Borgarráð - Fundur nr. 5066

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2009, fimmtudaginn 26. mars, var haldinn 5066. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir, Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir framtalsnefndar frá 24. febrúar og 16. mars. R09010006

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 19. mars. R09010009

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 17. mars. R09010013

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 25. mars. R09010026
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 20. mars. R09010027

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R09020106

7. Lagt fram bréf Snorra Hjaltasonar frá 16. þ.m., þar sem hann óskar eftir að verða leystur frá störfum í samvinnunefnd um miðhálendið. R05010056
Samþykkt að tilnefna Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur í stað Snorra.

8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 7 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R09030002

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 23. þ.m. um skipan 81 undirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður vegna alþingiskosninga 25. apríl nk. R09020007
Samþykkt.

10. Lagðar fram að nýju tillögur borgarstjóra að endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins 2009, þar sem útfærð er hagræðing sú sem gert var ráð fyrir í áætluninni, ásamt greinargerð fjármálaskrifstofu, dags. 12. þ.m. R08040099
Vísað til borgarstjórnar.

11. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Ég lýsi furðu minni á samþykkt skipulagsráðs um hesthúsabyggð í Elliðaárdal þrátt fyrir ábendingar umhverfis- og samgönguráðs og Veiðimálastofnunar um hættu sem af slíkri byggð gæti stafað fyrir lífríki og vatnsbúskap ánna. Ég óska því eftir að fagaðilar frá Veiðimálastofnun og umhverfis- og samgönguráði borgarinnar upplýsi borgarráð um þá hættu sem gæti stafað af áðurnefndri hesthúsabyggð fyrir vatnsbúskap og lífríki Elliðaánna. Jafnframt beini ég þeirri fyrirspurn til borgarstjóra hvort til greina komi hjá núverandi meirihluta að láta aðra hagsmuni en þá er varða verndun Elliðaánna og almannahagsmuni ráða ferð í þessu máli? R08100234

12. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Eins og fram kom í bókun minni á síðasta borgarráðsfundi leggst ég eindregið gegn því að staðið verði við fyrirheit um lóðaúthlutun við Tryggvagötu til Ungmennafélags Íslands. Vinnubrögð forráðamanna UMFÍ hafa verið ámælisverð í þessu máli, sem frá upphafi hefur lyktað af óeðlilegri fyrirgreiðslustarfsemi og virðist hluti af þeim hrossakaupum sem ávallt fylgja helmingaskiptastjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borginni sem annars staðar. Upphaf þessa máls má rekja til fyrirheits í borgarráði frá nóvember 2006, eða tæplega hálfu ári eftir að Björn Ingi Hrafnsson myndaði fyrri meirihluta Framsóknarflokks með Sjálfstæðisflokki á þessu kjörtímabili. Undirritaður fann margt að þessu máli í borgarstjóratíð sinni, en málið virðist nú hafa verið endurvakið síðan Óskar Bergsson varð arftaki Björns Inga Hrafnssonar sem formaður borgarráðs fyrir Framsóknarflokkinn í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Því spyr ég borgarstjóra hvort hann muni verða við áskorun minni um að beita sér fyrir því að núverandi meirihluti í borginni dragi hina mjög svo vafasömu lóðaúthlutun til UMFÍ til baka? R08050037

Fundi slitið kl. 12.20

Óskar Bergsson

Björk Vilhelmsdóttir Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Svandís Svavarsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir