Borgarráð - Fundur nr. 5057

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2009, fimmtudaginn 22. janúar, var haldinn 5057. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.50. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Óskar Bergsson, Björk Vilhelmsdóttir, Kjartan Magnússon, Sif Sigfúsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 21. janúar. R09010026
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 16. janúar. R09010027

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R08120095

4. Lagður fram að nýju orkusölusamningur Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls Helguvíkur ehf. frá 30. f.m., ásamt bréfi forstjóra Orkuveitunnar, dags. 5. þ.m. R07060089
Vísað til borgarstjórnar.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:
Á fundi borgarráðs 15. janúar bókuðu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna um málsmeðferð varðandi raforkusamning OR vegna Helguvíkur. Í bókuninni var m.a. óskað eftir áliti borgarhagfræðings á arðsemi verkefnisins og áhrifum á fjárhagsstöðu Orkuveitunnar, m.a. eiginfjárstöðu fyrirtækisins og að möguleg áhrif á lánskjör Reykjavíkurborgar yrðu metin í því sambandi. Jafnframt er óskað eftir mati á áhættu vegna verkefnisins og í því sambandi verði litið til næmni vegna: breytinga í fjárfestingakostnaði, breytinga á álverði og gengisbreytinga. Áhrifin verði metin með tilliti til efnahags OR og þess framkvæmdahraða sem samningurinn gerir ráð fyrir. Jafnframt verði lagt mat á vægi áhættudreifingar sem felst í orkusölu til fjölbreyttari hóps stórnotenda en álvera. Mikilvægt er að þetta álit liggi skriflega fyrir áður en endanleg afgreiðsla fer fram í borgarstjórn.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég vísa í bókun mína frá borgarráðsfundi 15. janúar sem hljóðar svo: „Um leið og ég tek undir bókun Samfylkingar og Vinstri grænna lýsi ég áhyggjum mínum af stóraukinni sölu á niðurgreiddri orku til stóriðjustarfsemi.“

5. Lögð fram drög að leigusamningi vegna leigu Félagsbústaða hf. á íbúðum á almennum markaði til endurleigu sem félagslegar leiguíbúðir, dags. 14. þ.m., ásamt bréfi sviðsstjóra velferðarsviðs frá 16. s.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 14. s.m. Jafnframt lagt fram minnisblað forstjóra Félagsbústaða hf. frá 12. s.m., ásamt samþykkt stjórnar félagsins s.d. R07090064
Frestað.

6. Lögð fram drög að samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Hjálpræðishersins á Íslandi, ódags., um aðstöðu til uppbyggingar á iðju fyrir utangarðsfólk í Reykjavík, ásamt bréfi sviðsstjóra velferðarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 14. s.m. R09010120
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 14. s.m. um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð. R09010048
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 14. s.m., varðandi samning um norrænt tilraunaverkefni um ferðaþjónustu fyrir fatlaða. R09010121
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 19. þ.m. um stöðu aðgerðaáætlunar velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi. R08100231

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 14. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttum skilmálum deiliskipulags í Húsahverfi, svæði C. R09010108
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 14. s.m., varðandi deiliskipulag Suður-Mjóddar. R08020082
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 14. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna aukins byggingarmagns við Borgartún. R09010109
Samþykkt.

13. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að veita Barnaskóla Hjallastefnunnar 2,4 m.kr. stofnstyrk vegna húsnæðis undir starfsemi skólans. Upphæðin færist af lið 09205, ófyrirséð.

Greinargerð fylgir tillögunni. R07070078
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu stofnstyrks til Hjallastefnunnar ehf. Grunnskólanemendum í Reykjavík fækkar um nokkur hundruð á milli ára og því augljóslega ekki forgangsmál að bæta við skólahúsnæði, hvað þá húsnæði sem vegna aðgengis er vandséð að geti boðið upp á skóla án aðgreiningar. Almennir grunnskólar eru að verða fyrir alvarlegum niðurskurði sem enn er að hluta til óútfærður og því eru það kaldranaleg skilaboð til þeirra að borgaryfirvöld skuli á sama tíma leggja ofurkapp á sjálfstætt rekna skóla. Samfylking og Vinstri græn ítreka þá skoðun sína að ekki beri að fjölga og/eða stækka sjálfstætt rekna skóla sem innheimti há skólagjöld. Grunnskólar í borginni eiga að standa öllum börnum í borginni til boða - óháð efnahag.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Það er afar ánægjulegt að grunnskóli Hjallastefnunnar taki nú loks til starfa í Reykjavík, enda hefur Hjallastefnan fyrir löngu sannað gildi sitt með frábæru skólastarfi fyrir íslensk börn. Það er ekki rétt að koma hans til Reykjavíkur bendi til þess að „ofurkapp“ sé lagt á sjálfstætt starfandi skóla, heldur sýnir hún að áhersla er lögð á fjölbreytt og metnaðarfullt val um grunnskólamenntun í Reykjavík. Hvað varðar aðgengismál og skóla án aðgreiningar, er minnt á að grunn- og leikskólar Hjallastefnunnar hafa einmitt lagt sérstaka áherslu á metnaðarfullt starf fyrir þann hóp barna sem þarf á sérstakri þjónustu að halda. Á því verður varla nokkur breyting í grunnskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík.

14. Lagt fram erindi Þórðar E. Viðarssonar frá 9. þ.m. þar sem hann óskar eftir að fá að skila lóðinni nr. 4 við Lautarveg. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 16. s.m., þar sem lagt er til að beiðninni verði synjað. R08100288
Frestað.

15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg óski eftir fresti til 20. mars 2009 á afgreiðslu þriggja ára áætlunar Reykjavíkurborgar, 2010-2012, sbr. 63. grein sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 með síðari breytingum.

Greinargerð fylgir tillögunni. R08080037
Samþykkt.

16. Lagt fram svar borgarstjóra frá 19. þ.m. við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um starfsemi unglingasmiðjanna Stígs og Traðar, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. janúar. R07010060

17. Lagt fram svar borgarstjóra frá 19. þ.m. við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um niðurfellingu strætófargjalda, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. janúar. R07030007

18. Lagt fram svar borgarstjóra frá 19. þ.m. við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um viðmiðunartekjur ellilífeyrisþega, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. janúar. R08120030

19. Lagt fram svar borgarstjóra frá 19. þ.m. við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um undirbúning fjárhagsáætlunar, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. desember. R05110132

20. Lagt fram svar borgarstjóra frá 19. þ.m. við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um ferða- og launakostnað kjörinna fulltrúa, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. október. R09010053

21. Lögð fram greinargerð skrifstofustjóra borgarstjóra, dags. í dag, varðandi ráðningu í starf mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar, ásamt umsóknum sem bárust um starfið. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 21. þ.m.:

Með vísan til meðfylgjandi greinargerðar er lagt til að Hallur Páll Jónsson verði ráðinn í starf mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar. R08120059

Tillaga borgarstjóra samþykkt.

22. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar frá 19. þ.m. yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R09010035

23. Lögð fram ályktun stjórnarfundar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar frá 21. þ.m. varðandi uppsögn fastrar yfirvinnu starfsmanna Reykjavíkurborgar, sbr. bréf formanns félagsins, dags. 22. s.m. R09010134

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:
Um leið og lögð er fram ályktun Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar þar sem áform borgarinnar um að segja upp yfirvinnu eru harðlega gagnrýnd, minna fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna á tillögur sínar við gerð fjárhagsáætlunar um launajöfnuð og samráð við stéttarfélög og starfsfólk. Til áréttingar teljum við að við útfærslu á sparnaði verði eitt af markmiðum útfærslunnar að stuðla að launajöfnuði með því að heildarlaun sem eru undir 300.000 krónum á mánuði skerðist að jafnaði ekki. Þá höfum við lagt til að náið samráð verði haft við stjórnendur, stéttarfélög og aðra fulltrúa starfsfólks.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Í ljósi þess efnahagsástands sem er ríkjandi á Íslandi verður Reykjavíkurborg, eins og önnur sveitarfélög og fyrirtæki, að hagræða í rekstri. Mótuð hefur verið aðgerðaáætlun sem miðar meðal annars að því að standa vörð um grunnþjónustu við íbúa og störf starfsmanna Reykjavíkurborgar. Allar aðgerðir um endurskoðun á yfirvinnu til að ná fram lækkun kostnaðar er gerð í þeim eina tilgangi að reyna að koma í veg fyrir uppsagnir starfsfólks og aukið atvinnuleysi. Við framlagningu fjárhagsáætlunar í borgarstjórn var samþykkt að lækka laun borgarfulltrúa og æðstu embættismanna um 10#PR. Ennfremur hefur verið samþykkt að leita hagræðingar og lækka kostnað meðal annars með því að endurskoða útgjöld vegna yfirvinnu. Þessi endurskoðun á sér nú stað og er unnin undir stjórn mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar í samvinnu við sviðsstjóra og er ekki lokið. Enginn ágreiningur er um það á vettvangi borgarstjórnar að framkvæmdin verði málefnaleg og sanngjörn, samráð verði haft við fulltrúa samtaka launþega og að sem minnst skerðing verði hjá þeim sem lægst laun hafa.

Fundi slitið kl. 13.20

Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Kjartan Magnússon
Sif Sigfúsdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir
Svandís Svavarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson