Borgarráð - Fundur nr. 5065

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2009, fimmtudaginn 19. mars, var haldinn 5065. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.38. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir, Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráða Árbæjar og Grafarholts og Úlfarsárdals frá 25. febrúar. R09010008

2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 5. desember og 4. mars. R09010010

3. Lögð fram afgreiðslufundargerð byggingarfulltrúa frá 17. mars. R09010026
Samþykkt.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R09020106

5. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. s.m., varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Græna trefilsins. R08100152
Samþykkt.

6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna aðstöðu fyrir fisflug á Hólmsheiði. R08060102
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðis Fisfélagsins á Hólmsheiði. R08020014
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna afmörkunar á svæði til jarðvegsfyllingar á Hólmsheiði. R09030058
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi vegna afmörkunar á svæði til jarðvegsfyllingar á Hólmsheiði. R07060084
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 20 við Bíldshöfða. R09030057
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. s.m., varðandi tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar Árbæjarskóla að Rofabæ 34. R08120107
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi veitingu frests til að fjarlægja óleyfisskilti af húsinu að Skúlagötu 40. R09030049
Samþykkt.

- Kl. 9.52 tekur Ólafur F. Magnússon sæti á fundinum.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. þ.m. varðandi úthlutun byggingarréttar á lóð nr. 13 við Tryggvagötu til Ungmennafélags Íslands, með nánar tilgreindum skilmálum. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra Ungmennafélagsins frá 17. þ.m. R08050037
Frestað.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég lýsi eindreginni andstöðu minni við að áfram sé haldið í þeim farvegi sem verið hefur varðandi lóðamál við Tryggvagötu 13 og fyrirhugaða úthlutun lóðarinnar til Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Í borgarstjóratíð minni kom fjöldi manns að máli við mig og lýsti óánægju sinni með framgang þessa máls og þá sérstaklega vinnubrögð forráðamanna UMFÍ. Ég tel því að réttast væri að draga fyrirheit borgarinnar um úthlutun lóðarinnar við Tryggvagötu 13 til baka.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 12. þ.m. varðandi stöðu aðgerðaáætlunar velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi. R08100231

Bókun borgarráðs:
Borgarráð Reykjavíkur skorar á ríkisvaldið að standa við samkomulag félags- og tryggingamálaráðuneytisins við Samband íslenskra sveitarfélaga frá 27. apríl 2008 um skiptingu kostnaðar vegna greiðslu húsaleigubóta. Borgarráð hvetur ríkið til að standa við umrætt samkomulag við sveitarfélögin í landinu. Ljóst er að tæpar 150 milljónir króna vantar vegna greiðslu húsaleigubóta ársins 2008 og miðað við fjármögnun yfirstandandi árs vantar um 230 milljónir til að ríkið standi við sinn hluta. Ef ríkisvaldið stendur ekki við gerða samninga er verið að veikja húsaleigubótakerfið verulega og gera sveitarfélögum erfiðara um vik við að treysta grundvöll velferðarþjónustunnar í yfirstandandi efnahagserfiðleikum. Að öðru leyti er vísað til samþykktar Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 11. s.m., varðandi viðbótarfjárframlag til Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna út árið 2009. R07110148

- Kl. 10.23 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum og Oddný Sturludóttir víkur af fundi.

16. Lögð fram að nýju áfangaskýrsla starfshóps um mat á áhrifum atvinnuleysis í Reykjavík, dags. 16. f.m. Jafnframt lagðar fram umsagnir velferðarráðs frá 11. þ.m., sbr. bréf sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 12. s.m., og íþrótta- og tómstundaráðs frá 27. f.m., sbr. bréf skrifstofustjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 2. þ.m. R08080073
Borgarráð þakkar starfshópi um atvinnumál áfangaskýrslu og velferðarráði og íþrótta- og tómstundaráði fyrir umsagnir um tillögur hópsins. Borgarráð tekur undir þær umsagnir og leggur til að skrifstofu borgarstjóra verði falið að setja í framkvæmdafarveg þær tillögur hópsins sem ekki fela í sér útgjaldaauka, auk þess sem aðrar tillögur verði metnar með tilliti til kostnaðar og umfangs.

17. Lögð fram ársskýrsla og ársreikningur Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir árið 2008. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 18. þ.m. R09030067

18. Lagður fram ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2008. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 18. þ.m. R09030053

19. Lagt er til að Óskar Bergsson taki sæti Ingólfs Sveinssonar í almannavarnanefnd. R08010180
Vísað til borgarstjórnar.

- Kl. 13.00 víkur Kjartan Magnússon af fundi.

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 16. þ.m. um skipan hverfiskjörstjórna í Reykjavíkurkjördæmum fyrir alþingiskosningar 25. apríl nk. R09020007
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 17. þ.m. varðandi sölu á hlut Reykjavíkurborgar í fyrirtækinu Íslenskri nýsköpun ehf. til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. R09030068
Samþykkt.

22. Kynnt er staða undirbúnings samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri. R09020079

23. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur 16. desember 2008 lagði undirritaður fram tillögu um að fallið yrði frá frekari áformum um Bitruvirkjun. Tillagan var felld með 8 atkvæðum meirihlutans gegn 3 atkvæðum F-lista og Vinstri grænna. Áður höfðu borgarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks bókað með vísan í málefnasamning flokkanna „að rannsóknir vegna Bitruvirkjunar skuli hefjast á ný og stendur ekki til að breyta þeirri ákvörðun.“ Vegna umræðu um málefni Orkuveitu Reykjavíkur í borgarráði 12. mars sl. lét undirritaður bóka að „spara mætti hundruð milljóna króna fyrir borgarbúa með því að falla frá borunum til undirbúnings Bitruvirkjunar, sem eru með öllu ótímabærar og óraunhæfar.“ Á fundinum var gefið í skyn að ekki stæði til að verja fjármunum til slíkra borana og þar með að bókun mín væri byggð á misskilningi. Ef svo er þá spyr ég: Hefur meirihlutinn í borgarstjórn fallið frá fyrirætlunum um rannsóknir og þar með boranir til undirbúnings Bitruvirkjunar frá því á borgarstjórnarfundi 16. desember sl.? Ef svo er, hvenær var sú ákvörðun tekin og hvernig getur það samrýmst bókun meirihlutans á borgarstjórnarfundinum 16. desember sl.? R08050090

24. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur 16. desember sl. lagði undirritaður fram tillögu um að fallið yrði frá áformum um að reisa listaháskóla við Laugaveg. Borgarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu þá fram frávísunartillögu þar sem tillaga mín var sögð ótímabær. Skipulagsráð hefði ekki tekið afstöðu til þeirra breytinga á deiliskipulagi Laugavegarins sem uppbygging Listaháskólans þar myndi kalla á. Tillögu minni var síðan vísað frá með 14 atkvæðum gegn 1 og vekur sérstaka athygli að borgarfulltrúar Vinstri grænna greiddu atkvæði með frávísunartillögu meirihlutans! En nú er spurt: Ef tillaga mín var ótímabær með áðurgreindum rökum fyrir þremur mánuðum hvers vegna geysist borgarstjóri nú fram í fjölmiðla og finnst koma til greina að falla frá áformum um listaháskóla við Laugaveg þó að ekkert nýtt hafi gerst í málinu hjá skipulagsráði? R07050025

25. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í fyrrakvöld var rifinn vatnstankur frá tímum Marshall-aðstoðarinnar í Grafarvogi. Þetta var gert þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar borgaryfirvalda, samþykktir hverfisráðs Grafarvogs og óskir um að vatnstankinum mætti umbreyta í frábæran útsýnisstað og gullmola í hverfinu. Sú hugmynd var ein þeirra sem eindregnasta stuðninginn fékk í íbúasamráðinu 1, 2 og Reykjavík. Spurt er:
1. Hver tók ákvörðun um rif vatnstanksins?
2. Hver er afstaða borgarstjóra til þess?
3. Hvernig verður unnið úr þeim skaða sem orðinn er og hverjar eru fyrirætlanir um svæðið?
4. Hvers vegna hefur óskum íbúa úr 1, 2 og Reykjavík ekki verið fylgt eftir?
5. Hver hefur umsjón með eftirfylgni verkefnisins?
6. Hvað líður ákvörðunum um einstök verkefni og hugmyndir úr 1, 2 og Reykjavík? R09020077

Fundi slitið kl. 13.30

Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Svandís Svavarsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir