Borgarráð - Fundur nr. 5067

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2009, fimmtudaginn 2. apríl, var haldinn 5067. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 24. mars. R09010006

2. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 10., 17. og 31. mars. R09010018

3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 1. apríl. R09010026
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 20. mars. R09010030

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 27. mars. R09010032

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R09030096

7. Lagt fram bréf Austurhafnar-TR ehf. frá 31. f.m. varðandi fjármögnun framkvæmda við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn. Jafnframt lagt fram bréf borgarlögmanns og fjármálastjóra, dags. í dag. R09010036
Borgarráð samþykkir svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að heimila borgarstjóra að skrifa undir skilmála samnings um kaup á hlutafé Eignarhaldsfélagsins Portusar ehf. og Situsar ehf. ásamt byggingarrétti gamla Landsbankans á Austurbakka 2. Um leið ítrekar borgarráð mikilvægi þess að hið fyrsta verði hugað að endurfjármögnun verkefnisins, sbr. bókun ráðsins 19. febrúar sl.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég get ekki tekið undir þessa samþykkt allra flokka í borgarráði nema F-listans. Ég tel að ákvarðanatöku um áframhaldandi framkvæmdir við Tónlistar- og ráðstefnuhús þurfi að endurskoða og undirbúa betur. Hér er geyst fram með risavaxnar og rándýrar framkvæmdir sem engir peningar eru til fyrir. Menn eru beðnir að bíða og sjá til, flýta sér hægt og ráðstafa fjármunum almennings af sömu vandvirkni og um þeirra eigið fé væri að ræða. Nú þarf umfram allt að fyrirbyggja að hálfklárað tónlistarhús við höfnina liggi undir skemmdum, en mannvirkið í sinni ófullgerðu mynd er nauðsynleg áminning um flottræfilshátt og bruðl undanfarinna ára og allan þann blekkingarleik sem hafður var í frammi af bankagjafaþegum og útrásarvíkingum þeirra flokka sem nú mynda meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur.

8. Lögð fram umsögn umhverfis- og samgönguráðs um endurskoðaða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020 frá 10. f.m., sbr. bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 16. s.m. R07050065

9. Lagður fram ársreikningur Strætó bs. fyrir árið 2008, ásamt skýrslu endurskoðenda, dags. 27. febrúar sl., og umsögn fjármálastjóra, dags. 24. f.m. R09030130

- Kl. 11.30 víkur Dagur B. Eggertsson af fundi og Sigrún Elsa Smáradóttir tekur þar sæti.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Rétt eins og í fyrri umræðu á þessum borgarráðsfundi, m.a. um samrekstur sveitarfélaga í sorpmálum og um gríðarlega dýr skipulagsmistök vegna skorts á samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, auk umræðu um Strætó bs. ber allt að sama brunni; nauðsyn þess að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Um það hef ég flutt fjölda tillagna á liðnum árum án þess að hljóta stuðning annarra flokka í borgarstjórn. Ég hafna umræðu um „tap” á rekstri Strætó bs. því öflugar og helst ókeypis almenningssamgöngur spara fjármuni á mörgum sviðum, m.a. í stofn- og viðhaldskostnaði umferðarmannvirkjum upp á tugmilljarða króna, þar sem ekki hefur skort draumórakenndar flottræfilshugmyndir hjá því unga nýfrjálshyggjufólki sem hefur ráðið miklu í borgarmálum á þessu kjörtímabili. Ég minni jafnframt á nýlegt viðtal við formann stjórnar Strætó bs. í Fréttablaðinu þar sem ýjað er að því að fella niður námsmannaafslátt hjá Strætó bs. Ég tel að þvert á móti eigi að fella niður gjaldskrár hjá fyrirtækinu fyrir fleiri hópa, í samræmi við fyrirheit þess meirihluta sem ég leiddi í borginni í samstarfi við Sjálfstæðisflokk á liðnu ári. Til þess þarf auðvitað að auka framlög til Strætó, en ég vil ítreka að þær fjárhæðir margfalda sig í lægri stofn- og viðhaldskostnaði vegna gatnamannvirkja og í betra umhverfi í borginni.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:
Neikvæð rekstrarniðurstaða Strætó bs. og staða fyrirtækisins eins og þær birtast í helstu kennitölum ársreiknings er grafalvarleg en mjög hefur sigið á ógæfuhliðina í rekstri og fjármögnun félagsins undanfarin ár. Við lok árs 2008 er eigið fé neikvætt sem nemur 57#PR af heildareignum byggðasamlagsins og umtalsverðar kostnaðarhækkanir og vaxtagjöld eru framundan. Minnt er á að þrátt fyrir ítrekaðar óskir og fögur fyrirheit hafa fulltrúar minnihlutans ekki fengið beina aðkomu að stjórn fyrirtækisins. Lýst er eftir framtíðarsýn, úrlausnum og tillögum meirihlutans í málefnum almenningssamgangna og Strætó bs.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Eins og fram kemur í bókun minnihlutans hefur fjárhagsstaða Strætó bs. til langs tíma verið alvarleg. Við því verður að bregðast með sameiginlegum lausnum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, enda fyrirtækið í eigu þeirra allra. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ítrekað lagt áherslu á aðkomu minnihlutans að stjórn fyrirtækisins, en þarf til þess stuðning stjórnar Strætó bs. og fulltrúa annarra sveitarfélaga á þeim vettvangi.

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi reits 1.140.5, Pósthússtrætisreits, vegna lóða nr. 2 við Lækjargötu og nr. 20 við Austurstræti. Samþykkt. R09030113

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Bíldshöfða. Samþykkt. R09020091

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Landakotsreits vegna byggingarreits á lóð nr. 26 við Túngötu. R09030112
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttum deiliskipulagsskilmálum vegna lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðaveg. R09030109
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. s.m., varðandi breytingu á Þróunaráætlun miðborgar og aðalskipulagi. R08120028
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi skíðasvæðisins í Skálafelli. Jafnframt lagðar fram umsagnir íþrótta- og tómstundaráðs frá 23. janúar og stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 2. febrúar. R08120100
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. s.m., varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna Skarfabakka. R06050069
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. s.m., varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Skarfabakka.
Samþykkt. R06050069

18. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna verbúða við Grandagarð.
Samþykkt. R09030111

19. Lagt fram að nýju bréf slökkviliðsstjóra frá 19. janúar sl. varðandi hugmyndir um minjasafn í gömlu slökkvistöðinni við Tjarnargötu. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra menningarmála frá 19. mars, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 12. febrúar. R09010122
Vísað til meðferðar borgarstjóra.

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga Ólafs F. Magnússonar sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 17. f.m.:
Borgarstjórn Reykjavíkur leggur áherslu á að nýta sem fyrst þau sóknarfæri fyrir gömlu miðborgina, sem sköpuðust við kaup Reykjavíkurborgar á lóðunum við Laugaveg 4 og 6 og á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Standa þarf vörð um þann mikla ávinning sem felst í þessum kaupum og er ein þýðingarmesta aðgerð í skipulagsmálum gömlu miðborgarinnar frá því að Bernhöftstorfuhúsunum var forðað frá niðurrifi fyrir 35 árum. R07080072
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi frávísunartillögu:
Fjárhagsáætlun 2009 gerir ráð fyrir því að 580 mkr. verði varið til uppbyggingar gamalla húsa í Miðborg Reykjavíkur, bæði á reitnum á mótum Lækjargötu og Austurstrætis og við Laugaveg. Framkvæmda- og eignaráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum 9. mars að hefja framkvæmdir við að færa ytra byrði húsanna nr. 4 og 6 við Laugaveg til upprunalegrar myndar í samræmi við samþykkt deiliskipulag reitsins. Að auki var samþykkt að umhverfi húsanna yrði lagfært, en beðið með nýbyggingar á baklóðinni til síðari tíma. Þessi ákvörðun var staðfest í borgarráði 13. mars og stefnt er að því að framkvæmdir á svæðinu hefjist í sumar. Inntak fyrirliggjandi tillögu er þannig þegar komið til framkvæmda og henni því vísað frá.
Frávísunartillagan samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég harma frávísunartillögu meirihlutans á tillögu minni um að nýta þau sóknarfæri sem hlutust af kaupunum á elstu húsunum við Laugaveg, Lækjargötu og Austurstæti frá því í borgarstjóratíð minni. Sú forgangsröðun meirihlutans að verja fremur milljörðum króna til framkvæmda við TRH en mun hagkvæmari og útgjaldaminni uppbyggingar við Laugaveg og í Kvosinni er einfaldlega röng.

21. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2009, dags. í dag.
Samþykkt að veita styrki sem hér segir:

Fríðuhús, 1 mkr. vegna húsnæðis fyrir dagþjálfun heilabilaðra.
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs, 1,5 mkr. til uppgræðslu o.fl. verkefna.
Guðspekifélag Íslands, 300 þkr. til rekstrar félagsins.
Skáksamband Íslands, 2 mkr. vegna Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótsins 2009.
Framtíðarorka, 1 mkr. vegna ráðstefnu um vistvænar lausnir í samgöngumálum.
Karlakór Reykjavíkur, 1,5 mkr. vegna húsnæðis kórsins.
Karlakórinn Fóstbræður, 1,5 mkr. til rekstrar kórsins.
Neytendasamtökin, 600 þkr. til rekstrar samtakanna. R09010152

22. Lögð fram tölvubréf Kristins Steins Traustasonar frá 19. febrúar og 10. f.m. varðandi kröfu um endurgreiðslu vegna lóðar í Úlfarsárdal, ásamt svari skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs, dags. 9. f.m. R09020047
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að vísa til svars skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. f.m.

23. Lagt fram bréf ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 24. f.m., sbr. samþykkt ráðsins 23. s.m., varðandi makaskipti á landspildu í Úlfarsárdal og byggingarrétti á lóð við Reynisvatnsás. R09030095
Samþykkt.

24. Lagt fram bréf ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 24. f.m., sbr. samþykkt ráðsins 23. s.m., varðandi framkvæmdir fyrir íþrótta- og tómstundasvið, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs 11. s.m. R09030097
Samþykkt.

25. Lagt fram bréf ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 24. f.m., sbr. samþykkt ráðsins 23. s.m., um að samrekinn leik- og grunnskóli fyrir 1.-4. bekk taki til starfa í Úlfarsárdal í ágúst 2010, sbr. samþykktir menntaráðs, leikskólaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs 11. s.m. R08100303
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna fagna því að leiðarljós samþættingar skóla- og frístundastarfs verði í heiðri haft í nýjum leik- og grunnskóla í Úlfarsárdal. Eins er því fagnað að orðið hafi verið við ítrekuðum tillögum okkar um náið samráð við foreldra og íbúa í Úlfarsárdal við undirbúning málsins. Það er lykilatriði fyrir uppbyggingu nýrra hverfa að skóli taki sem fyrst til starfa, enda skóli hjarta hvers hverfis og mikilvægasti þáttur í uppbyggingu félagsauðs. Skólayfirvöld og ÍTR eru hvött til að vinna í nánu samstarfi við foreldra og ungmenni í hverfinu svo best verið komið til móts við félagslegar aðstæður þeirra grunnskólanemenda sem búsettir verða í Úlfarsárdal og þurfa að sækja skóla í öðru hverfi.

26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 30. f.m. varðandi afgreiðslu umsókna um íbúðarhúsalóðir og skilmála þeirra. R09030095
Staflið c. í bréfi skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frestað. Samþykkt að öðru leyti með 4 samhljóða atkvæðum.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 24. f.m. varðandi framsal byggingarréttar á lóð nr 1 við Lambasel. R08110098
Samþykkt.

28. Lagt fram að nýju erindi Hestamannafélagsins Fáks frá 24. febrúar sl. varðandi skil á lóð á hesthúsasvæði félagsins í Almannadal, ásamt umsögn skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. f.m., þar sem mælt er gegn því að orðið verði við erindinu. R08100288
Umsögn skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs samþykkt, og því er erindinu synjað.

29. Lögð fram drög að samkomulagi Reykjavíkurborgar, Langholtskirkju og jöfnunarsjóðs sókna og kirkjuráðs, ódags., um uppgjör á skuldabréfi. R09030094
Samþykkt.

30. Lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 27. f.m. í máli nr. M-198/2008, Ingimundur Sveinsson Kjarval gegn Reykjavíkurborg. R08110120

31. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 31. f.m. varðandi lyfsöluleyfi vegna lyfjabúðar að Bíldshöfða 10, sbr. erindi Lyfjastofnunar frá 23. s.m. R09030086
Samþykkt.

32. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 30. f.m. varðandi framlengingu á skilafresti stýrihóps um orkustöðvar til 15. maí nk. R06030105
Samþykkt.

33. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 1. þ.m. varðandi sumarstörf á vegum Reykjavíkurborgar sumarið 2009. R09030129

34. Lögð fram umsögn borgarlögmanns um kjörgengisskilyrði varamanna í borgarráði, sbr. 2. liður fundargerðar borgarstjórnar frá 3. mars. R08010159
Vísað til borgarstjórnar.

35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að sameina upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkurborgar og upplýsingatækniþjónustu menntasviðs. Í sameinaðri einingu munu starfa 43 starfsmenn, 27 frá upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkurborgar og 16 frá upplýsingatækniþjónustu menntasviðs. Jafnframt er samþykkt að gera breytingu á skipuriti og verði stöðu forstöðumanns upplýsingatækniþjónustu menntasviðs breytt í stöðu aðstoðar upplýsingatæknistjóra Reykjavíkurborgar. Starfsemi upplýsingatækniþjónustu menntasviðs verði flutt að Borgartúni 12–14. Sameiningin taki gildi eigi síðar en 1. júní nk. með formlegum ábyrgðarskilum á milli menntasviðs og upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R09040006
Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12.50

Óskar Bergsson

Björk Vilhelmsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Sigrún Elsa Smáradóttir
Svandís Svavarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson