Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2008, fimmtudaginn 20. nóvember, var haldinn 5048. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson og Svandís Svavarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
user/187Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 21. október. R08010006
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 14. október. R08010009
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 6. nóvember. R08010011
4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 11. nóvember. R08010017
5. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 7., 12. og 19. nóvember. R08010024
B-hlutar fundargerðanna samþykktir.
6. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 13. nóvember. R08010100
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R08100320
8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 10. þ.m. um synjun skipulagsráðs frá 7. s.m. á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 14 við Ofanleiti. R08070063
Borgarráð staðfestir synjun skipulagsráðs með 6 samhljóða atkvæðum, Óskar Bergsson situr hjá.
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 7. s.m., um tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 13 við Sóleyjarima. R08070084
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 103 við Hverfisgötu. R08110036
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um endurauglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Hólmsheiðar vegna jarðvegsfyllinga. R07060084
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa vegna lóðar fyrir hof. R07040062
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 12. s.m., um veitingu tímafrests til eigenda lóðarinnar að Bræðraborgarstíg 31 til hreinsunar á lóðinni. R06120095
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 12. s.m., um heimild til beitingar dagsekta vegna tafa við frágang á fasteigninni að Vesturgötu 31. R08110050
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 31. f.m. um afléttingu tiltekinna kvaða á lóð nr. 3 við Brekkuhús. R06020089
Frestað.
16. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Alþjóðahússins frá 4. þ.m. þar sem óskað er eftir endurnýjun þjónustusamnings Reykjavíkurborgar við Alþjóðahúsið. R06100100
Frestað.
- Kl. 10.10 tekur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sæti á fundinum.
17. Lagður fram þjónustusamningur mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Samtakanna '78, dags. 5. þ.m. R08110031
Borgarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.
18. Lagt fram bréf mannréttindastjóra frá 10. þ.m. varðandi lýsingu á Ráðhúsinu í tilefni herferðarinnar Lífsborgir - Cities for life dagana 28.-30. nóvember nk. R08110037
Samþykkt.
- Kl. 10.47 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi.
19. Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 6. þ.m. í máli nr. 32/2008, Arngunnur Jónsdóttir og Helgi Rafnsson gegn Birni Andrési Bjarnasyni og Reykjavíkurborg. R06090093
20. Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 13. þ.m. í máli nr. 28/2008, Reykjavíkurborg gegn Olíudreifingu ehf. R07020036
21. Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 10. þ.m. í máli nr. 578/2008, Reykjavíkurborg og Rauðhóll ehf. gegn Vegagerðinni. R08020083
22. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 10. þ.m. í máli nr. E-5905/2007, Júlía Guðrún Ingvarsdóttir gegn Reykjavíkurborg. R07090037
23. Lögð fram drög að reglum Reykjavíkurborgar um notkun innkaupakorta, ódags., ásamt bréfi fjármálastjóra, dags. 18. þ.m. R08110001
Samþykkt.
24. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. þ.m., yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða, sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R08110004
25. Lagt fram bréf staðgengils borgarlögmanns frá 17. þ.m. varðandi frágang á sölu Reykjavíkurborgar á eignum á Hengilssvæðinu til Orkuveitu Reykjavíkur. R04050094
Samþykkt.
26. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 17. þ.m. um stöðu aðgerðaáætlunar velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi. R08100231
27. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 12. s.m., um óbreytta staðsetningu heimilis fyrir karla með áfengisvanda og annan vímuefnavanda við Njálsgötu. R07040022
Samþykkt.
28. Lagt fram bréf samgönguráðuneytis frá 29. f.m. þar sem óskað er tilnefningar fulltrúa og varafulltrúa Reykjavíkurborgar í umferðarráð til þriggja ára. R08110003
Frestað.
29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 17. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að félagið Miðborg Reykjavíkur fái styrk að upphæð 3 mkr. til þess að mæta kostnaði vegna viðburða og kynningarmála í aðdraganda jóla. Styrkurinn greiðist af liðnum ófyrirséð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R07050002
Samþykkt.
30. Lögð fram drög að samþykkt fyrir Silfursjóð Reykjavíkur, ódags., ásamt bréfi borgarstjóra, dags. 17. þ.m. R08080080
Borgarráð staðfestir samþykktina.
31. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 17. þ.m. þar sem hún tilnefnir Ólaf Jónsson, Auði Árnýju Stefánsdóttur, Ómar Einarsson og Hildi Skarphéðinsdóttur í stjórn Silfursjóðs Reykjavíkur. Formaður stjórnar verði Ólafur Jónsson. R08080080
- Kl. 11.30 víkur Björk Vilhelmsdóttir af fundi og Oddný Sturludóttir tekur þar sæti.
32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Lagt er til að undirbúin verði sóknaráætlun fyrir Reykjavík vegna þeirra verkefna sem borgin stendur frammi fyrir í ljósi breytinga í efnahagsumhverfinu. Markmið með sóknaráætlun verði að móta stefnu til framtíðar um hvernig best verði tryggt að Reykjavík verði ávallt í forystu hvað varðar lífsgæði fyrir borgarbúa og verði fyrsti valkostur fólks og fyrirtækja. Til undirbúnings verði skipaður starfshópur sem hafi það hlutverk að kortleggja tækifæri borgarinnar til nýsköpunar og vaxtar á næstu árum og skal hann vinna á þeim grundvelli hugmyndir um það hvernig höfuðborgin hyggst mæta nýjum áskorunum. Starfshópurinn kalli aðila til samstarfs og samráðs og hafi til hliðsjónar þær áætlanir, rannsóknir og viðhorfskannanir sem hafa verið unnar á vegum borgarinnar. Einnig verði horft til þeirra hugmynda sem ræddar hafa verið á vettvangi aðgerðahóps borgarráðs um fjármál borgarinnar vegna breytinga í efnahagsumhverfinu, til dæmis tillögu um uppbyggingu atvinnulífs framtíðarinnar sem vísað var til aðgerðahópsins á fundi borgarstjórnar 4. nóvember sl.
Umsjón með verkefninu hafi Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs. Starfshópurinn verði skipaður fulltrúum Reykjavíkurborgar, fyrirtækja, samtaka atvinnulífs, háskóla og annarra. Tillögum starfshópsins verði skilað til borgarráðs eigi síðar en 1. febrúar 2009. Starfshópurinn starfi í nánu samstarfi við aðgerðahóp borgarráðs. R08080073
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Því er fagnað að lagður verði grunnur að stefnumótun í atvinnumálum með undirbúningi sóknaráætlunar í samræmi við tillögu Samfylkingarinnar 4. nóvember sl. Mikilvægt er að í undirbúningsvinnu hópsins verði litið til þeirra fjölmörgu þátta sem þar eru tilgreindir og efnt verði til víðtæks samráðs samhliða og í kjölfar þeirrar undirbúningsvinnu sem nú fer af stað.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Það er mikilvægt og ánægjulegt hversu víðtæk sátt er um tillöguna, enda hefur hún verið undirbúin af fulltrúum allra flokka á vettvangi aðgerðahópsins. Að auki hafa fulltrúar allra flokka ítrekað rætt nauðsyn slíkrar sóknaráætlunar, bæði í borgarráði og borgarstjórn. Fulltrúar meirihlutans leggja áherslu á áframhaldandi pólitíska samstöðu um mikilvæg hagsmunamál borgarinnar og borgarbúa við núverandi aðstæður.
33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Lagt er til að skipaður verði sérstakur starfshópur, sem starfi undir aðgerðahópi borgarráðs um fjármál Reykjavíkurborgar, til að fylgjast með þróun og meta áhrif atvinnuleysis í Reykjavík. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi, leiði starf hópsins en með hópnum munu einnig starfa fulltrúar velferðarráðs og velferðarsviðs og borgarhagfræðings. Starfshópurinn skal skila niðurstöðum til aðgerðahópsins eigi síðar en 10. janúar 2009. R08080073
Samþykkt.
34. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
1. Íbúðarhúsalóðir sem úthlutað var á föstu verði á árinu 2007 eða 2008.
a) Lóðarhafa, sem úthlutað var lóð á föstu verði á árinu 2007 eða 2008, verður áfram heimilt að skila lóðinni og fá endurgreiðslu samkvæmt upphaflegum skilmálum, enda séu framkvæmdir ekki hafnar á lóðinni.
b) Hafi lóð verið greidd með skuldabréfi til Reykjavíkurborgar heimilar borgarráð lengingu á lánstíma í allt að 8 ár talið frá útgáfudegi skuldabréfs og heimilar jafnframt að leggja gjaldfallnar afborganir og áfallna vexti við höfuðstól. Þá heimilar borgarráð skuldurum að breyta óverðtryggðum lánum í verðtryggð lán ef lagaskilyrði eru uppfyllt, en lán til 5 ára eða lengri tíma skulu verðtryggð. Skuldir samkvæmt skuldabréfi vegna lóðakaupa víki fyrir lánum Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðs vegna húsbyggingar viðkomandi. Vextir á verðtryggðum skuldabréfum skulu vera 4%. Uppgreiðsla skuldabréfs er heimil án uppgreiðslugjalds.
2. Útboðslóðir 2006
a) Lóðarhafi sem fékk lóð á grundvelli útboðs getur ekki skilað lóðinni til Reykjavíkurborgar enda var slíkt ekki í upphaflegum skilmálum.
b) Hafi lóð verið greidd með skuldabréfi til Reykjavíkurborgar á lóðarhafi rétt á sömu skilmálabreytingum og koma fram í lið 1. b)
3. Lóðir fyrir atvinnuhúsnæði
Ekki verði heimilt að skila lóðum sem úthlutað hefur verið undir atvinnuhúsnæði nema sérstök heimild borgarráðs komi til hverju sinni. Lóðarhöfum þessara lóða verður tryggður réttur til framsals á lóðarréttindunum.
4. Framkvæmdafrestir
Allir framkvæmdafrestir eru framlengdir um tvö ár frá því sem fram kemur í úthlutunarskilmálum. Óski lóðarhafi eftir framlengingu á framkvæmdafresti að þeim tíma liðnum, skal sækja um hann sérstaklega til skrifstofu framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar. R08110067
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Það er jákvætt að greiðsluskilmálar vegna lóðakaupa breytist til að koma til móts við lóðakaupendur. Ljóst er hins vegar að afar óheppilegt er að mismunandi reglur gildi um mismunandi lóðir í einu og sama hverfinu. Það sést best á því að nú er staðfest að lóðum sem úthlutað var með föstu verði má skila en lóðum sem úthlutað var með útboðum má ekki skila. Þá er vakin athygli á því að það getur orkað tvímælis að atvinnulóðum megi skila en ekki íbúðalóðum sem úthlutað var með útboði en í hvorugu tilvikinu gera skilmálar ráð fyrir að lóðunum megi skila. Samfylkingin studdi ekki breytingar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á lóðaúthlutunarreglum og situr því hjá við þessa afgreiðslu.
35. Lagt fram bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 12. þ.m. um reynslu af rýmkuðum áfengisveitingatíma veitingastaða í Reykjavík, ásamt bréfi borgarstjóra, dags. 16. f.m. R08100267
36. Lagt fram bréf Léttkaupa ehf. og Hugar ehf. frá 20. f.m. varðandi forsendur úthlutunar lóðar nr. 5 við Hádegismóa. R07010145
Vísað til framkvæmda- og eignasviðs.
Fundi slitið kl. 12.40
Óskar Bergsson
Dagur B. Eggertsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon OddnýSturludóttir
Svandís Svavarsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir