Borgarráð - Fundur nr. 5073

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2009, fimmtudaginn 28. maí, var haldinn 5073. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.45. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir, Óskar Bergsson og Sóley Tómasdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 12. maí. R09010006

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 11. maí. R09010008

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 7. maí. R09010009

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 30. apríl. R09010010

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 5. maí. R09010011

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 19. maí. R09010013

7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 13. maí. R09010015

8. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 19. maí. R09010018

9. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 20. og 27. maí. R09010026
B-hluti fundargerðanna samþykktur.

10. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 15. maí. R09010030

11. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 15. og 20. maí. R09010032

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál. R09040097

13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 4. þ.m. varðandi endurskipun í stýrihóp um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar, sbr. samþykkt borgarráðs frá 14. febrúar 2008.
Samþykkt að skipa fimm fulltrúa í hópinn: Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður, Gísli Marteinn Baldursson, Óskar Bergsson, Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir. R08010121

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Með því að bola fulltrúa F-listans út úr stýrihóp um skipulag Vatnsmýrarinnar er í senn verið að gefa því fjölskipaða stjórnvaldi sem borgarstjórn er langt nef sem og þeim mikla fjölda Reykvíkinga sem á samleið með F-listanum í því þýðingarmikla skipulags-, samgöngu- og öryggismáli sem traustar flugsamgöngur við höfuðborgina eru fyrir Reykvíkinga og alla landsmenn. Leitt er að horfa upp á þá pólitísku samtryggingu sem ríkir í þessu máli milli borgarfulltrúa annarra flokka en F-listans í borgarstjórn. Með þessari samtryggingu kjörinna fulltrúa eru almannahagsmunir svo sannarlega ekki hafðir í heiðri.

14. Lagt fram að nýju bréf Einars Gauts Steingrímssonar hrl. frá 1. f.m. varðandi kröfu lóðarhafa að Lautarvegi 2, 4 og 6 um skil á lóðunum, ásamt umsögn skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 27. s.m., þar sem mælt er gegn því að orðið verði við erindinu. R08100288
Umsögn skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum og er erindinu því synjað.

15. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R09050001

16. Lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar frá 11. þ.m. um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Indian Mango, Frakkastíg 12. R09040003
Samþykkt.

17. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. þ.m.:
Í ljósi bréfs Íbúasamtaka miðborgar um vínveitingastaði á svæðinu leggur fulltrúi Vinstri grænna í borgarráði til að stýrihópi vegna reglna um staðsetningu og afgreiðslutíma vínveitingastaða verði falið að halda borgarafund með íbúum miðborgarinnar um málið. R09050008
Vísað til stýrihóps um veitingamál.

18. Lagt fram svar borgarstjóra frá 22. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar varðandi yfirlit yfir stöðu lóðarhafa á nýbyggingarsvæðum borgarinnar, sbr. 12. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. s.m. R09030095

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Svör framkvæmdasviðs bera með sér að áhyggjur Samfylkingarinnar af ójafnræði gagnvart lóðarhöfum sem óska eftir því að fá að skila lóðum áttu við rök að styðjast. Fjölda fjölskyldna sem fengu lóð eftir útboð hefur verið meinað að skila þeim í kjölfar formlegra og óformlegra erinda. Þeir verktakar, einstaklingar og fjölskyldur sem fengu lóðir á föstu verði, sem oft var lægra en verð á útboðslóðum, hafa hins vegar fengið að skila þeim. Alls hefur þannig verið skilað 85 einbýlishúsalóðum, 16 lóðum undir par- og raðhús (undir 94 íbúðir) og fjórum lóðum undir fjölbýli með 216 íbúðum. Alls 395 lóðum á föstu verði hefur því mátt skila en engri sem úthlutað var eftir útboð. Munurinn er sláandi.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Greiðslur vegna skila á lóðum taka einungis mið af þeim úthlutunarreglum sem um lóðirnar giltu á þeim tíma sem þeim var úthlutað. Endurgreiðsla vegna lóða hefur aðeins farið fram í þeim tilvikum þar sem beinlínis er kveðið á um að lóðarhafa beri að skila ætli hann sér ekki að byggja. Af bókun Samfylkingar má skilja að eðlilegast væri að endurgreiða öllum lóðarhöfum sem þess óska. Ef það er réttur skilningur þá væri hreinlegast fyrir Samfylkinguna að leggja fram tillögu þess efnis.

19. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 7. f.m. ásamt umsögn menntaráðs frá 6. s.m. varðandi niðurstöðu starfshóps um könnun kosta þess að stofna jafnréttisskóla, sbr. 11. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. febrúar sl. R07060103
Vísað til mannréttindastjóra.

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar ítreka þá afstöðu sem komið hefur fram í bókunum bæði í mannréttinda- og menntaráði og fara þess á leit við mannréttindastjóra að tekið verði mið af þeim. Fulltrúar flokkanna í þessum ráðum telja brýnt að borgin fari í verkefnið sem tillagan hljóðar upp á, enda þótt önnur verkefni séu í gangi í samstarfi við ríki og önnur sveitarfélög. Jafnréttisskólinn yrði til þess eins að auka áhrif og efla verkefnið Jafnrétti í skólum sem meirihlutinn vísar ítrekað í í sínum umsögnum.

20. Lögð fram tillaga að breyttum almennum reglum um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar fyrir íbúðarhús í Reykjavík, dags. í maí 2009, ásamt bréfi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 27. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins 25. s.m. R07040132
Frestað.

21. Lögð fram drög að svari Reykjavíkurborgar til umboðsmanns Alþingis, dags. 7. þ.m., vegna máls nr. 5544/2008 er varðar ákvarðanir og framkvæmd mála sem snúa að félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík. R09010065
Samþykkt.

22. Samþykkt að skipa eftirtalda í vinnuhóp um mótun stefnu um samþætta þjónustu í hverfum borgarinnar, sbr. 2. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. þ.m.: Jórunn Frímannsdóttir, formaður, Eiríkur Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson, Oddný Sturludóttir og Björk Vilhelmsdóttir.
R07100311

23. Rætt er um umferðaröryggi á Hringbraut og víðar í borginni. R07120028

Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að nú þegar verði hafinn undirbúningur að gerð 30 km svæðis á Hringbraut, sem nái frá gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu á móts við Háskóla Íslands allt vestur að hringtorgi við Ánanaust. Jafnframt verði Hofsvallagata öll gerð að 30 km svæði. Einnig samþykkir borgarráð að Bústaðavegur frá gatnamótum við Sæbraut verði gerður að 30 km svæði vestur að Háaleitisbraut. Jafnframt verði Háaleitisbraut öll gerð að 30 km svæði. Auk þess verði unnar nýjar og víðtækari tillögur umhverfis- og samgönguráðs um fjölgun 30 km svæða og mislægra göngutengsla í öllum hverfum borgarinnar í samræmi við tillögu þáverandi borgarstjóra frá aprílmánuði 2008, m.a. með það að markmiði að börn á leið í skóla þurfi ekki að fara yfir götur með yfir 30 km hámarkshraða. Annars komi til mislæg göngutengl. Þá samþykkir borgarráð að umferðaröryggi verði þegar í stað aukið á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar með umferðarljósum fyrir vinstri beygju á gatnamótunum. Loks skorar borgarráð á ríkisstjórn og Vegagerðina að ganga nú þegar til viðræðna við Reykjavíkurborg um tvöföldun Vesturlandsvegar um Kjalarnes alla leið frá Ártúnsbrekku að Hvalfjarðargöngum. Þá sé brýnt að öll umferðartengsl byggðar á Kjalarnesi við Vesturlandsveg verði mislæg hið fyrsta. Eyðing svartbletta og fækkun slysa í umferðinni hljóti að hafa forgang umfram jarðgangnagerð á höfuðborgarsvæðinu sem annars staðar á landinu.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að gerð verði úttekt á hraðakstri og kappakstri í borgarlandinu og gerðar tillögur að úrbótum og frekari stefnumörkun borgarinnar um hraða umferðar innan borgarlandsins í ljósi umferðaröryggisstefnu borgarinnar, m.a. með hliðsjón af slysum og slysablettum og reynslu af 30 kílómetra hverfum. Úttektin verði unnin í samráði við lögreglu, rannsóknarnefnd umferðarslysa og tryggingafélög, íbúa og aðra hagsmunaaðila, eftir atvikum.
Tillögunum er vísað til umhverfis- og samgönguráðs.

24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að skipa borgarbókara, Gísla H. Guðmundsson, regluvörð í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins nr. 987/2006 um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja.
Greinargerð fylgir tillögunni. R09050080
Samþykkt.

25. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag. R09010038
Samþykkt að veita styrki sem hér segir:
Borgarblöð ehf. til útgáfu Breiðholtsblaðsins og Vesturbæjarblaðsins, 350 þ.kr. vegna hvors blaðs.
Oddur og egg ehf. til útgáfu hverfisblaðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða, 350 þ.kr.
Skrautás ehf. til útgáfu hverfisblaða Grafarvogs og Árbæjar, 350 þ.kr. vegna hvors blaðs.
Sniglarnir vegna umferðarátaks og forvarnarherferðar, 350 þ.kr.

26. Lögð fram ársskýrsla innri endurskoðunar fyrir árið 2008 ásamt endurskoðunaráætlun innri endurskoðunar 2009-2010, dags. 12. þ.m. R09050046
Endurskoðunaráætlunin samþykkt.

27. Lagt fram að nýju bréf fjármálastjóra varðandi tímaáætlun við gerð fjárhagsáætlunar 2010, dags. í dag. R09050032
Tímaáætlun samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Borgarráð samþykkir lántöku að fjárhæð allt að 5.000.000.000 kr. til 45 ára með skuldabréfaútboði. Er lánið til að fjármagna framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009.
Greinargerð fylgir tillögunni. R08110060
Samþykkt og vísað til borgarstjórnar.

29. Lagðar fram tillögur ráðgjafahóps um úthlutun úr forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar, dags. 25. þ.m., ásamt svohljóðandi tillögu borgarstjóra, dags. 26. s.m.:
Borgarráð samþykkir tillögur ráðgjafahóps um úthlutanir styrkja úr forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar. Skrifstofustjóra borgarstjóra verði falin umsjón með ráðstöfun á því fé sem ætlað er til styrktar ungu fólki sem sækja mun miðstöðina í Austurbæ, í samvinnu við ÍTR. Tilkynnt verði opinberlega hverjir hljóta styrki nk. miðvikudag 3. júní. R09030003
Samþykkt.

30. Lagt fram bréf fræðslustjóra varðandi skólahald í Úlfarsárdal, dags. 27. þ.m. R08100303

Bókun borgarráðs:
Borgarráð fagnar því að hægt verði að bjóða öllum börnum 1.-8. bekkjar sem búa í Úlfarsárdal skólavist í Sæmundarskóla haustið 2009. Íbúar í Úlfarsárdal hafa lagt ríka áherslu á að Sæmundarskóli verði heimaskóli barna í hverfinu þar til nýr skóli verður byggður. Eftir sem áður munu börn í Úlfarsárdal eiga þess kost að fara í Víkurskóla, Engjaskóla, Rimaskóla og Ingunnarskóla auk Sæmundarskóla.

31. Lagður fram ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2008, ásamt endurskoðunarskýrslu PriceWaterhouseCoopers, dags. í maí 2009. Jafnframt lögð fram skýrsla fjármálaskrifstofu, dags. 19. þ.m. R08080038
Vísað til borgarstjórnar.

32. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er upplýsinga frá borgarstjóra um hvernig samþykkt borgarráðs um hlutverk innri endurskoðunar gagnvart B-hluta fyrirtækjum frá haustinu 2007 hefur verið fylgt eftir, hver formleg staða eftirlitsins er gagnvart einstökum félögum og hvernig tryggja eigi framgang samþykktar borgarráðs. R07090014

33. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óska eftir upplýsingum um framgang mála varðandi úttekt óháðra aðila á kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg, sem samþykkt var að fá framkvæmda þann 16. september 2008. Í svari borgarstjóra við samsvarandi fyrirspurn í febrúar á þessu ári kom fram að hafist yrði handa á vormánuðum. Því er óskað eftir upplýsingum um eftirfarandi:
1. Hvaða aðili hefur verið fenginn til að framkvæma úttektina?
2. Hvenær er niðurstaðna að vænta? R08020040

34. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Undanfarin ár hefur borgarráð lagt fram sérstaka aukafjárveitingu til eflingar atvinnustigs 17 og 18 ára ungmenna í lok maí eða byrjun júní. Þar sem þörfin fyrir slíkt er brýnni nú en nokkru sinni óska borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar eftir upplýsingum um fyrirætlanir í þessum efnum. R09030129

35. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í skýrslu starfshóps um atvinnumál sem lögð var fram í borgarráði þann 19. febrúar 2009 eru settar fram 12 tillögur. Þar af er tillaga um miðlægan pott með fjármagni til að sporna gegn atvinnuleysi. Í skýrslu frá skrifstofu borgarstjóra um mat á verkefnum þeim sem atvinnumálahópurinn lagði fram segir að fjölmargt sé í skoðun vegna atvinnumála, m.a. að ráða verkefnastjóra til að halda utan um átaksverkefni á vegum Reykjavíkurborgar. Þar er jafnframt talað um að einstaka sviðsstjórar leiti leiða til að bjóða atvinnulausum að koma til starfa í tímabundin verkefni. Að lokum er fjallað um Halland-verkefnið og þær 300 milljónir sem setja á í viðhaldsverkefni á vegum framkvæmdasviðs. Spurningunni um aukafjárveitingu til atvinnumála er hins vegar ósvarað og því spyrja borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar hvort standi til að veita auknu fjármagni til atvinnuátaksverkefna. R08080073

Fundi slitið kl. 14.15

Óskar Bergsson
Dagur B. Eggertsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir