Borgarráð - Fundur nr. 5062

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2009, fimmtudaginn 26. febrúar, var haldinn 5062. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óskar Bergsson, Sif Sigfúsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 18. febrúar. R09010013

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 18. febrúar. R09010015

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 12. febrúar. R09010014

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 25. febrúar. R09010026
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 20. febrúar. R09010027

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R09010167

7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., varðandi synjun á umsókn um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 13 við Skúlagötu.
Synjun skipulagsráðs staðfest. R08110089

8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi Fákssvæðisins í Víðidal. R08100234
Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi við meðferð málsins.
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi Halla- og Hamrahlíðarlanda í Úlfarsárdal, hverfi 4, vegna íþróttahúss. R08110126
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Úlfarsárdal vegna íþróttahúss.
Samþykkt. R08110126

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 50 við Laugaveg.
Samþykkt. R09020090

12. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um kjaramál, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. þ.m. R09010134

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:

Í svari mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar til BHM vegna spurninga samtakanna um launaskerðingar fæst það staðfest að heildarlaun muni ekki skerðast umfram 10#PR, að laun undir 300 þúsundum á mánuði skerðist ekki og að jafnræðis verði gætt hjá öllum fagsviðum borgarinnar. Fulltrúar Samfylkingar sem lögðu fram fyrirspurn um málið fagna þessu en lýsa að sama skapi yfir áhyggjum af því samráðsleysi um launamál sem virðist eiga sér stað á meðvitaðan hátt. Mannauðsstjóra þykir rétt að kynna áform borgarinnar stéttarfélögum og samtökum þeirra, en vill ekki eiga samráð þar sem að lögformlega hafi stéttarfélög ekki íhlutunarrétt við endurskoðun fastlaunasamninga. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna telja það forsendu sáttar á vinnumarkaði að raunverulegt samráð verði haft við stéttarfélög og samtök þeirra, sem og starfsfólkið sjálft, eins og fram hefur komið í ítrekuðum tillöguflutningi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Þá hefur borgarstjóri ítrekað gefið yfirlýsingar um vilja til samráðs.

13. Lagt fram bréf kaupmanna við Laugaveg frá 29. f.m. varðandi stofnun miðborgarfélags. R09020067
Frestað.

14. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 18. þ.m. í máli nr. E-4726/2008, Björgvin Ómar Gíslason gegn Henry Alexander Henryssyni og Reykjavíkurborg. R08060052

15. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 15 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R09020002

16. Lagt fram yfirlit yfir styrkveitingar leikskólaráðs fyrir árið 2009 skv. samþykkt ráðsins 28. f.m., sbr. bréf sviðsstjóra leikskólasviðs, dags. 19. þ.m. R09020100

17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 23. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1.000.000.000 kr. til 10 ára. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Borgarráð samþykkir einnig að veita Birgi Birni Sigurjónssyni fjármálastjóra, kt. 200249-2169, umboð til að semja nánar um lánskjör og undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari, með fyrirvara um samþykki borgarráðs.

Greinargerð fylgir tillögunni. R09020102
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf Óskars Bergssonar frá 24. þ.m. varðandi umfjöllun borgarstjórnarflokks Framsóknarflokks um tillögur að siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. R07060032

19. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð beinir þeim tilmælum til aðgerðateymis velferðarsviðs og barnanna í borginni að huga sérstaklega að börnum atvinnulausra og koma með tillögur þar um. Þannig verði brugðist við tilmælum félagsmálaráðherra sem á afgerandi hátt hefur vakið athygli á vanda barnanna sem nú þegar eru orðin um 8000.

Greinargerð fylgir tillögunni. R09020112
Samþykkt.

20. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar þann 6. janúar, var ákveðið að fjárhagsáætlun yrði endurskoðuð í mars. Ennfremur kom fram í málflutningi borgarstjóra að til stæði náið samráð minnihluta og meirihluta um áætlunina. Á sama fundi var samþykkt að fela borgarráði og aðgerðahópi borgarráðs um fjármál borgarinnar að stokka upp framkvæmdaáætlun borgarinnar með það að markmiði að fjármunirnir nýttust þeim best sem höllustum fæti standa. Síðan þá hefur meirihlutinn í framkvæmda- og eignaráði ítrekað bókað að ekki standi til að taka framkvæmdaáætlun borgarinnar til endurskoðunar, heldur verði fulltrúar minnihlutans að leggja fram tillögur að breytingum, telji hann þörf á þeim. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óska því eftir upplýsingum um:
1. Er endurskoðun á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 hafin?
2. Með hvaða hætti kemur samráð um endurskoðunina til með að fara fram?
3. Hefur verið tekin um það ákvörðun hjá meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að framkvæmdaáætlun borgarinnar verði ekki endurskoðuð, þrátt fyrir samþykkt borgarstjórnar þess efnis?
4. Verður endurskoðuð fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar lögð fram í mars eins og til stóð? R08040099

Fundi slitið kl. 10.30

Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Sif Sigfúsdóttir Þorleifur Gunnlaugsson