Borgarráð - Fundur nr. 5069

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2009, föstudaginn 24. apríl, var haldinn 5069. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Óskar Bergsson, Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 7. apríl. R09010006

2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 6. apríl. R09010007

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 14. apríl. R09010009

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 14. apríl. R09010011

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 14. apríl. R09010013

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 15. apríl. R09010016

7. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 22. apríl. R09010026
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á fundi borgarráðs 26. mars sl. lagði undirritaður fram fyrirspurn til borgarstjóra um fyrirhugaða hesthúsabyggð við Elliðaárnar. Þar var lögð áhersla á að borgarráð hefði í raun tekið óupplýsta ákvörðun um að samþykkja afgreiðslu skipulagsráðs á sínum tíma, enda hefðu ekki legið fyrir ráðinu nauðsynlegar upplýsingar um þá hættu sem Elliðaánum gæti stafað frá þessari byggð, eins og m.a. Veiðimálastofnun og samtök stangaveiðimanna hefðu bent á. Því væri nauðsynlegt að fá ítarlega kynningu á málinu frá þessum aðilum ásamt embættismönnum umhverfis- og samgöngusviðs, auk skipulagssviðs. Engin athugasemd var gerð við samhljóða afgreiðslu skipulagsráðs á deiliskipulagi vegna hesthúsabyggðarinnar fyrr en undirritaður kom fram með þessa fyrirspurn eftir ábendingar stangaveiðimanna. Þá fyrst steig fram einn fulltrúa Samfylkingarinnar í skipulagsráði og gagnrýndi afgreiðslu ráðsins, sem fulltrúar Samfylkingar í ráðinu höfðu þó staðið að. Aðeins fulltrúi VG sat hjá við afgreiðslu málsins í skipulagsráði og áheyrnarfulltrúi F-listans hafði ekki atkvæðisrétt. Nú hefur það gerst að skipulagsráð hefur í kjölfar þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið ákveðið að taka málefni hesthúsabyggðar fyrir á ný. Það er á skjön við þá afgreiðslu borgarráðs á síðasta fundi sínum, að vísa ekki hesthúsamálinu aftur til skipulagsráðs, fyrr en upplýst umræða um málið hefði farið fram í borgarráði í kjölfar sómasamlegrar kynningar á því. Undirritaður telur það afar nauðsynlegt að borgarráð fái þá kynningu á málinu sem undirritaður fór fram á 26. mars sl. og hefði fyrir löngu átt að hafa farið fram. Ég bið því borgarstjóra að svara því hvort hann vilji beita sér fyrir því að áðurnefnd kynning fari fram á næsta borgarráðsfundi 30. apríl nk., enda hljóti borgarráð, sem framkvæmdavald, að taka á svo þýðingarmiklu máli áður en það er afhent skipulagsráði á nýjan leik.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:
Í borgarráði fyrir viku var frestað tillögu fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna um að borgarráð beindi því til skipulagsráðs að endurskoða deiliskipulag um hesthúsabyggð í Víðidal, þannig að sátt náist um fyrirhugaða byggð og tryggt verði að lífríki Elliðaánna verði ekki ógnað. Í ljósi þess að formaður skipulagsráðs lagði fram tillögu sama efnis í skipulagsráði nú í vikunni, sem að sjálfsögðu var samþykkt einróma, drögum við tillögu okkar til baka.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 17. apríl. R09010027

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R09030096

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 8. s.m., um úthlutun styrkja úr húsverndarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2009. R08030128
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 8. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð nr. 130 við Bústaðaveg. R09040038
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 1. s.m., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi vegna legu stofnstígs meðfram Brautarholtsvegi á Kjalarnesi. R09040045
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 8. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Úlfarsárdals, hverfi 4. R09040037
Samþykkt.

14. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag. R09010038
Samþykkt að veita styrki sem hér segir:
Kvikmyndamiðstöð Íslands, 2,5 mkr. vegna kvikmyndahátíðarinnar Nordisk Panorama.
Leikhópurinn Þíbilja, 250 þkr. til að setja upp leikna dagskrá um atvinnuleysi á Íslandi og afleiðingar þess.

15. Lagt fram bréf forstöðumanns Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum frá 15. þ.m. varðandi beiðni um samstarf við Reykjavíkurborg vegna alþjóðlegrar ráðstefnu sem fyrirhugað er að halda í apríl 2010. R09040058
Samþykkt.

16. Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 7. þ.m. í máli nr. 538/2008, Guðrún Ólöf Sumarliðadóttir gegn Reykjavíkurborg. R07030049

- Kl. 10.06 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi og Sif Sigfúsdóttir tekur þar sæti.

17. Lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjaness frá 8. þ.m. í máli nr. E-2651/2007, Skógræktarfélag Reykjavíkur gegn Kópavogsbæ og Klæðningu ehf. R06030030

18. Lagt fram bréf borgarstjóra varðandi fjölda sumarstarfa hjá Reykjavíkurborg 2009, dags. í dag. R09030129

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, þar sem lagðar eru til nánar tilgreindar breytingar á kjörskrám í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna alþingiskosninga 25. apríl nk. R08020059
Samþykkt.

- Kl. 10.20 víkur Björk Vilhelmsdóttir af fundi.

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 22. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að skipa sérstakan starfshóp yfir atvinnuátaksverkefni á sviði varðveislu gamalla húsa. Hlutverk starfshópsins er að hafa yfirsýn með framvindu verkefnisins, upplýsa borgarráð um gang mála, skipa verkefnisstjórn með fagaðilum frá Reykjavíkurborg, fulltrúum ríkisins og helstu hagsmunaaðilum. Hópinn skipi þrír kjörnir fulltrúar, tveir frá meirihluta og einn frá minnihluta.

Greinargerð fylgir tillögunni. R09040064
Samþykkt.
Í starfshópinn eru skipaðir Óskar Bergsson, formaður, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorleifur Gunnlaugsson.

21. Lagt fram minnisblað garðyrkjustjóra frá 21. þ.m. varðandi matjurtagarða í Reykjavík. R09040029

- Kl. 10.25 tekur Sigrún Elsa Smáradóttir sæti á fundinum.

22. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 21. þ.m. varðandi nýjar innheimtureglur Reykjavíkurborgar, ásamt hinum nýju reglum, dags. s.d. R09040049
Samþykkt.

23. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 21. þ.m. varðandi staðfestingu samninga vegna þjónustu við fruminnheimtu, milliinnheimtu og löginnheimtu Reykjavíkurborgar. R09040049
Samþykkt.

24. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Forstjóri Barnaverndarstofu lýsti nýlega í fjölmiðlum áhyggjum af eftirliti með börnum í fóstri. Þessar upplýsingar og sú staðreynd að Barnavernd Reykjavíkur virðist sinna tiltölulega fáum barnaverndartilkynningum miðað við aðra veldur áhyggjum. Samkvæmt ársskýrslu Barnaverndarstofu 2006 var hlutfall barnaverndartilkynninga sem fóru í könnun þessi: Á landsbyggðinni 49,8#PR, í nágrenni Reykjavíkur 50,2#PR og í Reykjavík var hlutfallið aðeins 37#PR. Af þessu tilefni er spurt:
1. Hvað eru margir starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur að vinna við barnaverndarmál eingöngu?
2. Eru málin að þyngjast?
3. Hvert er hlutfall tilkynninga sem fara í könnun í dag?
4. Er það hlutfall talið ásættanlegt?
5. Má líta svo á að hlutfall mála sem fara í könnun endurspegli hlutfall stöðugilda?
6. Hvernig er eftirliti með börnum í fóstri háttað?
7. Hversu oft eru þau heimsótt?
8. Er það mat Barnaverndar Reykjavíkur að nægjanlegt sé að láta lágmarksákvæði laganna gilda um þessi heimsóknir? R09040086

25. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

1. Hver er staðan á unglingasmiðjunum Stíg og Tröð miðað við þær áherslur sem fram koma í fjárhagsáætluninni?
2. Á hvern hátt hafa forstöðumenn Stígs og Traðar komið að þeirri vinnu?
3. Hvernig hefur samráði við börn og foreldra þeirra verið háttað?
4. Hvernig ætlar velferðarsvið/þjónustumiðstöðvar að veita félagslega einangruðum börnum þjónustu næsta vetur?
5. Hafa foreldrar verið upplýstir um áform velferðarsviðs varðandi félagslega einangruð börn þeirra?
6. Munu allir starfsmenn unglingasmiðjanna halda störfum sínum?
Fulltrúar VG og Samfylkingar hafa ekki fengið svör við ofantöldum spuningum í velferðarráði en þær hafa legið þar í mánuð. Því höfum við tekið þær úr þeim farvegi og leggjum spurningarnar fram nú í borgarráði. En að auki er óskað eftir svari við því hvort innritun í unglingasmiðjurnar hafi verið hætt og þá hvenær. R07010060

26. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Fyrir liggur að gjald fyrir vorferðir grunnskólabarna að Reykjum og Laugum er innheimt af foreldrum og fjölskyldum í ríkum mæli að þessu sinni. Þó virðast grunnskólar fara nokkuð ólíkar leiðir að þessu leyti og er því spurt:
1. Hvernig fjármagna grunnskólar Reykjavíkur ferðir með börn í skólabúðir að þessu sinni?
2. Hver er afstaða menntasviðs til þess að gjaldtaka sé að aukast í grunnskólastarfi að þessu leyti?
3. Er víst að það samræmist lögum og reglugerðum að viðhafa gjaldtöku fyrir grunnskólastarf eins og virðist gert í einhverjum tilvikum? R09040087

27. Lagt fram bréf hafnarstjóra frá 17. þ.m., sbr. samþykkt hafnarstjórnar s.d., varðandi endurskoðaða fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2009. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. í dag. R08120093
Frestað.

Fundi slitið kl. 11.20

Óskar Bergsson
Kjartan Magnússon Oddný Sturludóttir
Sif Sigfúsdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Þorleifur Gunnlaugsson