No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2009, fimmtudaginn 15. janúar, var haldinn 5056. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.30. Viðstaddir voru: Björk Vilhelmsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Sigrún Elsa Smáradóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 5. janúar. R09010007
2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 14. janúar. R09010026
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
3. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 18. desember. R09010031
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 5. janúar R09010028
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 9. janúar. R09010032
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R08120095
7. Lagt fram bréf umboðsmanns Alþingis frá 31. f.m. þar sem óskað er eftir svörum við tilteknum spurningum um málefni Orkuveitu Reykjavíkur.
Borgarlögmanni falið að undirbúa svar til umboðsmanns, sem verði lagt fram til staðfestingar í borgarráði. R07100223
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 7. þ.m., sbr. samþykkt borgarstjórnar 6. s.m., um endurskoðun fjárhagsáætlunar. R08040099
Vísað til framkvæmda- og eignaráðs.
9. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Skógarbæjar hjúkrunarheimilis f.h. stjórnar Skógarbæjar frá 6. þ.m. varðandi stækkun hjúkrunarheimilisins. R09010073
Vísað til stýrihóps um búsetuúrræði aldraðra.
10. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 5. þ.m. um endurskoðaðan orkusölusamning milli Orkuveitunnar og Norðuráls Helguvíkur ehf. um sölu rafmagns. R07060089
Frestað.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna óska bókað um málsmeðferð meðan málið er í frestun:
Áður en orkusölusamningur Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls vegna Helguvíkur verður lagður fram í borgarráði og afgreiddur í borgarstjórn er nauðsynlegt að borgarfulltrúar fái góða yfirferð yfir arðsemi verkefnisins. Þá er óskað eftir áliti borgarhagfræðings á arðsemi verkefnisins og áhrifum á fjárhagsstöðu Orkuveitunnar m.a. eiginfjárstöðu fyrirtækisins. Þá verði möguleg áhrif á lánskjör Reykjavíkurborgar metin í því sambandi.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Um leið og ég tek undir bókun Samfylkingar og Vinstri grænna lýsi ég áhyggjum mínum af stóraukinni sölu á niðurgreiddri orku til stóriðjustarfsemi.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokks óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks taka undir mikilvægi þess að allir borgarfulltrúar séu vel upplýstir um þetta verkefni, eins og önnur stórverkefni á vettvangi Orkuveitu Reykjavíkur. Stefnt er að upplýsingafundi um raforkusamninginn fyrir alla borgarfulltrúa um málið strax í næstu viku, þar sem fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur kynna málið og fjármálastjóri Reykjavíkur og borgarhagfræðingur svara fyrirspurnum.
11. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 9. þ.m. um tilhögun endurskoðunar ársreikninga, sbr. bréf PricewaterhouseCoopers hf. frá 9. f.m. R08120072
Samþykkt og vísað til borgarstjórnar til staðfestingar.
12. Lagt fram bréf Gísla Marteins Baldurssonar frá 12. þ.m., þar sem hann óskar eftir leyfi frá störfum sem borgarfulltrúi til 1. júní 2009, til að ljúka námi. R08010159
Vísað til borgarstjórnar.
13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að veita Barnaskóla Hjallastefnunnar 2,4 mkr. stofnstyrk vegna húsnæðis undir starfsemi skólans. Upphæðin færist af lið 09205, ófyrirséð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R07070078
Frestað.
14. Lagt fram bréf Ólafs F. Magnússonar, dags. í dag, þar sem hann tilkynnir um eftirtalda áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum borgarinnar frá og með 1. febrúar nk.:
Borgarráð: Ólafur F. Magnússon, til vara Kjartan Eggertsson í stað Ástu Þorleifsdóttur.
Framkvæmda- og eignaráð: Kjartan Eggertsson, til vara Kolbeinn Guðjónsson.
Íþrótta- og tómstundaráð: Egill Örn Jóhannesson, til vara Sigurður Þórðarson.
Leikskólaráð: Helga Þórðardóttir, til vara Kolbeinn Guðjónsson.
Mannréttindaráð: Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir í stað Ástu Þorleifsdóttur, til vara Ólafur F. Magnússon í stað Bryndísar Böðvarsdóttur.
Menningar- og ferðamálaráð: Ólafur F. Magnússon, til vara Magnús Skúlason í stað Egils Arnar Jóhannessonar.
Menntaráð: Kjartan Eggertsson í stað Ástu Þorleifsdóttur, til vara Ólafur Ögmundsson í stað Kjartans Eggertssonar.
Skipulagsráð: Magnús Skúlason, til vara Ólafur F. Magnússon.
Umhverfis- og samgönguráð: Ólafur F. Magnússon í stað Ástu Þorleifsdóttur, til vara Sigríður Jósefsdóttir í stað Gunnars Hólms Hjálmarssonar.
Velferðarráð: Gunnar Hólm Hjálmarsson, til vara Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir í stað Höllu Rutar Bjarnadóttur.
Hverfisráð Vesturbæjar: Svetlana Kabalina, til vara Ólafur Ögmundsson.
Hverfisráð Miðborgar: Ólafur F. Magnússon, til vara Ellen Tryggvadóttir.
Hverfisráð Hlíða: Sigurður Þórðarson í stað Kjartans Eggertssonar, til vara Jens Guðmundsson í stað Höllu Rutar Bjarnadóttur.
Hverfisráð Laugardals: Gunnar Hólm Hjálmarsson, til vara Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir.
Hverfisráð Háaleitis: Kjartan F. Ólafsson í stað Kolbeins Guðjónssonar, til vara Ólafur F. Magnússon í stað Jens Guðmundssonar.
Hverfisráð Breiðholts: Sigurður Þórðarson, til vara Hallgrímur Egilsson.
Hverfisráð Árbæjar: Kolbeinn Guðjónsson í stað Höllu Rutar Bjarnadóttur, til vara Kjartan Eggertsson.
Hverfisráð Grafarvogs: Ómar Sveinsson, til vara Sigríður Jósefsdóttir.
Hverfisráð Kjalarness: Egill Örn Jóhannesson, til vara Jens Guðmundsson.
Hverfisráð Grafarholts og Úlfarsárdals: Ásdís Sigurðardóttir, til vara Sveinn Valgeirsson. R09010096
15. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á fundi velferðarráðs í gær var lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá fulltrúa F-listans Gunnari H. Hjálmarssyni:
“Samkvæmt samþykkt borgarstjórnar 6. janúar hefur verið ákveðið að skera niður fjárframlag til unglingasmiðjanna Stígs og Traðar um 12 milljónir króna á árinu. Til að halda óbreyttri starfsemi þarf rúmlega 51 milljón króna í stað 39 milljóna sem ætlað er í reksturinn. Miðað við óbreytt þjónustustig dugar sú upphæð aðeins fram á sumar. Eftir það er starfsemin aftur í óvissu. Hvers má vænta með framhaldið?
Á borgarstjórnarfundi 6. janúar lagði Ólafur F. Magnússon fram breytingartillögu við tillögu allra annarra borgarfulltrúa um ofangreindan niðurskurð. Tillaga Ólafs hljóðaði upp á óbreytt þjónustustig unglingasmiðjanna út árið. Tillagan var felld með 8 atkvæðum gegn 1. Það vekur athygli að fulltrúar VG og Samfylkingar í borgarstjórn sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar sem þýðir að í raun samþykkja þeir þennan niðurskurð, því er spurt: Hafa fulltrúar Samfylkingar og VG gengið í lið með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki við að skera niður þessa þjónustu?”
Af þessu tilefni er spurt: Hver eru rök meirihlutans fyrir 12 milljón króna eða rúmlega 20#PR niðurskurði á starfsemi unglingasmiðjanna Traðar og Stígs miðað við að starfsemin hefði haldist óbreytt á þessu ári? R07010060
16. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur 6. janúar sl. var tillaga mín um niðurfellingu strætófargjalda felld með 8 atkvæðum gegn 1. Þessa niðurstöðu verður að skoða í því ljósi að í stefnuskrá síðasta meirihluta var ákvæði um niðurfellingu strætófargjalda hjá börnum, unglingum, öldruðum og öryrkjum. Jafnframt vekur athygli að fulltrúar VG hafa ekki stutt sjálfsagða niðurfellingu eða a.m.k. lækkun strætófargjalda hjá börnum og unglingum þrátt fyrir sífellt tal um lækkanir á gjaldskrám fyrir börn á aðsteðjandi krepputímum. Því er spurt hvort borgarstjóri og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í meirihlutanum hafi aldrei ætlað að standa við gefin fyrirheit um frekari niðurfellingu strætófargjalda fyrir tiltekna hópa? R07030007
17. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur 6. janúar sl. var tillaga mín um verulega hækkun á tekjumörkum ellilífeyrisþega og öryrkja vegna niðurfellingar fasteignagjalda felld með 8 atkvæðum gegn 1. Því er spurt: Hyggjast borgarstjóri og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í meirihlutanum ekki standa við áður gefin fyrirheit um verulega hækkun viðmiðunartekna ellilífeyrisþega og örykja vegna niðurfellinga fasteignagjalda? R08120030
Fundi slitið kl. 11.26
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Sigrún Elsa Smáradóttir Þorleifur Gunnlaugsson