Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2009, fimmtudaginn 19. febrúar, var haldinn 5061. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.45. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óskar Bergsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 10. febrúar. R09010006
2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarvogs frá 2. desember og 10. febrúar. R09010011
3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 27. janúar. R09010018
4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 18. febrúar. R09010026
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R09010167
6. Kynntar eru fyrirhugaðar breytingar á skipulagi löggæslu á höfuðborgarsvæðinu. R09020061
Bókun borgarráðs:
Þakkaðar eru upplýsingar fulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um skipulagsbreytingar löggæslunnar sem eru í undirbúningi og útfærslu. Gríðarlega mikilvægt er að leiðarljós þeirra verði að auka og efla sýnilega löggæslu í hverfum borgarinnar. Þeim yfirlýsingum er fagnað sérstaklega að við útfærsluna verði tryggt að hverfislöggæsla verði með fast aðsetur í þjónustumiðstöðvum borgarinnar þannig að áfram verði tryggt að það árangursríka og þverfaglega samstarf sem þar hefur þróast verði fest í sessi. Óskað er eftir því að náið samráð verði haft við íbúa, íbúasamtök, hverfisráð og starfsfólk þjónustumiðstöðva við frekari útfærslu hugmyndanna og tillögur um breytt skipulag verði lagðar fyrir borgarráð um leið og þær liggja fyrir þannig að borgarráð geti tekið afstöðu til þeirra.
7. Lagt fram erindi Þórarins A. Sævarssonar frá 2. þ.m. varðandi skil á lóð nr. 74 við Úlfarsbraut. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. s.m., þar sem mælt er gegn því að tekið verði við lóðinni. R08100288
Frestað.
8. Lagt fram erindi Félagsbústaða hf. frá 4. þ.m. varðandi endurgreiðslu gatnagerðargjalds að Kleppsvegi 90 og Furugerði 1. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 16 s.m. þar sem mælt er gegn því að orðið verði við erindinu. R09020023
Umsögn skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs samþykkt og er því erindinu synjað.
9. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 31. október sl. um afléttingu tiltekinna kvaða á lóð nr. 3 við Brekkuhús. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 11. þ.m. R09020050
Bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
10. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 16. þ.m., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um úttekt á kynbundnum launamun, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. þ.m. R08020040
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Það veldur sárum vonbrigðum að úttekt á kynbundnum launamun skuli enn ekki vera farin af stað, þrátt fyrir rúmlega 5 mánaða samþykkt. Svar borgarstjóra um að hafist verði handa á vormánuðum vekur upp spurningar um hvort útrýming kynbundins launamunar sé þá í raun og veru forgangsmál meirihlutans. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna telur brýnt að hafist verði handa nú þegar við úttektina, enda nauðsynlegt að borgaryfirvöld séu upplýst um stöðu mála á þessu sviði og öðrum. Úttektir sem þessi ættu að vera gerðar með reglubundnum hætti, án þess að um það séu lagðar fram sérstakar tillögur á vettvangi borgarstjórnar eða borgarráðs.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Áhyggjur fulltrúa VG eru óþarfar enda er full samstaða um það á vettvangi borgarstjórnar að sporna gegn kynbundnum launamun. Í borgarráði 6. nóvember 2008 var lögð fram ítarleg úttekt á vegum mannauðsskrifstofu þar sem fram kom að kynbundinn launamismunur er enginn þegar horft er til dagvinnulauna hjá Reykjavíkurborg. Borgaryfirvöld hafa á undanförnum árum gert stórar launakannanir til að fylgjast með kynbundnum launamun. Þær sýna að launastefna borgarinnar hefur verið árangursrík.
11. Lagðar fram að nýju niðurstöður starfshóps um stofnun jafnréttisskóla, ódags., ásamt bréfi mannréttindastjóra frá 23. f.m. Jafnframt lagt fram minnisblað mannréttindastjóra frá 16. þ.m. R07060103
Vísað til umsagnar menntaráðs.
12. Lagt fram að nýju erindi Þórðar E. Viðarssonar frá 9. f.m. þar sem hann óskar eftir að fá að skila lóðinni nr. 4 við Lautarveg, ásamt umsögn skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 16. s.m. þar sem lagt er til að beiðninni verði synjað. Jafnframt lagt fram bréf Þórðar E. Viðarssonar frá 5. þ.m. varðandi málið. Þá er lögð fram umsögn skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs, dags. 16. þ.m., þar sem fyrri tillaga er ítrekuð. R08100288
Umsagnir skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs samþykktar með 4 samhljóða atkvæðum og er því beiðninni synjað.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Samfylkingin ítrekar þá afstöðu sína að afar óheppilegt er að mismunandi reglur gildi um mismunandi lóðir í einu og sama hverfinu. Lóðum sem úthlutað var með föstu verði má skila en lóðum sem úthlutað var með útboðum má ekki skila, eins og meirihlutinn staðfestir hér með afgreiðslu sinni. Þetta felur í sér að mismunandi reglur um endurgreiðslur gilda í einu og sama hverfinu. Samfylkingin studdi ekki breytingar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á lóðaúthlutunarreglum og situr því hjá við þessa afgreiðslu.
13. Lögð fram að nýju innlausnarkrafa lögmanns eiganda fasteignarinnar að Eddufelli 8 frá 29. desember sl. ásamt minnisblöðum lögfræðistofunnar Landslaga frá 19. f.m. og borgarlögmanns frá 29. s.m., þar sem lagt er til að kröfunni verði synjað. Jafnframt lagt fram bréf lögmanns eiganda fasteignarinnar frá 10. þ.m. og minnisblað lögfræðistofunnar Landslaga frá 17. s.m. R06090277
Minnisblöð lögfræðistofunnar Landslaga og borgarlögmanns samþykkt og er því innlausnarkröfunni synjað.
14. Lögð fram bráðabirgðaskýrsla starfshóps um mat á áhrifum atvinnuleysis í Reykjavík, dags. 16. þm. R08080073
Bráðabirgðaskýrslu starfshóps um atvinnumál er vísað til umsagnar í velferðarráði og íþrótta- og tómstundaráði. Tillögum um hugmyndatorg þar sem félagasamtök, stofnanir og sjálfboðaliðar kynna þau ýmsu úrræði sem atvinnulausum stendur til boða er vísað til meðferðar á skrifstofu borgarstjóra.
15. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R09020002
16. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs fyrir árið 2009, dags. í dag. R09010152
17. Lagt fram yfirlit yfir styrkveitingar velferðarráðs fyrir árið 2009 skv. samþykkt ráðsins 11. þ.m., sbr. bréf sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 13. s.m. R09020055
18. Lagt fram yfirlit yfir styrkveitingar mannréttindaráðs fyrir árið 2009 skv. samþykkt ráðsins 12. þ.m., sbr. bréf mannréttindastjóra, dags. 16. þ.m. R09020066
19. Lagt fram yfirlit yfir styrkveitingar íþrótta- og tómstundaráðs fyrir árið 2009 skv. samþykkt ráðsins 13. þ.m., sbr. bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 16. þ.m. R09020068
20. Lagt fram yfirlit yfir styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs fyrir árið 2009 skv. samþykkt ráðsins 22. f.m., sbr. bréf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs, dags. 16. þ.m. R09020074
21. Lagt fram yfirlit yfir viðskipti innkaupaskrifstofu í janúar 2009, dags. 9. þ.m. R09010086
22. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs frá 9. þ.m. um tillögur að breytingum á samþykkt um Listasafn Reykjavíkur, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 22. f.m. R09020035
Samþykkt.
23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 10. s.m., varðandi tillögur um úrbætur á þjóðvegum í Reykjavík. R09020070
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég fagna því að horfið hafi verið frá því að loka alfarið fyrir vinstri beygju frá Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut til norðurs. Tímabundin lokun milli kl. 17 og 19 þjónar mun betur tilgangi og meginmarkmiðum lokunarinnar og skapar minni hættu í Fossvogs- og Bústaðahverfi en alger lokun myndi gera. Jafnframt fagna ég því ef ráðast á í fjölda framkvæmda sem eru tiltölulega ódýrar en skapa aukið öryggi og spara jafnvel þegar í stað kostnaðinn vegna framkvæmdanna með minni eignatjónum og færri slysum. Í því sambandi vil ég ítreka þá skoðun mína að fyrirætlanir um löng neðanjarðargöng í vegakerfi borgarinnar eru ekki tímabærar nú á kreppu- og aðhaldstímum, þegar gæta þarf hagsýni í þágu umferðaröryggis fremur en að framkvæma stórbrotna drauma stjórnmálamanna. Jafnframt minni ég á tillögur mínar í borgarráði frá því vorið 2008 um fjölgun 30 km svæða og mislægra göngustíga í hverfum borgarinnar. Auk þess legg ég til að hagkvæmustu aðferðir til að bæta umferð í borginni komist til framkvæmda hið allra fyrsta, en það er styrking almenningssamgangna og niðurfelling fargjalda í strætó.
24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 10. s.m., varðandi gjaldskyld bílastæði við Barnaspítala Hringsins. R09020071
Samþykkt.
25. Lagður fram dómur Félagsdóms frá 11. þ.m. í máli nr. F-9/2008, Sjúkraliðafélag Íslands gegn Reykjavíkurborg. R08100284
26. Lagt fram minnisblað verkefnisstjórnar vetrarhátíðar í Reykjavík varðandi hátíðina sem haldin var 13.-14. þ.m., ódags. R09020073
Bókun borgarráðs:
Vetrarhátíð í Reykjavík, sem var haldin í áttunda skipti síðustu helgi, heppnaðist einstaklega vel. Aðsókn var betri en nokkru sinni fyrr og fór fram úr björtustu vonum. Til dæmis heimsóttu á þriðja þúsund gesta Listasafn Reykjavíkur og má áætla að allt að 10.000 manns hafi notið þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem boðið var upp á á Safnanóttinni. Borgarráð fagnar því hversu vel tókst til við framkvæmd hátíðarinnar og þakkar starfsfólki og þeim fjölmörgu borgarbúum sem lögðu hátíðinni lið.
27. Lögð fram bréf Hönnu Birnu Kristjánsdóttur frá 16. þ.m. og Þorleifs Gunnlaugssonar frá 17. s.m. varðandi umfjöllun borgarstjórnarflokka Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um tillögu að siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. R07060032
28. Lagt fram að nýju bréf borgarlögmanns frá 12. þ.m. varðandi framhald byggingar Tónlistar- og ráðstefnumiðstöðvar við Austurhöfn, ásamt bréfi Austurhafnar-TR, dags. 5. s.m. Jafnframt lagt fram minnisblað fjármálastjóra um skuldbindingar borgarsjóðs og áhættumat m.t.t. framkvæmda og rekstrar, dags. 17. s.m. Þá eru lögð fram drög að yfirlýsingu menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar vegna Tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Austurhöfnina í Reykjavík, ódags. Loks er lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Með vísan til bréfs borgarlögmanns frá 11. þ.m. sem og erindis Austurhafnar-TR frá 5. s.m. er lagt til að borgarráð heimili fyrir sitt leyti stjórn Austurhafnar-TR ehf. að staðfesta og undirrita samkomulag og skilmálaskjal um kaup Austurhafnar-TR á félögunum Portus og Situs og öllum eignum þeirra, auk kaupa á byggingarreitum á hliðsettum lóðum og að félögin taki til þess nauðsynleg lán. Jafnframt að borgarráð samþykki að þegar ákveðið framlag borgarinnar verði sett að veði til tryggingar framkvæmdalánum vegna byggingar tónlistar- og ráðstefnuhússins og að framlagið falli ekki niður á samningstímanum. R09010036
Borgarráð samþykkir tillögu borgarstjóra með þeim fyrirvara að fyrir liggi að NBI (Nýi Landsbankinn) tryggi langtímafjármögnun framkvæmdanna, annað hvort þannig að NBI ábyrgist fjármögnunina einn eða í samstarfi við hina ríkisbankana. Jafnframt er áskilið að Austurhöfn-TR ehf. hafi allan rétt til að leita hvenær sem er annarra leiða varðandi fjármögnun verkefnisins í því skyni að halda fjármagnskostnaði á þessu verkefni í lágmarki. Þrátt fyrir 46#PR eignarhald á Portus og Situs og öllum eignum þeirra í gegnum eignarhald Reykjavíkurborgar á Austurhöfn felur samþykkt borgarráðs ekki í sér skuldbindingu af hálfu borgarsjóðs um frekari framlög en áður samþykkt árleg framlög sem samkvæmt fyrirliggjandi samningsdrögum eiga að standa undir byggingu hússins. Jafnframt verði gert hluthafasamkomulag sem tryggi að meirihlutaeigandi geti ekki tekið fjárhagslega íþyngjandi ákvarðanir fyrir eigendur án samþykkis Reykjavíkurborgar.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Stefna borgaryfirvalda í þessu máli felur í sér ranga forgangsröðun, þar sem fyrst á að halda áfram með risavaxnar og áhættusamar milljarðafjárfestingar í TRH og nágrenni. Á meðan eiga ljót sár í gömlu miðborginni að standa nánast óhreyfð, eins og t.d. á horni Lækjargötu og Austurstrætis og við Laugaveg 4-6. Þessi svæði þarf að laga með mun kostnaðarminni og hagkvæmari hætti en aðrar áætlanir meirihlutans gera ráð fyrir. Sú forgangsröðun sem ég vil hafa í heiðri er ekki aðeins hagkvæm heldur einnig menningarleg, ferðaiðnaðarvæn og eflir mannlíf í miðborginni. Auk þess þarf að endurskoða alla stærð og umfang skipulags á svæðinu frá Sjávarútvegshúsinu og Lækjartorgi að Ánanaustum, taka tillit til fínleika gömlu miðborgarinnar og meta rekstrargrundvöll svæðisins, eins og tillaga mín í borgarstjórn frá 17. febrúar gerir ráð fyrir.
Bókun borgarráðs:
Borgarráð er sammála um mikilvægi þess að halda áfram framkvæmdum við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Það er ítrekað að þessi ákvörðun felur ekki í sér nein aukin framlög frá því sem þegar var ákveðið árið 2004 þegar framkvæmdir og rekstur Tónlistar- og ráðstefnumiðstöðvar voru boðin út. Borgarráð telur samkomulag borgar og ríkis um málið mikilvægt, ekki aðeins til að tryggja það að sem minnstur kostnaður verði vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á verkefninu, heldur ekki síður vegna þeirra starfa sem þarna skapast og nauðsynjar þess að þetta lykilsvæði í miðborginni komi til uppbyggingar og endurspegli sókn og metnað í íslensku samfélagi.
29. Lagt fram bréf Óskars Bergssonar, dags. í dag, varðandi ósk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um leyfi frá störfum í skipulagsráði til aprílloka 2009. R08010168
Vísað til borgarstjórnar.
30. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Um leið og ég ítreka kröfu mína um að Óskar Bergsson víki nú þegar sem borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, óska ég eftir að borgarstjóri svari því hverjir sátu í 25 manna Framsóknarveislu Óskars Bergssonar í nóvember 2008 og hver var kostnaður við veisluna. Gerð verði grein fyrir kostnaði borgarinnar vegna allra framboða í borgarstjórn sbr. fyrri fyrirspurn þar um. Gerður verði samanburður á kostnaðarliðum borgarstjóraembættisins í tíð F-lista og D-lista annars vegar og í tíð fyrri meirihluta B- og D-lista hins vegar. R05110132
31. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að framkvæmda- og eignasviði verði falið í samvinnu við skipulags- og byggingarsvið að ýta á eftir frágangi ófrágenginna malarstæða fyrir neðan Klapparstíg en umrædd malarstæði hafa verið upptök fjúks og leiðinda í umhverfi sínu árum saman.
Greinargerð fylgir tillögunni. R09020086
Vísað til framkvæmda- og eignaráðs.
32. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Áform um landfyllingu í Gufunesi hafa verið til umsagnar innan borgarkerfisins á síðustu mánuðum án þess að niðurstaða hafi fengist. Á sama tíma hafa embættismenn Reykjavíkurborgar rætt áform um að fyrirtækið Björgun flytjist hugsanlega með starfsemi sína í Gufunes. Hverfisráð Grafarvogs hefur tekið málið til umfjöllunar og bókar á síðasta fundi andstöðu við flutning Björgunar upp í Gufunes og bendir á að slíkt sé í andstöðu við stefnu stjórnmálaflokkanna í upphafi kjörtímabilsins. Vegna þessa er spurt:
1. Hver er framtíðarsýn meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til landfyllingar í Gufunesi og skipulagssýn um uppbyggingu á henni?
2. Hefur ákvörðun um flutning Björgunar í Gufunes verið tekin?
3. Hvenær og hvernig verða áform um landfyllinguna kynnt fyrir íbúum og hverfisráði Grafarvogs?
4. Hver er staða hugmynda um höfn og iðnaðarstarfsemi í Álfsnesi sem unnið hefur verið að undanfarin misseri? R08110116
33. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Bréf Bandalags háskólamanna til borgarstjóra varðandi uppsagnir á kjörum hjá Reykjavíkurborg, dags. 13. febrúar, felur í sér harða gagnrýni á framkvæmd niðurskurðar í launamálum Reykjavíkurborgar. Óskað er eftir svörum við þeim spurningum sem fram koma í bréfinu. R09010134
Fundi slitið kl. 12.50
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Þorleifur Gunnlaugsson