Borgarráð - Fundur nr. 5068

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2009, fimmtudaginn 16. apríl, var haldinn 5068. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Óskar Bergsson, Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Sigrún Elsa Smáradóttir, Sóley Tómasdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 26. mars. R09010008

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 3. apríl. R09010010

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 18. mars. R09010011

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 14. apríl. R09010012

5. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Kjalarness frá 5. mars og 1. apríl. R09010014

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 7. apríl. R09010015

7. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 3. og 7. apríl. R09010018

8. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 8. apríl. R09010026
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

9. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 26. mars. R09010031

10. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 30. mars. R09010028

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R09030096

12. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 1. s.m., varðandi heimild til beitingar dagsekta til að knýja á um frágang lóðar að Seiðakvísl 8. R09020062
Samþykkt.

13. Lagt fram álit samgönguráðuneytisins frá 18. febrúar sl. í stjórnsýslumáli nr. 87/2008 varðandi fyrirkomulag innheimtu fasteignagjalda hjá Reykjavíkurborg. Jafnframt lagt fram minnisblað borgarlögmanns, dags. 31. f.m. R08030036

14. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R09040003

15. Lagður fram ársreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2008 ásamt endurskoðunarskýrslu Grant Thornton, dags. í mars 2009. Jafnframt lagðar fram greinargerðir hafnarstjóra frá 11. og 25. f.m. Þá er lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 16. þ.m. R09040026

16. Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 19. f.m. í máli nr. 419/2008, Reykjavíkurborg gegn Þorsteini H. Kúld. Jafnframt lagt fram minnisblað Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl., dags. 24. s.m. R07050054

17. Lagt fram svar borgarstjóra frá 14. þ.m. við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um Listaháskóla við Laugaveg, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. mars. R07050025

18. Lagt fram svar borgarstjóra frá 14. þ.m. við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um Bitruvirkjun, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. mars. R08050090

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Svar borgarstjóra við fyrirspurn minni um Bitruvirkjun er í raun ekkert svar heldur útúrsnúningur. Það er ljóst að engar fjárhagslegar forsendur eru fyrir því að halda áfram með áform um Bitruvirkjun og rannsóknir og boranir fyrir hundruð milljóna króna á tímum veikrar fjárhagsstöðu Orkuveitunnar og mikilla erfiðleika við að fá lán og standast kröfur um afborgarnir þeirra. Þess vegna er ekkert að vanbúnaði að slá virkjunina af, eins og undirritaður hefur beitt sér fyrir frá því í borgarstjóratíð sinni. Málefnasamningur F-lista og Sjálfstæðisflokks kvað á um verndun ósnortinnar náttúru í borginni og nágrenni hennar og að staðinn væri vörður um eignir og hagsmuni almennings í orkufyrirtækinu og orkumálum. Þeim sjónarmiðum mun ég fylgja eftir jafnt í minnihluta sem í meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur.

19. Lagt fram svar borgarstjóra frá 24. f.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um niðurrif vatnstanks í Grafarvogi, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. mars. R09020077

20. Lagður fram ársreikningur Félagsbústaða hf. fyrir árið 2008. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 16. þ.m. R09030127

21. Lagt fram bréf deildarstjóra innkaupaskrifstofu frá 3. þ.m., sbr. samþykkt innkauparáðs s.d., varðandi tillögu að breytingu á 23. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R09010126
Samþykkt.

22. Lögð fram ársskýrsla framtalsnefndar fyrir árið 2008. R09030078

- Kl. 11.10 tekur Þorleifur Gunnlaugsson sæti á fundinum og Sóley Tómasdóttir víkur af fundi.

23. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð beinir því til skipulagsráðs að endurskoða deiliskipulag um hesthúsabyggð í Víðidal, þannig að sátt náist um fyrirhugaða byggð og tryggt verði að lífríki Elliðaánna verði ekki ógnað.

Greinargerð fylgir tillögunni. R08100234
Frestað.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:

Í ljósi umræðu í borgarráði um skipulag í Víðidal er óskað eftir áliti skrifstofustjóra borgarstjórnar á því hver aðkoma borgarfulltrúa á að vera þegar þeir eru vanhæfir í einstökum málum. Óskað er svars við því hvort vanhæfi eigi einungis við í afgreiðslu málsins eða hvort það eigi einnig við í annarri málsmeðferð.

24. Lögð fram stöðuskýrsla stýrihóps um búsetuúrræði fyrir eldri borgara í Reykjavík, dags. 24. febrúar sl., sbr. bréf verkefnisstjóra hópsins frá 30. f.m. R09030124

25. Lögð fram viljayfirlýsing ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga, dags. 13. f.m. R09030071

26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 7. þ.m.varðandi kjördeildaskiptingu í Reykjavík vegna alþingiskosninga 25. apríl nk., o.fl. R09020007
Samþykkt.

27. Lagðar fram kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna alþingiskosninga 25. apríl nk. Á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmi norður eru 43.784, en 43.748 í Reykjavíkurkjördæmi suður. R09020007
Borgarráð staðfestir kjörskrárnar.

28. Lögð fram greinargerð skrifstofustjóra borgarstjóra varðandi stöðu verkefna tengdum tillögum starfshóps um atvinnumál, dags. 15. þ.m. R08080073

- Kl. 11.40 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi.

29. Lagt fram minnisblað borgarstjóra og samgönguráðherra frá 8. þ.m. um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Jafnframt lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, þar sem skipulagsstjóri er skipaður tengiliður Reykjavíkurborgar við samgönguráðuneyti og Flugstoðir ohf. vegna málsins. R09020079

30. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna varðandi eftirlit og mat á framkvæmd fjárhagsáætlunar, sem vísað var til aðgerðahóps borgarráðs um fjármál Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar 7. þ.m. R08080073
Vísað til umsagnar fjármálastjóra.

31. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs, dags. í dag, varðandi leiðréttingu á svari við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um Höfðatorg, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. mars. R07020171

32. Lagt fram bréf formanns Jarðhitafélags Íslands frá 5. febrúar sl. þar sem óskað er eftir stuðningsyfirlýsingu Reykjavíkurborgar við alþjóðlega jarðhitaráðstefnu sem fyrirhugað er að halda hér á landi árið 2015. R09020028
Samþykkt.

33. Lagt fram frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2010-2012. R08080037
Vísað til borgarstjórnar.

34. Kynnt er rekstraryfirlit febrúarmánaðar. R09020033

35. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð telur brýna nauðsyn bera til þess að upplýst verði um öll fjárframlög til félaga og einstaklinga innan þeirra framboða sem fengu háa fjárstyrki frá fyrirtækjum og hagsmunatengdum aðilum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Borgarráð samþykkir því að beina þeim eindregnu tilmælum til frambjóðenda í prófkjörum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að þeir opni bókhald sitt þegar í stað.

Greinargerð fylgir tillögunni. R09040051
Vísað til forsætisnefndar.

36. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

1. Hver var fjöldi starfsmanna Reykjavíkurborgar annars vegar 1. apríl 2008 og hins vegar 1. apríl 2009? Hversu margir eru fastráðnir og hversu margir eru lausráðnir á þessum tímapunktum? Óskað er eftir sundurliðun á fagsvið borgarinnar.
2. Hver er áætlaður fjöldi starfsmanna 1. október 2009, sundurliðað eftir fagsviðum borgarinnar?
3. Hvað er áætlað að mörg störf tapist hjá Reykjavíkurborg á árinu 2009 vegna þess að ekki er ráðið í störf þegar starfsmenn hætta? Óskað er eftir sundurliðun á fagsvið borgarinnar.
4. Hvað er áætlað að mörg störf tapist hjá Reykjavíkurborg á árinu 2009 vegna sérstakra aðgerða sem farið verður í vegna endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar? Óskað er eftir sundurliðun á fagsvið borgarinnar. R08080073

Fundi slitið kl. 13.15

Óskar Bergsson

Björk Vilhelmsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon Sigrún Elsa Smáradóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þorleifur Gunnlaugsson