Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2009, fimmtudaginn 12. febrúar, var haldinn 5060. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.43. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 30. janúar. R09010012
2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 11. febrúar. R09010026
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R09010167
4. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytingu á deiliskipulagi á jörðinni Melavöllum á Kjalarnesi. R06080121
Samþykkt.
5. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 6. þ.m., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna um þjónustuaðlögun Strætó bs., sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. þ.m. R08070068
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:
Það er alveg ljóst að svokölluð þjónustuaðlögun Strætó bs., sem tók gildi um síðustu mánaðamót, aðlagar þjónustuna ekki að notendum og breyttum aðstæðum í samfélaginu. Beinlínis er um fækkun ferða að ræða, sem ekki hafa verið kynntar almennilega. Svo virðist sem horft sé til fortíðar því undanfarna mánuði hefur fjölgað farþegum hjá Strætó bs., sem er bein afleiðing þess að fjárhagur fólks hefur versnað til muna. Framundan er erfitt tímabil hjá almenningi sem borgaryfirvöld þurfa að mæta með ýmsum hætti. Á sama tíma þarf Reykjavíkurborg að draga saman rekstrarkostnað vegna lækkunar tekna. Aukin notkun almenningsvagna og minni umferð einkabíla, sem hvorttveggja er staðreynd, er afar hagkvæm fyrir borgina, enda sparast verulega í viðhaldi gatna og minni þörf er á stærri umferðarmannvirkjum. Það eru því mikil vonbrigði að sveitarfélögin sem standa að Strætó bs. horfi ekki til framtíðar og auki tíðni samhliða aukinni notkun.
- Kl. 9.50 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
6. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar um kjaramál, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. þ.m. R09010116
7. Lagt fram bréf Heiðu Bjargar Pálmadóttur frá 28. þ.m., þar sem hún óskar lausnar frá störfum í barnaverndarnefnd. Lagt er til að Guðlaug Magnúsdóttir taki sæti Heiðu. Þórir Hrafn Gunnarsson taki sæti varamanns í nefndinni í stað Guðlaugar. R08010178
Vísað til borgarstjórnar.
8. Samþykkt að veita Söngröddum Reykjavíkur, kór borgarstarfsmanna, styrk að fjárhæð 750 þkr. til kórstarfsins. R09010152
9. Lögð fram samþykkt borgarstjórnar frá 3. þ.m. varðandi skipun vinnuhóps til að móta nýja menntastefnu fyrir Reykjavík, sbr. bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 4. s.m. R09020011
Samþykkt að skipa í hópinn Kjartan Magnússon, Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, Lilju Alfreðsdóttur, Oddnýju Sturludóttur og Sigríði Pétursdóttur. Kjartan verði formaður hópsins.
10. Lagt fram bréf skirfstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 5. þ.m. þar sem lagt er til að Thai Temple in Iceland Foundation, c/o Páll Júlíusson, verði úthlutað byggingarrétti fyrir Búddahof og tengdar byggingar á lóð nr. 12 við Hádegismóa, með nánar tilgreindum skilmálum. R07040062
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 5. þ.m. þar sem lagt er til að eftirtöldum aðilum verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús við Reynisvatnsás, með nánar tilgreindum skilmálum:
Haukdælabraut 104: Jóna Grétarsdóttir og Rúnar Grétarsson.
Haukdælabraut 74: Guðmundur Steinar Lúðvíksson.
Haukdælabraut 94: Kristín Þórdís Ragnarsdóttir og Sigurjón Sigurjónsson.
Haukdælabraut 72: Þorleifur H. Lúðvíksson.
Haukdælabraut 36: Lúðvík Th. Halldórsson. R07020085
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, þar sem lagt er til að Sif Sigfúsdóttir taki sæti Gísla Marteins Baldurssonar, Ólafur Kr. Hjörleifsson taki sæti varamanns í stað Gunnars Eydal, Birgir Björn Sigurjónsson taki sæti varamanns í stað Sifjar Sigfúsdóttur og Sigurður Snævarr taki sæti varamanns á 23. landsþingi Samband íslenskra sveitarfélaga, sem haldið verður 13. mars nk. R09020015
Samþykkt.
13. Kynnt er rekstraryfirlit vegna desembermánaðar 2008. R09020033
14. Kynnt er staða vinnu við sóknaráætlun fyrir Reykjavík. R09020034
15. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 11. þ.m. varðandi framhald byggingar Tónlistar- og ráðstefnumiðstöðvar við Austurhöfn, ásamt bréfi Austurhafnar - TR, dags. 5. s.m. R09010036
- Kl. 12.17 víkur borgarstjóri af fundi.
Frestað.
16. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Þann 16. september sl. var samþykkt í Borgarstjórn Reykjavíkur að fram færi óháð utanaðkomandi úttekt á kynbundnum launamun hjá borginni. Hvað líður framkvæmd þessa? R08020040
17. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvaða loforð hafa verið gefin og hvaða áform eru uppi um að efna þau til að koma til móts við íbúa í Úlfarsárdal varðandi eftirfarandi þjónustu?
1. Leikskóla.
2. Grunnskóla.
3. Frágang á lóðum, göngustígum og lýsingu.
4. Leiksvæði fyrir börn.
5. Almenningssamgöngur. R09020047
18. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Misvísandi fréttir hafa borist af niðurskurði í löggæslu í Reykjavík. Þó er ljóst að yfirvofandi er samdráttur í þjónustu og mannafla. Þá hafa verið settar fram hugmyndir um að hverfalöggæslustöðvar í Breiðholti og Grafarvogi verði lagðar niður og að eina lögreglustöðin í Reykjavík verði við Hverfisgötu. Hverfum í austurhluta borgarinnar verði þá sinnt úr Mosfellsbæ og Kópavogi en í vesturhluta borgarinnar frá Seltjarnarnesi. Samfylkingin lýsir miklum áhyggjum af þessum hugmyndum enda verður ekki annað séð en að þessar hugmyndir feli í sér hættu á gríðarlegri afturför frá því nána og þverfaglega samstarfi sem hverfislöggæslan hefur byggt upp í nánu sambýli í Mjódd og Miðgarði við þjónustumiðstöðvar borgarinnar í Breiðholti og Grafarvogi. Spurt er:
1. Hafa þessar hugmyndir verið unnar í samráði við Reykjavíkurborg?
2. Hefur athugasemdum eða mótmælum borgarinnar verið komið á framfæri við yfirstjórn lögreglunnar?
3. Hver er framtíðarsýn borgarstjóra um samstarf þjónustumiðstöðva og hverfalöggæslunnar í hverfum borgarinnar?
4. Hver er afstaða borgarstjóra til að leggja af hverfalöggæslustöðvar í Breiðholti og Grafarvogi? R09010052
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri Grænna tekur undir áhyggjur Samfylkingarinnar og mikilvægi þess að svör fáist við þeim spurningum sem fram eru lagðar.
Fundi slitið kl. 12.45
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Svandís Svavarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson