Borgarráð - Fundur nr. 5078

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2009, fimmtudaginn 16. júlí, var haldinn 5078. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.45. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir, Óskar Bergsson, Sóley Tómasdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram afgreiðslufundargerð byggingarfulltrúa frá 7. júlí. R09010026
Samþykkt.

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 2. júlí. R09010014

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 24. júní. R09010016

4. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 16. og 30. júní og 7. júlí. R09010018

5. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 26. júní. R09010019

6. Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 15. júní. R09010023

7. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 15. júlí. R09010026
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 29. júní. R09010028

9. Lögð fram leiðrétt fundargerð velferðarráðs frá 23. júní. R09010034

10. Lagt fram bréf staðgengils skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R09060109

11. Lagt fram bréf lögfræðings skipulagssviðs frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 1. s.m., um tillögu að deiliskipulagi vegna legu stofnstígs meðfram Brautarholtsvegi á Kjalarnesi. R09040045
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf lögfræðings skipulagssviðs frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 1. s.m., um tillögu að breyttu deiliskipulagi í Úlfarsárdal, hverfi 4. R06100328
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf lögfræðings skipulags- og byggingarsviðs frá 2. f.m. varðandi beiðni um endurupptöku máls er varðar Heiðargerði 76. R08050018
Frestað.

14. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 19. f.m. um erindi Lögmanna frá 27. apríl þar sem krafist er endurgreiðslu kaupa á byggingarrétti á lóð nr. 1 við Nönnubrunn. R09040098
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. þ.m. varðandi leigusamning um lóðarspildu að Grandavegi 41 og 43. R09070066
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 10. þ.m. varðandi endurskoðun höfnunar skila á byggingarrétti á lóð nr. 15 við Lambhagaveg. Jafnframt lögð fram umsögn hans um málið, dags. 29. maí sl. R08100288
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

17. Lagt fram svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um Strætó bs., dags. 6. þ.m., sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. júlí. R09030130

18. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna um Mál og menningu, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. júní sl. R09060088

19. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna um kostnað vegna atvinnuleysis, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. júní sl. R09050032

20. Lagt fram svar borgarstjóra frá 14. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um skil á lóðum, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. júní. R07040132

21. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 2. þ.m.:
Borgarráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að þríhliða samkomulagi Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík og Hjallastefnunnar ehf. um að Hjallastefnan ehf. byggi og reki tímabundið leik- og grunnskóla á svæði Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýrinni.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lagt fram minnisblað framkvæmda- og eignasviðs frá 13. þ.m. um kostnað við að gera lóðina byggingarhæfa. R07070078
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins, enda hefur það hvorki verið kynnt í leikskóla- né menntaráði. Hér er þó um að ræða stækkun einkarekins grunnskóla, þrátt fyrir fækkun nemenda í borginni og grundvallarbreytingu á starfsemi Laufásborgar þar sem fimm ára börnum verður úthýst þaðan frá og með hausti 2010.

22. Lagt fram að nýju bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 16. f.m., sbr. samþykkt stjórnar SSH 15. s.m., um endurfjármögnun Strætó bs. Jafnframt lagt fram minnisblað stjórnarinnar frá 12. maí sl. um sama mál. Þá er lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 1. þ.m. R09030130

- Kl. 10.15 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum og Oddný Sturludóttir víkur af fundi.

Samþykkt borgarráðs:
Borgarráð tekur undir samþykkt umhverfis- og samgönguráðs um endurfjármögnun Strætó og þær áherslur sem fram koma í samþykktinni og því minnisblaði sem lagt var fram samhliða. Borgarráð tekur einnig undir þá samþykkt umhverfis- og samgönguráðs að samþykkja ekki þær leikreglur sem fylgja tillögu um endurfjármögnun eins og þær liggja fyrir. Fjármál Strætó bs. og almenn stefnumótun um þjónustu fyrirtækisins verða skoðuð samhliða þeirri heildarendurskoðun stofnsamþykkta og eigendasamkomulags Strætó bs. sem stjórn SSH hefur lagt til. Borgarráð telur að sú endurskoðun sé forsenda endurfjármögnunar fyrirtækisins og þess að góð sátt náist um öflugan framtíðarrekstur þessa mikilvæga samgöngumáta á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt setur borgarráð þann fyrirvara við samþykkt um endurfjármögnun að samningar takist við lánastofnanir um ásættanleg kjör. Til að tryggja að sjónarmið og áherslur Reykjavíkurborgar verði sem best tryggð við heildarendurskoðun málefna Strætó, samþykkir borgarráð að skipa þverpólitískan starfshóp borgarfulltrúa til að halda utan um stefnu og áherslur Reykjavíkurborgar í þeirri vinnu.

Borgarráð samþykkir að skipa eftirtalda í starfshópinn: Jórunni Frímannsdóttur, Gest Guðjónsson, Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, Dofra Hermannsson/Björk Vilhelmsdóttur og Þorleif Gunnlaugsson.

Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi bókun:
Að sjálfsögðu styð ég tillögu um endurfjármögnun Strætó bs. en tel að ganga þurfi mun lengra til að almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu nái að þjóna tilgangi sínum. Um 15 ára skeið hef ég beitt mér fyrir því að fargjöld væru ýmist lækkuð eða felld niður, sérstaklega hjá börnum, unglingum, öldruðum og öryrkjum. Raunar var síðasta atriðið hluti af þeim málefnasamningi F-lista og Sjálfstæðisflokks frá í janúar 2008, sem sjálfstæðismenn stóðu ekki við. Um vilja- og getuleysi sjálfstæðismanna og gömlu R-lista flokkanna þarf enginn að efast í ljósi sögunnar. Auk þess ítreka ég þá skoðun mína að sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu beri að sameinast hið fyrsta. Ég boða endurtekinn tillöguflutning í þeim efnum á næsta borgarstjórnarfundi.

23. Lagt fram að nýju bréf staðgengils skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 2. þ.m. um breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sem vísað var til síðari umræðu á fundi borgarráðs s.d. R07100311
Samþykkt.

24. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra ÍTR frá 5. f.m. um samning Reykjavíkurborgar, Landsbanka Íslands og Tónlistarþróunarmiðstöðvar um styrki til TÞM, sbr. bréf TÞM frá 16. apríl sl. R09050062
Umsókninni er vísað til meðferðar sviðsstjóra ÍTR með ósk um að fundað verði með forsvarsfólki Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar með það að markmiði að tryggja framtíðarstarfsemi miðstöðvarinnar án þess þó að gert sé ráð fyrir frekari fjárframlögum Reykjavíkurborgar til verkefnisins.

25. Lagðir fram árshlutareikningar fyrir Reykjavíkurborg, aðalsjóð Reykjavíkurborgar og eignasjóð Reykjavíkurborgar, janúar-mars 2009. Jafnframt lögð fram skýrsla fjármálaskrifstofu, dags. 14. þ.m. R09060041

26. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 24. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 23. s.m., um breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 14. þ.m. R09010048
Vísað til velferðarráðs að nýju.

27. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 26. f.m. um drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun styrkja á vegum hverfisráða. R09060132
Vísað til velferðarráðs.

28. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 15. þ.m. um stöðu mála í Mjóddinni. R09070068
Vísað til umsagnar borgarlögmanns.

- Kl. 11.30 víkur Dagur B. Eggertsson af fundi og Oddný Sturludóttir tekur þar sæti.

29. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 15 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R09070003

30. Lögð fram tillaga að umsögn skrifstofu borgarstjórnar frá 8. þ.m. um rekstrarleyfi fyrir samkomusal í Reiðhöllinni í Víðidal. R09040003
Samþykkt.

31. Lögð fram tillaga að umsögn skrifstofu borgarstjórnar frá 8. þ.m. um rekstrarleyfi fyrir ónefndan veitingastað að Borgartúni 14. R09060008
Samþykkt.

32. Lögð fram tillaga að umsögn skrifstofu borgarstjórnar frá 14. þ.m. um rekstrarleyfi fyrir Sushi-smiðjuna, Geirsgötu 3. R09060008
Samþykkt.

33. Borgarráð samþykkir svofellda breytingu við 5. gr. málsmeðferðarreglna um veitinga- og gististaði: Við bætist fjórði málsliður svohljóðandi: Borgarráð getur þó ákveðið að veita undanþágu frá þeirri reglu vegna umsóknar innan skilgreinds íbúðasvæðis enda sé um að ræða staðsetningu í jaðri miðborgar/miðsvæði og rekstur í flokki II. R09070071

34. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag. R09010038
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 1.000.000 til Hilmu Gunnarsdóttur og Sigríðar Bachmann vegna sýningarinnar Líf í borg á Laugavegi.

35. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 20. mars sl. um gjaldtöku vegna skráningar lóða í Fasteignaskrá Íslands. R09070059
Samþykkt.

Bókun borgarráðs:
Borgarráð vekur athygli á að gjaldtaka fyrir skráningu nýrra fasteigna í fasteignaskrá er tekjuöflun fyrir ríkið sem unnin er á kostnað sveitarfélaga og íbúa þeirra.

36. Lögð fram drög að þjónustusamningi milli Reykjavíkurborgar og Alþjóðahúss, dags. í júlí 2009. R09070058

Borgarráð samþykkir samninginn en felur mannréttindaráði og mannréttindastjóra að taka út þjónustu Reykjavíkurborgar við innflytjendur og tryggja að framkvæmdin sé í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og stefnu mannréttindaskrifstofunnar í málefnum innflytjenda.

37. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 14. þ.m. um tilfærslur og/eða leiðréttingar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2009. R09050052
Samþykkt.

38. Kynnt er rekstraryfirlit maímánaðar. R09020033

39. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra frá 15. þ.m. um mat á kostnaði Reykjavíkurborgar vegna ráðstafana í ríkisfjármálum. R09070069

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð Reykjavíkur lýsir miklum áhyggjum vegna þess kostnaðar sem falla mun á borgarsjóð vegna samþykkts frumvarps um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Fjármálaskrifstofa hefur metið áætluð áhrif af ráðstöfunum í ríkisfjármálum á fjármál Reykjavíkurborgar. Kostnaðaráhrif á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar nema tæpum hálfum milljarði fyrir árið 2009 og tæpum milljarði króna fyrir árið 2010. Þannig er útgjaldaaukning vegna hækkunar á tryggingagjaldi úr 5,34#PR í 7#PR talin nema 208 m.kr. á árinu 2009, en 414 m.kr. árið 2010. Tímabundinn 5#PR hátekjuskattur á fjármagnstekjur lækkar þann tekjustofn borgarinnar um 25 m.kr. árið 2009 og um 40 m.kr. á árinu 2010 ef honum verður framlengt. Áhrif á laun og þar með álagningarstofn útsvars eru talin leiða til lækkunar hans um 229 m.kr. á árinu 2009 um 500 m.kr. lækkun á árinu 2010. Áhrif af hækkun virðisaukaskatts á matvöru hafa ekki verið metin. Heildaráhrif bandormsins eru þannig metin til um 460 m.kr. útgjaldaauka fyrir Reykjavíkurborg á árinu 2009 og til 960 m.kr. útgjaldaauka fyrir borgina á árinu 2010. Líkt og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur bent á, getur það ekki talist sanngjarnt að ríkið skattleggi sveitarfélögin með þessum hætti og ógni þannig enn frekar viðkvæmri fjármálastöðu þeirra. Sveitarfélögin hafa ráðist í mikla aðhalds- og hagræðingarvinnu og dregið úr launaútgjöldum og öðrum rekstrarkostnaði án þess að skerða grunnþjónustu eða störf en aðgerðir ríkisstjórnarinnar geta tekið ávinninginn af þeirri vinnu sveitarfélaganna til baka. Borgarráð Reykjavíkur hvetur ríkisstjórn og Alþingi til að endurskoða þessa ákvörðun og tryggja að þessar háu upphæðir verði ekki teknar úr sameiginlegum sjóðum Reykvíkinga og annarra sveitarfélaga við þessar aðstæður.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Þær efnahagsþrengingar sem íslenska þjóðin gengur nú í gegnum hafa mikil áhrif á fjármál sveitarfélaganna. Af þeim sökum hefur ríkisvaldið unnið í nánu samstarfi undanfarna mánuði og vikur, m.a. við Samband íslenskra sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Samband íslenskra sveitarfélaga stóð að stöðugleikasáttmálanum sem undirritaður var í lok síðasta mánaðar. Ráðstafanir í ríkisfjármálum eru hluti af þeim stöðugleikasáttmála sem samið var um. Það var öllum ljóst að sveitarfélögin myndu axla sínar byrðar í samræmi við sáttmálann. Samstarf ríkisvaldsins og sveitarfélaganna er afar mikilvægt, hér eftir sem hingað til. Brýnt er að ríkisvaldið geri sér grein fyrir þeirri mikilvægu nærþjónustu sem sveitarfélögin sinna og að aðgerðir þess muni hafa sem minnst áhrif á hana.

40. Ólafur F. Magnússon tilkynnir að hann taki sæti sem fulltrúi F-lista í aðgerðahópi um velferð barna, sbr. 46. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. þ.m. R09050075

41. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Nokkuð hefur borið á fyrirspurnum frá foreldrum vegna fyrirkomulags á fækkun kennslustunda í 2.-4. bekk að undanförnu, enda virðast litlar sem engar upplýsingar hafa borist frá grunnskólum borgarinnar um málið. Því óska borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar eftir upplýsingum um eftirfarandi:
1. Hefur skólunum verið gefin einhver lína um það með hvaða hætti niðurfellingin skuli framkvæmd?
2. Kemur niðurfellingin til með að lengja dvöl einhverra barna í frístundaheimilum ÍTR?
a. Ef svo er, hver greiðir fyrir þá þjónustu og hversu mikill er kostnaður vegna hennar?
b. Hefur verið gengið frá samkomulagi við ÍTR um framkvæmd þessa?
3. Hvenær er áformað að kynna foreldrum útfærslu niðurfellingarinnar? R09070077

42. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn um Landsvirkjun, til viðbótar við fyrri fyrirspurn, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. júlí:
Reykjavíkurborg átti, til 1. janúar 2007, 44,525#PR hlut í Landsvirkjun en þá keypti ríkið hlutinn. Samkvæmt sölusamningnum ber Reykjavíkurborg enn ábyrgð á 44,525#PR skulda Landsvirkjunar sem stofnað var til fyrir sölu hlutarins, en meginþorri skulda Landsvirkjunar eru frá þeim tíma. Af samlestri ársreikninga Reykjavíkurborgar og Landsvirkjunar er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að hlutur Reykjavíkurborgar í ábyrgðargjaldi fyrirtækisins sé of lítill og jafnframt kunna að vera rök fyrir því að ábyrgðargjaldið sé óeðlilega lágt. Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar 2008 fékk Reykjavíkurborg greiddar 208 milljónir króna í ábyrgðargjald vegna ábyrgða borgarinnar á lánum Landsvirkjunar. Samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar greiddi fyrirtækið ábyrgðargjald sem nemur 6.970 þúsund USD sem samsvarar 845 milljónum miðað við gengi 121,2 um áramótin. Þannig virðist hlutur Reykjavíkurborgar í ábyrgðargjaldsgreiðslunum vera innan við fjórðungur af greiddu ábyrgðargjaldi meðan hlutfallsleg ábyrgð borgarinnar er mun meiri. Því leggja fulltrúar Samfylkingar fram fyrirspurnir til viðbótar fyrri fyrirspurnum í borgarráði vegna ábyrgða Reykjavíkurborgar fyrir Landsvirkjun:
i) Hvernig kemur það ábyrgðargjald sem borgin fær greitt heim og saman við ábyrgðir borgarinnar?
ii) Hefur það ábyrgðargjald sem Landsvirkjunar hefur greitt Reykjavíkurborg á undangengnum árum endurspeglað ábyrgðir borgarinnar á skuldum Landsvirkjunar?
iii) Hver hefur setið ársfundi og eftir atvikum aðra fundi Landsvirkjunar til að gæta hagsmuna Reykjavíkurborgar eftir sölu á hlut borgarinnar í fyrirtækinu?
iv) Í 61. gr. samnings um Evrópska efnahagssvæðið er fjallað um ríkisstyrki og ríkisábyrgðir. Samkvæmt greininni mega ábyrgðir opinberra aðila ekki vera ívilnandi fyrir fyrirtæki á borð við Landsvirkjun. Því verður ábyrgðargjald að endurspegla þau kjör sem fyrirtækinu myndu bjóðast án slíkra ábyrgða. Hefur borgin látið gera sjálfstæða úttekt á því hvort ábyrgðargjaldið sem Landsvirkjun greiðir endurspegli þann ávinning sem fyrirtækið hefur af ábyrgðum borgarinnar? R09070017

Fundi slitið kl. 13.00

Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir