Borgarráð - Fundur nr. 5089

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2009, fimmtudaginn 29. október, var haldinn 5089. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir, Óskar Bergsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 20. október. R09010006

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 12. október. R09010009

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 21. október. R09010013

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 15. október. R09010017

5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 27. október. R09010018

6. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 21. og 28. október. R09010026
B-hluti fundargerðar skipulagsráðs frá 28. október samþykktur.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 16. október. R09010030

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R09090140

9. Lagt fram svar borgarstjóra frá 28. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um hagræðingu á sviðum borgarinnar, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. s.m. R09050032

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Þakkað er fyrir upplýsingar um kröfur um niðurskurð hjá einstökum málaflokkum Reykjavíkurborgar þar sem dregin eru fram áhrif verðbólgu. Raunniðurskurður málaflokka er samkvæmt svarinu á bilinu 6,51-12,55#PR.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Eins og fram kemur í umræddu svari og framlagðri tillögu að skiptingu fjárhagsramma, sem samþykkt var í borgarráði 17. september, þarf Reykjavíkurborg að hagræða í almennum rekstri sínum um tæplega 6,5#PR. Forgangsraðað er með þeim hætti að í þjónustu er varðar velferð og börn er hagræðingarkrafan 5,5#PR en á öðrum sviðum í kringum 9#PR. Það er hins vegar rétt skilið og hefur alltaf legið fyrir, eins og fram kemur í bókun minnihlutans, að Reykjavíkurborg áætlar ekki frekar en önnur sveitarfélög að verðbæta þjónustu eða samninga.

10. Lagt fram svar borgarstjóra frá 28. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar um fjárhagsáætlun, starfsmannamál o.fl., sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. f.m. R09050032

11. Lagt fram svar borgarstjóra frá 28. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um útboð vegna uppbyggingar á horni Austurstrætis og Lækjargötu, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. s.m. R07040086

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Borgarráðsfulltrúi VG þakkar svarið og óskar eftir því að því verði vísað til innri endurskoðunar með gögnum frá innkaupaskrifstofu um málið.

12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar frá 20. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar lífeyrissjóðsins s.d., varðandi endurgreiðsluhlutfall lífeyris árið 2010. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 25. s.m. R07100230
Vísað til borgarstjórnar.

13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Íþróttafélags fatlaðra frá 13. þ.m. þar sem sótt er um styrk til greiðslu gatnagerðargjalda vegna viðbyggingar við íþróttahús félagsins o.fl., með vísan til samnings Reykjavíkurborgar og félagsins, samtals að fjárhæð kr. 541.276. Jafnframt lögð fram umsögn framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 20. s.m. R08060122
Samþykkt að veita styrk að fjárhæð kr. 541.276 til greiðslu gatnagerðargjalda. Komi af liðnum ófyrirséð útgjöld.

14. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R09100005

- Kl. 10.12 víkur Dagur B. Eggertsson af fundi og Dofri Hermannsson tekur þar sæti.

15. Ólafur F. Magnússon leggur fram bréf Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl. frá 16. desember sl. varðandi fjárframlög til stjórnmálasamtaka. R08120099
Vísað til innri endurskoðanda.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Borgarstjórnarflokkur F-listans krefst þess að þeim hringlandahætti, sem ríkt hefur um greiðslur á rekstrarstyrk borgarinnar til F-lista framboðsins, linni. Enginn vafi er á því að þessum greiðslum er ætlað að renna til starfsemi borgarstjórnarflokkanna, en ekki til stjórnmálaflokka á landsvísu eins og kemur skýrt fram í bréfi Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl. og fyrrverandi borgarlögmanns, þar sem vitnað er í 5. grein laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka, en í bréfinu segir m.a.: „Ekki verður annað séð en listi Frjálslyndra og óháðra sé stjórnmálasamtök í merkingu laganna og eigi þannig rétt á styrk frá Reykjavíkurborg til starfsemi sinnar. Eini borgarfulltrúi þessara samtaka er Ólafur F. Magnússon sem óskaði eftir að fjárframlagið væri lagt inn á bankareikning borgarmálafélags F-listans. Er ekki annað að sjá en sú ráðstöfun sé heimil, fjárframlagið er samkvæmt lögum nr. 162/2006 greinilega ætlað til starfsemi stjórnmálasamtakanna sem buðu fram og fengu kjörinn borgarfulltrúa af F-lista Frjálslyndra og óháðra í sveitarfélaginu Reykjavík í síðustu kosningum. Þetta leiðir beint af texta 5. gr. laganna, auk þess sem í greinargerð með 5. gr. er kveðið á um skyldu fjölmennari sveitarfélaga til að veita framboðum til sveitarstjórnar fjárstuðning. Af lögum nr. 162/2006 er ekki hægt að draga þá ályktun að önnur stjórnmálasamtök eða einstakir stjórnmálaflokkar er starfa á landsvísu eigi réttindi yfir þessu lögbundna fjárframlagi sem Reykjavíkurborg greiddi vegna framboðslista Frjálslyndra og óháðra í borgarstjórnarkosningunum 2006.“ Á þessu ári hafa greiðslur til hinna borgarstjórnarframboðanna numið á þriðja tug milljóna króna á meðan borgarstjórnarframboð F-listans hefur enn ekki fengið neinar greiðslur til starfsemi sinnar. Ekki verður lengur unað við þá grófu mismunun sem í þessu felst.

- Kl. 10.18 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum og Dofri Hermannsson víkur af fundi.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Ljóst er að deilur standa milli Ólafs F. Magnússonar og Frjálslynda flokksins um það hver eigi að veita viðtöku stuðningi Reykjavíkurborgar til stjórnmálasamtaka. Bréfi Frjálslynda flokksins til Reykjavíkurborgar um þetta efni var vísað til innri endurskoðanda sem hefur verið með málið í skoðun. Bréf lögmannsins, sem ritað er Ólafi F. Magnússyni og dagsett 16. desember 2008, er fyrst lagt fram á þessum fundi og er því með sama hætti vísað til meðferðar innri endurskoðanda.

16. Lagður fram viðaukasamningur um þjónustu Alþjóðahússins ehf. við Reykjavíkurborg, dags. 12. þ.m., ásamt bréfi mannréttindastjóra, dags. s.d. Jafnframt lagt fram bréf formanns stjórnar Alþjóðahússins ehf., dags. 16. s.m., ásamt fylgiskjölum. Þá er lögð fram samantekt fjármálaskrifstofu um viðskipti Reykjavíkurborgar við Alþjóðahúsið, dags. 26. s.m. R09070058
Borgarráð staðfestir viðaukasamninginn fyrir sitt leyti með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Mikilvægt er að tryggja trausta þjónustu við innflytjendur í Reykjavík. Eðlilegt hefði verið að ljúka fyrirliggjandi viðaukasamningi vegna ársins 2009 sem hluta af áætlun um hvernig þjónustu við innflytjendur verði sinnt til framtíðar í samræmi við vinnu mannréttindastjóra og mannréttindaráðs. Samfylkingin situr því hjá.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Það viðbótarframlag sem hér er lagt til að renni til þjónustu við innflytjendur í Alþjóðahúsi er nauðsynlegt til að tryggja starfsemi þessa árs auk þess sem það er í samræmi við fyrri afstöðu borgarráðs til málsins. Úttekt mannréttindastjóra og mannréttindaráðs fjallar um framtíðarskipan umræddrar þjónustu og verður til umfjöllunar á næsta fundi borgarráðs.

17. Lögð fram úttekt og tillaga starfshóps mannréttindaráðs og mannréttindaskrifstofu um þjónustu Reykjavíkurborgar við innflytjendur, dags. í október 2009, ásamt bréfi mannréttindastjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt mannréttindaráðs 8. s.m. R09090064
Frestað.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 23. þ.m., sbr. samþykkt forsætisnefndar s.d., varðandi reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar, ásamt drögum að reglum, dags. s.d. R07060032
Borgarráð samþykkir reglurnar.

Bókun borgarráðs:
Borgarráð fagnar reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum í samræmi við fyrirliggjandi reglur Alþingis. Eðlilegt er að reglurnar komi til endurskoðunar í upphafi kjörtímabils og verði þá sérstaklega farið yfir viðmiðunarfjárhæðir og hugsanleg frekari ákvæði um skráningu á skuldastöðu, ekki síður en eignastöðu kjörinna fulltrúa.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég legg á það áherslu að öll fjárhagsleg tengsl, greiðslur, tekjur og skuldir borgarfulltrúa séu uppi á borðinu án undanbragða. Það er þeim í hag sem eru óháðir öðrum greiðslum en launatekjum sínum og geta án vafa verið sannfæringu sinni trúir eins og sveitarstjórnarlög gera ráð fyrir. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess fyrir almannahagsmuni að kjörnir fulltrúar séu óháðir öðru en sannfæringu sinni í störfum sínum.

19. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð Reykjavíkur skorar á byggingarfélagið Eykt að upplýsa um framlög sín og styrki til stjórnmálasamtaka sem buðu fram í síðustu borgarstjórnarkosningum. Jafnframt verði upplýst hvaða frambjóðendur í prófkjörum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar fengu styrki frá félaginu og hvort aðrir styrkir hafi runnið til frambjóðenda og kjörinna fulltrúa í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. R08120099

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi frávísunartillögu:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar leggja til að tillögunni verði vísað frá enda ekki hlutverk borgarráðs að skora á einstaka lögaðila að leggja fram upplýsingar um styrki til stjórnmálasamtaka eða stjórnmálamanna. Kveðið er á um upplýsingagjöf um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda í lögum. Samkvæmt þeim skal ríkisendurskoðun að ósk stjórnmálasamtaka veita viðtöku og birta upplýsingar um bein fjárframlög til þeirra á árunum 2002 til 2006, skv. reglum ríkisendurskoðunar þar um. Ríkisendurskoðun skal einnig að ósk frambjóðenda í forvali eða prófkjöri innan stjórnmálasamtaka fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar 2006 og 2007 veita viðtöku og birta upplýsingar um öll bein fjárframlög til þeirra frá 1. janúar 2005 - 31. maí 2007, skv. reglum ríkisendurskoðunar þar um.

Frávísunartillagan samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Borgarráðsfulltrúi VG og Ólafur F. Magnússon lögðu fram á sínum tíma tillögu um það að þeir borgarfulltrúar sem þess óska gætu upplýst um prófkjör sín til innri endurskoðunar sem yfirfæri málið og upplýst síðan almenning. Þessi tillaga hefur legið óafgreidd í forsætisnefnd um lengri tíma.

Fundi slitið kl. 11.30

Óskar Bergsson
Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Kjartan Magnússon Oddný Sturludóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þorleifur Gunnlaugsson