No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2008, fimmtudaginn 11. desember, var haldinn 5051. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 9. desember. R08010024
Samþykkt.
2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 1. desember. R08030050
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 2. desember. R08010008
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 2. desember. R08010012
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 3. nóvember. R08010013
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 3. desember. R08010014
7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 3. desember. R08010015
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R08120003
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar Háskóla Íslands vestan Suðurgötu. R08120027
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á þróunaráætlun miðborgar og aðalskipulagi. R08120028
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi deiliskipulag reits 1.186.3, sem afmarkast af Freyjugötu, Baldursgötu, Þórsgötu og Njarðargötu. R08010078
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 26. f.m., varðandi breytt deiliskipulag í Stjörnugróf vegna dreifistöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. R08120029
Samþykkt.
13. Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa frá 19. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um ný götuheiti á Slippasvæði. R08110079
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar, borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Ólafur F. Magnússon óska bókað:
Við viljum að því sé haldið til haga sem áður hefur verið beint til nafnanefndar að nýjar götur í borginni verði látnar bera nöfn þeirra kvenna sem fyrstar sátu í bæjarstjórn í Reykjavík en nýlega voru 100 ár síðan fyrsta konan tók þar sæti.
14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 20. f.m. varðandi nánar tilgreindar breytingar á 3. gr. samþykktar fyrir menningar- og ferðamálaráð varðandi húsvernd. R05020008
Vísað til borgarstjórnar.
15. Lögð fram ný lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg nr. 1097/2008, sem birt var á vef Stjórnartíðinda 3. þ.m. R08060015
16. Lagt fram bréf sviðsstýru umhverfis- og samgöngusviðs frá 8. þ.m. varðandi heiti og hlutverk stýrihóps um staðsetningu bensínstöðva, er framvegis nefnist stýrihópur um orkustöðvar í Reykjavík. R06030105
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 5. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Orkuveitunnar s.d., varðandi útboð fyrirtækisins á skuldabréfaflokki í íslenskum krónum, að fjárhæð allt að 5 milljörðum króna. R08120034
Vísað til borgarstjórnar og jafnframt óskað eftir umsögn fjármálastjóra.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég get ekki fallist á lántöku til Orkuveitu Reykjavíkur án þess að tryggt sé að henni sé beitt til að tryggja hagsmuni almennings eins og t.d. gjaldskrár Orkuveitunnar og störf hjá fyrirtækinu, en ekki pólitíska hagsmuni Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Meirihlutaflokkarnir í borgarstjórn hafa farið í heilan hring í röksemdafærslu í orkumálum borgarinnar. Enn og aftur skal bent á það hvílíkt glóruleysi það er að halda áfram í ferð án fyrirheits í virkjanaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu, sem geta bæði endað í gjaldþroti Orkuveitunnar og hættu á því að komandi kynslóðir fái ekki heitt vatn í ofna sína.
Bókun borgarráðs:
Hér er lögð til sú málsmeðferð að vísa heimild um lántöku Orkuveitunnar til borgarstjórnar til efnislegrar afgreiðslu. Í ljósi bókunar Ólafs F. Magnússonar skal áréttað að hér er um að ræða lán til að standa straum af skuldbindingum á árinu 2008 en ekki til að takast á hendur nýjar framkvæmdir. Loks skal það tekið fram að Orkuveitan er sterkt fyrirtæki sem allar vonir standa til að muni standa af sér það efnahagsástand sem samfélagið glímir nú við.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Í tilefni af bókun Ólafs F. Magnússonar skal því haldið til haga að fulltrúi Vinstri grænna hefur í stjórn Orkuveitunnar gætt umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða í hvívetna og mun gera það áfram.
18. Lögð fram drög að siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg, dags. 8. þ.m., ásamt bréfi formanns starfshóps um skráningu reglnanna, dags. s.d. R07060032
Borgarráð þakkar starfshópi um gerð siðareglna framlagða tillögu og góð störf. Í samræmi við niðurstöðu starfshópsins er tillögunni vísað til umfjöllunar borgarstjórnarflokka, auk þess sem skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að útfæra nánar einstök ákvæði reglnanna.
Svohljóðandi tillaga er samþykkt:
Lagt er til að borgarráð samþykki að þegar verði hafin skráning siðareglna fyrir embættismenn og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Reglurnar komi til endanlegrar staðfestingar borgarstjórnar en verði unnar undir forystu stýrihóps sem borgarstjóri hafi frumkvæði að því að skipa að höfðu samráði við stéttarfélög og fulltrúa embættismanna.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég sakna þess að í tillögum um siðareglur kjörinna fulltrúa sé ekki gerð krafa um að þeir veiti upplýsingar um fjárframlög til þeirra í prófkjörum, sem augljóslega geta valdið hagsmunaárekstrum í störfum þeirra.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:
Það er fagnaðarefni að samstaða hefur náðst um að skrá siðareglur fyrir kjörna fulltrúa á vettvangi borgarstjórnar. Reglurnar byggja á ítrekuðum tillöguflutningi, ítarlegri undirbúningsvinnu og umræðum í hópi borgarfulltrúa. Brýnt er að unnið verði hratt að því að setja reglur um gjafir, boðsferðir, aukastörf og stjórnarsetur, auk þess sem Samfylkingin og Vinstri grænir eru eindregið þeirrar skoðunar að með sama hætti eigi að setja reglur um birtingu upplýsinga um eignir og annað, sbr. erlendar fyrirmyndir.
Bókun borgarráðs:
Þakkað er fyrir ábendingu Ólafs F. Magnússonar um að brýnt sé að upplýsingar um fjárreiður stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka þurfi að vera opinberar. Sérstök lög um fjárreiður stjórnmálaflokka hafa verið sett og er þeim m.a. ætlað að taka á þessum atriðum og taldi undirbúningshópur um skráningu siðareglna að 2. gr. reglnanna vísaði til þeirra eins og annarra laga sem fjalla um starfssvið sveitarstjórnarmanna. Af þessu tilefni er lagt til að viðkomandi lög verði kynnt fyrir borgarráði sem sérstakur dagskrárliður.
19. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R08120001
- Kl. 12.00 víkur Óskar Bergsson af fundi.
20. Lagðir fram kjarasamningar Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Eflingu - stéttarfélag og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu, dags. 29. f.m., og við Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands, Stéttarfélag verkfræðinga, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Stéttarfélag sjúkraþjálfara, Iðjuþjálfafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands, Stéttarfélag lögfræðinga, Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Fræðagarð, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði, Samiðn - samband iðnfélaga, Rafiðnaðarsamand Íslands, Múrarafélag Reykjavíkur, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Verkstjórasamband Íslands og Læknafélag Íslands, dags. 30. s.m. Jafnframt lögð fram greinargerð mannauðsstjóra, dags. 9. þ.m. R08120037
Borgarráð staðfestir kjarasamningana fyrir sitt leyti.
21. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að borgarstjóra verði falið að kanna mögulega aðkomu Reykjavíkurborgar að þeirri hugmynd að komið verði upp tímabundnu nýsköpunarsetri í Toppstöðinni í Elliðaárdal. Áhugamannahópur hefur unnið að undirbúningi málsins, hugmyndavinnu, gerð viðskiptaáætlunar og samráði við ýmsa sem að málinu þurfa að koma.
Greinargerð fylgir tillögunni. R08120071
Samþykkt.
22. Kynnt er staðan á byggingu Tónlistar- og ráðstefnumiðstöðvarinnar við Austurhöfn. R08010033
23. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á borgarstjórnarfundi 2. des. sl. gengu ýmsir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins langt í aðdróttunum sínum gagnvart undirrituðum, þar sem seilst er langt út fyrir velsæmismörk. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins bætti síðar um betur og sló enn einu sinni met í rætnum og lágkúrulegum ummælum á vettvangi borgarstjórnar. Því lagði undirritaður fram bókun á síðasta borgarráðsfundi, þar sem lýst var vanþóknun og vantrausti á því að Óskar Bergsson gegndi áfram formennsku í borgarráði Reykjavíkur. Óskar Bergsson neitaði að taka bókunina á dagskrá. Einnig neitaði hann endurtekið að leyfa undirrituðum að taka til máls og hagaði orðum sínum með grófari hætti en áður hefur þekkst í borgarráði. Því spyr ég borgarstjóra: Í fyrsta lagi, telur hún það verjandi að málum sé hagað með þeim hætti sem nú er í borgarstjórn og borgarráði, að málatilbúnaði og tillögum borgarfulltrúa F-listans sé svarað með einstaklega grófum aðdróttunum um persónu hans og einkahagi eða þá ekki svarað með þeim ummælum borgarstjóra að hún vilji „ekki fara niður á þetta plan með Ólafi F. Magnússyni.“ Í öðru lagi, telur borgarstjóri það verjandi að áralöng hefð um að fjárhagsáætlun borgarinnar sé rædd og undirbúin ítarlega í borgarráði, áður en hún er lögð fram, sé rofin? Í þriðja lagi, telur hún það verjandi að fjárhagsáætlun sé nú rædd og undirbúin í starfshópum sem fulltrúar F-listans hafa enga aðkomu að? R05110132
Fundi slitið kl. 13.30
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Kjartan Magnússon Svandís Svavarsdóttir