Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2009, fimmtudaginn 22. október, var haldinn 5088. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 20. október. R09010026
Samþykkt.
2. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 6. október. R09010006
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 6. október. R09010011
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 13. október. R09010013
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 15. október. R09010014
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 13. október. R09010015
7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 8. október. R09010016
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 16. október. R09010027
9. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 12. október. R09010028
10. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 13. október. R09010032
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R09090140
12. Lagður fram að nýju árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2009, ásamt skýrslu fjármálaskrifstofu frá 14. þ.m. R09080038
13. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna: R09070041
Borgarráðsfulltrúi VG leggur til að fjármálaskrifstofu og umhverfis- og samgöngusviði verði falið að kanna kosti þess að Reykjavíkurborg yfirtaki rekstur Reykjavíkurflugvallar.
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum með þeirri breytingu að fjármálaskrifstofu og borgarlögmanni verði falið verkefnið.
14. Lögð fram tillaga skrifstofu borgarstjórnar frá 20. þ.m. að umsögn um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Eldofninn, Efstalandi 26. R09050001
Samþykkt.
15. Lögð fram drög að siðareglum fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar, dags. 15. júní sl. ásamt bréfi starfshóps um mótun reglnanna, dags. s.d. Þá eru lagðar fram umsagnir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félags íslenskra náttúrufræðinga, Samiðnar, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Stéttarfélags sjúkraþjálfara og Verkstjórafélags Reykjavíkur. R09010157
Borgarráð samþykkir siðareglurnar.
Bókun borgarráðs:
Borgarráð fagnar nýjum siðareglum starfsfólks Reykjavíkurborgar og þakkar bæði starfshópnum sem þær skráði sem og þeim stéttarfélögum starfsmanna sem komu að gerð þeirra með umsögnum sínum. Mannauðsstjóri mun nú í framhaldi af samþykkt siðareglnanna kynna þær starfsmönnum borgarinnar sem og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar og heildarsamtaka stéttarfélaga.
16. Lagt fram bréf ritara hverfisráðs Háaleitis frá 8. þ.m., sbr. samþykkt hverfisráðsins 6. s.m., þar sem lagt er til að nafni Háaleitishverfis verði breytt í Háaleitis- Bústaðahverfi. R09100210
Samþykkt að breyta samþykkt fyrir hverfisráð og samþykkt um hverfaskiptingu í Reykjavík til samræmis við tillögu hverfisráðs Háaleitis. Vísað til borgarstjórnar.
17. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 15. þ.m. þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa í fulltrúaráð samtakanna. R08100255
Samþykkt að tilnefna Óskar Bergsson og Þorleif Gunnlaugsson, til vara Jórunni Frímannsdóttur og Dag B. Eggertsson.
18. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 14. s.m., þar sem óskað er heimildar til að beita dagsektum vegna frágangs á lóðamörkum Sogavegar 144 og 140. R09100228
Samþykkt.
19. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 6. þ.m. um sameiginlegt mat styrkingar raforkukerfisins á suðvesturlandi, Suðvesturlína og orkuvera. R09100233
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu að umsögn:
Borgarráð tekur undir niðurstöðu og rökstuðning ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 25. mars 2009, um að framkvæmdin Suðvesturlínur, styrking raforkuflutningskerfis á suðvesturlandi skuli ekki metin með öðrum framkvæmdum sem tengjast álveri í Helguvík. Ákvörðun Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 5. gr. í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 er byggð á því hversu óljóst er hvaða framkvæmdir munu tengjast raforkuöflun og orkuflutningi vegna álvers í Helguvík og hversu mislangt á veg þær framkvæmdir eru komnar í undirbúningi. Það myndi því að mati Skipulagsstofnunar stangast á við meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga að gera Landsneti að bíða eftir því að farið yrði af stað með mat á umhverfisáhrifum nýrra virkjanakosta.
Borgarráð bendir á að nú þegar hefur farið fram mat á umhverfisáhrifum þeirra framkvæmda sem tengjast fyrstu áföngum álvers í Helguvík. Umhverfismati vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar og Hverahlíðavirkjunar er lokið, einnig umhverfismati vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar og loks umhverfismati SV-línu. Að stofna til nýs sameiginlegs mats þessara framkvæmda og annarra sem hugsanlega geta tengst seinni áföngum álversins í Helguvík eða annarri uppbyggingu iðnaðar á Suðurnesjum leiðir til ófyrirséðrar seinkunar SV-línu. Orkuveita Reykjavíkur hefur undirgengist miklar skuldbindingar á síðustu árum þar sem SV-línan hefur verið ein forsendna þeirra áætlana. Má þar nefna kaup á fimm vélasamstæðum og samning um borun háhitahola á Hellisheiði og í Hverahlíð. Seinkun SV-línu getur komið í veg fyrir að Orkuveitan geti staðið við þær skuldbindingar með ófyrirséðum afleiðingum fyrir fjárhag fyrirtækisins og eigenda þess; Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð.
Orkuveita Reykjavíkur, sem Reykjavíkurborg á að mestum hluta, hefur samið um orkusölu til álversins í Helguvík og þegar orðið fyrir verulegum kostnaði vegna seinkunar framkvæmda sem rekja má til áfalla í íslensku efnahagslífi. Frekari tafir munu setja áform og áætlanir fyrirtækisins í uppnám.
Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka (áður Hitaveita Suðurnesja) hafa gert sameiginlegan orkusölusamning við Norðurál á Grundartanga og eru samábyrg fyrir afhendingu á orku til álversins þar. Afhendingaröryggi raforku til og frá Suðurnesjum er óásættanlegt og eru Suðurnes stærsta einstaka einingin í flutningskerfinu sem tengd er með einni línu. Það er því mjög brýnt að ekki verði frekari tafir á framkvæmdum við Suðvesturlínur svo bætt verði úr afhendingaröryggi orku til og frá Suðurnesjum.
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Umhverfisráðherra hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu og öðrum tengdum framkvæmdum og vísað málinu aftur til Skipulagsstofnunar til efnislegrar meðferðar og úrlausnar. Borgarráðsfulltrúi VG styður eindregið þá ákvörðun. Það er ljóst að þarna er um að ræða fleiri en eina matsskylda framkvæmd á sama svæði og framkvæmdirnar eru háðar hvor annarri. Skipulagsstofnun að höfðu samráði við viðkomandi framkvæmdaraðila og leyfisveitendur getur ákveðið að umhverfisáhrif þeirra skuli metin sameiginlega. Það er skoðun borgarráðsfulltrúa VG að ávallt beri að leitast við að fá sem skýrasta mynd af áhrifum framkvæmda ekki síst þegar þær eru af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir. Slíkt er dæmi um vandaða stjórnsýslu.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Heildstætt umhverfismat á virkjunum og raforkuflutningi til fyrirhugaðs álvers í Helguvík hefði þurft að fara fram strax í upphafi þeirra áforma. Það var ekki gert og er það miður. Nú hefur umhverfisráðherra óskað eftir því að Skipulagsstofnun taki til endurmats hvort þörf er á heildstæðu umhverfismati allra framkvæmda sem tengjast Helguvíkurálveri. Sú skoðun er ekki stóra óvissan varðandi framvindu Helguvíkurverkefnisins. Uppbygging í Helguvík er háð því að fjármagn fáist til framkvæmda á virkjunum og verksmiðjunni sjálfri, að orka sé nægjanleg og ekki síst að Norðurál hafi getu til að greiða fyrir raforku sem líkur eru til að verði mun dýrari en áætlað var í upphafi vegna þeirrar kröppu stöðu sem komin er upp í kjölfar bankahrunsins, lokunar lánamarkaða og gengisfellingar krónunnar. Orkuveita Reykjavíkur hefur þegar tekist á hendur margvíslegar fjárhagslegar skuldbindingar vegna virkjana og annarra framkvæmda sem tengjast Helguvíkurálveri. Þrátt fyrir að á sínum tíma hafi verið varað við þeirri miklu óvissu sem ennþá væri um framgang verkefnissins er þetta staðan.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Þeirri brjálsemi sem felst í að halda áfram að virkja hratt og óvarfærnislega með ósjálfbærum hætti hitavatnsauðlindina umhverfis höfuðborgarsvæðið verður að linna. Þess vegna fagna ég mjög úrskurði umhverfisráðherra varðandi Suðvesturlínu, sem gæti tafið og jafnvel komið í veg fyrir það glapræði sem framhald óarðbærra virkjanaframkvæmda í þágu erlendra stóriðjuhölda er.
20. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
1. Hver er ástæðan fyrir því að borgin ákvað að selja eignir og flytja stóran hluta starfsemi sinnar í leiguhúsnæði Eyktar ehf.?
2. Hver er leigan á húsnæðinu við Höfðatorg á fermetra í dag og hver er leigan á því öllu?
3. Er hluti húsnæðisins ónýttur og ef svo er, hver er ástæðan fyrir því og hversu margir fermetrar eru ekki í notkun?
4. Hver er leigan á fermetra í húsnæði því sem Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða hefur á leigu?
5. Nú stendur hluti Ráðhússins og Tjarnargötu 12 ónotaður. Er meira af húsnæði borgarinnar ónotað? Hver er ástæðan fyrir þessu? R07020171
21. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
1. Hvers vegna hætti innkauparáð við fyrirhugað útboð vegna uppbyggingar á horni Austurstrætis og Lækjargötu, þar sem gert var ráð fyrir því að fimm fyrirtæki fengju að taka þátt?
2. Hver óskaði eftir því við innkaupaskrifstofu og hvenær, að öll fyrirtæki sem uppfylltu útboðsreglur eftir þátttöku, fengju að taka þátt í útboðinu?
3. Hver upplýsti og hvenær, að tillagan um val á fimm þátttakendum í útboðinu væri ekki með fullnægjandi hætti? R07040086
Fundi slitið kl. 11.30
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Kjartan Magnússon
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þorleifur Gunnlaugsson