fjárhagsáætlun ásamt greinargerð og starfsáætlunum vísað til borgarstjórnar. Gjaldskrárbreytingar samþykktar með 4 samhljóða atkvæðum.
4. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. f.m., um lántöku vegna framkvæmda á árinu 2010:
Borgarráð samþykkir lántöku að fjárhæð allt að 5.800.000.000 kr. til 45 ára með stækkun á skuldabréfaflokki Reykjavíkurborgar RVK 09 01. Jafnframt veitir borgarráð fjármálastjóra umboð f.h. Reykjavíkurborgar til þess að undirrita nauðsynlega gerninga sem tengjast þessari skuldabréfaútgáfu, sem og til þess að móttaka og undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari.
Greinargerð fylgir tillögunni. R09050032
Vísað til borgarstjórnar.
5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. f.m., um álagningarhlutfall útsvars árið 2010:
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt m.v. árið 2009 eða 13,03#PR af tekjum manna á árinu 2010 með vísan til 23. og 24. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi breytingatillögu:
Borgarráð samþykkir að hækka álagningarhlutfall útsvars úr 13,03#PR í 13,28#PR af tekjum einstaklinga í Reykjavík og fullnýta þannig útsvarsheimildir borgarinnar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R09110119
Vísað til borgarstjórnar.
6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. f.m., um hlutfall fasteignaskatts, holræsagjalds og lóðarleigu á árinu 2010:
Lagt er til að hlutfall fasteignaskatta, holræsagjalds og lóðarleigu vegna ársins 2010 verði óbreytt m.v. 2009 og verði sem hér segir:
Hlutfall fasteignaskatts skv. a-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum, verði 0,214#PR.
Hlutfall fasteignaskatts skv. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32#PR.
Hlutfall fasteignaskatts skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32#PR, að viðbættri hækkun um 5#PR, sbr. heimild í 4. mgr. sömu greinar (1,65#PR).
Hlutfall holræsagjalds verði 0,105#PR af fasteignamatsverði.
Hlutfall lóðarleigu fyrir íbúðarhúsalóðir verði 0,08#PR af fasteignamatsverði.
Hlutfall leigu fyrir verslunarlóðir, iðnaðarlóðir og lóðir fyrir opinberar byggingar verði 1,0#PR af fasteignamatsverði. R09110125
Vísað til borgarstjórnar.
7. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. f.m., um viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2010:
Lagt er til að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2010 hækki um 9,6#PR á milli áranna 2009 og 2010 og verði eftirfarandi:
I. Réttur til 100#PR lækkunar Viðmiðunartekjur
Einstaklingur með tekjur allt að kr. 2.460.000
Hjón með tekjur allt að kr. 3.440.000
II. Réttur til 80#PR lækkunar
Einstaklingur með tekjur allt að kr. 2.460.000 til 2.830.000
Hjón með tekjur allt að kr. 3.440.000 til 3.840.000
III. Réttur til 50#PR lækkunar
Einstaklingur með tekjur allt að kr. 2.830.000 til 3.290.000
Hjón með tekjur allt að kr. 3.840.000 til 4.580.000
Lagt er til að skilyrði lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds séu þau að viðkomandi elli- og örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, með síðari breytingum. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Greinargerð fylgir tillögunni. R09110124
Vísað til borgarstjórnar.
8. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. f.m., varðandi gjalddagaskiptingu fasteignagjalda á árinu 2010:
Almenna reglan verði sú að greiðendur fasteignagjalda geri skil á fasteignagjöldum ársins 2010 með 9 jöfnum greiðslum á eftirfarandi gjalddögum:
1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júli, 1. ágúst, 1. september og 1. október. Fjármálaskrifstofu er þó heimilt að gefa gjaldendum, sem áður hafa valið að greiða fasteignagjöldin með eingreiðslu hinn 1. maí ár hvert, að gera það áfram. Ennfremur er gert ráð fyrir því að nemi fasteignagjöld kr. 25.000 eða minni fjárhæð greiði gjaldendur þau með einni greiðslu hinn 1. maí. R09110125
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 20. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 18. s.m. um tillögu til að stuðla að virkni einstaklinga sem njóta fjárhagsaðstoðar. R09110092
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 25. s.m., um aukið eftirlit með fjárhagsaðstoð. R09010048
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 20. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 18. s.m. um tillögu að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. R09010048
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað að þeir vísi til bókana fulltrúa sinna í velferðarráði.
Fundi slitið kl. 11.25
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Kjartan Magnússon
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þorleifur Gunnlaugsson