Borgarráð - Fundur nr. 5086

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2009, fimmtudaginn 8. október, var haldinn 5086. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 6. október. R09010026
Björk Vilhelmsdóttir víkur af fundi við meðferð málsins.
Samþykkt.

2. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 22. september. R09010006

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 30. september. R09010009

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 3. september. R09010010

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 6. október. R09010012

6. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 28. september og 6. október. R09010018

7. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 30. september. R09010026
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 30. september. R09010031

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 1. október. R09010032

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R09090140

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðis á Hólmsheiði. R07080076
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breytitu deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðar nr. 3 við Egilsgötu. R09100074
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 24. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 23. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Engjahverfis vegna lóðar nr. 6 við Starengi. R09100179
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 24. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 23. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi stofnanasvæðis Eiðisgranda vegna lóðar Grandaskóla. R09100177
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 24. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 23. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar Borgarspítalans vegna lóðar leikskólans Furuborgar. R09100178
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað að þeir vísi til fyrirvara fulltrúa sinna í skipulagsráði.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óska bókað:

Fulltrúi Vinstri grænna í borgarráði telur ráðlegt að beðið verði með auglýsingu tillögunnar þar til niðurstaða svifryksmælinga að vetrarlagi liggur fyrir og situr því hjá við afgreiðslu málsins.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Vegna áforma um fjölgun leikskólarýma í Furuborg, sem liggur á milli Álands og Bústaðavegar, vil ég benda á mikilvægi þess að setja hljóðmön milli Bústaðavegar og leikskólans. Jafnframt minni ég á að tillögu minni um 30 km svæði á Bústaðavegi frá Háaleitisbraut að Reykjanesbraut er ætlað að auka umferðaröryggi á Bústaðavegi og bæta mannlíf og umhverfi í Fossvogs- og Bústaðahverfi. Tillagan hefur því miður verið svæfð í umhverfis- og samgönguráði eins og aðrar tillögur mínar er varða bætt umferðaröryggi og umhverfi í borginni.

16. Lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. f.m. í máli nr. E-3159/2009, Ólöf H. Marísdóttir gegn Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu. R09030008

17. Lagt fram svar borgarstjóra frá 7. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um veggjakrot, sbr. 22. lið fundargerð borgarráðs frá 24. f.m. R09090152

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:

Líkt og svör borgarstjóra bera með sér hafa fjármunir til aðgerða gegn veggjakroti verið skornir niður úr 156 milljónum króna í 61 milljón króna milli áranna 2008 og 2009 eða um 61#PR. Enginn þáttur borgarrekstrarins hefur verið skorinn jafnmikið niður. Á sama tíma hefur veggjakrot aukist og hefur líklega aldrei verið meira í borgarlandinu. Þetta vekur spurningar um stefnu og yfirlýsingar meirihlutans um “stríð gegn veggjakroti” þar sem fjölmiðlar voru oftar en ekki kallaðir til og beðnir að mynda borgarstjóra við þrif. Reynsla nágrannaþjóða bendir til þess að slíkar stríðsyfirlýsingar í fjölmiðlum séu einna verst fallnar til að ná árangri og draga úr veggjakroti nema í algjörum undantekningatilfellum þegar þess sé sérstaklega gætt að orðum sé fylgt fast eftir með mannafla og fjármunum. Því miður virðast áherslur meirihlutans því helst vera fallnar til þess að auka veggjakrot fremur en að draga úr því.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Reykjavíkurborg hefur reglulega ráðist í átaksverkefni gegn veggjakroti þar sem framlög til hreinsunar hafa verið aukin. Slíkt átak átti sér stað árið 2008, en segja má að það hafi byggt á svipuðu átaki frá árinu 2002 þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þá borgarstjóri sagði veggjakroti “stríð á hendur” skv. frétt Morgunblaðsins í júlí það ár. Óþarfi er að gera tortryggilegt þótt hún hafi boðað fjölmiðla á staðin þegar hún “Reyndist liðtæk með rúllurnar” eins og sagði í myndatexta.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:

Lykilatriði í viðureign við veggjakrot er að efndir fylgi orðum. Það var gert í tíð fyrri meirihluta en ekki nú, enda hefur veggjakrot sjaldan ef nokkurn tímann verið meira áberandi í borginni. Af flóttalegum svörum meirihlutans er augljóst að engar áætlanir eru uppi um að breyta því, nema síður sé.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Framlög til hreinsunar veggjakrots hafa aldrei verið meiri en árið 2008 og meirihlutinn í borgarstjórn mun áfram kappkosta að halda borginni hreinni og fallegri.

18. Lagt fram svar borgarstjóra frá 6. þ.m. við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um fjárframlög til framboða í borgarstjórn, sbr. 14. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. f.m. R08120099

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Eins og fram kemur í svari borgarstjóra við fyrirspurn minni um fjárframlög til framboða í borgarstjórn voru 33,6 milljónir króna áætlaðar til ráðstöfunar í þeim efnum. Þar af var borgarstjórnarframboði D-lista ætlaðar 14,4 milljónir króna, S-lista 9,1 milljón króna og V-lista 4,5 milljónir króna. Langminnsta framboðið, framboð B-lista hlaut 2,1 milljón króna í framlög, en F-listinn, með 60#PR meira fylgi en B-listinn, hefur ekki fengið eina krónu í framlög á þessu ári þrátt fyrir að framboðinu séu áætlaðar 3,4 milljónir króna vegna ársins 2009. Upplýst hefur verið að framlögin eigi að vera óbreytt frá árinu 2008. Þannig hefur borgarstjórnarframboð F-listans í raun aðeins fengið úhlutað 3,4 milljónum króna til starfsemi sinnar fyrir árin 2007-2009 á meðan borgarstjórnarframboð D-listans hefur fengið nálægt 40 milljónum króna. Sú staðreynd að borgarstjóri hafi vísað erindi formanns Frjálslynda flokksins, þar sem grófum rangfærslum um undirritaðan er haldið fram, til innri endurskoðunar er afar ámælisverð því hér eru allir hlutir uppi á borðinu hjá borgarstjórnarframboði F-listans. Nær hefði verið að láta innri endurskoðun rannsaka ýmsan ferða-, risnu- og móttökukostnað kjörinna fulltrúa þar sem m.a. einkaaðilar hafa komið að máli. Það væri undirrituðum mjög í hag að slíkar greiðslur og sporslur væru kannaðar ofan í kjölinn, enda hefur hann á 20 ára borgarstjórnarferli sínum beitt sér fyrir mikilli útgjaldalækkun vegna ferða-, dagpeninga-, risnu- og móttökukostnaðar vegna kjörinna fulltrúa.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Framlög til stjórnmálaflokkanna eru ákveðin í fjárhagsáætlun hvers árs og skipting þeirra tekur skv. lögum einungis mið af kjörfylgi hvers framboðs. Ekki hefur enn verið hægt að ganga frá greiðslu framlags til F-listans þar sem tveir aðilar hafa gert tilkall til þess. Beðið er lögfræðilegrar niðurstöðu málsins.

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. f.m., sbr. samþykkt framkvæmda- og eignaráðs 14. s.m., varðandi úthlutun byggingarréttar til Bón- og þvottastöðvarinnar ehf. undir bílaþvottastöð á lóðinni nr. 10 við Grjótháls, með nánar tilgreindum skilmálum. R09090078
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 23. s.m., þar sem óskað er heimildar til beitingar dagsekta vegna óleyfisbúsetu í kjallara hússins að Laugavegi 143. R09090170
Samþykkt.

21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að forsætisnefnd verði falin umsjón með uppbyggingu og stefnumótun í málefnum Höfða í kjölfar skemmda á húsinu vegna bruna. Ásamt forsætisnefnd komi að verkinu þegar skipað viðbragðsteymi endurbyggingar, öryggis- og tryggingarmála, ásamt sérstökum ráðgjafa á sviði húsagerðarlistar auk sérfræðings á skrifstofu borgarstjóra.

Greinargerð fylgir tillögunni. R09090171
Samþykkt.

22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. þ.m.:

Borgarráð samþykkir árlegt framlag Reykjavíkurborgar til Hallgrímskirkju að fjárhæð 5.000.000 kr. árin 2013-2018, alls 30.000.000 kr. vegna viðgerða á kirkjunni enda komi jafnhátt framlag frá ríki fyrir sama tímabil. Jafnframt falli niður fyrri samþykkt borgarráðs um sama efni dags. 16. júní 2009.

Greinargerð fylgir tillögunni. R08060092
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

23. Rætt um málefni Alþjóðahússins. R09070058
Samþykkt borgarráðs:

Það er eindreginn vilji borgarráðs að tryggja trausta þjónustu fyrir innflytjendur í Reykjavík. Það er gert með öflugum hætti á þjónustumiðstöðvum, leikskólum, grunnskólum og öðrum stofnunum borgarinnar en einnig með samningum við Alþjóðahús. Í samræmi við samþykkt borgarráðs frá 27. nóvember 2008 er mannréttindastjóra falið að ljúka samningum við Alþjóðahús fyrir árið 2009 með viðbótarframlagi í samræmi við fyrri samninga. Þessi niðurstaða borgarráðs er óháð þeirri vinnu sem nú er í gangi á vettvangi mannréttindaráðs um hvernig best verði haldið á framhaldi umræddrar þjónustu.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Ég leggst gegn því að áfram verði haldið á þeirri braut í samskiptum við Alþjóðahús sem verið hefur, enda hafa þau samskipti ekki verið með besta móti. Ég tel tímabært að flytja þá þjónustu sem Alþjóðahús veitir til Reykjavíkurborgar.

24. Lögð fram umsögn mannréttindaráðs frá 24. f.m., sbr. bréf mannréttindastjóra dags. 28. s.m., varðandi Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 15. s.m. R09090086
Vísað til borgarstjórnar.

25. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 24. f.m., sbr. samþykkt menntaráðs 23. s.m., um gerð þjónustusamninga til eins árs við 18 tónlistarskóla. R09060079
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:

Tekið er undir þá gagnrýni að vinnubrögð meirihluta menntaráðs í samskiptum við skólastjórnendur tónlistarskóla hafa ekki verið til fyrirmyndar. Ljóst er að niðurskurður á þessu skólaári verður tónlistarskólunum afar erfiður og brýnt að menntaráð og menntasvið fylgist grannt með áhrifum hans á mikilvæga starfsemi tónlistarskólanna og reyni eftir fremsta megni að bæta þeim skaðann þegar betur árar. Samfylking og VG sitja hjá við afgreiðsluna.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Í samskiptum menntasviðs við skólastjórnendur tónlistarskóla vegna hagræðingar á árinu 2009 hefur áhersla verið lögð á ýtarlegt samráð og er ætlunin að auka það enn frekar. Vel verður því fylgst með áhrifum hagræðingar á mikilvæga starfsemi tónlistarskólanna. Því er fagnað sérstaklega að tónlistarskólarnir hafa orðið við þeim óskum menntaráðs að halda nemendafjölda því sem næst óbreyttum frá síðasta skólaári þrátt fyrir lægra fjárframlag.

26. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 14. maí sl., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 11. nóvember sl., um hækkun stöðvunarbrotagjalda, ásamt nýrri gjaldskrá fyrir gjald vegna stöðvunarbrota í Reykjavík. R09050068
Samþykkt með þeirri breytingu að aukastöðugjald skv. 1. gr. gjaldskrárinnar hækki í 2.500 kr. í stað 3.000 kr. Vísað til borgarstjórnar.

27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. þ.m.:

Lagt er til að borgarráð samþykki sérstakan húsnæðisstyrk til tónlistarskóla að fjárhæð 12,4 mkr. sem verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð 09205.

Greinargerð fylgir tillögunni. R09100183
Samþykkt.

28. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur til að Davíð Stefánsson taki sæti varamanns í barnaverndarnefnd í stað Jóhanns Björnssonar. R08010178
Vísað til borgarstjórnar.

29. Ólafur F. Magnússon kynnir svofelldar breytingar áheyrnarfulltrúa F-lista í nefndum og ráðum:

Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir tekur sæti áheyrnarfulltrúa í leikskólaráði í stað Kjartans F. Ólafssonar og varaáheyrnarfulltrúi verður Heiða Dögg Liljudóttir í stað Sigurlaugar. Kjartan F. Ólafsson tekur sæti áheyrnarfulltrúa í mannréttindaráði í stað Sigurlaugar Sveinbjörnsdóttur. Ásdís Sigurðardóttir tekur sæti áheyrnarfulltrúa í hverfisráði Háaleitis í stað Kjartans F. Ólafssonar. Gunnar Hólm Hjálmarsson tekur sæti áheyrnarfulltrúa í hverfisráði Miðborgar í stað Ólafs F. Magnússonar og Ólafur F. Magnússon verður varaáheyrnarfulltrúi í ráðinu í stað Gunnars. R09010096

30. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að skipulagssviði verði falið að hraða vinnu við skipulag svæðis Nýs Landspítala. Yfir standa viðræður ríkisins og lífeyrissjóða um að ráðist verði í byggingu spítalans og framkvæmdum flýtt til að mæta erfiðu atvinnustigi. Deiliskipulagi fyrir spítalann er ólokið og mikilvægt að markvisst verði unnið að málinu til að óvissa um skipulag tefji ekki hönnun og annan framgang málsins. Jafnframt verði hugað að þeim fjölmörgu sóknarfærum sem skapast geta með návígi spítalans, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýri, sbr. fyrri tillögur Samfylkingarinnar í því efni. R09100192

Frestað.

31. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Ljóst er að svið borgarinnar búa ekki við fast verðlag frekar en aðrir. Til að fá raunsanna mynd af niðurskurðinum sem svið borgarinnar eiga að taka á sig er óskað eftir því að tekið sé tillit til raunverulegra og væntra verðlagsbreytinga. Borgarstjóri hefur lagt fram tillögu um niðurskurð á bilinu 6-10#PR á málaflokka borgarinnar. Þá hefur ekki verði tekið tillit til verðlagsbreytinga/verðbólgu sem leiðir til meiri raunlækkunar.
1. Óskað er eftir upplýsingum um hver niðurskurðarkrafan milli ára er að raungildi, skipt niður eftir málaflokkum.
2. Þá er óskað eftir upplýsingum um niðurskurðarkröfuna sem hlutfall þeirra liða sem málaflokkarnir hafa vald yfir/geta breytt milli ára. M.ö.o. að fastir liðir eins og innri leiga, fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur séu teknir út fyrir sviga og niðurskurðarprósentan sýnd sem hlutfall af þeim rekstri sem hægt er að hafa áhrif á. R09050032

32. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

1. Hverjar eru áætlaðar greiðslur eignasjóðs til aðalsjóðs og hver er hækkunin milli ára?
2. Hverjar eru áætlaðar sundurliðaðar greiðslur til þriðju aðila sem eignasjóðurinn leigir mannvirki af og hver er hækkunin milli ára?
3. Hver er áætluð innri leiga sviðanna í krónum talið og sem hlutfall af heildarramma og hver er hækkunin milli ára?
4. Óskað er eftir yfirliti um þróun húsnæðiskostnaðar sviða Reykjavíkurborgar undanfarin 5 ár. Í krónum talið og sem hlutfall af heildarramma sviðanna.
5. Hverjar eru tekjur eignasjóðs af leigu til annarra en borgarstofnana og hver er hækkunin milli ára?
6. Óskað er eftir því að grein verði gerð fyrir því hvernig gegnsæi sé tryggt í millifærslum milli eignasjóðs og aðalsjóðs og einstakra sviða borgarinnar og hvort breytingar séu ætlaðar á fyrirkomulaginu milli fjárhagsáætlana 2009 og 2010?
7. Óskað er eftir greiningu á því hvaða áhrif framkvæmdir undanfarinna ára, ársins 2009 og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2010 muni hafa á innri leigu borgarstofnana á komandi árum?
8. Hefur sú kostnaðaraukning sem felst í innri leigu í kjölfar framkvæmda verið samþykkt í borgarráði og hvert er samþykktarferlið? R09050032

33. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:

Á borgarstjórnarfundi 19. maí sl. lögðu fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar fram tillögu um að skipa aðgerðahóp sem hafi það hlutverk að gera aðgerðaáætlun sem tryggi velferð barna í borginni eins og kostur er. Tillögunni var vísað til borgarráðs sem tók hana til afgreiðslu tæpum 2 mánuðum síðar eða 2. júlí en þar var hún samþykkt og tilnefndur hópur borgarfulltrúa undir forsæti Jórunnar Frímannsdóttur. Aðgerðahópur um velferð barna hefur aðeins haldið 1 fund fyrir einum og hálfum mánuði síðan og ekki hefur verið boðaður annar fundur. Þegar litið er til mikilvægi þess að kjörnir fulltrúar hafi yfirlit yfir aukinn vanda barna í vaxandi kreppu og geti lagt gott til þegar á bjátar er hægagangur í starfi hópsins skaðlegur sem rekja má til þess að enginn starfsmaður er til staðar. Því leggja fulltrúar VG og Samfylkingar til að aðgerðahópur um málefni barna fái til liðs við sig starfsmann. R08100231
Frestað.

34. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á fundi borgarráðs þann 27. ágúst sl. var niðurstöðum starfshóps um samstarf íþrótta- og tómstundasviðs og menntasviðs um rekstur frístundaheimila vísað til ÍTR og menntasviðs og áttu tillögur að útfærslum að liggja fyrir þann 1. október. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um hvernig vinnunni miði og hvenær niðurstaðna sé að vænta, nú þegar vika er liðin frá uppgefnum fresti. R09060117

35. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Tillaga um að gerð yrði óháð úttekt á launamun kynjanna hjá Reykjavíkurborg var samþykkt í borgarstjórn þann 16. september 2008. Ítrekaðar fyrirspurnir hafa leitt í ljós að nú rúmu ári seinna er úttektin ekki enn hafin og óljóst hvernig málum verði háttað. Um leið og borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna furðar sig á framtaksleysinu óskar hann eftir tímasettri áætlun um hvernig verkið verði unnið, af hverjum og hvernig greitt verði fyrir þá vinnu. R08020040

36. Afgreidd 3 útsvarsmál. R09100159

Fundi slitið kl. 12.35

Óskar Bergsson

Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Kjartan Magnússon
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þorleifur Gunnlaugsson