Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2008, fimmtudaginn 4. desember, var haldinn 5050. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 18. nóvember. R08010006
2. Lagðar fram fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 8. september, 6. október og 17. og 24. nóvember. R08030050
3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 3. desember. R08010024
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
4. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 24. og 28. nóvember. R08010028
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 21. nóvember. R08020092
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R08120003
7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttum skilmálum deiliskipulags í Árbæ, Selási. R08110125
Samþykkt.
8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi útivistarsvæðis í Úlfarsárdal. R08110126
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi við Halla- og Hamrahlíðarlönd. R08110126
Samþykkt.
- Kl. 9.44 taka Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
10. Lagt fram yfirlit byggingarfulltrúa yfir byggingarframkvæmdir í Reykjavík á árinu 2007, dags. í nóvember 2008. R08110117
11. Lagt fram bréf ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt ráðsins 24. s.m., varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Ánanaust og umsókn um framkvæmdaleyfi vegna landfyllinga í Gufunesi. R08110116
Vísað til umsagnar umhverfis- og samgönguráðs og skipulagsráðs.
12. Lögð fram rekstraráætlun Sorpu bs. fyrir árið 2009, ásamt bréfi framkvæmdastjóra Sorpu frá 21. f.m., sbr. samþykkt stjórnar Sorpu 17. s.m. R08010186
13. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 2. þ.m. varðandi nánar tilgreindar breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2008. R08010198
3. tölulið erindisins frestað. Samþykkt að öðru leyti með 4 samhljóða atkvæðum.
14. Lagt fram bréf sviðsstýru umhverfis- og samgöngusviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 28. október sl., varðandi gjaldskyldu á nánar tilgreindum skammtímabílastæðum við Háskóla Íslands. R08110118
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf borgarlögmanns, fjármálastjóra, framkvæmdastjóra ÍTR og sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 2. þ.m. varðandi uppgjör við Knattspyrnusamband Íslands vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. R08020127
- Kl. 11.12 víkur Svandís Svavarsdóttir af fundi og Þorleifur Gunnlaugsson tekur þar sæti.
- Kl. 11.24 víkur borgarstjóri af fundi.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
- Kl. 11.33 víkur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tekur þar sæti.
16. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 2. þ.m. varðandi tillögu að dómssátt í máli S-10 ehf. gegn Reykjavíkurborg. R08070002
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Meirihluti borgarráðs leggur til dómsátt í máli sem á að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir nokkra daga. Tilefni dómsmálsins var að algjör viðsnúningur varð þegar meirihluti borgarstjórnar stóð ekki við samþykkt meirihluta borgarráðs þó svo að engin meirihlutaskipti hafi orðið í millitíðinni. Það er því ekki að undra að þeir sem fengu samþykkta lóðarhlutun, sem síðan var tekin af þeim af sömu aðilum, hafi farið í dómsmál, enda hringlandaháttur þáverandi meirihluta þyngri en tárum taki. Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði voru ætíð mótfallnir þessari lóðarúthlutun út frá þeim sjónarmiðum að þau samræmdust ekki skipulagi á svæðinu, hvorki því sem í gildi er, né því sem framtíðaruppbygging á Vatnsmýrarsvæðinu gerir ráð fyrir. Við erum enn sömu skoðunar og getum því ekki stutt þessa afgreiðslu.
17. Lagt er til að Andrea M. Gunnarsdóttir taki sæti varamanns í skólanefnd Fjölbrautarskólans í Breiðholti í stað Guðlaugar R. Skúladóttur og að Andri H. Kristinsson taki sæti varamanns í skólanefnd Menntaskólans við Hamrahlíð í stað Sigurjóns Pálssonar. R08100208
Samþykkt.
18. Afgreidd eru 2 útsvarsmál. R06010038
19. Lagt fram yfirlit fjármálastjóra yfir verklag og stöðu undirbúnings fjárhagsáætlunar 2009, dags. í dag. R08040099
20. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að falla frá hugmyndum sem fela í sér skerta þjónustu og fækkun stöðugilda á unglingasmiðjunum Stíg og Tröð, enda samræmist slíkur niðurskurður ekki þeirri stefnu að verja velferðar- og grunnþjónustuna og störfin í borginni. R07010060
Frestað.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég tel borgarráði ekkert að vanbúnaði að samþykkja þessa tillögu og tel nauðsynlegt að haft verði samráð við þá sem þessa þjónustu veita og aðstandendur þeirra unglinga sem þjónustunnar njóta en það hefur ekki verið gert.
Fundi slitið kl. 12.15
Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Þorleifur Gunnlaugsson