Borgarráð - Fundur nr. 5054

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2009, mánudaginn 5. janúar, var haldinn 5054. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 23. desember. R08010024
Samþykkt.

2. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 3. desember. R08010006

3. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Árbæjar frá 30. október og 4. desember. R08010007

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 19. desember. R08010008

5. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 20. október og 27. nóvember. R08010010

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 12. desember. R08010016

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 15. desember. R08010027

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R08120095

9. Lagður fram þjónustusamningur heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um tilraunaverkefni um rekstur heimahjúkrunar til þriggja ára, dags. 30. f.m., ásamt bréfi sviðsstjóra velferðarsviðs frá 29. s.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 23. s.m. R08090053
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

10. Borgarráð samþykkir svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar til framfærslu hækki um 16,35#PR frá 1. janúar 2009 í samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs milli ára og leiðbeiningar félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Framfærsla til einstaklinga hækkar þar með fyrir hvern mánuð úr kr. 99.329 í kr. 115.567 og framfærsla til hjóna og fólks í skráðri sambúð úr kr. 158.926 í kr. 184.907. Vegna óvissu um þróun útgjalda til fjárhagsaðstoðar á næsta ári er lagt til að liðurinn fjárhagsaðstoð verði bundinn liður. Jafnframt er lagt til að heimildagreiðslur vegna barna hækki einnig um 16,35#PR og liðurinn teljist jafnframt bundinn liður. Áætlaður útgjaldaauki árið 2009 vegna ofangreindra hækkana er 276 m.kr. m.v. forsendur um 7#PR atvinnuleysi. Gert hefur verið ráð fyrir þessum viðbótarútgjöldum í fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2009. R09010048

11. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 18. f.m.:

Lagt er til að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds elli- og/eða örorkulífeyrisþega árið 2009 hækki um 7,5#PR á milli áranna 2008 og 2009 og verði eftirfarandi:

I. Réttur til 100#PR lækkunar
Einstaklingur með tekjur allt að kr. 2.240.000.
Hjón með tekjur allt að kr. 3.140.000.
II. Réttur til 80#PR lækkunar
Einstaklingur með tekjur frá kr. 2.240.000 til 2.580.000.
Hjón með tekjur frá kr. 3.140.000 til 3.500.000.
III. Réttur til 50#PR lækkunar
Einstaklingur með tekjur frá kr. 2.580.000 til 3.000.000.
Hjón með tekjur frá kr. 3.500.000 til 4.180.000.

Lagt er til að skilyrði lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds séu þau að viðkomandi elli- og/eða örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, með síðari breytingum. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Jafnframt lögð fram svohljóðandi breytingartillaga Ólafs F. Magnússonar:

Lagt er til að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2008 hækki um 50#PR á milli áranna 2008 og 2009 og verði eftirfarandi:
I. Réttur til 100#PR lækkunar Viðmiðunartekjur
Einstaklingur með tekjur allt að kr. 3.120.000
Hjón með tekjur allt að kr. 4.380.000
II. Réttur til 80#PR lækkunar
Einstaklingur með tekjur allt að kr. 3.120.000 til 3.600.000
Hjón með tekjur allt að kr. 4.380.000 til 4.890.000
III. Réttur til 50#PR lækkunar
Einstaklingur með tekjur allt að kr. 3.600.000 til 4.190.000
Hjón með tekjur allt að kr. 4.890.000 til 5.840.000
Lagt er til að skilyrði lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds séu þau að viðkomandi elli- og örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekju- og eignaskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.

Greinargerð fylgir tillögunni. R08120030
Vísað til borgarstjórnar.

12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 17. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., varðandi breytingu á reglum um frístundakort þess efnis að hægt verði að nýta kortið til að greiða fyrir dvöl á frístundaheimili. R06090075
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

Vinstri græn hafa allt kjörtímabilið lagt þunga áherslu á að foreldrar fái að nýta frístundakortin til að greiða fyrir frístundaheimili borgarinnar. Frístundaheimilin bjóða upp á afar fjölbreytt og faglegt æskulýðsstarf sem er skýr og góður valkostur fyrir börnin í borginni. Það er því mikið fagnaðarefni að samþykkt skuli hafa verið að frístundaheimilin verði fullgildur aðili að frístundakortinu.

13. Lögð fram bókun Bæjarstjórnar Seltjarnarness frá 17. f.m. varðandi skipan stjórnar Strætó bs., sbr. bréf bæjarstjórans á Seltjarnarnesi, dags. 18. s.m. R08120097

14. Lagt fram bréf samgönguráðuneytisins frá 22. f.m. þar sem veittur er frestur til loka janúar 2009 á afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009. R08040099

15. Borgarstjóri leggur fram svohljóðandi tillögu:

Í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar um 5.800 m.kr. lántöku samþykkir borgarráð að veita fjármálastjóra áframhaldandi umboð til að leita samninga um slíkt framkvæmdalán vegna ársins 2009. Áætlað er að nýta lánið til fjárfestinga í mannaflsfrekum stofnframkvæmdum og viðhaldi, bæði fasteignum og samgöngumannvirkjum, fyrir rúmlega 7 milljarða. Endanleg niðurstaða skal lögð fyrir borgarráð til samþykktar.

Greinargerð fylgir tillögunni. R08110060
Samþykkt.

16. Samþykkt að vísa svohljóðandi breytingatillögum við frumvarp að fjárhagsáætlun til borgarstjórnar:

I. Breytingatillögur Framsóknarflokks (B), Sjálfstæðisflokks (D), Samfylkingar (S) og Vinstri grænna (V) við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2009.
Íþrótta- og tómstundasvið:
BDSV-01. Frístundaklúbbar 10-12 ára barna
Lagt er til að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs verði hækkuð um 10.000 þ.kr. og framlag aukið til frístundaklúbba 10-12 ára barna.
Menningar- og ferðamálasvið:
BDSV-02. Greining á sóknarfærum í ferðamannaþjónustu
Lagt er til að fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálasviðs verði hækkuð um 10.000 þ.kr. til undirbúnings og greiningar á nýjum sóknarfærum í ferðamannaþjónustu.
Menntasvið:
BDSV-03. Skólamáltíðir
Lagt er til að fjárhagsáætlun menntasviðs verði hækkuð um 16.300 þ.kr. og veittur verði systkinaafsláttur á skólamáltíðir. Þannig verði aðeins tekið gjald fyrir tvö börn í heimili, en þriðja, fjórða og fimmta barn fái fría skólamáltíð.
BDSV-04. Innri leiga vegna framhaldsskóla
Lagt er til að fjárhagsáætlun menntasviðs verði lækkuð um 2.900 þ.kr. vegna lækkunar á stofnframlagi til framhaldsskóla og þar með lækkun innri leigu.
Velferðarsvið:
BDSV-05. Unglingasmiðjur
Lagt er til að gerð verði millifærsla í fjárhagsáætlun velferðarsviðs, þannig að framlag í unglingasmiðjur verði aukið um 4.150 þ.kr. en liðurinn önnur útgjöld á aðalskrifstofu sviðsins lækkaður sem því nemur.
BDSV-06. Hverfisráð
Lagt er til að fjárhagsáætlun velferðarsviðs verði hækkuð um 9.200 þ.kr. vegna hverfisráða.
Sameiginlegur kostnaður:
BDSV-07. Nýsköpunarsjóður námsmanna
Lagt er til að framlag til Nýsköpunarsjóðs námsmanna verði 20.000 þ.kr. árið 2009.
BDSV-08. Styrkir borgarráðs
Lagt er til að styrkir borgarráðs lækki um 20.000 þ.kr. árið 2009.
BDSV-09. Ófyrirséð
Lagt er til að liðurinn ófyrirséð verði lækkaður um 42.600 þ.kr. til að mæta auknum fjárveitingum skv. tillögum BDSV-01, -02, -03, -04 og -06.
Eignasjóður:
BDSV-10. Stofnframlag til framhaldsskóla
Lagt er til að fjárfestingaáætlun eignasjóðs verði lækkuð um 50.000 þ.kr. vegna lækkunar á stofnframlagi til framhaldsskóla sem verði með þeirri breytingu 300.000 þ.kr.
BDSV-11. Innri leiga vegna framhaldsskóla
Lagt er til að tekjur skv. fjárhagsáætlun eignasjóðs verði lækkaðar um 2.900 þ.kr. vegna lækkunar á stofnframlagi til framhaldsskóla og þar með lækkun innri leigu.

II. Breytingatillögur Framsóknarflokks (B) og Sjálfstæðisflokks (D) við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2009.
Menningar- og ferðamálassvið:
BD-01. Stytta af Tómasi Guðmundssyni
Lagt er til að fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálasviðs verði hækkuð um 5.000 þ.kr. vegna framlags til að gera styttu af Tómasi Guðmundssyni skáldi.
BD-02. Menningarminjar við Grímsstaðavör
Lagt er til að fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálasviðs verði hækkuð um 5.000 þ.kr. vegna framlags til menningarminja við Grímsstaðavör.
Menntasvið:
BD-03. Styrkir menntaráðs
Lagt er til að styrkjaliður í fjárhagsáætlun menntasviðs verði hækkaður um 2.000 þ.kr.
BD-04. Stefnumótun í menntamálum
Lagt er til að sameiginlegur kostnaður vegna grunnskóla í fjárhagsáætlun menntasviðs verði hækkaður um 2.000 þ.kr. vegna stefnumótunar í menntamálum.
Sameiginlegur kostnaður:
BD-05. Ófyrirséð
Lagt er til að liðurinn ófyrirséð verði lækkaður um 14.000 þ.kr. til að mæta auknum fjárveitingum skv. tillögum BD-01, -02, -03 og -04.

III. Borgarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögur að leiðréttingum á frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2009.
a. Milliviðskipti í samstæðu
Lagt er til að milliviðskipti í samstæðu verði leiðrétt og gjaldfærður verði kostnaður út á móti tekjum sem þegar höfðu verið færðar í milliviðskipti sem nemur 565.201 þ.kr. Sambærileg leiðrétting verði gerð í útkomuspá fyrir árið 2008 eða 545.483 þ.kr. Leiðréttingin hefur áhrif til hækkunar á handbæru fé samstæðu í lok árs 2009 sem nemur 1.110.684 þ.kr.
b. Faxaflóahafnir – breyttar forsendur
Lagt er til að fjárhagsáætlun Faxaflóahafna verði leiðrétt vegna samantektar á samstæðuáætlun Reykjavíkurborgar í samræmi við breytingar á forsendum um verðlag og gengisvísitölu sem kynntar voru á fundi borgarráðs þann 20. desember sl. Áhrif breytinganna eru eftirfarandi:

Athugasemd: Vakin er athygli á því að í frumvarpi var birt röng útgáfa af fjárhagsáætlun Faxaflóahafna, en í fyrri dálkinum hér að ofan er vísað til fjárhagsáætlunar sem kynnt var af hafnarstjóra í borgarráði á fundi þann 20. desember sl., sjá hjálagt fskj. 1.
c. Félagsbústaðir – breyttar forsendur
Lagt er til að fjárhagsáætlun Félagsbústaða verði leiðrétt vegna samantektar á samstæðuáætlun Reykjavíkurborgar í samræmi við breytingar á forsendum um verðlag og gengisvísitölu sem kynntar voru á fundi borgarráðs þann 20. desember sl. Áhrif breytinganna eru eftirfarandi:

d. Íþrótta- og sýningarhöllin – breyttar forsendur
Lagt er til að fjárhagsáætlun Íþrótta- og sýningarhallarinnar verði leiðrétt vegna samantektar á samstæðuáætlun Reykjavíkurborgar í samræmi við breytingar á forsendum um verðlag og gengisvísitölu sem kynntar voru á fundi borgarráðs þann 20. desember sl. Áhrif breytinganna eru skv. fjármálaskrifstofu eftirfarandi:

e. Orkuveita Reykjavíkur – breyttar forsendur
Lagt er til að fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur verði leiðrétt í samræmi við samþykkt stjórnar þann 29. desember sl. vegna breytinga á forsendum fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar, sem kynntar voru í borgarráði þann 20. desember sl.

f. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins – breyttar forsendur
Lagt er til að fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verði leiðrétt vegna samantektar á samstæðuáætlun Reykjavíkurborgar í samræmi við breytingar á forsendum um verðlag og gengisvísitölu sem kynntar voru á fundi borgarráðs þann 20. desember sl. Áhrif breytinganna eru eftirfarandi:

g. Sorpa – breyttar forsendur
Lagt er til að fjárhagsáætlun Sorpu verði leiðrétt vegna samantektar á samstæðuáætlun Reykjavíkurborgar í samræmi við breytingar á forsendum um verðlag og gengisvísitölu sem kynntar voru á fundi borgarráðs þann 20. desember sl. Áhrif breytinganna eru skv. fjármálaskrifstofu eftirfarandi:

Athugasemd:
Fjárhagsáætlanir eftirtalinna B-hluta fyrirtækja byggja á verðlags- og gengisforsendum sem kynntar voru í borgarráði þann 7. október sl. (en ekki á breyttum forsendum frá 20. des. sl.). Umræddar breytingar hafa óveruleg áhrif á fyrirtækin nema hjá Strætó bs.:
Bílastæðasjóð
Malbikunarstöðina Höfða
Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Strætó bs.

IV. Jafnframt eru lagðar fram til kynningar lagfæringar og breytingar við greinargerð með fjárhagsáætlun.
R08040099

17. Lagðar fram svohljóðandi tillögur Samfylkingar og Vinstri grænna við afgreiðslu fjárhagsáætlunar:

SV-01. Launajöfnuður
Borgarstjórn samþykkir að við útfærslu á sparnaði og samdrætti í yfirvinnu og öðrum launakostnaði sem áætlaður er allt að 1.300 milljónir króna samkvæmt tillögum borgarstjóra verði sérstaklega gætt að því að ekki dragi í sundur í launagreiðslum hjá Reykjavíkurborg heldur verði eitt af markmiðum útfærslunnar að stuðla að launajöfnuði. Það felist meðal annars í því að hópar og einstaklingar með heildarlaun sem eru undir 300.000 krónum á mánuði snertist að jafnaði ekki af ofangreindum samdrætti.
SV-02. Samráð við stéttarfélög, starfsfólk, samstarfsaðila og notendur þjónustu
Borgarstjórn samþykkir að við útfærslu og mat á raunhæfni einstakra tillagna um breytingar á þjónustu og niðurskurð verði þess gætt að náið samráð verði haft við stjórnendur, stéttarfélög og aðra fulltrúa starfsfólks, notendur þjónustunnar og foreldra eða forráðamenn, í tilviki barna. Ofangreint samráð er ekki síst mikilvægt þegar um er að ræða þann 2,5 milljarða viðbótarniðurskurð sem enn er óútfærður.
SV-03. Framkvæmdum verði forgangsraðað í þágu mannaflsfrekra verkefna
Borgarstjórn samþykkir að samhliða endurskoðun fjárhagsáætlunar verði framkvæmdaáætlun borgarinnar stokkuð upp sérstaklega og lögð fram að nýju fyrir 1. mars. Markmið breyttrar forgangsröðunar verði að fjármunir nýtist sem best fyrir þá sem standa höllustum fæti á vinnumarkaði. Við endurskoðunina verði því kannað sérstaklega hversu miklum fjármunum í framkvæmdaáætlun er skynsamlegt að verja til annarra átaksverkefna í atvinnumálum komi í ljós að þannig skapist fleiri störf fyrir sama fé.
SV-04. Aðgerðir í atvinnumálum og félagslegur kostnaður atvinnuleysis
Borgarstjórn samþykkir að við endurskoðun fjárhagsáætlunar verði sérstaklega hugað að kostnaði vegna félagslegra afleiðinga atvinnuleysis, átaksverkefna í atvinnumálum og frekari aðgerða í þágu atvinnumála ungs fólks. Sérstaklega verði hugað að þeim þjónustuþáttum sem verða fyrir auknu álagi og útgjöldum vegna efnahagshrunsins, s.s. starfsemi þjónustumiðstöðva, barnavernd og einstaka samstarfsaðila borgarinnar sem fá greitt gegnum þjónustusamninga.
SV-05. Hagræðing í húsnæðismálum
Borgarstjórn samþykkir að við endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir 1. mars verði unnar tillögur að hagræðingu í húsnæðismálum þannig að 2-5#PR sparnaður náist á næstu þremur árum. Sérstaklega verði hugað að bættri nýtingu húsnæðis og endurskoðun dýrra leigusamninga við einkaaðila sem taka til sín mikið fé, s.s. Höfðatorg, Íþrótta- og sýningahöll og Egilshöll í Grafarvogi. R08040099
Vísað til borgarstjórnar.

18. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi tillögur:

ÓFM-01. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að fargjöld hjá Strætó bs. í borginni verði felld niður hið fyrsta.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Ólafur F. Magnússon leggur fram að nýju svohljóðandi tillögu, sem frestað var í borgarráði 4. des. sl.:

ÓFM-02. Borgarráð samþykkir að falla frá hugmyndum sem fela í sér skerta þjónustu og fækkun stöðugilda á unglingasmiðjunum Stíg og Tröð, enda samræmist slíkur niðurskurður ekki þeirri stefnu að verja velferðar- og grunnþjónustuna og störfin í borginni.

Greinargerð fylgir tillögunni. R08040099
Vísað til borgarstjórnar.

Fundi slitið kl. 11.40

Óskar Bergsson

Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Svandís Svavarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson